Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013
Það stendur í fræði-
bók um lesblindu,
kenningar og mat að
flestir með lesblindu
hafi fæðst með hana.
Lesblindan sé ýmist
þroskatengd og með-
fædd eða áunnin og
stafi þá af slysum eða
veikindum. Þetta get-
ur ekki verið rétt.
Lesblinda getur ekki
verið meðfædd, og þá ekki heldur
ættgeng.
Lestur er lærð athöfn og les-
blinda er því nafn yfir þá stöðu
sem upp kemur þegar kennarinn
skilar frá sér kennslu en nemand-
inn nær ekki að læra það sem til er
ætlast. Nú er það svo að lestr-
arfræðingar í okkar menning-
arheimi aðhyllast almennt svokall-
aða hljóðaaðferð við lestrarkennslu.
Bent er á ágæti aðferðarinnar; nær
öllum börnum reynist hún vel þó að
fáeinir ná ekki tökum á lestrinum,
– en þeir hafi fæðst lesblindir.
Þarna er öllu snúið á haus. Það er
ekki rétt að þú náir ekki tökum á
lestri með hljóðaaðferð vegna þess
að þú sért lesblindur – kennslu-
aðferðin veldur því að þú nærð ekki
tökum á lestri þegar til þess er
ætlast og verður því sagður les-
blindur. Lesblindan er afleiðing ár-
angurslausrar lestrarkennslu en
ekki orsök. Athöfn kennarans,
kennslan, nær ekki að virkja nem-
andann til náms. Trúlega vegna
þess að það að hljóðsetja bókstafi
og hljóða síðan orðið, er ekki lest-
ur. Forsendur lesblindunnar eru
ávallt þær sömu. Öðru máli gegnir
með útfallið eða birtingarmyndina.
Birtingarmyndir lesblindunnar eru
trúlega jafn margar og tilfellin.
Margir telja því að til séu margar
útgáfur af lesblindu en eru þá að
meta birtingarmyndirnar sem ólík-
ar gerðir lesblindunnar.
Hugsum okkur dreng í 4. bekk.
Hann er greindur lesblindur.
Lestrarkennslan hefur litlu sem
engu skilað. Hann hefur verið í sér-
kennslu í lestri frá því í fyrsta
bekk. Hann þekkir ekki alla stafina
af öryggi. Hann er
mjög bundinn í hljóðun
bókstafanna og mikil
orka fer í að hljóða sig
í gegnum orð og renna
hljóðunum síðan í orð-
myndina. Hann les
myndskreytt léttlestr-
arefni með eins og
tveggja atkvæða orðum
síendurteknum. Lestr-
arþjálfunin snýst um
það að muna réttu
hljóð stafanna og finna
svo út hljóðmyndir
orðanna. Staðan í lestrinum er farin
að hafa veruleg áhrif á almenna líð-
an í skólanum.
Í 10. bekk er mögulegt að okkar
maður sé laus úr sérkennslu, (23,6%
grunnskólanema eru þó enn í sér-
kennslu í 10. bekk), geti lesið 2-300
atkvæði.
En, hann upplifir ekki það sem
hann „les,“ og það sem þú upplifir
ekki getur þú ekki hugsað um, ekki
skilið, ekki munað og það getur því
ekki orðið þér að gagni. Hann er
sagður læs, en lesskilningur mjög
lélegur.
Samkvæmt tölum Hagstofu Ís-
lands um sérkennslu í skólum lands-
ins skólaárið 2011-2012 eru 27,5%
grunnskólanema í sérkennslu eða
11.656 af 42.365. Sérkennslan er
nokkuð svipuð í öllum árgöngum,
eða frá 23,6% í fyrsta og tíunda
bekk, upp í 30,4% í fjórða bekk.
Ekki verður ráðið af tölum Hagstof-
unnar að umfangsmikil sérkennsla í
yngri bekkjum skili miklum árangri,
þar sem hlutfall sérkennslunemenda
er nánast óbreytt upp allan grunn-
skólann. Ennfremur má nefna sem
dæmi að í áttunda bekk eru 1.060
nemendur, eða 24,8% árgangsins í
sérkennslu, en þegar þessi árgangur
var í fyrsta bekk voru 17,3%, eða
um 740 nemendanna í sérkennsl-
unni. Þá er það athyglisvert að í
fyrsta bekk, þar sem 1.007 nem-
endur eru í sérkennslu, eru 595 án
greiningar á þeim vanda sem sér-
kennslan ætti að bæta úr. Af alls
11.656 sérkennslunemendum eru
5.438 eða 46,7% án greiningar á
vanda sínum.
