Morgunblaðið - 13.11.2013, Page 20

Morgunblaðið - 13.11.2013, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is | opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga INNISKÓR á stráka og stelpu r Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Óttast er að farsóttir breiðist út á hamfarasvæðunum á Filippseyjum vegna rotnandi líka sem liggja eins og hráviði á götunum og vegna skorts á hreinu drykkjarvatni. Mikil óvissa er enn um hversu margir fórust í fellibylnum sem gekk yfir miðhluta Filippseyja á föstudaginn var. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna telja að yfir 10.000 manns hafi látið lífið í Tacl- oban-borg einni og þúsunda manna er saknað á öðrum svæðum í hér- uðunum Leyte og Samar þar sem heilu bæirnir og hverfin lögðust í rúst. Líkin á götunum í Tacloban eru svo mörg að hermenn, sem sendir voru til borgarinnar, sögðust finna til velgju vegna rotnunardaunsins. Margir íbúa borgarinnar eru orðnir örvæntingarfullir og ævareiðir yfir því hversu hægt björgunar- og hjálparstarfið hefur gengið. „Við fáum engan mat, en það er ekki eins mikið vandamál og öll lík- in,“ hefur blaðamaður The New York Times eftir íbúa þorps nálægt Tacloban. „Það eru lík úti um allt og við erum að sýkjast.“ 2,5 milljónir þurfa matvælahjálp Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að meira en ellefu millj- ónir manna, eða meira en 10% íbúa landsins, hafi skaðast með einhverj- um hætti í náttúruhamförunum. Talið er að 2,5 milljónir manna þurfi á matvælahjálp að halda vegna hamfaranna og að 673.000 manns hafi misst heimili sín. Sameinuðu þjóðirnar óskuðu í gær eftir fjárframlögum að and- virði alls 301 milljónar Bandaríkja- dala (37 milljarða króna) vegna björgunar- og hjálparstarfsins. „Við búumst vissulega við því versta,“ hefur fréttaveitan AFP eft- ir John Ging, sem stjórnar hjálpar- starfi Sameinuðu þjóðanna. „Eftir því sem við fáum meiri aðgang að hamfarasvæðunum því hörmulegri verða upplýsingarnar sem við fáum um manntjónið.“ Ging sagði að eitt af forgangs- verkefnunum væri að sjá íbúunum fyrir hreinu drykkjarvatni. Mikið úrhelli, sem fylgdi nýrri hitabeltislægð á Filippseyjum, tor- veldaði björgunarstarfið í gær. Mörg hamfarasvæðanna eru enn einangruð vegna skemmda á veg- um, brúm, bryggjum og flugvöllum. Hundruð hermanna eru komin til Tacloban en aðeins litlar flugvélar geta lent á flugvelli borgarinnar vegna skemmda á ratsjám og öðr- um búnaði til flugumferðarstjórnar. Skorturinn á matvælum og hreinu drykkjarvatni hefur orðið til þess að örvæntingarfullir íbúar borgarinnar hafa látið greipar sópa um matvöruverslanir. Glæpahópar hafa einnig notfært sér ringulreið- ina til að ræna og rupla og skýrt var frá því í gær að fimmtán upp- reisnarmenn úr röðum kommúnista hefðu ráðist á vörubíla sem fluttu hjálpargögn á hamfarasvæðið. Tveir uppreisnarmannanna biðu bana í átökum við stjórnarher- menn. Fregnir hermdu einnig að maður, vopnaður sveðju, hefði reynt að ræna starfsmenn hjálparsamtaka þegar þeir tóku á móti lyfjum á einu hamfarasvæðanna. Yfirvöld gripu til þess ráðs að setja útgöngubann í Tacl- oban frá klukkan tíu á kvöldin til sex á morgnana til að binda enda á gripdeildirnar. Margir íbúanna þurfa að sofa undir ber- um himni vegna þess að þeir misstu heimili sín og ekki var ljóst í gær hvaða áhrif út- göngubannið hefur á þá. Mörg sjúkrahús og apótek eyðilögðust í náttúruhamförunum og stór svæði eru án raf- magns og símasam- bands. Sum svæðanna gætu verið án rafmagns í allt að sex mánuði vegna eyðileggingarinnar, að sögn orkumálaráðu- neytis Filippseyja. Óttast að farsóttir breiðist út  Sameinuðu þjóðirnar óska eftir fjár- framlögum vegna náttúruhamfaranna Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa tilkynnt að þau hyggist senda herskip til Filippseyja til að aðstoða við hjálpar- starfið. Bandaríska flugmóðurskipið USS George Washington hélt þangað frá Hong Kong með 5.000 hermenn og meira en 80 flugvélar og þyrlur. Fimm önnur herskip fylgja flugmóðurskip- inu og gert er ráð fyrir því að þau verði komin til Filippseyja innan tveggja daga, að sögn bandarískra varnarmálaráðuneyt- isins. Áður höfðu tugir bandarískra hermanna verið sendir til Tacloban-borgar á Filippseyjum. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í fyrradag að breskt herskip hefði verið sent frá Singa- púr til Filippseyja. Mörg önnur ríki hafa lofað Filippseyingum aðstoð, þeirra á meðal Kína sem hefur átt í harðri deilu við Filippseyjar um olíuríkt svæði í Suður-Kínahafi. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kvaðst hafa sent flugvél með 60 tonn af hjálpargögnum og gert var ráð fyrir því að hún kæmi til Filippseyja í gærkvöldi. Stofnunin hyggst einnig senda þangað hreinlætistæki og búnað til að hreinsa vatn. Læknar án landamæra ætla að senda 200 tonn af hjálpargögnum á hamfarasvæðin. Ríki og stofnanir lofa aðstoð FLUGVÉLAR OG HERSKIP SEND TIL FILIPPSEYJA Reist úr rústum Íbúi Tacloban endurreisir hús sitt sem hrundi í hamförunum. Eyðilegging Piltur horfir yfir rústir húsa í borginni Tacloban, höfuðstað Leyte-héraðs. Tilkynnt var í gær að mæðrum nýfæddra barna á tveimur svæð- um í Bretlandi yrði greitt fyrir að gefa barni sínu brjóst. Þetta er gert til að kanna hvort slíkar greiðslur geti orðið til þess að fleiri mæður gefi börnum sín- um brjóst, en tíðni brjóstagjafar er minni í Bretlandi en í mörgum öðrum löndum. Mæðurnar fá úttektarmiða að jafnvirði 24.000 krónur ef þær gefa barni sínu brjóst fyrstu sex vikurnar og 39.000 krónur ef þær halda því áfram í sex mánuði. BRETLAND Mæðrum borgað fyrir brjóstagjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.