Morgunblaðið - 13.11.2013, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013
Sumarið er horfið, haustið að
kveðja, vetur að ganga í garð,
laufblöð fallin af trjám og runn-
um og landið að klæðast vetr-
arbúningi. Við þessar aðstæður
minnist ég góðs frænda, Stefáns
Hlíðars Jóhannssonar, sem
kvaddi þessa jarðvist síðasta
haustdag 25. okt., eftir stranga
baráttu við illvíga sjúkdóma,
ekki einn heldur þrjá.
Fáir nema þú fá svo erfið
verkefni að takast á við og
magnað hvernig þú fórst í gegn-
um þetta, jákvæður og staðráð-
inn að sigra. Á vissan hátt gerð-
irðu það í lokin, með eigin
ákvörðun. Þú varst allt í senn,
bóndi á Þrándarstöðum, tré-
smiður að byggja og smíða, fisk-
eldismaður, rakst gistiheimili,
ræktaðir landið, plantaðir trjám
og varst frumkvöðull í kornrækt
á Héraði í seinni ár. Það var
ekki til það sem ekki var hægt í
þínum huga og aðdáunarvert
hversu áræðinn þú varst. Hik
var ekki þinn stíll. Það var t.d.
ekkert mál að skreppa til Lúx-
emborgar að vinna við smíðar
fyrir vini þar, enda varstu fram-
sýnn maður með miklar hug-
myndir og óragur að fram-
kvæma. Sterkar skoðanir hafðir
þú og það var ekkert gott að
lenda í andstöðuþjarki við þig
um pólítík né landsmálin, en það
var gaman að hlusta á þín sjón-
armið. Mér fannst gott að eiga
þig sem frænda á næsta bæ
þegar ég, ung feimin kona, flutti
í sveitina 1976. Það var alltaf
gott að leita til þín og fá hjálp
enda með eindæmum greiðvik-
inn maður. Þú lagðir margoft
frá þér eigin verk til að aðstoða
mig og þá sem til þín leituðu.
Marga hjalla þurftuð þið Guð-
rún eiginkona þín að klífa. Ung
að árum og rétt að hefja búskap
sáuð þið húsið brenna á Þránd-
arstöðum. Það var 20. ágúst
1973. Einnig misstir þú tvo
bræður af slysförum. Auðvitað
hafði þetta sín áhrif á þig, en þú
lést ekki á því bera. Ótrauð
byggðuð þið upp og tókust á við
allt af æðruleysi. Þitt happ eru
fallegu börnin þín og velgengni
þeirra, enda varstu stoltur af
þeim og afabörnunum.
Kæri Stebbi frændi, takk fyr-
ir allt sem þú gerðir fyrir mig.
Það skildi okkur aðeins einn
dagur að í aldri. Við erum ljón,
en ekki grimm, bara fjölhæf.
Elsku Guja, Benni, Jói,
Sigga, Þorgerður, tengdabörn
og barnabörn, megi hlýja um-
vefja ykkur um alla framtíð.
Hvíl í friði. Þín frænka,
Anna Kristín.
Þær eru ófáar stundirnar
sem ég hef setið í eldhúskrókn-
um á Þrándarstöðum með hon-
um Stebba og sötrað kaffi. Þar
fóru gjarnan fram líflegar um-
ræður um pólitík, sauðfjárrækt
og landsins gagn og nauðsynjar.
Það má segja að Stebbi hafi
haft töluverð áhrif á ýmislegt
sem ég hef tekið mér fyrir
hendur. Hann litaði mig t.d.
snemma af framsóknarmennsk-
unni en einnig kveikti hann
áhuga minn á húsasmíði sem ég
Stefán Hlíðar
Jóhannsson
✝ Stefán HlíðarJóhannsson,
bóndi og húsa-
smíðameistari,
Þrándarstöðum
(Stebbi Þrándur),
fæddist á Sjúkra-
húsinu á Egils-
stöðum 19. ágúst
1949. Hann lést á
sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum 25. októ-
ber 2013.
Útför Stefáns fór fram frá
Egilsstaðakirkju 1. nóvember
2013.
svo nam. Það var
alltaf gott að leita
til hans um ráð
hvernig best væri
að útfæra ýmsa
hluti sem ég ætlaði
að koma í fram-
kvæmd, ýmist fyrir
sjálfan mig eða
aðra. Oft rissaði ég
einhverjar hug-
myndir á blaðsnepil
við eldhúsborðið,
eftir kaffisopann var svo farið
uppá verkstæði og málið leyst.