Ætla má að verulegur hluti sér-
kennslu sé til kominn vegna lestr-
arkennslu. Ef lestrarkennsla geng-
ur ekki upp hjá 20-30% nemenda í
almennri bekkjarkennslu er gripið
til sérkennslu í minni hópum eða
einstaklingskennslu. Ef sérkennsl-
an skilar ekki betri árangri en töl-
ur Hagstofunnar og mat á lestr-
arstöðu 15 ára unglinga í
Reykjavík vitna um, þá er eðlilegt
að efast um lestrarkennsluna, gildi
og réttmæti þeirrar aðferðar sem
beitt er.
Við blasir að lestrarkennsla með
hljóðaaðferð skilar ekki viðunandi
árangri í almennri bekkjarkennslu.
Þeir nemendur, sem ekki ná valdi á
lestri, eru sendir í sérkennslu í
minni hópum eða einir með kenn-
ara. Nýjar aðstæður, ný umgjörð,
en sama kennsluaðferð, hljóðaað-
ferðin. Árangur áfram óviðunandi,
allt að fjórðungur nemenda enn í
sérkennslu í tíunda bekk og allt að
fjórðungur drengja og einn tíundi
stúlkna geta þá enn ekki lesið sér
að gagni.
Fyrir rúmum 30 árum var gerð
stórmerk uppgötvun vestur í
Bandaríkjunum. Hugmyndaríkur
og lesblindur verkfræðingur og
listamaður fann leið út úr lesblind-
unni. Rannsóknarhópur, undir
stjórn doktors í námssálarfræði,
þróaði verkferli sem reynst hefur
mjög vel við að leiðrétta lesblindu,
jafnt barna sem unglinga og full-
orðinna. Út frá þessari aðferð og
með aðstoð þeirra tækniundra sem
nú auðvelda öll samskipti og þekk-
ingaröflun sé ég þróast ný viðhorf
og nýjar aðferðir í lestrarkennslu.
Það er ekki ásættanlegt takmark
að leiðrétta áföll misheppnaðrar
lestrarkennslu skólakerfisins, tak-
markið er að öll lestrarkennsla skili
viðunandi árangri.
Lesblinda – meðfæddur ágalli
eða veittur áverki?
Eftir Sturlu
Kristjánsson »Rannsóknarhópur,
undir stjórn doktors
í námssálarfræði, þróaði
verkferli sem reynst
hefur mjög vel við að
leiðrétta lesblindu.
Sturla Kristjánsson
Höfundur er kennari, sálfræðingur og
Davis-ráðgjafi. LES.IS, www.les.is.
Heimildir um Rúss-
land að fornu eru ekki
síst hin norrænu/
íslensku miðaldarit.
Þekktust þeirra eru að
sjálfsögðu íslensku
sögurnar. Hefði Árna
Magnússyni ekki lán-
ast að bjarga hand-
ritasafni sínu fyrir 285
árum úr eldinum í
Kaupmannahöfn í október árið 1728,
hefðum við líklega aldrei vitað af því
að fjórir norskir konungar lögðu leið
sína til Rússlands hins forna (Ólafur
Tryggvason, Ólafur helgi, Magnús
góði og Haraldur harðráði), að kona
rússneska prinsins Jarisleifs hins
vitra var Ingigerður dóttir Ólafs
Svíakonungs, og að kona Haralds
harðráða var rússneska prinsessan
Elizaveta Yaroslavna (Ellisif Jariz-
leifsdóttir), að norðurhluti Rúss-
lands (kallað Bjarmaland í sög-
unum) var mjög aðlaðandi svæði
fyrir norræna kaupmenn, og að ís-
lenskur trúboði, Þorvaldur víðförli
Koðránsson, tók þátt í að boða
kristni í Rússlandi við lok 10. aldar,
og svo mætti lengi telja.
