Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 26

Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Sveitarstjórnarmönnum, ekki síst núverandi borgarfulltrúum Reykja- víkur, hefur að undanförnu orðið tíð- rætt um „vald“ sitt til að ákveða skipulag sveitarfélags. Síðustu dag- ana hefur þessi valdtúlkun færst á hærra þrep því nú er sagt að um sé að ræða „stjórnarskrárvarið vald sveitarfélags til að ákveða skipulag sitt“. Ég hef til þessa tak- markað skrif mín í dag- blöð og tímarit við tæknileg málefni, sem ég tel mig hafa þekk- ingu á, einkum tengd flugmálum og flug- rekstri. Ég er því ef- laust að hætta mér út á hálan ís við umfjöllun um ákvæði stjórn- arskrár og laga. Hafa ber þó í huga, að stjórnarskrá, lög og reglugerðir, sem þegn- um landsins er ætlað að fylgja, eiga að vera þannig rituð, að almenn- ingur skilji textann án þess að þurfa að hafa lögfræðing sér við hlið. Stjórnarskrá lýðveldisins er ekki stórt skjal. Við útprentun af vefsíðu Alþingis kemst hún fyrir á rúmlega fjórum A4-blöðum. Ég hef vandlega leitað í henni að ofangreindri vald- heimild, en finn ekki. Hugsanlega eru menn með í huga eftirfarandi ákvæði 78. greinar: „Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eft- ir því sem lög ákveða.“ Um skipulag landsvæða á Íslandi gilda Skipulagslög nr. 123/2010 með síðari breytingum. Samkvæmt þeim er sveitarfélögum skylt að láta gera ýmiss konar skipulag svæða sinna, þar á meðal aðalskipulag. Meðal markmiða laganna, sem skráð eru í 1. grein þeirra, er „að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana“. Í 3. grein segir: „Ráðherra fer með yfirstjórn skipulagsmála sam- kvæmt lögum þessum. Ráðherra til aðstoðar er Skipulagsstofnun sbr. 4. gr.“ (Í inngangi laganna er staðfest- ing þess efnis, að þegar í lögunum sé getið um ráðherra sé átt við um- hverfis- og auðlindaráðherra.) Í þessari sömu 3. grein segir enn- fremur: „Sveitarstjórnir annast gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætl- ana. Þær fjalla um leyfisumsóknir og veita framkvæmdaleyfi og hafa eftirlit með framkvæmd skipulags- áætlana og framkvæmdaleyf- isskyldum framkvæmdum.“ Ekki er hér neitt að finna um meint vald sveitar- stjórna. Í 29. grein segir m.a.: „Sveitarstjórn ber ábyrgð á að gert sé aðalskipulag fyrir sveitarfélagið. Skipu- lagsnefnd sveitarfélags annast í umboði sveit- arstjórnar vinnslu, kynningu og afgreiðslu aðalskipulags. Sveit- arstjórn samþykkir að- alskipulag og sendir það Skipulags- stofnun til staðfestingar.“ Enn bólar ekkert á valdi sveitarfélaganna! Í 32. grein er fjallað um afgreiðslu og gildistöku aðalskipulags, og þar segir m.a.: „Skipulagsstofnun skal innan fjögurra vikna frá því að til- laga að aðalskipulagi barst henni staðfesta aðalskipulagstillöguna og auglýsa hana í B-deild Stjórnartíð- inda. Aðalskipulagið tekur gildi, þegar það hefur verið samþykkt af sveitarstjórn, hlotið staðfestingu Skipulagsstofnunar og verið birt í B- deild Stjórnartíðinda. Telji Skipu- lagsstofnun að synja beri aðal- skipulagi staðfestingar eða fresta staðfestingu þess að öllu leyti eða hluta skal hún senda um það tillögu til ráðherra innan fjögurra vikna frá því að henni barst tillaga að aðal- skipulagi.“ Í lok greinarinnar segir: „Ráð- herra synjar, frestar eða staðfestir aðalskipulag skv. 4. mgr.“ Öllum ætti því að vera vel ljóst, að umrætt skipulagsvald er í höndum umhverf- is- og auðlindaráðherra og Skipu- lagsstofnunar, sem er sérhæfð rík- isstofnun ráðherranum til aðstoðar á þessu sviði. Um skipulagsvaldið Eftir Leif Magnússon Leifur Magnússon » Öllum ætti að vera ljóst að umrætt skipulagsvald er í hönd- um umhverfis- og auð- lindaráðherra og Skipu- lagsstofnunar. Höfundur er verkfræðingur. Vatnsmýrin er mýri (votlendi) og óhentugt byggingarland því um 20 metrar eru niður á fast, sem þýðir langar og dýrar súlur niður á fast undir hugsanlegar byggingar sem ekki er heppilegt vegna jarð- skjálfta. Mýri er land- svæði þar sem grunn- vatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarð- vegsins. Forfeður okkar gáfu land- svæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög svo mikið vot- lendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar og er varplandið friðað á þeim tímum árs- ins sem varp stendur yfir eins og við Norræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýrinni. „ … eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“ Framsýnir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flug- völl í Vatnsmýri sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í september 1937 var opinberlega birtur upp- dráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings og síðar borgarverk- fræðings Reykjavíkur, af „flughöfn í Vatns- mýrinni í Reykjavík.“ Í janúar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryf- irvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetn- ingu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gúst- afs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulags- nefnd Reykjavíkur með gerð flug- vallar í Vatnsmýrinni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flugvöll á þessu sléttlendi í Vatnsmýrinni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þúsundir vörubíla af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirnar fyrir orrustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma. Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir marga aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, eru al- gjörlega gegn almennri skynsemi um Vatnsmýrina sem hentugt bygg- ingarland! Framsýnir forfeður okk- ar í Reykjavík svo og kjörnir þing- menn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll. Ég er sammála öllum þeim Íslendingum sem vilja að flug- völlurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýrinni í Reykjavík, höf- uðborg allra Íslendinga og gegni þar mikilvægu hlutverki sem varanlegur innanlandsflugvöllur á landi sem er í eigu ríkissjóðs, og því eign allra Ís- lendinga! Ég styð því heilshugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað! Aðalskipulög Varðandi svokölluð aðalskipulög sveitarfélaga væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu sameinuðust um eitt að- alskipulag fyrir framtíðina með heppilegum byggingarsvæðum höf- uðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgöngu- leiðir. Á sameiginlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri bygg- ingarsvæði en Vatnsmýrin! Vatnsmýrin er mýri (votlendi) og óhentugt byggingarland Eftir Jón Hjaltalín Magnússon Jón Hjaltalín Magnússon » Framsýnir borgar- fulltrúar Reykjavík- ur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flugvöll í Vatns- mýri. Höfundur er verkfræðingur. Helgar Alvöru Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch brunch Steikt beikon Spælt egg Steiktar pylsur Pönnukaka með sírópi Grillaður tómatur Kartöfluteningar Ristað brauð Ostur Marmelaði Ávextir kr. 1740,- pr. mann Barnabrunch á kr. 870 Ávaxtasafi og kaffi eð a te fylgir. H u g sa sé r! H u g sa sé r! Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu Phone + 354 527 5000 www.grillhusid.is Ótrúlega gómsæt byrjun á góðum degi! Alla laugardaga og su nnudaga frá kl. 11.30 til kl. 14 .30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.