Morgunblaðið - 04.10.2013, Qupperneq 38
Fallegir bílar kalla á rétta klæðnaðinn,
ekki bara vegna notagildisins heldur
líka vegna útlitsins. Er t.d. þekkt að
mörgum þykir betra að vanda valið á
skóm ef til stendur að tipla og trampa á
bensíngjöfinni. Það er ekki auðvelt að
spana í skóm sem gefa of mikið eða of
lítið eftir, eða eru svo stórir að þeir fylla
upp í fótarýmið.
Góðir ökuhanskar eru líka eitthvað
sem margir geta ekki verið án. Deilt er
um hversu nauðsynlegt er að klæðast
hönskum við akstur í dag og þörfin
kannski ekki sú sama og fyrir 50 árum
eða svo þegar veitti ekki af góðu gripi á
stýrinu og hitastigið í farþegarýminu
var heldur ekki alltaf nógu þægilegt. Að
notagildinu slepptu er samt eitthvað
svo snoturt við það að þeysast um á
glæsilegri bifreið (sér í lagi ef taka má
toppinn niður) og láta hendurnar hvíla
á stýrinu klæddar í fallega ökuhanska
úr leðri.
Snotru hanskarnir á myndunum hér
til hliðar eru frá breska fyrirtækinu
Dents sem gert hefur hanska allt síðan
1777. Hanskarnir eru handgerðir úr
besta fáanlega leðri og gætt vandlega
að hverju smæsta smáatriði.
Hanskarnir fást í netversluninni
MrPorter.com og kosta 57.96 pund.
ai@mbl.is
Svo hendurnar fari vel á stýrinu
Snotur baksvipur sem
þekkist hvar sem er
Morgunblaðið/Kristinn
Þjarkur „Bæði hafa Skoda-bílar öðlast orðspor sem sterkbyggðir og áreiðanlegir bílar en líka hagkvæmir jafnt í kaupum sem
rektsri,“ segir Sigurður um bíla tékkneska framleiðandans. Skoda er vinsælli á Íslandi en í öðrum löndum V-Evrópu.
G
aman hefur verið að fylgj-
ast með þróuninni hjá
Skoda síðustu áratugina.
Þessi eldgamli tékkneski
bílaframleiðandi hóf
framleiðslu reiðhjóla árið1895 en
fyrsta bifreiðin leit dagsins ljós árið
1905 og er Skoda því í smáum hópi
réttnefndra öldunga í geiranum.
Merkið dalaði eftir að járntjaldið
lagðist yfir Austur-Evrópu en eftir
hrun Berlínarmúrsins eignaðist
Volkswagen verksmiðjur Skoda og
upphófst nýtt blómaskeið.
Íslendingar hafa líka tekið sér-
stöku ástfóstri við tegundina og
hvergi í Vestur-Evrópu á Skoda
stærri hlutdeild í bílamarkaðinum.
„Mikil uppbygging átti sér stað
eftir kaup VW og Tékkarnir, sem
eru miklir tæknimenn, gátu látið
ljós sitt skína á ný,“ segir Sigurður
Sigurðsson, sölustjóri Skoda hjá
Heklu. „Bæði hafa Skoda-bílar öðl-
ast orðspor sem sterkbyggðir og
áreiðanlegir bílar en líka hag-
kvæmir jafnt í kaupum sem rekstri.
Þeir hafa verð tryggir einkunn-
arorðum sínum, „Simply Clever“ og
útbúa bíla sem gagnast fólki vel og
eru eins og sniðnir fyrir þarfir fjöl-
skyldunnar. Í ofanálag hefur tekist
vel til með útlit bílanna upp á síð-
kastið, aukið samræmi í útlits-
hönnun yfir alla línuna og tekist að
skapa vel heppnaðan og auðþekkj-
anlegan afturhluta á öllum Skoda-
bifreiðum þar sem C-laga ljós setja
sterkan svip á baksvipinn.“
Hvorki of stór né of smár
Octavia hefur um langt skeið verið
vinsælasti bílinn í Skoda-flotanum
og jafnan í efstu sætum yfir sölu-
hæstu bíla hvers árs hér á landi.