Sumarið 2006 áskotnaðist
okkur Stebba og Jóni hesthús
sem verið var að rífa á Egils-
stöðum. Eftir mjög stuttar um-
ræður ákváðum við að koma
húsinu fyrir á Þrándarstöðum
og taka fé. Eins og Stebba ein-
um var lagið var ekkert verið að
tvínóna við hlutina og var húsið
komið á staðinn um haustið og
14 gimbrar og einn hrútur sótt í
Suðursveit, þá var sauðfjárbú-
skapur hafinn aftur á Þrándar-
stöðum. Eftir þetta fjölgaði
samverustundum okkar tölu-
vert þar sem oft var setið lang-
tímum saman á garðabandinu
og dáðst að fénu. Að taka þátt í
göngum var einn mikilvægasti
hluti félagsbúsins og var mjög
erfitt að beiðast undan þeim þar
sem Stebba var mikið um að
manna göngurnar vel. Í fyrra-
haust lét hann ekki sitt eftir
liggja þótt hann ætti orðið erfitt
með gang og úthald, en þá
mætti hann ríðandi í göngurnar.
Ég heimsótti Stebba á
sjúkrahúsið á Egilsstöðum um
tveimur vikum áður en hann fór.
Þá var Þórarinn Lárusson í
heimsókn hjá honum og sátu
þeir hugfangnir yfir myndum og
dómum af mórauðum lambhrút
sem Jói hafði sótt vestur á land.
Einnig kom þar kornrækt til
tals og sagði Stebbi frá því að
Jói hefði verið að þreskja korn
fyrir bændur í sveitinni. Hann
bætti svo þessum fleygu orðum
við sem mér finnst lýsa honum
og hans hugsun svo vel: „Það er
alltaf gott að geta gert mönnum
greiða, bara ef það skaðar ekki
hjá manni sjálfum“.
Ég kveð nú þennan mikils-
verða frænda minn með sökn-
uði, en það eru fáir sem geta
fyllt í hans skarð.
Þakkir kunna þessum mæta manni
margir fyrir greiðasemi og dug
heiðursmaður segja má með sanni
Stefán var í atgervi og hug.
Ósérhlífinn, harður var og hraustur
ávallt klár að rétta hjálparhönd,
auðfús ætíð, trúfastur og traustur,
taki föstu hélt um ættarbönd.
Af þrautseigju og elju hefur barist
og hildina hann hefur marga háð,
þó kom að því að ei gat lengur varist,
í höndum guðs hann hefur núna áð.
Að lokum vil ég, frændi, þakkir færa
fyrir allt er gafst þú gott af þér,
alla tíð mun minningarnar mæra,
þær mikilsverðar ávallt verða mér.
Kveðja,
Steini Þrándur.
Fyrstu kynni okkar af Stebba
Þrándi voru árið 1999 er við
fluttum austur á Þrándarstaði.
Þegar við höfðum komið okkur
fyrir, en það voru fjögur hús á
Þrándarstöðum, fórum við til
Stebba og Gauju, yndislegrar
eiginkonu hans, til að kynna
okkur. Okkur var strax einstak-
lega vel tekið og boðið inn í kaffi
og konjak, þar sem ævilangur
vinskapur var innsiglaður.
Fljótlega fengum við viður-
nefnið „Þrándarar“ sem var
mikill heiður og á meðan við
bjuggum fyrir austan leið ekki
sá dagur sem við hittum ekki
þau hjónin vegna þess að það
var aldrei skortur á umræðuefni
og svo einstaklega gott að sækja
þau heim. Stebbi var framsókn-
armaður í húð og hár og var
húsið og bíllinn grænn og helst
klæddist hann grænum fötum.
Stebbi var einstaklega bóngóð-
ur og mikill dýravinur. Kola,
hundurinn sem hann átti þá,
fékk að sitja á kolli við eldhús-
borðið og sötra kaffi úr krús og
fór hann aldrei neitt án þess að
hafa hana með sér.
Eftir að við fluttum suður þá
komu símtöl í stað heimsókna
og sáum við hann alltaf fyrir
okkur þar sem hann sat á sínum
stað í eldhúsinu og kveikti sér í
vindli og þegar maður heyrði
hvissið í pumpunni á stóru kaffi-
vélinni þá vissi maður að sam-
talið yrði langt.
Einkenni Stebba voru trygg-
lyndi og minnumst við hans sem
einstaklega góðs drengs sem
ekkert aumt mátti sjá.
Hans er sárt saknað og
Þrándarstaðir verða aldrei eins
án Stebba vinar okkar.
