Morgunblaðið - 04.10.2013, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19
Sixt rent a car - Fiskislóð 18 - 101 Reykjavík - Sími: 540 2222 - www.sixt.is - langtimaleiga@sixt.is
10.000
Vildarpunktar
Icelandair
í október
Ert þú til í
langtímasamband?
(Sixt langtímaleiga - fast mánaðargjald - engin óvænt útgjöld)
A
lmennt er reglan sú að
eftir því sem bílarnir
eru dýrari, því eigulegri
eru þeir. Að þeysa um
götur á heimsins kröft-
ugustu og glæsilegustu bifreiðum
er enda ekki á færi nema þeirra
allra ríkustu. Dýrustu bílar heims
kosta sumir á við einbýlishús á
besta stað í Reykjavík og varla
nema fyrir alþjóðlega auðjöfra,
poppstjörnur og kóngafólk að
sýna sig á þeim.
En hverjir eru dýrustu bílarnir
í dag?
Ef undan eru skildir sérsmíð-
aðir kostagripir sem aðeins eru
seldir til útvalinna fyrirmenna, og
safngripir sem slá met á upp-
boðum, þá situr samt eftir allstór
flokkur bíla sem hægt er að
kaupa út úr næsta útibúi ef
kortaheimildin leyfir. Til hægð-
arauka er verðið hér að neðan
gefið upp í bandaríkjadölum en
óhætt er að tvöfalda verðið eða
þar um bil til að sjá hvað bílarnir
myndu kosta lentir á íslenskri
grundu.
Sportbílarnir frá Bugatti eru
ekki aðeins þeir hraðskreiðustu
heldur líka þeir dýrustu sem
kaupa má. Þeir sem vilja eiga Bu-
gatti Veyron 16,4 Grand Sport
Vitesse í bílskúrnum þurfa að
reiða fram að lágmarki 2,2 millj-
ónir dala, um 264 milljónir króna.
Hraðinn er dýru verði keyptur.
Ekki síðri er Pagani Huyra
sem er kannski með ögn lægri
hámarkshraða en Bugattíinn en
þeim mun liprari á keppnisbraut-
inni. Síðustu tölur benda til þess
að þessi handsmíðaði óður til bíla-
hönnunar kosti um 1,5 milljónir
dala, jafnvirði 180 milljóna króna.
Ofursportbíllinn P1 frá McLa-
ren er ekki mikið ódýrari, og
heldur ekki mikið síðri. Þessi
tvinn-mótors 727 hestafla kaggi á
eftir að kosta um 1,3 milljónir
dala þegar sala hefst á næsta ári.
Í samanburði við dýrustu bíl-
ana virðist Aventador frá Lam-
borgini nánast ódýr. Öll 700 hest-
öflin má eignast fyrir 387.000
dali. Ekki langt fyrir neðan er
SLS AMG frá Mercedes Benz,
með vængjahurðunum frægu,
verðlagður á um 200.000 dali. Í
svipuðum verðflokki lendir hinn
knái og þokkafulli McLaren MP4
en árgerð 2013 kostar á Banda-
ríkjamarkaði 239.000 dali sam-
kvæmt Motor Trend.
Í og við 300.000 dala markið
eru líka Benteley Mulsanne
(290.000), Ferrari FF (233.000),
Ferrari Italia (261.000) og Aston
Martin Rapide (226.000).
Bílarnir frá Rolls Royce eru
þeir dýrustu í fernra dyra flokkn-
um. Kostar 2013 árgerðin af
Phantom frá 400 til 470.000 dali
sem jafngildir u.þ.b. 48 til 56
milljónum króna enda nostrað við
bílinn í hólf og gólf. Þessir stóru
drekar eru hlaðnir lúxusþæg-
indum og kalla helst á það að
hafa einkabílstjóra á launum.
ai@mbl.is
Blöðkur Hönnun Huyra brýtur hefðirnar á yndislegan hátt. Horn Aventador er ómótstæðilegur ítalskur tuddi.Formúga Á Bugatti er auðvelt að safna hraðasektum.
Dýrustu
bílar heims
Nettur McLaren MP4
Spider er snagg-
aralegur.