Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 39
ráðgjafa, hefur setið í stjórn Verk-
efna- og námsstyrkjasjóðs Kenn-
arasambands Íslands, verið fulltrúi í
úthlutunarnefnd Þróunarsjóðs
grunnskóla, og sat í landssambands-
stjórn Delta Kappa Gamma, félags
kvenna f fræðslustörfum.
Gerður hefur setið í opinberum
nefndum um félagsmál og mennta-
mál á öllum skólastigum, var m.a.
fulltrúi í barnavemdarnefnd Kópa-
vogs 1970-74, sat í fræðsluráði Aust-
urlands 1975-83, var formaður Jafn-
réttisnefndar og tómstundaráðs
Neskaupstaðar, sat í skólanefnd
Húsmæðraskólans á Hallormsstað,
formaður stjórnunarnefndar fram-
haldsnáms á Austurlandi, formaður
fjölda nefnda og starfshópa á vegum
menntamálaráðuneytisins 1989-91,
sat í stjórn Fulbright-stofunarinnar
á Íslandi, í skólanefnd Samvinnuhá-
skólans á Bifröst, sat í stjórn Endur-
menntunarstofnunar HÍ og í nefnd-
um menntamálaráðuneytisins sem
mátu háskólanám í viðskipta- og
rekstrarfræðum og byggingatækni.
Sem fræðslustjóri sat Gerður í
fjölda nefnda og starfshópa um
stefnumörkun í fræðslumálum borg-
arinnar og í skólamálanefnd Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga. Hún
sat í nefndum sem sömdu frumvörp
að grunnskólalögum 1989-90 og
2006-2007 og fyrstu leikskólalög-
unum 1990-91.
Gerður starfaði í Rauðsokka-
hreyfingunni við upphaf áttunda
áratugarins og sat þar í miðstöð, var
formaður áhugahóps um varðveislu
og framgang Kvennasögusafns Ís-
lands 1988-95, starfaði í Alþýðu-
bandalaginu á áttunda áratugnum,
sat tvisvar í miðstjórn þess og var
formaður kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi.
Gerður hefur skrifað fjölda greina
í blöð og tímarit og bækur um
menntamál. Á síðasta ári gaf hún út
bókina Skil skólastiga: Frá leikskóla
til grunnskóla og grunnskóla til
framhaldsskóla.
Gerður var sæmd riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu 1999.
„Á seinni árum hafa margvísleg
félagsmál þokað fyrir áhuganum á
barnabörnunum, garðinum, lestri og
menningu,“ sagði Gerður spurð um
áhugamálin.
„Ég nýt þess að sitja við skriftir
fyrri hluta dags, fæ innblástur frá
trjánum mínum og útsýninu yfir El-
liðavatn, fara svo út að ganga eða út í
garð og hitta síðan góða vini eða fjöl-
skyldu að kvöldi.“
Fjölskylda
Gerður giftist 1965 Bjarna Ólafs-
syni, f. 15.2. 1943, cand.mag. og
fyrrv. framhaldsskólakennara. Þau
skildu.
Börn Gerðar og Bjarna eru Óskar,
f. 19.7. 1966, sagnfræðingur og leið-
sögumaður, búsettur í Lúxemborg,
en dóttir hans er Lea; Ásta, f. 20.1.
1969, doktor í vinnu- og skipulags-
sálfræði og ráðgjafi hjá Capacent,
gift dr. Árna Sigurjónssyni, bók-
menntafræðingi og skrifstofustjóra,
börn þeirra eru Ólafur Kjaran há-
skólanemi, Soffía Svanhvít og Gunn-
ar Sigurjón, en dóttir Árna er Snjó-
laug lögfræðingur.
Systir Gerðar er Unnur Ósk-
arsdóttir, f. 17.11. 1932, útgefandi,
var gift Axel Einarssyni sem nú er
látinn og eignuðust þau fjögur börn.
Foreldrar Gerðar eru Jóna Svan-
hvít Hannesdóttir, f. 14.11. 1911, d.
14.1. 2005 húsmóðir í Reykjavík, og
Óskar Gunnarsson, f. 9.4. 1902, d.
