Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 8
Hraðhleðslustöðvar um allt suðvesturhornið
A
lltaf er eitthvað nýtt og
spennandi að gerast í
verslun BL enda flytur
umboðið inn bíla frá níu
framleiðendum. Þegar
blaðamaður náði tali af Lofti Ágústs-
syni markaðsstjóra var bílasýningin í
Frankfurt nýafstaðin og mikið um
nýjungar sem tengjast merkjunum
sem BL flytur inn. Loftur segir
áhugaverða þróun vera að eiga sér
stað og líklegt að rafbílar muni verða
enn meira áberandi á næstu miss-
erum og árum.
„Rafbíllinn Leaf frá Nissan, sem
við kynntum nýlega er mest seldi raf-
bíllinn á heimsvísu og þykir m.a. hafa
það sem styrkleika að vera á allan
hátt „venjulegur“ bíll af rafmótornum
undanskildum. Það hefur loðað við
rafbíla að vera helst til skrítnir og
framúrstefnulegir og markaðurinn
var greinilega tilbúinn að fá venjuleg-
an rafbíl sem nýtist sem fullgildur
fjölskyldubíll. Ekki skemmir heldur
fyrir að Leaf varð nýlega fyrsti raf-
bíllinn til að fá fimm stjörnur í evr-
ópskum árekstrarprófunum.“
Frá Keflavík til Selfoss
Um leið og rafbíllinn Leaf var kynnt-
ur á Íslandsmarkaði skrifuðu BL,
Nissan og Orkuveita Reykjavíkur
undir samstarfssamning um uppsetn-
ingu og rekstur hraðhleðslustöðva
fyrir rafbíla í dreifikerfi sem teygir
sig langt út fyrir borgarmörkin. Er
tilgangurinn að auka þá vegalengd
sem hægt er að ferðast á rafhleðsl-
unni eingöngu. „Hleðslustöðvakerfið
mun teygja anga sína frá Keflavík í
vestri til Borgarness í norðri og að
Selfoss í austri og stækkar þar með
akstursdrægi rafbíla höfuðborgarbúa
um 100 km í allar áttir,“ útskýrir
hann. „Hleðslustöðvarnar eru mjög
skilvirkar og geta hlaðið tóma raf-
geyma upp í 80% hleðslu á aðeins 30
mínútum sem er hæfilegur tími til að
teygja úr útlimunum eða fá sér hress-
ingu eftir staðsetningu stöðvanna en
sá þáttur er í höndum Orkuveit-
unnar.“
Hleðslustöðvarnar eru þegar á leið
til landsins og áætlað að þær fyrstu
verið teknar í gagnið fyrir áramót.
Þó að salan á rafbílum hafi farið
hægt af stað hér á landi segir Loftur
hægt að greina að áhuginn er að
aukast og tiltrú neytenda á þessari
nýju gerð bíla að vaxa ár frá ári.
Viðbúið hafi verið að tæki tíma að
sannfæra markaðinn um kosti raf-
magnsbílanna en horfurnar séu góð-
ar. „Við getum t.d. litið til Noregs þar
sem rafmagnsbílar eru í dag búnir að
taka fram úr hefðbundnum bens-
ínbílum í sölu í nokkrum héruðum
Noregs. Með þeim ívilnunum sem yf-
irvöld þar í landi bjóða fyrir innflutn-
ing rafbíla er verð þeirra orðið mjög
samkeppnisfært við verð hefðbund-
inna bíla með bensín- eða dísilvélum
og því raunhæfur kostur fyrir þorra
fjölskyldna sem eru t.a.m. með tvo
bíla á heimili. Rafbíll eins og Leaf eru
líka eins umhverfisvænn og bíll getur
orðið auk þess sem kostnaður við
orkuna sem bíllinn notar er ekki
nema 10% af því sem fljótandi elds-
neytið er að kosta.“
Sterk og létt álbygging
Úr litlu rafmagnsbílunum yfir í ómót-
stæðilega lúxusjeppana. Nýr Range
Rover Vogue var kynntur fyrr á
árinu og árgerð 2014 af Range Rover
Sport lenti á sýningargólfinu hjá BL í
september. Loftur segir að Land Ro-
ver gefi að vanda engan afslátt af
gæðum og akstursgetu en sparneyt-
nin aukist í stórum stökkum. „Mikill
árangur hefur náðst með því að bæta
skilvirkni bílvélanna en nú eru nýjar
aðferðir við smíði sjálfs bílsins að
leiða förina og er burðarvirki nýja
Range Rover Sport um 420 kg léttara
en í fyrri árgerðum. Jafngildir það
hér um bil tveimur Harley Davidson-
mótorhjólum.“
Þetta mikla þyngdartap næst með
því að steypa burðarvirkið í stærri
einingum. „Framleiðsluaðferðin hef-
ur verið kölluð mono-steyping og er
sú aðferð sem notuð hefur verið við
gerð flugvélaskrokka til margra ára.
Gríðarstórar einingar úr áli eru
steyptar í einu lagi og útkoman mun
léttari og sterkbyggðari en ef bíllinn
væri byggður úr mörgum sér-
steyptum stálpörtum.“
Svipaða sögu er að segja af BMW
að þar hafa stórir sigrar unnist í bar-
áttunni við eldsneytiseyðsluna. „Við
frumsýndum nýverið þrjá nýja bíla:
428 coupe, 525 dísil og 320d Grand
Tourismo sem vekja ættu mikla at-
hygli. Grand Tourismo-bíllinn er með
dísilvél og eyðir ekki nema 4,5 lítrum
á hundraðið á meðan fjórhjóladrifinn
525-bíllinn eyðir í kringum 5 lítrum.