Sigurður segir vinsældir Octaví-
unnar síst hafa dalað eftir hrunið
og bíllinn hafi sannað sig rækilega
sem kjörinn heimilisbíll. „Hann
dugar vel sem eini bíllinn á heim-
ilinu og er hvorki of stór né of smár
til að mæta kröfum íslensks al-
mennings. Hann ratar líka á rétta
verðbilið þar sem ódýrasta útgáfan,
kostar 3.790 þús. en vinsælasta
módelið í dag kostar um 4.060 þús
og bíllinn nær eingöngu seldur með
dísilmótor.“
Sigurður segir smábílana Citigo
og Fabia líka njóta mikilla vinsælda
um þessar mundir og markaðinn
greinilega hrifinn af smáum, liprum
og sparneytnum bæjarbílum. Jepp-
lingurinn Yeti á líka sína aðdá-
endur. „Fabian hefur verið á mark-
aðinum í núverandi útgáfu síðan
2007 og von á áhugaverðum hönn-
unarbreytingum með næsta módeli.
Sama er að segja um Yeti sem leit
dagsins ljós árið 2010 og fær and-
litslyftingu í byrjun næsta árs.“
Eðalvagninn Superb hefur einnig
vakið athygli. „Þetta flaggskip
Skoda hefur m.a. slegið í gegn með-
al íslenskra leigubílstjóra og varla
hægt að finna kröfuharðari við-
skiptavini. Bílstjórarnir hafa komið
þarna auga á glæsilegan bíl sem
þolir mikla notkun og er hag-
kvæmur í rekstri. Nýlega var gerð
breyting á vélinni í Superb 4x4. Nú
skilar hann 170 hestöflum en jafn-
framt lækkar kolefnislosun bílsins
svo hann lækkar í vörugjaldaflokki
úr 35% niður í 25% með samsvar-
andi lækkun á verði til kaupenda og
er því kjörinn sem ráðherra-
bifreið.“
ai@mbl.is
Skoda hefur verið að
gera skemmtilega hluti
og heldur áfram að
höfða sterkt til íslenskra
neytenda.
Hann dugar vel sem eini
bíllinn á heimilinu og er
hvorki of stór né of smár til
að mæta kröfum íslensks
almennings. Hann ratar
líka á rétta verðbilið.
38 | MORGUNBLAÐIÐ
Ákveðin atriði í hegðun neytenda hafa breyst eftir bankahrunið. Sigurður seg-
ir að lán standi enn til boða þó svo að lánshlutfallið hafi lækkað og lánafyr-
irtækin geri strangari kröfur. Þó að lánin séu fáanleg velji margir að stað-
greiða bílinn. „Menn eru þá að selja gamla bílinn upp í þann nýja og greiða
mismuninn út í hönd.“
Hann segir eldri viðskiptavini spennta fyrir minnstu bílunum, ólíkt því sem
oft hefur verið. „En yngstu viðskiptavinirnir eru sjaldséðir, sennilega vegna
þess að sá aldurshópur situr enn uppi með þungar byrðar í kjölfar hrunsins
og svigrúmið er lítið fyrir kaup á nýjum bíl.“
Sigurður segir þess gætt í Heklu að eiga til vinsælar samsetningar af
Skoda á lager en þeir sem vilja sníða bílinn algjörlega að eigin þörfum eiga
þess kost og er þá biðtíminn oftast á bilinu 10-12 vikur. „Meðal þess sem
kaupendur vilja sérpanta eru t.d. sóllúgur eða leðuráklæði á sætin, en ef bíll-
inn er til í réttri útgáfu og rétta litnum á ekki að þurfa að taka nema 2-3 daga
að fá nýja bílinn afhentan.“
Margir staðgreiða mismuninn
Ice scraping is a thing of
the past! With a Webasto
parking heater.
Enjoy the comfort and safety provided with a
parking heater and choose from different control
options with great useability.
www.parkingheater.com
T91 Thermo Call with AppHTM100
Aldrei að skafa!
Með Webasto bílahitara.
Þú hitar bílinn með fjarstýringu og þannig
getur þú notið þæginda og öryggis.
BÍLASMIÐURINN HF
Bíldshöfða 16
110 Reykjavík
sími 567 2330
bilasmidurinn@bilasmidurinn.is
www.bilasmidurinn.is
Thermo call með pp