23.7. 1970, verslunarmaður.
Úr frændgarði Gerðar G Óskarsdóttur
Gerður G.
Óskarsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. á Efri-Grímslæk, af Bergsætt
Einar Eyjólfsson
b. á Efri-Grímslæk, af Nesjav.æ.
Kristrún Einarsdóttir
húsfr. í Rvík
Hannes Ólafsson
kaupmaður í Rvík
Jóna Svanhvít Hannsdóttir
bókaútgefandi í Rvík
Steinunn Gísladóttir
húsfr. í Brekkukkoti
Ólafur Eyjólfsson
verkam. í Brekkukoti í Rvík
Pétur Þ.J.
Gunnarsson
stórkaupm
Guðbjörg Ásgrímsdóttir
húsfr. að Gufuskálum
Pétur Jónsson
hreppstj. að Gufusk. á Leiru
Þorbjörg Pétursdóttir
húsfr. í Rvík
Gunnar Björnsson
skósmiður í Rvík
Óskar Gunnarsson
bókaútg. og verslunarm. í Rvík
Halldóra Bjarnadóttir
frá Vestra-Geldingalæk
Björn Björnsson
b. á Fitjamýri
Þorleifur Gunnarsson
í Félagsbókbandinu
Steindór Gunnarsson
í Steindórsprenti
Sigríður G.
Blöndal
húsfr
Pétur H.
Blöndal
alþm
Dr. Björn Karel Björnsson
bókavörður við Konunglegu
bókhlöðuna í Kaupmannah.
Marteinn Einarsson
kaupm. við Laugaveg
Kristinn Einarsson,
kaupm. við Laugaveg
ÍSLENDINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
Guðmundur Thorsteinsson,Muggur, fæddist á Bíldudal5.9. 1891 og ólst þar upp.
Hann var sonur Péturs J. Thor-
steinssonar, stórútgerðarmanns og
athafnamanns á Bíldudal og víðar,
og k.h., Ásthildar, dóttur Guð-
mundar, prófasts og alþm. á Breiða-
bólstað á Skógarströnd Einars-
sonar, bróður Þóru, móður
Matthíasar Jochumssonar skálds.
Systir Ásthildar var Theodóra
Thoroddsen skáldkona.
Meðal níu systkina Muggs voru
Borghildur, amma Ólafs B. Thors,
fyrrv. framkvæmdastjóra Sjóvár, og
Katrín, móðir Péturs J. Thorsteins-
sonar sendiherra, en bræður Muggs,
Samúel, Gunnar og Friðþjófur voru
þekktir knattspyrnumenn.
Muggur flutti með fjölskyldu sinni
til Kaupmannahafnar 1903, stundaði
þar myndlistarnám 1911-15 og fór
námsferðir, m.a. til Þýskalands, Ítal-
íu og Bandaríkjanna, enda var faðir
hans einn umsvifamesti auðmaður
landsins á sinni tíð.
Muggur varð snemma mikils met-
inn listamaður á Íslandi og í Dan-
mörku. Verk hans minna í ýmsu á
tíðaranda nýrómantískrar skáld-
stefnu, fínleg, ljóðræn og trega-
blandin. Þekktasta verk hans er
kannski hin myndskreytta saga af
Dimmalimm, en auk þess mynd-
skreytti hann Þulur frænku sinnar,
Theodóru Thoroddsen, gerði myndir
við íslenskar þjóðsögur og mynd-
skreytti fyrstu íslensku spilin sem
lengi voru mjög vinsæl. Hann málaði
olíu- og vatnslitamyndir, teiknaði,
vann grafík og með kol og vann
klippimyndir, s.s. myndina Sjöundi
dagur í Paradís, sem er eitt af hans
frægustu verkum. Hann bjó auk
þess til brúður og hannaði og saum-
aði föt, m.a. á systur sínar.
Þá má geta þess að Muggur lék
eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni
Saga Borgarættarinnar, sem var
tekin hér á landi árið 1919.
