Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 29

Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 29
fann þetta sko allt en tók bara á því með sama baráttuhug og Björgvin á sínum veikindum. Mögnuð mæðgin. Því miður tapaðist baráttan, en það vannst samt mikill sigur. Því ég er viss um að hún hafi skil- að Björgvini meiri tíma og að- stæðum til að dafna og sýna öll- um hvað í honum bjó og veita okkur ævarandi góðar minningar og tengsl áður en hann kvaddi. Elsku Björgvin, vinur minn, ég trúi varla að þú sért farinn. Eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað var að sjá mömmu þína kveðja þig, en þetta fallega sam- band ykkar er líka eitt af því sem ég lærði mest af um lífið í allri þessari baráttu og ég mun reyna mitt besta að lifa eftir því. Þinn „frændi“, Bjarki. Elsku litli, fallegi íþróttaálfur- inn okkar. Þú varst okkur svo kær og eigum við eftir að sakna þín alveg óendanlega mikið. Að fá ekki símhringar frá þér þar sem þú ætlar að koma í heimsókn og ætlar bara rétt að stökkva í íþróttaálfagallann og svo kæmir þú. Þú varst svo duglegur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur eins og í Boltaskólanum, þvílíkur íþróttaálfur, teiknari og tónlist- arunnandi og ekki má gleyma hversu klár þú varst enda heill- aðir þú alla sem þú hittir upp úr skónum og líka þá sem ekki fengu að hitta þig en heyrðu af þér. Þú kenndir svo mörgum margt um lífíð þó að þú hafir einungis verið 6 ára, við hin sem eftir sitj- um eigum svo margar frábærar minningar um þig sem ylja okkur um hjartarætur á þessum erfiðu tímum. Elsku Ásdís, Lalla, Gotti og Eyrún Arna, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur, megi góður Guð styrkja ykkur. Við munum alltaf elska þig, elsku Björgvin Arnar. Agnar, Svava, Hulda María og Stefán Logi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Við viljum þakka Björgvini Arnari vini okkar fyrir sam- veruna og allt það sem hann kenndi okkur. Það er engin leið að skilja hvers vegna hann fékk ekki lengri tíma hér í heimi en við huggum okkur við að hans bíði mikilvægt hlutverk í englasveit- inni. Við biðjum allar góðar vætt- ir að vaka yfir Björgvini Arnari, foreldrum hans, systkinum og öðrum ástvinum um alla framtíð. F.h. vina úr 5dk klúbbnum, Sigríður María Tómasdóttir. Björgvin íþróttaálfur og ofur- hetja er farinn frá okkur, það er erfitt að skrifa þessi orð og horf- ast í augu við þá staðreynd að eiga ekki eftir að heyra ofurhetj- una kalla orðið „mamma“ með sinni glaðværu rödd næst þegar við komum í heimsókn til Ásdís- ar. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag sem ómögulegt er að skilja. Af hverju eru svona mikil veikindi lögð á lítinn dreng, af hverju fékk þessi geðgóði dreng- ur ekki að lifa lengur, af hverju, af hverju, af hverju, spurning- arnar eru margar en svörin eru fá. Björgvin kvartaði ekki oft þó að hann segði skýrt nei þegar honum fannst nóg komið af lyfj- um og mat. Margt kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um Björgvin, til dæmis þegar hann var að stelast til að borða saltið af saltstöng- unum og faldi svo stangirnar undir eldhúsinnréttingu til að vera ekki skammaður fyrir að borða þær ekki. Babú bíllinn á spítalanum sem hann fór ófáar ferðir í og að hlusta á hann þylja tölurnar og stafrófið á ensku eins og ekkert væri sjálfsagðara fyrir 5 ára strák. Björgvin var klár, al- gjört tækniséni og vissi nákvæm- lega hvernig DVD-spilarar og Ipod virkuðu mjög ungur enda sá maður hann sjaldan án einhvers tækis sem gæti haft ofan af fyrir honum, sérstaklega meðan hann borðaði. Björgvin var líka sannur íþróttaálfur. Fyrir hálfu ári var ég að taka mynd af honum, þá var hann fljótur að rjúka til og skipta um föt enda ómögulegt að láta taka mynd af sér í öðru en íþróttaálfsgallanum. Svo tók hann rosalega flotta æfingu fyrir mig, armbeygjur og stóð á hönd- um auk þess sem hann sagði að Sara dóttir mín væri Solla stirða og skipaði henni með harðri hendi að fara í splitt, spígat, standa á höndum og ákvað svo hvernig hún ætti að vera á mynd- unum með sér. Þessar myndir urðu ansi skemmtilegar, enda skín gleðin og hversu skemmti- legur Björgvin var í gegn og nú eru myndirnar dýrmætar minn- ingar. Björgvin var ótrúlega dug- legur það voru forréttindi að fá að kynnast honum og ekki hægt að segja annað en að hann hafi valið sér bestu mömmu í heimi, sem er búin að hugsa um hann með ótrúlegri þrautseigju og þol- inmæði sem ofurmamma, kenn- ari, hjúkka og læknir. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ókunnur.) Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn vörn og skjól þar ég finn (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Ásdís Arna, Eyrún Arna og fjölskylda söknuður ykkar er mikill. Megi guð og allir englarnir vernda ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum og alltaf. Ester og Ragnhildur Sara. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Í dag kveðjum við góðan vin, hetju og sólargeisla. Við höfum fylgst með Björgvini Arnari frá því hann var í móðurkviði. Fyrstu mánuðina hittumst við vinkonurnar vikulega með börnin okkar sem voru á sama aldri. Örla fór á veikindum Björgvins Arnars alltof snemma og þá hófst þrautaganga þessa litla drengs. Björgvin Arnar átti góða for- eldra og fjölskyldu sem umvöfðu hann ást og umhyggju og tókust á við erfiðleikana af dugnaði og þrautseigju. Við höfum með að- dáun fylgst með Ásdísi, vinkonu okkar, sem hefur reynst Björg- vini Arnari sú móðir sem skáldin okkar hafa ort svo fallega um. Hún hefur staðið eins og klettur og gert allt sem í hennar valdi stóð til að gera líf litla stráksins síns sem bærilegast. Með skyn- semi og hugrekki gerði hún Björgvini Arnari kleift að njóta lífsins eins og hægt var miðað við aðstæður enda var hann ham- ingjusamt barn þrátt fyrir allt. Ásdís er fyrirmynd okkar hinna og þá ekki síst þegar eitthvað bjátar á hjá okkar börnum og okkur finnst lífið erfitt. Okkar mál verða svo viðráðanleg og léttvæg í ljósi þess sem hún hefur tekist á við og er það erfiðasta sem hægt er að leggja á foreldra. Björgvin Arnar vann hug og hjörtu þeirra sem kynntust hon- um. Hann var jákvæður, glað- lyndur og kvartaði aldrei þrátt fyrir erfið veikindi. Heimsóknir til Björgvins Arnars í ófáum spítala- vistum hans, gáfu okkur mikið. Glaðværð hans og hlýja var aðdá- unarverð. Ein síðasta heimsóknin til hans er okkur sérstaklega minnisstæð. Eins og svo oft áður var Björgvin Arnar við leik þegar við komum en einn af hans uppá- haldsleikjum var að setja saman járnbrautarteina og lestar. Ótrú- lega flinkur. Í þessari heimsókn færðum við honum smápakka. Björgvin Arnar var alsæll með heimsóknina og gjöfina og var fljótur að láta okkur vita að hann langaði að gefa eitthvað á móti. Hann sagðist ætla að teikna handa okkur mynd sem við fengj- um næst þegar við kæmum. Þetta lýsir vel úr hverju þessi litla hetja var gerð. Myndina fáum við þegar við hittumst næst. Hugur okkar er hjá foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum Björgvins Arnars. Minningin um Björgvin Arnar mun lifa með okk- ur. Minning um glaðværan og duglegan strák sem breytti sýn okkar á lífið. Við hugsum um hann sem fallegan engil á himnum. Guðrún Vala, Hanna María, Heiðrún, Helga María, María, Ragnheiður, Sólveig, Tinna og fjölskyldur. Nú hefur Björgvin Arnar, elsku strákurinn, fengið hvíld. Trommarinn og tónlistarmað- urinn er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Björgvin. Fyrir löngu var hann farinn að tromma við hin ýmsu lög, taktviss eins og þaulæfður trommuleikari. Hann var líka hinn mesti tungumálasnillingur, fimm ára farinn að tala ensku án þess að nokkur hefði kennt hon- um það. Það fór ekki á milli mála að hann var ansi klár og duglegur strákur. Í fyrrasumar var ég svo hepp- in að fá að fara með honum í úti- legu. Í ferðalaginu heimsóttum við geiturnar sem honum leist ansi vel á en bestur fannst honum geithafurinn Prins sem hann sagði afa frá þegar heim var komið. Það var alltaf stutt í gleðina og brosið hjá Björgvini, sama hvað bjátaði á. Björgvin var ótrúlega heppinn með foreldra og fjölskyldu sem hugsuðu svo vel um hann. Það var líka ómetanlegt fyrir hann að eignast litlu systur sína sem hann var svo hugfanginn af. Hann var svo góður og blíður við hana og fór varlega þegar hann klappaði henni og kyssti svo laust. Elsku Björgvin, ég er viss um að þér líður vel þar sem þú ert núna og að þú dreifir gleði og kærleika í kringum þig þar eins og þú gerðir hér. Elsku Ásdís, Eyrún Arna, Atli, Nói og fjölskyldur. Ég sendi ykk- ur mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Megi bjartar og góðar minn- ingar styrkja ykkur. Rakel. Elsku Björgvin Arnar, með fallegu augnhárin sín og smitandi hláturinn hefur yfirgefið þetta jarðneska líf og er orðinn að engli. Á þessum tímamótum streyma fram minningarnar um góðan dreng sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast. Efst í huga minn kemur heim- sóknin á Svölutjörnina í vor með Sigga og Gunnellu þar sem við skemmtum okkur saman og Björgvin Arnar var alveg í essinu sínu. Björgvin var þar stoltur stóri bróðir og passaði vel upp á Eyrúnu Örnu systur sína og sýndi henni einstaka natni. Björgvin var að sjálfsögðu í íþróttaálfsgallanum sínum og dansaði og söng við lögin úr Latabæ, efri pallur íbúðarinnar var sviðið og þar sýndi Björgvin okkur stoltur listir sínar. Siggi vildi fá að taka þátt í danssýning- unni og fékk hann leyfi Björgvins til að sýna með honum á „svið- inu“. Þar dönsuðu svo þeir fé- lagarnir, hoppuðu og skoppuðu og Björgvin stökk upp og fætur í sundur og hendur upp og til hlið- ar og voru allir taktar íþróttaálfs- ins sýndir og ekki lét hann slöng- una við súrefnisvélina sem hann var með trufla sig. Það verður skrítið að koma næst á Svölut- jörnina og sjá ekki Björgvin í íþróttaálfsgallanum, hoppandi og skoppandi við lögin í Latabæ, spilandi á hljóðfæri, syngja eða teikna á töfluna. Það er sárt að þurfa að kveðja en um leið er gott að vita að Björgvin hefur öðlast frelsi og frið frá veikindum sín- um. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Megi guðs englar vaka yfir fjölskyldu þinni og Allý elsku Björgvin Arnar. Inga Huld Sigurðardóttir. Björgvin átti að hefja nám við Akurskóla í Reykjanesbæ í haust. Við vorum spennt og full tilhlökkunar að hann væri að hefja skólagöngu sína hjá okkur enda hafði hann heillað okkur öll upp úr skónum. Hann hafði kom- ið í nokkrar heimsóknir í skólann með móður sinni, Ásdísi, síðast- liðið vor til að hitta lykilfólkið í skólanum og gefa okkur færi á að vera sem best búin undir komu hans. Þessar heimsóknir voru skemmtilegar þar sem gaman var að spjalla við hann og hann teiknaði myndir fyrir þá sem hann hitti. Björgvin kom einnig með elstu börnum leikskólans Holts í skólaheimsóknir til okkar í Akurskóla til að undirbúa skóla- gönguna og var það glaður drengur sem kom með skóla- félögum sínum að kanna nýja spennandi heima. En því miður varð Björgvin mjög veikur þegar fór að líða að skólabyrjun og gat því hvorki komið og hitt bekkinn sinn á skólasetningu né komið fyrstu dagana. Við sendum for- eldrum og öllum öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðj- ur. Guð styrki ykkur öll. Börnin okkar eru ljóð sem lifa, ort af okkur saman, vitnisburður ástar, óður til lífsins, lífs sem við getum kveikt saman, með Guðs hjálp, lífs sem heldur áfram og verður ekki afmáð. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Fyrir hönd starfsmanna Akur- skóla, Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri. Kveðja frá 1. bekk í Akurskóla Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Við vottum fjölskyldu Björg- vins Arnars innilega samúð. F.h. 1. bekkjar, Katrín Jóna Ólafsdóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 ✝ Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSBJÖRG ALBERTSDÓTTIR, Árnatúni 3, Stykkishólmi, lést þriðjudaginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugar- daginn 7. september kl. 13.00. Héðinn Fífill Valdimarsson, Stella Björg Kjartansdóttir, Paul Pampichler Pálsson, Indriði Kristinn Pétursson, Vu Thi Dung, Albert Pétursson, Susan Þórdís Trunkwalter, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og tengdadóttir, SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Klettási 5, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðju- daginn 3. september í faðmi fjölskyldunnar. Jón Heiðar Sveinsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Bjarki Sigurðsson, Sveinn Gunnar Jónsson, Harpa Þorbjörnsdóttir, Berglind Jónsdóttir, Kristján Adolf Marinosson og barnabörn, Sveinn Jensson, Jóna Guðrún Kristinsdóttir. ✝ Ástkær sonur okkar, stjúpsonur og unnusti, DAVÍÐ KLEMENZSON viðskiptafræðingur, Bergstaðastræti 55, Reykjavík, lést af slysförum laugardaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Bessastaðakirkju miðvikudaginn 11. september kl. 15.00. Klemenz Eggertsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Helgi Vigfús Jónsson, Amber Engebretson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVANHILDUR LOVÍSA GUNNARSDÓTTIR, Hraunvangi 7, Hafnarfirði, áður Kirkjulundi 8, Garðabæ, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 19. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnar Stefán Gunnarsson, Helga Ólafsdóttir, Halldór Snorri Gunnarsson, ömmu- og langömmubörn. � Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN Þ. MATHIESEN, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 3. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. september kl. 13.00. Árni M. Mathiesen, Steinunn K. Friðjónsdóttir, Halldóra M. Mathiesen, Frosti Bergsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Matthías Árni, Bergur, Sigrún, Kristín Unnur, Halla Sigrún, Einar Páll og Arna Steinunn. ✝ Móðir mín, ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR handavinnukennari, Furugerði 1, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspítalans miðvikudaginn 4. september. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurveig Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.