Morgunblaðið - 29.11.2013, Side 1

Morgunblaðið - 29.11.2013, Side 1
 Ríkissjóður mun verða af milljarðatekjum á næstu árum verði olíufélögun- um gert skylt að blanda endurnýj- anlegu eldsneyti í olíu og bensín. Þessu til viðbótar þurfa olíufélög- in að verja sömu fjárhæðum auka- lega í erlendum gjaldeyri til að kaupa eldsneytið erlendis. Fjármun- irnir munu renna í vasa framleið- enda erlendis, en innlendir aðilar eru ekki í stakk búnir til að anna fyrirsjáanlegri eftirspurn. Lögin koma til framkvæmda eftir mánuð en þrátt fyrir það taka sekt- arákvæði laganna ekki gildi fyrr en níu mánuðum eftir að ákvæði um lágmarkshlutfall endurnýjanlegs hlutfalls tekur gildi. Olíufélögin munu því geta virt ákvæðið að vett- ugi án þess að eiga það á hættu að verða sektuð. Lögin eru sett vegna tilskipunar Evrópusambandsins um að hlutdeild endurnýjanlegrar orku skuli vera 10% í öllum tegundum samgangna ekki síður en árið 2020. Hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis verður fyrst 3,5% en hækkar svo upp í 5% eftir níu mánuði. »14 Meiri gjaldeyrisút- gjöld og minni tekjur F Ö S T U D A G U R 2 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 3  278. tölublað  101. árgangur  FATNAÐUR VIGDÍSAR Á SÝNINGU LOFA FRÁBÆRRI SÝNINGU OG GLEÐI ÞRIGGJA VIKNA LAUNUM HENT Í RUSLIÐ HNOTUBRJÓTURINN Í HOFI 54 MATVÆLASÓUN 10GARÐABÆR 28 ÁRA STOFNAÐ 1913 Viðar Guðjónsson Lára Halla Sigurðardóttir Árangur af sprengingu hvellhetta í þeim tilgangi að reka í burtu síldartorfur, sem eru innan brúar í Kolgrafafirði, gáfu góð fyrirheit, þó að endanlegt markmið hafi ekki náðst um að reka síldina úr firð- inum. Svo segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjusviðs Landhelgisgæslunn- ar, sem hafði yfirumsjón með sprengingunum. Fram kom í mælingum Hafrannsóknastofnunar í gær að um 70 þúsund síldartonn eru í Kolgrafa- firði en markmiðið með sprengingunum er að fæla síldina úr firðinum til þess að koma í veg fyrir að síldardauðinn frá því í fyrravetur endurtaki sig. Aðgerðirnar byrjuðu um klukkan þrjú í gærdag og stóðu yfir til myrkurs, um klukkan fimm síð- degis. Sigurður segir að tilraunin verði endurtekin í dag. „Þetta þótti takast mjög vel og við lærðum heilmikið á þessu,“ segir Sigurður. Fór fjóra kílómetra af sex Að sögn Sigurðar vantaði einungis um tvo kíló- metra upp á að síldin kæmist undir brúna þegar sjávarföll og myrkur setti strik í reikninginn. Um sex kílómetrar eru frá botni og að brú. „Við fyrstu sýn virðist þetta [magn síldar] hafa minnkað mikið,“ segir Sigurður. Fjöldi lítilla báta, sem áhafnir síldveiðiskipa á svæðinu lánuðu til verksins, fylgdi síldinni eftir þar sem hún smokraði sig nær brúnni. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar eru einnig á staðnum og fylgdust með árangri aðgerðarinnar. Í því fólst m.a. að fylgjast með hreyfingu síldarinnar og súr- efnismettun í sjónum. Ekki áhyggjur af umhverfisáhrifum Róbert A. Stefánsson, líffræðingur hjá Náttúru- fræðistofu Vesturlands, telur að ekki sé tilefni til að hafa áhyggjur af umhverfisáhrifum af hvell- hettunum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er það þekkt úr síldveiðum hér við land að hvellhett- um eða smásprengjum sé hent í sjóinn