Fornsagnarannsóknir í Rússlandi
á vorum dögum eru að miklu leyti
stundaðar í nánu sambandi við
stofnanirnar kenndar við Árna
Magnússon í Kaupmannahöfn og í
Reykjavík. Við notum útgáfur á
ljósprentuðum handritum og text-
um í hinum heimsþekktu útgáfuröð-
um, svo sem Íslensk handrit, Ís-
lensk miðaldahandrit, Rit
Árnastofnunar og Rit Handrita-
stofnunar Íslands, við fylgjumst
með nýjustu verkum sem frá þeim
koma í fræðilegum tímaritum Árna-
stofnunar, svo sem Griplu, Orði og
tungu og Málfregnum, og við styðj-
umst ekki síst við hinar ákaflega
gagnlegu vefsíður http://www.arna-
stofnun.is og http://handrit.is/ þar
sem meðal annars lesa má stafræn-
ar myndir miðaldahandrita og dást
að dýrindis smáritum. Við gleðj-
umst ekki síður yfir tækifærum til
að taka þátt í ráðstefnum og fund-
um á hinni fjarlægu eyju í Atlants-
hafinu sem stendur hjörtum okkar
þó svo nærri, fá tækifæri til að
vinna í hinu frábæra bókasafni
Árnastofnunar og njóta ráðgjafar
og þekkingar hinna virtu starfs-
félaga okkar þar.
Í dag, þegar Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum heldur
upp á að 350 ár eru liðin frá fæðingu
hins mikla handritasafnara sem
lagði grunn að gríðarlega stóru og
alþjóðlegu rannsóknarsviði, sendum
við bestu kveðjur til samstarfsfélaga
okkar með heillaóskum um langlífi
og farsæld stofnuninni til handa,
ásamt einlægri von um áframhald-
andi árangursríkt samstarf.
Heillaóskir á afmæli
Árna Magnússonar
Eftir dr. Tatjönu
Jackson og dr. Gal-
inu Glazyrina
» Fornsagnarann-
sóknir í Rússlandi á
vorum dögum eru að
miklu leyti stundaðar í
nánu sambandi við
stofnanirnar kenndar
við Árna Magnússon í
Kaupmannahöfn og í
Reykjavík.
Tatjana Jackson
Höfundar eru vísindamenn við Rann-
sóknastofnun í mannkynssögu hjá
Rússnesku vísindaakademíunni í
Moskvu.
Galina Glazyrina
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
FASTEIGNASALA
FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN
Vantar allar stærðir og gerðir eigna á skrá
.... Hafðu samband
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Dan V. S. Wiium Ólafur Guðmundsson
hdl., lögg. fasteignasali. s. 896 4013 sölustjóri s. 896 4090
OPIÐ HÚS Á MORGUN MILLI KL.16:00-17:30
SPORÐAGRUNN 9, 104 REYKJAVÍK
Til sölu glæsilegt og mikið endurgert einbýlishús með aukaíbúð á neðstu
hæðinni. Húsið er teiknað af Gísla Halldórssyni, arkitekt. Stærð hússins er
314,8 m² með bílskúr. Stór sólskáli er á efstu hæðinni sem er ekki
innifalin í stærðinni. Arinn í holi. Gott fyrirkomulag. Á neðri hæðinni eru
stofur, eldhús, svalir og snyrting. Fjögur svefnherbergi á efstu hæðinni.
Fataherbergi innaf hjónaherbergi. Stór sólskáli. Stórar sólarsvalir á báðum
hæðum. Útsýni er frá húsinu. Frábær staðsetning í lokaðri götu. Stutt í
alla þjónustu, skóla og Laugardalinn.
Verð 95 milljónir. Dan Wiium verður á staðnum.
4ra herbergja 119,3 fm glæsileg útsýnisíbúð á 2. hæð með einstaklega
glæsilegu útsýni til austurs og suðurs á bæði fjöllin og að hluta út á
Elliðavatn. Vandaðar hvítar innréttingar. Þrjú góð svefnherb. Stórar
suðursvalir. Möguleiki að yfirtaka áhvílandi lán. V. 35,9 m.
Eignin verður sýnd miðvikudag 13. nóv. frá kl. 17.15–17.45.
Glæsileg 122,7 fm endaíbúð í lyftuhúsi með sérinngangi af svölum ásamt
stæði í bílageymslu. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni m.a. til Bláfjalla.
Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, hol, stóra stofu og borðstofu, opið
eldhús 3 svefnherbergi og stórt baðherbergi/þvottahús. Íbúðin hefur
verið innréttuð á einkar skemmtilegan og vandaðan hátt. V. 36,9 m.
Eignin verður sýnd miðvikudaginn 13. nóvember frá kl. 17.00–17.30.
Reykjavík
Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is
Fellahvarf 1 – íbúð á 2. hæð
Reiðvað 1 – íbúð 0201 m. bílskýli
Opi
ð h
ús
í da
g
Opi
ð h
ús
í da
g