Við vottum Gauju, börnum,
tengdabörnum og öðrum ætt-
ingjum og vinum okkar innileg-
ustu samúð.
Herdís Hjörleifsdóttir
og Vigfús Helgason
(Þrándarar).
Vinur minn Stefán á Þránd-
arstöðum lést aðfaranótt 25.
október eftir veikindi sem
mannlegur máttur fær ekki
staðist til lengdar. Óstarfhæf
nýru, bilað hjarta og krabba-
mein – minna dugði ekki til. Ég
var á leið til Íslands þennan dag
og hafði sett efst í hólfið að
hringja nú í vin minn við heim-
komuna og „yfirfara stöðuna“
eins og við gerðum oft og tíðum.
Nú er það orðið of seint, Stebbi
er farinn þangað sem hvorki
Facebook né sími ná.
Leiðir okkar Stebba lágu
fyrst saman á árunum upp úr
1990 og strax við fyrstu kynni
kom drenglyndi og óendanleg
góðmennska þessa höfðingja
upp á yfirborðið. Stebbi var op-
inn fyrir nýjungum og ávallt til í
að „láta á það reyna“ án þess að
vera handviss um að frum-
kvöðlabröltið skilaði himinhárri
arðsemi strax daginn eftir. Við
sem þekktum Stebba vel vitum
að fyrsta og síðasta hugsun
dagsins var einmitt ekki um
fjárhagslegan gróða, aðrir hlut-
ir stóðu hjarta hans miklu nær.
Margt höfum við skrafað í ár-
anna rás, ekki endilega sam-
mála um alla hluti en ævinlega
skildum við sem vinir. Minnis-
stæð er deilan um hitamælinn á
varmadælunni sem við félagar
komum upp á sínum tíma. Verk-
fræðingurinn að sunnan taldi að
hann stæði fastur en Stebbi hélt
nú ekki. „Þú hefur ekkert vit á
þessu, gæskur“. Einu má gilda
hvor hafði rétt fyrir sér, þeir
eru ekkert þversum að ráði,
Þrándarnir!
Stebbi var snillingur við
smíðar og verklegar fram-
kvæmdir. Honum dugði að gjóa
augunum yfir verkefnin, og eins
og ósjálfrátt var hann strax
kominn með heildarmyndina í
kollinn og alla framkvæmdina
til enda á hreinu. Það var ekki
annað hægt en dást að vinnu-
brögðunum þegar valin var fjöl
úr staflanum, henni var e.t.v.
snúið á ákveðinn hátt en svo var
heflað og sagað og áður en varði
var búið að efna niður og smíða
úrvals fína kassa undir bor-
kjarna eða hvaðeina sem smíða
þurfti.
En Stebbi gat verið skemmti-
lega hrekkjóttur. Þau Gauja
vissu vel að ég gat ekki borðað
lifur eða nokkur matvæli sem
lifur er í. Eitt sinn sem oftar
sátum við bormenn í kaffi á
Þrándarstöðum og hafði ég
smurt brauðsneið með vel af
kindakæfu og bitið hornið af
henni þegar síminn hringdi. Á
meðan ég brá mér frá borðinu
höfðu félagar mínir og Stebbi
smurt aðra brauðsneið með
þykku lagi af lifrarkæfu, bitið
hornið af henni og lagt á diskinn
minn. Hláturinn sem gaus upp
við eldhúsborðið þegar ég sett-
ist aftur og beit í sneiðina
gleymist aldrei.! Það var ekki
fyrr en eftir nokkra stund sem
Stebbi gat staðið á fætur nær
lamaður af hlátri, og hellti þá
koníakstári í glas og rétti vini
sínum.
Ég kveð nú vin minn, þakk-
látur honum og Gauju fyrir
samferðina svo og allar máltíð-
irnar og gistinæturnar sem ég
hef þegið á Þrándarstöðum í
gegnum tíðina.
Friðfinnur K. Daníelsson.
✝ Haraldur Jó-hannsson
fæddist í Reykja-
vík 22. nóvember
1942. Hann and-
aðist á hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 19. október
2013.
Foreldrar hans
voru Úlfhildur
Þorfinnsdóttir, f.
14. mars 1911, d. 16. desember
1971, og Jóhann Kristján Lín-
dal Sigurðsson, f. 20. júní 1914,
d. 8. febrúar 1959.
Eftirlifandi sambýliskona
Haraldar er Katrín Magnús-
dóttir, f. 5. september 1935.
Börn Haraldar og Guðrúnar
Bjarnadóttur eru Kolbrún, f.
