Morgunblaðið - 04.10.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.10.2013, Qupperneq 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ Ekki ætti að koma á óvart ef Arctic Trucks heldur áfram að vaxa í allar áttir. Fyrirtækið hefur t.d. verið að gera áhugaverða hluti á dekkjasvið- inu. „Þróunarvinnan við Arctic Trucks-dekkið hófst árið 1997 að mig minnir og framleiðslan leit dagsins ljós árið 2005. Þetta er eina 38 tommu dekkið fyrir 15 tommu felgur sem gagngert er hannað fyrir akstur í snjó og ís. Dekkið hefur líka þann eiginleika að henta vel í almennan akstur og er lygilega hljóðlátt þegar ekið er á malbiki. Oft hefur það verið ókostur við stærstu dekkin að þau gefa frá sér mikinn nið á vegum en dekkið frá Arctic Trucks hentar jafn vel hvort sem ekið er um snjóbreiður á hálendinu eða skotist út í stór- markað.“ Arctic Trucks á Íslandi hefur á síðustu misserum látið að sér kveða í ferða- þjónustunni með því sem kallað er The Arctic Trucks Experience. „Nokk- ur leiðsögufyrirtæki bjóða upp á jökla- ferðir á sérútbúnum bílum þar sem ferðamennirnir eru einfaldlega farþeg- ar en hjá okkur fær viðskiptavinurinn að vera undir stýri á meðan leiðsög- maður veitir tilsögn við aksturinn. Við höfum yfir að ráða fimm bílum fyrir þetta verkefni á bæði 38 og 44 tommu dekkjum og eru hálfs- dagsferðirnar vinsælastar.“ Gaman er að heyra Steinar segja frá að þeir sem fá að aka tryllitækj- unum eru ekki endilega að sækjast eftir því að þvera tiltekinn jökul eða spana upp á tiltekinn tind. „Mesta fjörið er einfaldlega að komast í snjó- inn og oft nóg að spana um á jökul- sporðinum, spóla og festast nokkrum sinnum og verja drjúgum tíma í að moka bílinn lausan. Þó svo ekki hafi tekist að aka langa vegalengd koma ferðamennirnir aftur í bæinn af- skaplega sáttir.“ M örgum kemur á óvart að læra hversu umfangs- mikill reksturinn er orðinn hjá íslenska jeppabreytingafyr- irtækinu Arctic Trucks. Starfsemin á Íslandi er í dag orðin aðeins lítill hluti af alþjóðlegu veldi sem nær til flestra heimsálfa. Arctic Trucks verður til upp úr aukahlutadeild Toyota-umboðsins árið 1990 en slítur sig frá þeim rekstri sem sjálfstætt fyrirtæki árið 2005. Eftir það varð þróunin mjög hröð og Arctic Trucks varð á auga- bragði þekkt nafn í heimi jeppa- breytinga. „Kom þar m.a. til bíla- þátturinn vinsæli Top Gear sem árið 2007 hélt í leiðangur á norðurpólinn á bílum frá okkur. Var Arctic Trucks nafnið þar mjög áberandi og er þessi þáttur enn þann dag í dag sýndur reglulega á sjónvarpsstöðvum um allan heim,“ segir Steinar Sigurðs- son sölustjóri. „Top Gear leitaði svo aftur til Arctic Trucks um fimm ár- um síðar til að aka upp að eldgosinu á Eyjafjallajökli. Þar notuðum við að nýju einn af bílunum sem ekið hafði verið á norðurpólinn eftir að hafa skellt á hann járnplötum og hlífum.“ Risaverkstæði í Noregi Í dag er svo komið að Arctic Trucks er með starfsstöðvar í ótal löndum. „Stærst er verksmiðja okkar í Nor- egi sem þjónustar bæði norskan al- menning og er með sérstakan samn- ing við norska herinn. Starfsemin þar er í 4.000 fm húsnæði og á alla vegu miklu stærri en það sem er í gangi hérna á Íslandi. Í Dúbaí rek- um við líka verkstæði í samstarfi við Toyota-umboðið í borginni. Þó ekki sé mikið um snjó og jökla á Arab- íuskaganum þá reynist eyðimerk- ursandurinn kalla á sams konar sér- útbúna bíla, og dekk sem geta nánast flotið ofan á gljúpu undirlag- inu,“ útskýrir Steinar og bætir við að um 5-6 starfsmenn séu í Dúbaí, í kringum 20 á Íslandi og hafi farið upp í um 70-80 í Noregi þegar mest var. „Á þessu ári vorum við svo að opna samstarfsútibú (e. franchise) í Kasakstan. Möguleikarnir á mark- aðinum þar í landi blasa kannski ekki við en Kasakstan er hrjóstrugt land og býr þar fólk sem á mikið af peningum þökk sé olíuiðnaðinum. Svipaða sögu er að segja af Rúss- landi þar sem við vinnum með stærsta Toyota-umboði landsins sem fær að nota merki Arctic Trucks á 7-8 sölustöðum vítt og breitt um þetta stóra land.