Þróunin í bílvélum hjá BMW hefur
verið með ólíkindum og þarf ekki að
leita langt aftur til að finna bíla í þess-
um stærðarflokkum sem eyddu 10
lítrum á hundraðið.
ai@mbl.is
Auka drægi rafmagnsbíla út úr höfuðborginni í sam-
starfi við OR og Nissan. Ný framleiðsluaðferð léttir
Range Rover Sport um sem nemur tveimur Harleyum.
Morgunblaðið/Ómar
Framfarir „Gríðarstórar einingar úr áli eru steyptar í einu lagi og útkoman mun léttari og sterkbyggðari en ef bíllinn væri
byggður úr mörgum sérsteyptum stálpörtum,“ segir Loftur Ágústsson markaðsstjóri um nýja Land Roverinn.
Rafmagnsbílar eru í dag
búnir að taka fram úr hefð-
bundnum bensínbílum í
sölu í nokkrum héruðum
Fylking Mikið hefur verið um nýungar í verslun BL upp á síðkastið og bílaframleiðendur kynnt bæði sniðuga og sparneytna smábíla og úthugsaðar lúxus-drossíur sem eiga ríkt erindi við íslenska markaðinn.
8 | MORGUNBLAÐIÐ
Fáir bílaframleiðendur hafa vaxið jafn
hratt á heimsvísu og Hyundai sem
kominn er nú þegar í hóp 5 stærstu
framleiðenda í heiminum og stefnir
hratt á að komast í 3 sæti. Sala og um-
setning á Hyundai-bílum hér heima hef-
ur fylgt þessari þróun eftir og á síðasta
ári flutti Hyundai í nýja aðstöðu í Kaup-
túni 1 í Garðabæ. Loftur segir þetta
hafa verið gert til að fylgja þróuninni
eftir og búa vörulínunni viðeigandi um-
gjörð. Helsta nýjung Hyundai á síðustu
misserum var kynning á nýjum Santa
Fe-sportjeppa sem notið hefur mikilla
vinsælda en von er á nýjum ix35 milli-
stærðar-sportjeppa á næstunni og nýj-
um i10-smábíl. „Meðal þess sem kaup-
endur kunna mjög vel að meta er að
öllum nýjum Hyundai-bílum fylgir fimm
ára ábyrgð. Þessi ábyrgð er alveg óháð
akstri og veitir mikið öryggi og fyr-
irsjáanleika í öllum rekstri bílsins.“
Neytendur sækja í ábyrgðina
Renault hefur verið að sækja mjög á
síðustu árin með sparneytnum dísil-
vélum og hagstæðu verði. Loftur bendir
t.d. á að á síðasta ári hafi fleiri ein-
staklingar og fyrirtæki keypt Renault
Megane en seldust af helsta keppi-
nautnum í stærðarflokkinum; Golf frá
Volkswagen.
Subaru á sér tryggan hóp við-
skiptavina enda bíll sem er á marga
vegu kjörinn fyrir íslenskar aðstæður.
„Þeir sem hafa átt Subaru kaupa Sub-
aru aftur og aftur vegna reynslunnar og
gæða sem einkenna þessa bíla framar
öðru. Eins og títt er um japanska fram-
leiðendur kjósa þeir yfirleitt að fara
hægt í sakirnar og breyta ekki breyt-
inganna vegna heldur halda fast í það
sem vel er gert með það að leiðarljósi
að auka gæði framleiðslunnar og það er
það sem íslenskir Subaru-kaupendur
kunna að meta. Subaru kynnti nýlega
fyrstu BOXER-dísilvélina sem framleidd
er í heiminum en það eru einmitt þver-
liggjandi BOXER-vélar og fjórhjóladrif
sem í gegnum tíðina hafa gert það að
verkum að Subaru-bílar eru öruggir í
akstri við erfiðar aðstæður.“
Megane fram úr Golf og
Subaru á sínum stað
Aldur bílaflotans á landinu hefur hækkað
mikið eftir hrun þar sem fjölskyldur hafa
þurft að neita sér um að skipta eins ört
um bíla og tíðkaðist á árunum fyrir hrun.
Við þessar kringumstæður eykst mik-
ilvægi fyrirbyggjandi viðhalds.
BL býður viðskiptavinum sínum þjón-
ustu sem Loftur segir að létti undir við
rekstur bílsins með fyrirbyggjandi reglu-
bundnu eftirliti, viðskiptavinum sínum
að kostnaðarlausu. Þjónustan kallast
léttskoðun og byggist á ýtarlegri ástand-
sskoðun sem framkvæmd er á þar til
gerðri skoðunarbraut. „Mikið hefur verið
sótt í þessa þjónustu og er hægt að
koma til okkar fyrirvaralítið með bílinn í
þessa þjónustuúttekt. Í Léttskoðun er
gengið úr skugga um að allt sé með
felldu. Upplagt er að koma í léttskoðun
ef ökumanni þykir eitthvað hafa breyst í
bílnum eða ef hann verður var við ný
hljóð í akstri. Ef eitthvað þarfnast við-
gerðar þá kemur það fljótt í ljós og oft
hægt að laga með minni tilkostnaði en ef
vandinn hefði fengið að vera ógreindur.
Léttskoðuninni getur líka fylgt ákveðin
hugarró, vitandi að allt í bílnum virkar
eins og það á að gera.“
Léttskoðun til að greina
vandann strax
ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN • TANGARHÖFÐA 4
110 REYKJAVÍK • SÍMI: 515-7200 • FAX: 515-7201
NETFANG: osal@osal.is • www.osal.is
Nýtt á lager!
Bodyhlutir
á vörubíla
Mercedes-Benz
MAN
Scania
Volvo
o.fl