20. desember 1964, d. 1. júlí
1970, Þorvaldur, f. 20. desem-
ber 1965, maki Katrín G.
Helgadóttir, Úlfhildur, f. 29.
mars 1967, maki Jóhannes K.
Sveinsson, börn Viktoría Ósk,
f. 18.5. 1994, og Baldvin Ari, f.
10.2. 1998. Jóhanna, f. 24. maí
1968, barn hennar er Kristín
með Guðrúnu Bjarnadóttur í
Mosfellsdalum um 1963. Á
þeim árum vann hann hjá
Áburðarverksmiðju ríkisins,
Sláturfélagi Suðurlands og
ýmsum fleiri stöðum. Haraldur
og Guðrún slitu samvistir 1969.
Á árunum 1969 til 1973 vann
hann sem vinnumaður í Ferju-
koti á sumrin en á veturna
stundaði hann vinnu í Grinda-
vík hjá fiskvinnslufyrirtækinu
Þórkötlustöðum. Árið 1974 lá
leið hans í Munaðarnes sem
vinnumaður til að byrja með,
og síðan sem sambýlismaður
Katrínar. Hann vann þar við
bústörf og að koma upp sumar-
bústaðahverfinu ásamt ýmsum
störfum sem til féllu þar, sem
og í sveitinni. Eftir veikindi
hans 2004 dvaldi hann í tæp
átta ár á Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á Akranesi og
rúmt ár á hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Brákarhlíð í Borg-
arnesi. Hestamennsku stundaði
hann alla tíð meðan heilsa
leyfði og fremstur meðal gæð-
inga hans var hesturinn Storm-
ur, sem valinn var besti hestur
landsins á Landbúnaðarsýning-
unni í Reykjavík 1968. Liðtæk-
ur bridsspilari var hann og
spilaði brids í áratugi með
sveitungum sínum.
Útför Haraldar fór fram í
kyrrþey.
Ólafsdóttir, f.
22.12. 1986, maki
Kristínar er Að-
alsteinn Guð-
mundsson, barn
þeirra er Guð-
mundur Kári, f.
29.12. 2011. Dóttir
Haraldar og Guð-
rúnar S. Guðjóns-
dóttur er Guðrún
Jóhanna, f. 11.
nóvember 1966,
maki Þórarinn Jóhannsson,
börn Sigurður Hjartarson, f.
2.12. 1989, maki Sigurðar er
Bettý Hrefna Valsdóttir, barn
þeirra er Þengill Óðinn, f.
18.11. 2012. Guðjón Hrafn Þór-
arinsson, f. 18.6. 1997, Ólafur
Kolbeinn Þórarinsson, f. 21.11.
2005. Dóttir Haraldar og Svan-
dísar Báru Steingrímsdóttur er
Kristín Halla, f. 27. júní 1973,
maki Lárus Sverrisson.
Haraldur var sendur
mánaðargamall í fóstur til
Kristínar Jónsdóttur og Lár-
usar Péturssonar í Káranesi í
Kjós. Ólst hann þar upp allt til
19 ára aldurs. Hóf hann búskap
Kæri Halli. Nú ertu loksins bú-
inn að fá hvíldina. Það var mikill
gleðidagur fyrir mig þegar þú
komst í Ferjukot sem vinnumaður
til að hjálpa pabba í laxinum. Þú
komst með tvo hesta með þér, og
það átti nú við mig. Við urðum
strax bestu vinir, þú hjálpaðir mér
að járna hestana mína og síðan
riðum við út á bökkum Hvítár
þegar tími gafst.
Þú varst alltaf hress og kátur,
þá sérstaklega þegar þú reiðst
honum Stormi þínum sem hafði
verið hæst dæmdi gæðingur
landsins á landbúnaðarsýningu í
Reykjavík. Það var unun að fylgj-
ast með ykkur svífa um bakkana
og láta sig dreyma um að eiga slík-
an gæðing. Við fórum nokkrar
ferðir ríðandi í Kjósina, á þínar
æskuslóðir.
Þá komu oft vinir þínir og
frændfólk á móti okkur upp á
Reynivallaháls og var þá oft glatt
á hjalla. Síðan var riðið niður
bakka Laxár og gist hjá skyldfólki
þínu í Káranesi, þar sem við feng-
um höfðinglegar móttökur.
