Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
A
skja er umboðsaðili fyrir
Mercedes Benz-bifreiðar
sem þekktar eru fyrir
glæsileika og hugvits-
samlega samsetningu og
KIA sem hefur að sama skapi komið
mörgum á óvart. Bilanatíðni bílanna
hefur lækkað mjög á undanförnum
árum og ábyrgist framleiðandinn
nýja bíla í heil sjö ár. Að sögn Jóns
Trausta Ólafssonar, framkvæmda-
stjóra Öskju, kunna kaupendur af-
skaplega vel við að sjö ára ábyrgð sé
á nýjum KIA. Þeir hafa verið mjög
góðir í endursölu og eftirsóttir á
markaði nýrra bíla. „Þessi sjö ára
ábyrgð hefur hitt algjörlega í mark.
Neytendur eru að leita eftir bestu
kaupunum í dag og hluti af því er að
kaupa sér bíl sem er með lengstu
ábyrgðina og KIA er með lengstu
ábyrgðina sem er í boði á markaðnum
í dag. Flestir aðrir eru með ábyrgð
sem er frá tveimur árum til fimm ára.
Ábyrgðin þýðir að almennur rekstr-
arkostnaður og viðhaldskostnaður
lækkar og þar af leiðandi lítum við
svo á að þetta séu mjög skynsamleg
kaup. Þeir gætu aldrei boðið þessa
sjö ára ábyrgð ef framleiðandinn
treysti ekki fyllilega þeirri vöru sem
hann selur,“ segir Jón Trausti.
Argandi villidýr á götunni
Allar línurnar frá KIA hafa verið end-
urnýjaðar á síðastliðnum árum en
einnig hafa tvær gerðir bæst við á
þessu ári. KIA Carens er sjö manna
fólksbíll sem er einkar sparneytinn
og rúmgóður. KIA CEÉD GT býr yf-
ir rúmlega 200 hestöflum og er ætlað
að keppa við VW Golf GTI. „Þetta er
náttúrlega bara argandi villidýr, yfir
200 hestöfl og með mjög miklum bún-
aði og það er hrein unun að aka bíln-
um. Hann styrkir líka breiddina hjá
KIA,“ segir Jón Trausti um sportbíl-
inn sem framleiddur er í verksmiðju
KIA í Slóvakíu og þykir ein sú full-
komnasta í heimi.
Hagkvæmir vöruflokkar
Á milli ára hefur sala á fólksbílum frá
Benz aukist um 25%. Í ljósi þess að
bílamarkaðurinn hefur farið niður um
5% er athyglisvert að rýna aðeins í
þessar sölutölur. „Það helgast í raun
og veru af því að framleiðandinn nær
mjög góðum árangri í sparneytnum
vélum sem þýðir í raun hérna á Ís-
landi að bílarnir falla í hagkvæma
vöruflokka við tollafgreiðslu og eru
þar af leiðandi samkeppnishæfari en
þeir hafa verið áður. Mercedes Benz
er það framarlega í allri þróun að þeir
eru á undan markaðnum með þessar
sparneytnu dísilvélar og nú eru þeir
komnir með dísil-hybrid vélar.“ Það
er margt framundan hjá Benz. Raf-
bíll er væntanlegur á markaðinn á
næsta ári, nýr C-Class og GLA-
smájeppi verður sömuleiðis kynntur.
Nýr E-Class var nýlega kynntur og
seinna í vetur kemur nýr S-Class. At-
vinnubílaflotinn mun einnig taka
stakkaskiptum þegar nýr og spar-
neytinn Sprinter kemur á markað
með öllum þeim búnaði sem fæst í
fólksbílunum frá framleiðandanum.
Skynjar þreytu ökumannsins
Tækninýjungar tengdar öryggi eru
af ýmsum toga hjá þýska risanum. Á
meðal nýjunga er fjarlægðarskynjari
sem skynjar hversu hratt bílstjórinn
nálgast næsta bíl fyrir framan í um-
ferðinni. Hann lætur bílstjórann vita
ef hann nálgast bíl óreðlilega hratt og
hægir á sér. Akreinavari er enn ein
nýjungin og virkar þannig að hann
stýrir bílnum aftur inn á akreinina ef
bíllinn er að fara að rása út af. Síðast
en ekki síst ber að nefna þreytuskynj-
arann. Hann les í aksturslag öku-
mannsins og skynjar ef ökumaðurinn
er farinn að taka óvenjulegar ákvarð-
anir við aksturinn. Þá blikkar kaffi-
bollaljós í mælaborðinu til að minna
ökumanninn á að ef til vill sé ekki af-
leit hugmynd að stoppa eins og eitt
andartak.
malin@mbl.is
Rennilegur Mercedes-Benz leggur mikið upp úr glæsileika og tækninýjungum. Hér er GLA 220 CDI.
Samkeppni Nýjum Ceéd GT er ætlað að keppa við VW Golf GTI á markaði
Sportlegur Ceéd GT er hlaðinn aukabúnaði og er hvergi til sparað.
Kynslóðaskipti Sprinter kemur með sparneytinni vél og vönduðum staðalbúnaði.
Nýr sportbíll og
þreytuskynjari
Á hverju hausti er mikill erill hjá bílaumboðunum þegar nýjar árgerðir bíla
koma í hús. Askja er þar engin undantekning og eru margir bílaáhugamenn
spenntir að fá að prófa þar væntanlegar gerðir.
„Ábyrgðin þýðir að al-
mennur rekstrarkostnaður
og viðhaldskostnaður
lækkar og þar af leiðandi
lítum við svo á að þetta
séu mjög skynsamleg
kaup. Þeir gætu aldrei boð-
ið þessa sjö ára ábyrgð ef
framleiðandinn treysti ekki
fyllilega þeirri vöru sem
hann selur,“
Framkvæmdastjórinn Jón Trausti Ólafsson við fjölskyldubílinn KIA Carens.
Smájeppi Mercedes-Benz GLA 220 CDI verður kynntur á næsta ári.
Smiðjuvegur 2, 200 Kópavogur
www.bifreidaverkstaedi.is
s. 587 1350
TOYOTA ÞJÓNUSTA
ALLAR ALMENNAR
BÍLAVIÐGERÐIR
Nýtt á
Bifreiðaverkstæði
Kópavogs,
HJÓLASTILLINGAR