Morgunblaðið - 05.09.2013, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Snyrting
Spænskar gæðasnyrtivörur, fram-
leiddar úr náttúrulegum hráefnum,
og eru fyrir alla daglega umhirðu
húðar. Fjölbreyttar vörur sem henta
allri fjölskyldunni. Sjá nánar í
netversluninni: www.babaria.is
Hljóðfæri
Þjóðlagagítarpakki:
kr. 23.900. Gítar, poki, ól, auka-
strengir, stilliflauta og kennslu-
forrit.
Gítarinn ehf., Stórhöfða 27,
s. 552 2125.
www.gitarinn.is,
gitarinn@gitarinn.is
Geymslur
Ferðavagnageymsla Borgarfirði
Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól-
hýsi, báta og fleira í upphituðu rými.
Gott verð. Sími 499 3070.
E-mail solbakki.311@gmail.com
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Verslun
7.9.13 Trúlofunar- og giftingar-
hringar
Auk gullhringa eigum við m.a. tita-
nium- og tungstenpör á fínu verði, frí
áletrun. Sérsmíði, framleiðsla og
viðgerðarþj. ERNA Skipholti 3,
s. 552 0775, www.erna.is.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Mercedes Benz C200-stg. 300.000
Hvítur ´97 módel, nýskoðaður,
keyrður 270 þ. km, dráttarkrókur, lítur
ágætlega út (smá ryð). Ásett
450.000, stg. 300.000 kr.
Uppl. 847 9083 (helst e. kl. 17).
Skoda Octavia diesel 6/2013
3ja mánaða gamall.
Ekinn 17 þús. km, með um 500.000
króna afslætti.
Verð: 3.590.000.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið kl. 12-18 virka daga.
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
og tek að mér ýmis smærri
verkefni.
Sími 847 8704
manninn@hotmail.com
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Þorgeir Björg-vinsson fæddist
í Kópavogi 19. mars
1964. Hann lést 21.
ágúst 2013.
Foreldrar hans
voru Björgvin Jóns-
son, f. 26. ágúst
1929, d. 20. apríl
2008, og Kristín
Guðmundsdóttir, f.
26. september 1934.
Systkini Þorgeirs
voru: Stúlka, andvana fædd 1956,
Guðmundur, f. 1958, Hrafnhild-
ur, f. 1960, Jón Óttar, f. 1964, d.
1986, Kolbeinn, f. 1967.
Hinn 14. júlí 1984 kvæntist
Þorgeir Klöru Guðrúnu Haf-
steinsdóttur, f. 9. janúar 1965.
Þau eignuðust fjórar dætur. 1)
Hugrún Diljá, f. 23. maí 1985,
maki Stefán Atli
Guðnason. Dóttir
þeirra er Klara Líf.
2) Íris Rut, f. 29. júlí
1987, maki Atli
Bjarnason. Dóttir
þeirra er María
Margrét. 3) Lýdía, f.
18. desember 1992,
4) Eygló, f. 26. mars
1998.
Ungur að árum
stofnaði Þorgeir
verktakafyrirtæki og starfaði
sjálfstætt við þá starfsgrein alla
tíð. Lengst af með verktakafyrir-
tækið Heimi og Þorgeir ehf. Síð-
ustu árin með verktakafyrir-
tækið Jákvætt ehf.
Útför Þorgeirs fer fram frá
Lindakirkju í dag 5. september
2013, og hefst athöfnin kl. 15.
Á kveðjustund er þungt um tungutak
og tilfinning vill ráða hugans ferðum.
Því kærum vini er sárt að sjá bak
og sættir bjóða Drottins vilja og
gjörðum.
En Guðs er líka gleði og ævintýr
og góð hver stund er minningarnar
geyma.
Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr
á ferð um ljóssins stig, og
þagnarheima.
(Sigurður Hansen.)
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Kveðja.
Þín systir,
Hrafnhildur.
Elsku Þorgeir okkar. Nú er
komið að kveðjustund, sem okk-
ur finnst vera allt of snemmt.
Við vitum þó að amma Guðbjörg
tekur vel á móti þér og hugsar
um þig þangað til við hittumst á
ný.
Við minnumst allra góðu
stundanna sem við áttum saman,
þar sem við systurnar eigum
okkar annað heimili hjá ykkur
Klöru. Allar ferðirnar sem við
fórum í; hestaferðir, sumarbú-
staðaferðir, utanlandsferðir og
fleira. Þau voru ófá skiptin sem
þú bakaðir vöfflur fyrir okkur öll
og grillaðir dýrindismat.
Þú varst aldrei aðgerðarlaus
og hafðir alltaf nóg fyrir stafni,
hvort sem það var vinnan, heim-
ilið eða eitthvað annað. Þú fannst
þér alltaf nóg að gera enda algjör
nagli og dugnaðarforkur.
Líf þitt og yndi var fjölskyldan
þín, sem þú hugsaðir svo vel um.
