Morgunblaðið - 04.10.2013, Page 12

Morgunblaðið - 04.10.2013, Page 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa. U nnendur Porsche hafa haft yfir mörgu að gleðjast upp á síðkastið. Hefur verið hálfgerð hátíðarstemning hjá Bílabúð Benna á árinu en því var fagnað í ár að hálf öld er liðin frá því að fyrsti Porsche 911- bíllinn leit dagsins ljós. „Nýr 911 kom á markað og hefur hlotið mjög góða dóma. Það er helst að hörðustu Porsche-aðdáendur finni bílnum það til foráttu að vera of góður. Í gegnum tíðina hafa 911 bílarnir verið þekktir ekki aðeins fyrir kraftinn heldur fyrir að vera óargadýr sem gerði kröfur til ökumannsins en með nýrri tækni grípur búnaður bílsins inn í áður en ökumaðurinn missir stjórn og því er hann virkilega akstursvænn,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmda- stjóri bílasviðs. „Í október munum við svo kynna 911 Turbo sem er einn öflugasti fjöldaframleiddi bíll heims með 560 hestafla vél og er að fá lof- samlegar umsagnir hjá bílagagnrýn- endum um allan heim.“ Björn segir 911-línuna alla jafna ekki seljast í mörgum eintökum hér á landi en tryllitækið eigi sína dyggu fylgismenn sem líta á bílinn sem ann- að og meira en ökutæki. „Í huga margra er það að kaupa 911 líkara því að kaupa listaverk eða safngrip heldur en bíl. Því er heldur ekki hægt að neita að ef litið er til verðþróun- arinnar í sögulegu samhengi má eiga von á að 911 sé með betri fárfest- ingum sem völ er á því bílarnir hafa reynst halda sér mjög vel í verði og jafnvel verða verðmætari eftir því sem árin og áratugirnir líða.“ „Skemmtilegur að eiga og aka“ Af allri Porsche-línunni eru það Ca- yenne-bílarnir sem seljast best á Ís- landi. Björn segir íslenska mark- aðinn mjög hrifinn af dísilútgáfunum af Cayenne. „Bíllinn er að eyða 7,2 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, er samt ekki nema 7,6 sek- úndur í hundraðið og er útkoman gríðarlega skemmtilegur bíll að eiga og aka.“ Cayenne-salan segir Björn að sé smám saman að ná sér aftur á strik eftir byltuna sem varð í kjölfar efna- hagshruns. „Þrátt fyrir að bíllinn sé virkilega vel búinn þá gefst við- skiptavinunum okkar tækifæri á að „sérsníða“ bílinn eftir eigin höfði. „Hægt er að velja úr fjölda aukahluta og breytinga, frá áklæðinu á sæt- unum og lakkinu á ytra byrðinu yfir í alls konar þægindi og lausnir sem auka á öryggið og notagildi bílsins eða gera aksturinn léttari. Margir setja saman draumabílinn með for- ritum sem finna má á alþjóðlegum heimasíðum Porsche og koma með útprentunina til okkar en öðrum þyk- ir gott að setjast niður með þaul- reyndum sölumanni og fara í samein- ingu yfir hvað er gott að velja. Sumum þykir gagnlegt að fá t.d. stíl- ráðgöf við val á litum á meðan aðrir vilja tryggja að bíllin sé þannig sam- ansettur að auki líkurnar á góðri end- ursölu seinna meir. Afgreiðslutíminn er svo aðeins 5-6 vikur.“ ai@mbl.is worldwide unlimited Gripur Gamall og nýr 911. Tryllitækið í Porsche-fjölskyldunni hefur verið tamið í nýasta bílnum sem þykir vera sérlega ökumannsvænn. Fegurðin fer heldur ekki framhjá neinum og eldist bíllinn vel. Morgunblaðið/Rósa Braga Pöntun Björn Ragnarsson segir kaupendur vilja sérsníða bílin að sínum þörfum . Tákn Porsche á sér langa sögu. Smellur Cayenne er vinsælasti Porsche bíllinn á Íslandi enda kostum prýddur. Kynna 911 Turbo í októ- ber: 560 hestafla trylli- tæki sem rakar að sér góðum dómum. Cay- enne leiðir söluna og kaupendur sérsníða bíl- inn að smekk sínum og þörfum. Í október munum við svo kynna 911 Turbo sem er einn öflugasti fjölda- framleiddi bíll heims með 560 hestafla vél. Tókst „of“ vel upp við nýja 911 Chevrolet hefur látið að sér kveða á íslenska markaðinum og er nú orðin þriðja söluhæsta bíltegundin með 8,5% markaðs- hlutdeild. „Við höfum lagt mikla áherslu á að bjóða vel búna bíla á hagstæðu verði. Chevrolet er yfir 100 ára gamalt fyr- irtæki og er það hluti af General Motors sem er einn stærsti bílaframleiðandi heims.“ segir Björn. „Í byrjun þessa árs kynntum við Volt og það verður forvitnilegt að sjá hvernig þróunin verður í rafmagnsbílum á næstu árum. Volt hefur sýnt að hann henti vel íslenskum aðstæðum og blandi saman á góðan hátt sparneytni og löngu drægi. Verðið á Volt var að lækka um 500 þús. fyrir skömmu og er hann nú í verðflokki á við jeppling. Áhugi kaupenda fer vaxandi enda fer gott orð af bílnum og hefur hann t.d. í tvö ár lent í efsta sæti í könnunum þar sem mælt er hvort eigendur bíla myndu kaupa samskonar bíl aftur.“ Spark-smábíllinn hefur slegið í gegn og segir Björn að eft- irspurnin sé greinilega sterk eftir ódýrum og nettum bæjar- bílum. „Það er alveg magnað að geta keypt nýjan bíl fyrir inn- an við tvær milljónir króna og þetta eru hagkvæmir bílar þar sem ökumaðurinn situr nokkuð hátt, liprir í akstri og ráða vel við slabb og vetrarveður. Nýjasta árgerðin er útbúin Blue- tooth-tengingu svo hægt er að tengja snjallsímann við hljóm- tækin þráðlaust,“ útskýrir hann. „Enn eru jepplingarnir vin- sælasti stærðarflokkurinn hér á landi en smábílarnir hafa sótt hratt á upp á síðkastið og ef fram heldur sem horfir verð- ur skiptingin á endanum hér eins og hún er t.d. í Danmörku þar sem á bilinu 50-60% af nýjum bílum eru smábílar.“ Björn segir að á síðustu árum hafi orðið algjör endurnýjun á framboði Chevrolet. „Flestir þekkja vel Captiva-jepplinginn sem hefur verið á markaðnum frá 2006. Captiva er 7 manna með öflugri 184 hestafla dísilvél og sjálfskiptur. Fyrr í þessum mánuði kynnti Bílabúð Benna Chevrolet Trax sem er litli bróð- ir Captiva-sportjeppans: nokkuð minni en þó rúmgóður og boðinn með sparneytinni 1,7 l dísilvél.“ Spark slær í gegn og Volt lofar góðu Hönnun Stæðilegur framsvipurnn einkennir merkið. Stíll Jepplingar Chevrolet þykja vel heppnaðir í alla staði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.