til að varna því að síld gangi út úr nótinni. Síðustu ár mun hafa dregið úr þessu og í frétt frá ráðuneytum atvinnu- og umhverfismála í fyrradag kom fram að smölun síldar með sprengjum væri þekkt aðferð sem áður hefði verið notuð með góðum árangri við nótaveið- ar en væri nú víðast hvar bönnuð sem veiðiaðferð. Síldarsmölun endurtekin  Vel þótti takast til þegar hvellhettur voru notaðar til að fæla síld úr Kolgrafafirði  Myrkur og sjávarföll komu í veg fyrir að síldin færi úr firðinum í gær MSíldin í Kolgrafafirði »6 og 34 Morgunblaðið/Árni Sæberg Síldarsmölun Fjöldi smárra báta úr síldveiðiskipum á svæðinu fylgdi síldinni eftir í kjölfar þess að notast var við hvellhettur til þess að fæla síldina úr Kol- grafafirði. Tilraunin þótti gefa góð fyrirheit og verður endurtekin í dag að sögn sprengjusérfræðings Landhelgisgæslunnar sem stýrði aðgerðinni. Ef sveitarstjórnarkosningar færu fram á morgun myndi Sjálfstæðis- flokkurinn fá 58,8% atkvæða í Garðabæ og níu fulltrúa af ellefu í nýrri bæjarstjórn, þeirri fyrstu eftir að sameining Garðabæjar og Álfta- ness tók gildi um síðustu áramót. Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið leiðir þetta í ljós. Björt framtíð fengi 12,7% atkvæða og einn mann, sem og Samfylkingin sem fengi 12,3% fylgi. Aðrir flokkar kæmust ekki að í bæjarstjórn Garðabæjar. Þannig myndi M-listi Fólksins í bænum ekki ná inn manni, fengi 1,5% en var með 15,9% í kosningunum í Garðabæ 2010. Óháða framboðið á Álftanesi og Álftaneshreyfingin, sem fengu sinn fulltrúa hvor í síðustu kosn- ingum, voru ekki nefnd á nafn núna. bjb@mbl.is »20 Sjálfstæðisfl. 58,8% Björt framtíð 12,7% Samfylkingin 12,3% Píratar 5,4% Framsóknarfl. 4,9% Vinstri - græn 3,4% Fólkið í bænum 1,5% Annar fl. eða listi 1,0% Fylgi flokka í bæjarstjórn Garðabæjar Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 6.-25. nóvember 2013 12,3% 58,8% 12,7% 5,4% 1,0% 4,9% 3,4% 1,5% Fengju níu bæjarfulltrúa af ellefu  Sjálfstæðisflokkurinn með 58,8% fylgi í Garðabæ skv. nýrri könnun Á höfuðborgarsvæðinu finna menn fyrir aukinni bjartsýni um framtíð- arhorfur. Verulega hefur dregið úr atvinnuleysi. Fyrirtæki eru farin að spyrjast fyrir um lóðir undir at- vinnuhúsnæði. En bjartsýnin er tempruð. Mikil óvissa er ríkjandi. Miklu skiptir hver niðurstaða kom- andi kjarasamninga verður. Þá hafa menn miklar áhyggjur af stöðu heil- brigðisþjónustunnar. Er það orðað svo að öryggistilfinning fólks sé við það að bresta. Þetta er meðal þess sem fram kom í hringborðsumræðum um málefni höfuðborgarsvæðisins sem Morgun- blaðið efndi til í vikunni í tengslum við 100 daga hringferð blaðsins um landið. Fram kom einnig að á síðustu árum hefur orðið gerbreyting á sam- starfi bæjarstjórnanna á svæðinu. Horft sé á vandamálin heildstætt og þau leyst þannig en ekki í samkeppni eða á forsendum eins aðila. Þá var sagt að skilningur á gildi menntunar og rannsókna fyrir atvinnulífið hefði stóraukist, enda þyrfti sterkt at- vinnulíf á sterkum skólum að halda. gudmundur@mbl.is »22-25 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hringborð Höfuðborgarsvæðið. Öryggis- tilfinningin að bresta  Hófleg bjartsýni í atvinnumálum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.