Morgunblaðið - 04.10.2013, Side 46
46 | MORGUNBLAÐIÐ
Dalshrauni 1
www.dekkjasalan.is | 587 3757
DEKKJAVERKSTÆÐI
NÝ DEKK NOTUÐ DEKK
FELGUR PÓLÝHÚÐUN
WWW.DEKKJASALAN.IS
Við leysum málið!
American Graffiti (1973)
Tímalaus Klassík um fjóra vini í
Kaliforníu ( Ron Howard, Richard
Dreyfuss, Charles Martin Smith og
Harrison Ford) sem eyða einni nótt
árið 1962 í flest það sem skiptir unga
menn máli; að hanga og kjafta, rúnta
og spyrna á tryllitækjum sem fá
bíladellumenn til að tárast. Sólgulur
Ford ’32 ásamt ’55 og ’58 árgerðum
af Chevy. Indæll og listavel heppn-
aður óður til einfaldari tíma og það
þarf að hafa býsna kaldrifjaðan huga
til að finna ekki fyrir fortíðarþrá yfir
henni þessari.
Duel (1971)
Ein fyrsta mynd Steven Spielberg
sver sig að sumu leyti í ætt við Jaws,
meistaraverkið sem hann gerði fjór-
um árum síðar. En í stað gríðarstórs
hvíthákarls er ófreskjan 18 hjóla
trukkur með vitskertum bílstjóra
sem ætlar að koma ökumanni fólks-
bíls fyrir kattarnef, sama hvað.
Dauðasökin? Að hafa tekið fram úr.
Þegar framljós flutningabíls verða
að augum brjálæðings er lítið gaman
að vera á vegum úti – en myndin er
hörkuspennandi og skemmtileg.
The French Connection (1971)
Eina myndin á þessum lista sem
státar af því að hafa hreppt Ósk-
arsverðlaun sem besta mynd ársins
er ekki bílamynd í þeim skilningi
orðsins, heldur harðsoðin saka-
málamynd með Gene Hackman í
fantaformi sem fantalöggan Popeye
Doyle. Hins vegar skartar myndin
einum svakalegasta bílaeltingaleik
sögunnar þegar Doyle eltist við eit-
urlyfjasmyglara; Doyle á ’71 Pontiac
LeMans, bófinn um borð í lest á upp-
lyftri lestarbraut. Klassík.
Gone In 60 Seconds (1974)
Leggið til hliðar allar kröfur um
leikræn tilþrif, vandaðan söguþráð
eða faglega tæknilega afgreiðslu.
Búist aftur á móti við bílaelting-
arleik með ’73 Mustang Mach 1 í að-
alhlutverki sem varir í heilar 40 mín-
útur þar sem hátt í eitt hundrað
bílar mæta skapara sínum. Myndin
kostaði klink í framleiðslu á sínum
tíma og H.B. Halicki er allt í öllu, en
myndin er samt langtum betri en
endurgerðaróskapnaðurinn frá 2000
með Nicolas Cage og Angelinu Jolie.
Le Mans (1971)
Þetta er mynd um bíltúr úti á landi.
Landið er Frakkland, og bíltúrinn er
á 320 kílómetra! Steve McQueen fer
með aðalhlutverkið í þvottekta bíla-
mynd sem hverfist um samnefndan
þolakstur. Hér er komin kappakst-
ursmyndin sem allar aðrar eru born-
ar saman við og ekki að ósekju.
Bullitt (1968)
Vitaskuld er ekki hægt að láta hjá
líða að nefna þessa mynd, ef mein-
ingin er að tala um bíla í kvikmynd-
um á annað borð. Hressileg löggu-
saga, Steve McQueen í algeru
Morðæði Trukkurinn sem geymir geðsjúkling í Duel. Eftirför Móðir með barnavagn slapp í The French Connection, en ruslabingurinn fékk það óþvegið.
Ökuþór Ryan O’Neal ekur fyrir óvandaða í The Driver.
Öngþveiti Herra Hulot veit ekki hvaðan á sig stendur umferðin.
Kappakstur Steve McQueen metur stöðuna milli stríða í Le Mans.
Nostalgía Tvær af stjörnum American Graffiti stilla sér upp.
Bílar í bíómyndum
Það stríðir gegn landslögum sem og almennri skynsemi að aka eins og vitfirr-
ingur. En það má vel hafa gaman af fantakeyrslu á sjónvarpsskjánum. Hér
koma nokkrar sígildar bílamyndir sem innihalda bíla með einum eða öðrum
hætti. Flestar hressilegan hraðakstur, aðrar bara fallega og fágæta bíla.