Svo var farið á kappreiðar á
Arnarhamar og riðið aftur heim
eftir mót. Á haustin þegar veiði-
tíminn var búinn fórst þú að vinna
á Þórkötlustöðum í Grindavík í
fiski. Oft beið ég með eftirvænt-
ingu eftir að þú kæmir með vorinu
og við gætum farið á útreiðar sam-
an. Síðar kynntist þú henni Kötu
og fluttir í Munaðarnes. Þar áttuð
þið yndislegan tíma saman og þú
varst eins og kóngur í ríki þínu.
Svo dundi áfallið yfir og þú veikt-
ist.
Allan þann tíma sem þú dvaldir
á sjúkrahúsinu á Akranesi og ég
kom í heimsókn varstu alltaf jafn
hress og kátur þrátt fyrir veikind-
in. Ekki breyttist það þegar þú
fluttist í Brákarhlíð. Þú varst allt-
af að skipuleggja reiðtúra sem við
ætluðum að fara í þegar þú kæmir
heim. Nú ertu eflaust sestur á bak
á Storm og gleðin hefur tekið völd
á ný hjá ykkur félögunum.
Hafðu þökk fyrir allt, kæri vin-
ur.
Votta mína dýpstu samúð til
Kötu og barna Haraldar.
Guðrún Fjeldsted.
Haraldur
Jóhannsson
Elsku besta amma mín. Ég
óskaði þess svo innilega að sá
dagur rynni aldrei upp að ég
þyrfti að kveðja þig. En hér sit
ég með tárvot augun að rifja
upp allar minningar sem við
áttum saman. Mér finnst ég svo
heppin að hafa fengið að eyða
öllum leikskólaárunum mínum
hjá þér, í stað þess að vera á
leikskóla, og svo kom ég til þín
eftir skóla fyrstu grunnskóla-
árin.
Þú kenndir mér svo margt
og mörg góð gildi í lífinu, sem
ég mun aldrei gleyma. Að koma
upp í Tjarnarkot á morgnana
til ykkar afa og fá að kúra í
ömmu eða afa holu var svo ynd-
islegt. Oft lást þú hjá mér og
straukst á mér höndina þangað
til ég sofnaði, ég gleymi því
aldrei hvað það var notalegt.
Við dönsuðum oft „Óla skans“
og hlógum mikið á meðan. Þú
meira að segja spilaðir fótbolta
við mig og við notuðum snúru-
staurana fyrir mark.
Svo um hálffimm á daginn
settumst við niður til að horfa á
Leiðarljós og Nágranna, það
var daglegur viðburður. Mér er
líka minnisstætt þegar þú eld-
aðir lambakjöt sem þú borðaðir
ekki sjálf. Þá borðuðum við
alltaf eitthvað annað eftir að
hinir voru búnir, eins og við
værum að laumupúkast eitt-
hvað.
Ég gæti skrifað heila bók um
minningarnar mínar með þér
úr æsku minni uppi í Tjarn-
arkoti, og ég er svo þakklát
fyrir að eiga allar þessar minn-
ingar.
Þú hefur alltaf verið hetjan
mín. Þú varst alltaf svo sterk
og það var ekkert sem bugaði
þig, þótt þú værir með mikla
Ilse Björnsson
✝ Ilse Björnsson,f. Frieden-
hagen, fæddist í
Ratzeburg í Þýska-
landi 10. maí 1926.
Hún lést á dval-
arheimili aldraðra
Klausturhólum,
Kirkjubæj-
arklaustri 18. októ-
ber 2013.
Útför Ilse fór
fram í kyrrþey.
lífsreynslu á bak-
inu. Ég skrifaði
ritgerð 2011 um
„hetjuna mína“ og
aðra 2013 um
„merkan einstak-
ling“ og skrifaði ég
um þig í báðum rit-
gerðunum og fékk
toppeinkunn fyrir.
Þér fannst nú al-
veg stórfurðulegt
að ég nennti enda-
laust að vera að skrifa um þig,
og hlóst að öllum þessum
spurningum sem ég var að
spyrja þig.
Ég get ekki lýst því hvað ég
elska þig mikið og sakna þín
meira en orð fá lýst. Og ég er
stolt af því að vera þrjóskt naut
eins og þú varst. En þótt ég sé
þrjósk þá þýddi sko ekkert að
rökræða við þig. Þú varst svo
einstaklega orðheppin. Mér
finnst ég varla vera sama
manneskjan eftir að hafa þurft
að kveðja þig, en ég veit að þér
líður vel og þú ert í góðum
höndum núna.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Ég veit að við sjáumst aftur
fyrr eða síðar, og þá getum við
verið saman að eilífu. Þar sem
englarnir syngja, þar finn ég
þig.
Hvíldu í friði elsku amma
mín.
Þín
Elsa Rún.