Við munum hugsa vel um þær og
hlúa hvert að öðru. Minning þín
mun lifa með okkur öllum. Elsku
Klara, Diljá, Stebbi, Íris, Atli,
Lýdía, Eygló, Klara Líf og María
Margrét, megi Guð vera með
ykkur á þessum erfiðu tímum og
styrkja ykkur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Guðbjörg, Steinunn
og Hrönn.
Góður vinur er farinn frá okk-
ur. Með þakklæti og hlýju í huga
minnumst við þín, elsku Þorgeir.
Við minnumst útileganna og
sumarbústaðaferðanna, þar sem
krikketsettið þitt var oftast dreg-
ið fram. Jólanna okkar allra sam-
an, þar sem þú hafðir skreytt
húsið ykkar Klöru þinnar, hátt
og lágt bæði innan- og utandyra
með allskonar seríum, jólasvein-
um og snjókarli. Áramótin þar
sem þú sprengdir tertur á stærð
við litla frystikistu. Sólarlanda-
ferðanna þar sem þú gekkst bæ-
inn þveran og endilangan með
einhverja af stelpunum þínum í
kerru á undan þér. Þú varðst
alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni
og áttir erfitt með að sitja kyrr.
Hugur okkar er fullur af sorg
og söknuði, en minningarnar um
góðan dreng mun lifa með okkur
um ókomna tíð.
Guð blessi minningu þína.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku Klara okkar, Hugrún,
Stebbi, Íris, Atli, Lýdía, Eygló og
litlu stelpurnar Klara Líf og
María Margrét, Guð gefi ykkur
styrk og veri með ykkur.
Bergþóra (Þóra)
og Ólafur Óli.
Félagi minn og vinur Þorgeir
Björgvinsson er fallinn frá. Við
höfðum ekki verið í miklu sam-
bandi síðustu þrjú ár, en ég
fylgdist vel með mínum manni úr
fjarska og fannst nafnið á hans
nýja fyrirtæki, Jákvætt, lýsandi
fyrir Þorgeir því í þau mörgu ár
sem að við störfuðum saman
voru það hans einkunnarorð.
Þorgeiri kynntist ég árið 1980
þar sem við störfuðum saman hjá
Hlaðbæ hann þá einungis 16 ára
gamall og þá strax áberandi fyrir
dugnað og skapandi vinnulag.
Við störfuðum síðan saman hjá
því ágæta fyrirtæki með hléum
allt til ársins 1987. Árið 1990
hefjum við síðan rekstur saman
og má segja að við höfum verið í
daglegu sambandi allt til þess
dags er við ákveðum að loka fyr-
irtæki okkar 2009. Þorgeir var
alla tíð jákvæður, og greiðvikinn
og þekki ég engan mann sem var
jafn óverkkvíðinn og hann.
Þorgeir var með eindæmum
morgunhress og fannst fátt betra
en byrja daginn snemma. Hann
átti það til að hringja í mig upp
úr klukkan 05.00 og vildi að við
drifum í að skipuleggja daginn.
Þá var hann búinn að vera vak-
andi í einhvern tíma og vildi leyfa
mér að sofa aðeins lengur. Við
brölluðum margt saman og
fyrstu árin okkar voru tæki og
tól kannski ekki svo merkileg við
áttum t.d. marga bíla sem Þor-
geir kallaði einnota, en við hjökk-
uðumst þetta áfram og höfðum
mikið gaman af. Þegar við vorum
að byrja sjálfstætt handmokuð-
um við heilu dagana upp úr görð-
um og plönum í kerrur sem
hengdar voru aftan í Lödur og
ókum draslinu á haugana. Síðan
fórum við í Björgun þar sem
mokað var möl í kerrurnar og
síðan var mokað úr kerrunum
aftur á verkstað. Við gleymdum
okkur líka oft langt fram eftir
nóttu og í eitt slíkt skipti þegar
við vorum að skipta um hedd-
pakkningu í einhverri eðaldrusl-
unni mætti lögreglan á staðinn
þar sem eiginkonurnar voru
farnar að undrast um okkur og
við á þessum tíma ekki með far-
síma. Þetta voru ljúfir og
skemmtilegir tímar.
Fjölskyldan var Þorgeiri afar
mikilvæg og áttum við oft góðar
stundir þar sem við skiptumst á
sögum af börnum okkar og dá-
sömuðum öll þeirra afrek. Þor-
geir elskaði og dáði Klöru sína og
dýrkaði dætur sínar. Ég man vel
hversu stoltur hann var þegar
hann fékk sitt fyrsta barnabarn,
hann ljómaði og þá fannst honum
lífið fullkomið.
Þegar maður er í rekstri er
ekkert mikilvægara en að treysta
þeim sem maður á reksturinn
með og ekki síður mikilvægt að
eiga gott persónulegt samband
við meðeiganda sinn. Þannig
maður var Þorgeir Björgvinsson.
Hann taldi aldrei eftir sér að að-
stoða mig í mínum persónulegu
málum og hjálpaði mér oft við
ýmislegt sem stóð í mér. Þegar
ég lít til baka yfir samstarf og
samvinnu okkar Þorgeirs er ég
þakklátur fyrir að hafa fengið að
starfa með honum og eiga hann
sem vin í öll þessi ár.
