Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 21
hæðin sé nýtt og hilluplássið
byggt hærra upp í loft. „Sama er í
raun að segja um húsnæðið í heild.
Við erum hér með 12.000 fermetra
en vorum á 15.000 fermetrum áð-
ur. Þar fór aftur á móti meira
pláss í ganga, stigaganga, kjallara
og skúmaskot. Hér fer aftur á
móti ekki fersentimetri til spillis.
Að hafa allt á einum stað er gríð-
arlegur munur fyrir starfsfólkið og
í framhaldinu fyrir viðskiptavini.“
Námskeið og líkamsrækt
Í húsnæði Toyota er talsvert rými
helgað starfsfólkinu, bæði til
fundahalds, námskeiðasetu og ein-
faldlega til líkamsræktar. „Við
leggjum áherslu á að búa vel að
starfsfólkinu okkar og erum með
rúmgóða búningsaðstöðu sem jafn-
ast á við það sem þekkist í með-
alstórri sundlaug,“ segir Páll.
„Líkamsræktarstöðin okkar er
einnig býsna vel tækjum búin með
almennilegum tækjum. Enda er
stöðin vel sótt af starfsfólki sem
gerir til dæmis mikið af því að
koma í hádeginu og taka á því.
Annars er stöðin onuð kl. sjö á
morgnana og er opin til átta á
kvöldin. Afsakanir fyrir því að
komast ekki í ræktina bjóðast því
engar,“ bætir Páll við og kímir.
Í starfsmannasvæðinu er einnig
að finna fundarherbergi sem Páll
segir að kallist í daglegu tali
„kennslustofan“ meðal starfsfólks,
þó nær væri að tala um ráð-
stefnusal, slíkt er flatarmálið.
„Kennslustofa er engu að síður
réttnefni því við starfrækjum það
sem kallast Toyotaskólinn og erum
stöðugt með námskeið. Þegar við
fáum nýjan Auris eða nýja Co-
rollu, svo dæmi sé tekið, þá eru
tækninámskeið fyrir tæknimenn
og bifvélavirkjana, sérstök sölu-
námskeið fyrir sölumennina um
hvern einasta bíl þar sem allt sölu-
kerfið okkar kemur, og þá koma
menn frá áðurnefndum söluaðilum,
jafnt Akureyri sem og Selfossi og
Reykjanesbæ, til að fræðast um
nýja Corollu og allt sem að henni
snýr. Hér er því nokkuð stíf starf-
semi í þjálfun og endurmenntun.
Tækniþróunin er einfaldlega það
hröð að það er alltaf að gerast
eitthvað nýtt og því þarf stöðugt
að kenna það sem nýjast er.“
Mest munar um flæðið
Sem fyrr sagði er starfsemin í
heild sinni undir einu þaki við
Kauptún, þar með talið standsetn-
ing, réttingar og sprautun, þvotta-
og bónstöð. Það er því ljóst að
munurinn er margvíslegur þegar
nýju húsakynnin eru borin saman
við þau gömlu. Spurður um það í
hverju mesti munurinn liggi að
hans mati svarar Páll því til að
það sé flæðið sem hið opna rými
bjóði upp á. „Við fundum það
strax á fyrsta degi hversu miklu
munar að hafa einn inngang, sama
hvert erindið er. Áður þurfti fólk
að fara út og inn annars staðar til
að komast á milli deilda hjá okkur,
enda deildirnar í hólfum og gang-
arnir enduðu oft í öngstræti. Þetta
er meira eins og „mall“ hér í
Kauptúninu og upplifun gesta eftir
því. Og svo má ekki gleyma því að
við erum alltaf með nóg af bíla-
stæðum,“ segir Páll að endingu.
jonagnar@mbl.is
Varahlutalagerinn Minna gólfpláss er undir lagerinn í Kauptúninu en var á gamla staðnum; munurinn liggi í
því að lofthæðin sé nýtt og hilluplássið byggt hærra upp í loft. Ekkert pláss til spillis.
Klæðskeralausn „Verkstæðið var því skipulagt og innréttað nákvæmlega eins og við teljum að
henti best fyrir svona starfsemi í byrjun 21. aldarinnar,“ segir Páll um verkstæðið í húsinu.
MORGUNBLAÐIÐ | 21
522 4600
www.krokur.net
Krókur er sérhæft fyrirtæki í flutningum og björgun ökutækja.
Ef bíllinn þinn bilar er mikilvægt að fá fagmenn til að flytja bílinn á réttan og öruggan hátt.
Krókur býður m.a. uppá:
24 stunda þjónustu allt árið um kring
Taktu Krók á leiðarenda
!" #$% &
á þinni leið