Morgunblaðið - 13.11.2013, Side 17

Morgunblaðið - 13.11.2013, Side 17
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er friðlýstur helgistaður allra Íslendinga. Þar er vettvangur margra af meginviðburðum Íslandssögunnar allt frá landnámi. Þar var Alþingi stofnað árið 930 og kom þar saman til ársins 1798 og margar af stærstu hátíðum þjóðarinnar hafa verið haldnar þar. Þjóðgarðurinn var stofnaður með lögum árið 1930. Þingvellir voru samein- ingartákn sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga Ljósmynd/MatsWibe Lund MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 hann átt fundi með erlendum ráða- mönnum, t.d. Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og Ban Ki-moon, að- alritara Sameinuðu þjóðanna – sem auðvitað komu á Þingvelli. En jafn- hliða ýmsum alþjóðlegum sam- skiptum hefur Sigmundur Davíð lagt áherslu á mikilvægi íslenskrar þjóðmenningar sem margir tengja við Þingvelli. Þetta efni var t.d. áberandi í ávarpi forsætisráðherra á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn 17. júní í sumar og margir höfðu sterkar skoðanir á ræðunni. Þjóðleg gildi eru ekki öfgar „Mér þóttu viðbrögðin sérstök en þau segja okkur kannski að kominn var tími til að ræða þessi mál,“ segir forsætisráðherra. „Þjóð- menningin er nokkuð sem Íslend- ingar hafa hingað til og almennt talið sjálfgefið að væri mikil verð- mæti. Þeir sem eru á öndverðum meiði og tengja þjóðleg gildi við öfgastefnur hafa sjálfsagt alltaf verið til en ekki náð í gegn í um- ræðunni. Ég ímynda mér að fólk sem er á þessari skoðun hafi fengið ákveðna réttlætingu á viðhorfum sínum í efnahagshruninu. Hins veg- ar má ekki blanda ólíkum hlutum saman. Að menn í fjármálalífinu hafi farið of geyst fram má ekki verða til þess að við missum trúna á sjálf okkur sem þjóð, sem á sína sögu og menningu. Ef svo fer verð- ur skaðinn af falli bankanna miklu meiri en endilega þyrfti að vera, ef svo má segja.“ Gestir vilja kaffi Þingvellir eru fjölsóttur staður og til dæmis í gær, á virkum degi í nóvember, var fjöldi erlendra ferðamanna þar. Algengur mis- skilningur þeirra er að Þingvalla- bærinn sé þjónustumiðstöð og kaffihús og komið hefur fyrir að fólk banki uppá hjá forsætisráð- herra og vilji kaupa kaffi eða minjagripi. „Auðvitað er gestrisni er sjálf- sögð en ef maður væri hér löngum stundum færi tíminn sjálfsagt að miklu leyti í að hella upp á kaffi og hleypa fólki á salernið. Marg- víslegar skyldur aðrar ráða því að ég er ekki mikið hér á Þingvöllum. Þessi gestagangur segir okkur ann- ars að þörf er á uppbyggingu og góðri þjónustu hér,“ sagði Sig- mundur Davíð þegar hann sýndi okkur húsakynnin, þar sem er einn- ig margt merkra muna svo sem borðbúnaður frá Alþingishátíðinni 1930, falleg málverk og svo mætti áfram telja. 1. desember er vanræktur Stórra stunda í Íslandssögunni hefur oft verið minnst með við- burðum á Þingvöllum. Þar má nefna Alþingishátíðina sem fyrr er nefnd, lýðveldisstofnunina 1944, þjóðhátíðina 1974, lýðveldisafmælið 1944 og kristnihátíðina árið 2000. „Sú hugmynd að Þingvellir verði í ríkari mæli vettvangur ýmissa þjóðarviðburða er áhugaverð hug- mynd. Þar má nefna að fullveld- isdagurinn 1. desember hefur verið svolítið vanræktur, þó fullveldið sem við fengum árið 1918 hafi verið merkileg tímamót í sjálfstæðisbar- áttunni. Þeirra mætti minnast – nú eru aðeins fáeinir dagar í að 95 ár séu liðin frá þessum viðburði og aldarafmælið er ekki langt undan.“ Þjóðgarður með sérstöðu Nú í vikubyrjun kynnti svo- nefnd hagræðingarnefnd á vegum ríkisstjórnarinnar tillögur sínar um sparnað og breytingar á ýmsu í rík- isrekstri. Meðal tillagna þar er að yfirstjórn og umsýsla í rekstri þjóð- garða landsins verði á einni hendi, enda geti margvíslegt hagræði fal- ist í slíku. „Nei, Þingvellir eru ekki hluti af þessari tillögu, enda hefur staðurinn sérstöðu meðal þjóðgarða landsins og raunar allra staða landsins,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að síðustu. Morgunblaðið/Kristinn Snoturt Fimm burstir setja sterkan svip á fallegan Þingvallabæinn. Undir einni þeirra er þessi hlýlega setustofa. Stáss Leðursófi og -stólar, Jón forseti er á veggnum og útsýni er út um gluggann til Öxarár og Almannagjár. Skannaðu kóðann til að sj́á viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Bústaður forsætisráðherra á Þingvöllum hefur verið vett- vangur stórviðburða í stjórn- málum. Að kvöldi annars í hvíta- sunnu vorið 2006 boðaði Halldór Ásgrímsson helstu bandamenn sína í Framsóknarflokknum til fundar í kjölfar sveitarstjórn- arkosninga. Flokksmönnum þótti þeir þar ekki ná þeim ár- angri sem vænst var og kaus Halldór því að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og formaður flokksins. Kynnti Halldór fjöl- miðlum og þjóðinni ákvörðun sína um afsögn þar sem hann stóð fyrir utan Þingvallabæinn með forystu flokks síns í baksýn. Í alþingiskosningum vorið 2007 fjaraði undan ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks á þann veg að þing- meirihlutinn var svo veikur að frekara samstarf þótti óráð. Geir H. Haarde forsætisráðherra bauð þá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylk- ingar, til fundar við sig eystra. Þau heilsuðust með kossi á bæj- arhlaði. Gengu svo til fundar um upphaf og myndun Þingvalla- stjórnarinnar, sem hefur verið kennd við hrunið. Þá hefur lengi tíðkast að komi erlendir leiðtogar í Íslands- heimsókn sé farið á Þingvelli og mætti tiltaka mörg dæmi. sbs@mbl.is Stórviðburðir í stjórnmálum á Þingvöllum Afsögn og upphaf Morgunblaðið/ÞÖK 2006 Halldór Ásgrímsson hætti í stjórnmálum og kynnti alþjóð þá ákvörðun sína eftir fund með bandamönnum sínum í Þingvallabænum. Morgunblaðið/Ómar 2007 Geir H. Haarde og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir við upp- haf stjórnarmyndunarviðræðna.  Njarðvík er viðkomustaður 100 daga hringferðar Morg- unblaðsins á morgun. Á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.