Mig tekur sárt að hafa ekki
tækifæri til að fylgja vini mínum
í dag vegna vinnu erlendis þar
sem ég er staddur á sjó undan
ströndum Afríku en hugur minn
er hjá ykkur.
Ég sendi ykkur kæra fjöl-
skylda, Klara, Hugrún, Íris,
Lydía og Eygló, vinum og að-
standendum öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning góðs vin-
ar, Þorgeirs Björgvinssonar
Heimir Heimisson.
Þorgeir
Björgvinsson
Lára Fjeldsted
Hákonardóttir
✝ Lára FjeldstedHákonardóttir
fæddist 12. mars
1917. Hún lést á
hjúkrunarheimil-
inu Ísafold 21.
ágúst 2013.
Lára var jarð-
sungin frá Laugar-
neskirkju 29. ágúst
2013.
ur í hárri elli. Þessi
hörkugella sem stóð
vaktina daga sem
nætur, í gleði og
sorg, og kom ætíð
fílefld úr hverri at-
rennu við lífsins
ólgusjóa. Aldrei hef
ég kynnst duglegri
konu, aldrei lífsglað-
ari, aldrei bjart-
sýnni. Konu sem
vissi ekki hvað upp-
gjöf var. Konu sem naut hverrar
stundar, elskaði lífið, naut vinn-
Lára á 1, aðal-
skvísan í Laugarneshverfinu til
margra áratuga hefur kvatt okk-
unnar jafnt sem frítímans og gekk
glæst og tignarleg til hvers verks
hvort sem það var að stíga dans,
lyfta glasi eða hnýta krans um
miðja nótt eftir að dagsverkinu
lauk og aðrir höfðu lagst til hvílu.
Já, hún Lára mín var einstök
kona, ég get vitnað um það eftir
áratuga nábýli. Við vorum útverð-
ir Kirkjutúnsins í yfir 60 ár, hún á
Hrísateigi 1 ég á Hofteigi 4.
Minningarnar hrannast upp.
Aldrei kom svo sólarglæta að Lára
og dæturnar væru ekki komnar út
í sólbað og röðuðu sér á tröppurn-
ar móti suðrinu hver annarri sæt-
ari og hlátrasköllin glumdu út yfir
túnið. Ég man líka Jón svo glæsi-
legan með svarta og vel greidda
hárið sitt, svo ljúfan og góðan.
Mannlífið í Laugarneshverfinu
á þessum árum var yndislegt. El-
ísbúð, andspænis Láru, með sín-
um ómótstæðilegu marengskök-
um sem kostuðu 25 aura og
bráðnuðu uppi í manni. Elís kaup-
maður með sína voldugu ístru og
úrfestina sem bylgjaðist yfir
bumbuna milli hnappagatsins og
vestisvasans og hógværa Sigur-
björg sem afgreiddi mann þegar
maður bað um hálft franskbrauð
og kvart normal. Og þegar frú
Guðlaug, kaupmannsfrúin, sem
ellin var farin að leika grátt, týnd-
ist og lagði af stað fótgangandi
með púðana sína í fanginu austur
á land, þá hjálpaði allt krakka-
stóðið í hverfinu Elísi og Sigur-
björgu að leita að henni. Neðan
við Láru og Jón var gamli Kirkju-
bólsbærinn þar sem Sólveig
gamla gaf hænunum sínum og
fyrir neðan rann Fúlilækurinn í
Fúlutjörnina þar sem við fórum á
skauta við sjávarkambinn. Klepp-
ur, leið 3, ók niður Laugarnesveg-
inn frá Tungu og kallaði Kirkjuból
við túnfótinn hjá Láru. Laugar-
neskirkjan var okkar næsti ná-
granni, þar átti Lára mörg sporin
eftir að blómabúðin Runni komst
á laggirnar. Áratugum saman
prýddu blómin frá henni altarið í
fallegu kirkjunni okkar. Og fáir
voru þeir Laugarnesbúar sem
fóru í gröfina án þess að kistur
þeirra skörtuðu skreytingu frá
listakonunni Láru. Ég held satt
að segja að Lára hafi aldrei sofið á
þessum árum, eða bara haft það
eins og hestarnir, sofið standandi.
Hún vann dag og nótt, en ef svo
bar undir var hún komin út á
djammið á næsta augnabliki, enda
stóðu vonbiðlarnir í röðum, en
hún hafði svo góðan samanburð
að þeir urðu allir frá að hverfa.
Það gat enginn farið í sporin hans
Jóns.
Þegar barnabörnin bættust við
var alltaf fullt út úr dyrum hjá
Láru. Og þá eins og forðum, röð-
uðu allir sér á tröppurnar ef sólin
gægðist fram. Og alltaf kunni
Lára að meta lífsins lystisemdir,
skveraði sig upp, setti á sig flottan
hatt, lokkana í eyrun og var þotin.
Nú hefur hún lagst til hinstu
hvílu við hlið Jóns síns eftir hálfr-
ar aldar aðskilnað. Ég þakka þeim
báðum góð og gengin spor. Þeirra
er gott að minnast.
Guðfinna Ragnarsdóttir.