“ Um skeið var rekið útibú í Bras- ilíu en sú starfsemi virðist vera að renna sitt skeið á enda. Reksturinn er hins vegar í góðu standi hjá Arctic Trucks í Suður-Afríku. Steinar segir fyrirtækið hafa byggt upp umfangs- mikið þjálfunar- og gæðaeft- irlitskerfi og er þess gætt af mikilli samviskusemi að hvergi sé vikið frá þeim háu stöðlum sem vörumerkið Arctic Trucks er þekkt fyrir. „Starfsmenn samstarfsaðila okkar ganga í gegnum ítarlegt fræðsluferli og reglulega gerðar ítarlegar úttekt- ir á vinnubrögðunum á hverjum stað.“ Innanlandsmarkaður snarstoppaði Aljóðlega starfsemin kom sér heldur betur vel þegar kreppan knúði dyra enda segir Steinar að umsvifin á Ís- landi hafi minnkað mjög strax eftir bankahrunið. „Árið 2008 runnu í kringum 300 bílar í gegn hérna hjá okkur í stórum eða litlum breytinga- verkefnum en árið 2009 voru þetta samtals níu stykki. Það má því tala um snarstopp.“ Smám saman hefur þó ástandið farið skánandi og bæði að innlendir neytendur og svo erlendir kúnnar sjá starfsmönnum verkstæðisins fyrir verkefnum. „Við vorum t.d. ný- lega að smíða 6x6 Hilux fyrir erlend- an viðskiptavin og var þetta vígalega ökutæki m.a. sýnt á 4x4 sýningunni hér um daginn, við mikla hrifningu. Eins er mikið að gera í verkefnum fyrir landkönnuðahópa sem vilja spreyta sig á suðurskautinu og fara þá ýmist á bílunum sjálfum eða nota þá sem stuðningsfarartæki á meðan ferðast er á pólinn með öðrum hætti.“ Íslensku neytendurnir gæta ögn meira hófs í breytingunum nú en þegar mest gekk á. „Fáir biðja okk- ur um að gera stórbreytingar á bíl- unum og algengast að verið sé að gera rétt það sem þarf til að koma jeppunum á 33 tomma dekk.“ ai@mbl.is Sköpun Eflaust á þessi öflugi jeppi eftir margar ævintýralegar ferðir. Vandað Starfsmaður gaumgæfir hvert smáatriði enda gæðin ofar öllu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Möguleikar Steinar Sigurðsson segir nýjasta útibúið í Kasakstan. „Möguleikarnir á markaðinum þar í landi blasa kannski ekki við en Kasakstan er hrjóstrugt land og býr þar fólk sem á mikið af peningum, þökk sé olíuiðnaðinum.“ Eru með starfsstöðvar og útibú á ótalmörgum stöðum á jarðkringlunni. Nafn Arctic Trucks orðið mjög þekkt í heimi breyttra jeppa. Grip Það dugar ekkert minna. Kasakstan er hrjóstrugt land og býr þar fólk sem á mikið af peningum þökk sé olíuiðnaðinum. Arctic Trucks leggja undir sig heiminn Íslenska undradekkið Skælbrosandi ferðamenn HE IMSKLASSA HLJÓMFLUTN INGUR S K E I F A N 1 1 · S Í M I 5 3 0 2 8 0 0 · W W W . O R M S S O N . I S SÍMI 550 4444 WWW.BT.IS BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP 4X50 W MOSFET magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW · AUX tengi á framhlið · Hægt að tengja við fjarstýringu í stýri · EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið- og hátóna. Verð: 19.900 BÍLGEISLASPILARI · DEH-4500BT 4X50 W MOSFET magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar MP3, WMA, WAV, CD-R/RW · AUX og USB tengi á framhlið · iPod í gegnum USB · Bluetooth, mic fylgir · EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið- og hátóna. Verð: 37.900,- kr. Veldu vandað – það borgar sig alltaf. Úrval af gæðahátölurum frá Pioneer

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.