Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 6
F yrst er að nefna hinn nýja CR-V-jeppa frá Honda sem hefur verið alveg gríðarlega vel tekið,“ seg- ir Gestur. „Úrvalið af út- færslum á þessum vinsæla bíl eykst enn frekar núna í haust. Við erum til dæmis að fá inn nýjan 1600-díselbíl, sem verður með framhjóladrifi, alger sparibaukur enda hagkvæmur í rekstri. Þar verður við komin með ódýrari bíl, með betra aðgengi og fullt af plássi og á hann vafalaust eftir að henta fjölskyldufólki alveg sérlega vel.“ Gestur bætir því við að þessa sömu vél sé Bernhard að fá í Honda Civic, bæði í fimm dyra út- færslu og svo í Civic Station- gerðinni sem væntanleg er eftir áramót. „Þar er á ferðinni alveg gríð- arlega spennandi bíll, sem okkur vantar tilfinnanlega í vöruúrvalið okkar.“ Eftirsóttur Peugeot 2008 Gestur segir að talsverð eft- irvænting ríki sömuleiðis í hinu merkinu sem Bernhard hefur um- boð fyrir, sem er franski framleið- andinn Peugeot. „Við erum að fá nýjan 308-bíl, en það módel hefur jafnan verið söluhæsti bíllinn okk- ar frá Peugeot. Svo erum við að fá annan Peugeot, sem við ætluðum reyndar að vera búnir að frum- sýna hér á landi, bíl sem heitir 2008. Salan á honum hefur verið með slíkum ólíkindum í Evrópu að hann stendur okkur einfaldlega ekki til boða enn sem komið er, því hann er uppseldur. Þeir mark- aðir sem við höfum sótt okkar bíla á eru að selja bíla þessa dagana sem verða framleiddir í janúar og febrúar. Þá fá kaupendur bílana í seinni hluta febrúar eða mars. Sem stendur er því um hálfs árs bið eftir honum, en þeir hjá Peu- geot gáfu það út að þeir hygðust tvöfalda framleiðsluna á 2008- bílnum til að mæta þessari miklu eftirspurn og vonandi fer fram- boðið eitthvað að glæðast hér á Ís- landi.“ Gestur bætir því við að út- lit sé fyrir að eftirspurnin verði með svipuðu sniði hér og verið hefur á meginlandi Evrópu. „Við erum þegar farnir að bóka fólk á biðlista eftir þessum bíl. Það getur vart beðið eftir að fá að skoða og prófa bílinn.“ Eyðslugrannur í borgarstússið Gestur segir að miklar vinsældir Peugeot 2008-bílsins megi að öll- um líkindum skýra með breyttum áherslum fólks þegar það kaupir sér nýjan bíl. „Þetta er bíll sem svipar til lítils jepplings, ekki fjór- hjóladrifinn en byggður líkt og jepplingur. Mynstrið í bílakaupum er í þá átt að fólk er frekar að minnka við sig bílana og vill hafa þá eyðslugranna sömuleiðis, og þar kemur 2008-bíllinn mjög sterkur inn. Þú færð aðeins minni bíl en samt einhvern veginn fullt af plássi,“ bætir hann við. „Það fer vel um alla, mjög gott fótapláss er aftur í og svo er bíllinn einfaldlega byggður þannig að hann virkar mjög spennandi á fólk þegar það sér hann. Þetta höfum við orðið varir við þegar fólk sér myndir af bílnum og svo höfum við sömuleið- is fengið fólk hingað til okkar í heimsókn sem hefur séð bílinn er- lendis og verið spennt fyrir hon- um. Virkilega fallegur bíll sem fangar augað og áhugann.“ Ábyrgð á bílum og þjónustu Gestur minnir á mikilvægi þess að leita til viðurkennds þjónustuaðila þegar kemur að því að hugsa um bílinn. „Hér hjá Bernhard bjóðum við upp á alla viðgerðar- og vara- hlutaþjónustu, og það er okkur hjartans mál að veita góða þjón- ustu. Það er það sem þetta gengur allt saman út á; að fylgja sölu á góðum bíl eftir með góðri þjón- ustu. Það er grunnurinn að þessu öllu saman. Þeir sem kaupa hjá okkur bíl fá alla þjónustu kringum sína bíla hjá okkur, frá a til ö.“ Gestur tekur fram að augljóslega sé fólk farið að hugsa meira um að sinna viðhaldinu á bílum sínum og mikil vakning í því að fá um leið sem besta þjónustu. „Bæði er það til að njóta bílsins betur meðan hann er í eigu viðkomandi og auð- vitað líka til að tryggja sem best endursöluverð. Bíleigendur borga heldur ekki miklu meira fyrir við- urkennda þjónustu en þá þjónustu sem engin ábyrgð er á. Það er ákveðið öryggi í því að láta við- urkenndan aðila um þjónustuna, bæði fyrir eigendur nýrra bíla og eins fyrir þá sem eru að skoða notaða,“ segir Gestur Benedikts- son hjá Bernhard. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Heildarlausn Hér bjóðum við upp á alla viðgerðar- og varahlutaþjónustu, og það er okkur hjartans mál að veita góða þjón- ustu. Það er það sem þetta gengur út á; að fylgja sölu á góðum bíl eftir með góðri þjónustu,“ segir Gestur Benediktsson. Vinsæll Úrvalið af útfærslum á hinum vinsæla CR-V eykst enn frekar núna í haust. Þá mun Bernhard bjóða nýjan 1600-díselbíl, sem verður með framhjóladrifi. Eftirspurn Peugeot 308 er með söluhæstu gerðum hins franska framleiðanda. Hér stillir hann sér upp við Millau-brúna. Kaupendur bíða spenntir Ýmsir áhugaverðir bílar eru væntanlegir á næstu mánuðum hjá Bernhard, eins og Gestur Benedikts- son söluráðgjafi segir frá. Bæði er von á nýjum bíl- um frá Peugeot og Honda sem vakið hafa mikla lukku erlendis, eins og Gestur segir frá. Mynstrið í bílakaupum er í þá átt að fólk er frekar að minnka við sig bílana og vill hafa þá eyðslugranna sömuleiðis, og þar kemur 2008-bíllinn sterkur inn Skutbíll Væntanlegur Civic Station er spennandi bíll sem Gestur og félagar hjá Bernhard bíða eftir að geta boðið óþreyjufullum kaupendum. Eftirvænting Vinsældir Peugeot 2008 hafa verið slíkar að hann er uppseldur á meginlandi Evrópu og kemur hingað eftir áramót. 6 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.