Muggur lést úr brjóstveiki, langt
fyrir aldur fram, aðeins þrjátíu og
tveggja ára. Hans hefur þó ætíð ver-
ið minnst sem eins fremsta lista-
manns þjóðarinnar á síðustu öld.
Hann lést 26.7. 1924.
Merkir Íslendingar
Muggur
85 ára
Ingibjörg
Sveinbjarnardóttir
80 ára
Ellen Þorkelsdóttir
Ragnheiður Þorsteinsdóttir
Svala Aðalsteinsdóttir
Svava Sigurjónsdóttir
75 ára
Birkir Skarphéðinsson
Kári Jónsson
Leó Þórhallsson
Tryggvi Ísaksson
70 ára
Guðný Þorvaldsdóttir
Hermann Bragason
Hróbjartur Vigfússon
Jórunn Jóhannesdóttir
Lára Þorsteinsdóttir
Ragnheiður Hjaltadóttir
Valdís Þórðardóttir
60 ára
Anna Cynthia C. Leplar
Bárður Guðmundsson
Guðmundur Gíslason
Guðni Geir Kristjánsson
Ólafur Búi Gunnlaugsson
Ólafur Þ.B. Sveinsson
Sigurður H.
Guðmundsson
Þórður Sturluson
Þór Wium
50 ára
Dariusz Stanislaw
Sobiecki
Hrafnhildur
Hólmgeirsdóttir
Sigurbjörg R.
Marteinsdóttir
Sigurður Þórisson
Þröstur Emilsson
40 ára
Auður Ósk Guðmundsdóttir
Bjarki Eggert
Steingrímsson
Bjarki Már Jóhannsson
Einar Kolbeinsson
Guðmundur Kristján
Sigmundsson
Halldóra Eiríksdóttir
Jón Heiðar Jónsson
Júlíus Viðar Axelsson
Linda Mjöll Kemp
Magnúsdóttir
Soffía Valdís
Ásólfsdóttir
30 ára
Helgi Skúli Skúlason
Hildigunnur Helgadóttir
Hjördís Arnardóttir
Ingólfur Halldór Bjarnason
Jónína Björgvinsdóttir
Kristjana Sigríður
Árnadóttir
Ólafur Ingi Bergsteinsson
Sylwia Baginska
Tinna Finnbogadóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Garðar ólst upp á
Norðfirði, er búsettur á
Reyðarfirði og er vöru-
bifreiðastjóri.
Maki: Freydís Hrefna
Hlynsdóttir, f. 1985, hús-
freyja.
Börn: Páll Helgi, f. 2003,
Magnús Orri, f. 2007, og
Pálína Hrönn, f. 2008.
Foreldrar: Guðni Geirs-
son, f. 1959, bifvélavirki á
Norðfirði, og Pálína Sig-
urðardóttir, f. 1961, stuðn-
ingsfulltrúi.
Garðar
Guðnason
40 ára Vignir ólst upp á
Eyrarbakka, lauk BSc-
prófi í sjúkraþjálfun við HÍ
og starfar sjálfstætt.
Maki: María Fjóla Harð-
ardóttir, f. 1975, hjúkr-
unarfræðingur.
Synir: Hörður Óli, f.
2004, og Patrekur Logi, f.
2008.
Foreldrar: Jón Bjarni
Stefánsson, f. 1945, fyrrv.
útgm. og verslunarm., og
Svanborg Oddsdóttir, f.
1948, d. 2013, kennari.
Vignir
Bjarnason
30 ára Ester lauk prófum
í innanhúsarkitektúr frá
Isad í Mílanó og er verk-
efnastjóri sölu- og mark-
aðsmála hjá Kea hótelum.
Maki: Ólafur Ágúst Jens-
son, f. 1981, starfsmaður
hjá Arctik Portal.
Dóttir: Tinna Karitas
Ólafsdóttir, f. 2010.
Foreldrar: Björn Magn-
ússon, f. 1953, sviðstjóri
hjá Þjóðskrá Íslands, og
Sveinbjörg Sveinsdóttir, f.
1955, sjúkraliði.
Ester
Björnsdóttir
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón