Morgunblaðið - 29.11.2013, Page 31

Morgunblaðið - 29.11.2013, Page 31
Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hagfræðideild Landsbankans reikn- ar með heldur meiri hagvexti á þessu ári en spáð var í maí eða 2,5% í stað 1,8% en aftur á móti er hagvaxt- arspáin fyrir 2014 og 2015 nú tölu- vert lægri en hún var áður. Daníel Svavarsson, forstöðumað- ur Hagfræðideildar Landsbankans, sagði á fundi þar sem þjóðhagsspá deildarinnar fyrir árin 2013-2016 var kynnt að í maí hefði verið reiknað með að meðalhagvöxtur árin 2014 og 2015 yrði 3,65% en nú sé spáð að hann verði 2,6%. Helgast það af minni fjárfestingu í stóriðju en áður var reiknað með. Jafnframt sé útlit fyrir að það hægi verulega á hag- vexti í lok spátímans og hann verði 1,7% árið 2016. Deildin telur að verðbólgan verði áfram talsvert yfir markmiðið Seðla- bankans, sem er 2,5%, þar sem reiknað er með lítilsháttar veikingu krónu og viðvarandi háum verð- bólguvæntingum á tímabilinu. Þó sé gert ráð fyrir að verðbólgan haldist að jafnaði undir efri vikmörkum verðbólgumarkmiðsins. Fram kemur í Þjóðarhag, ársriti Hagfræðideildar Landsbankans, að reiknað sé með að hagvöxturinn á næsta ári verði að jöfnu borinn upp af vexti einkaneyslu, fjármunamynd- unar og framlagi utanríkisviðskipta en að vöxtur landsframleiðslunnar 2015 verði knúinn áfram af aukinni fjárfestingu og einkaneyslu og fram- lag utanríkisviðskipta verði þá orðið neikvætt. Nær allur vöxturinn í ferðaþjónustu Vöxtur þjónustuútflutnings hefur verið töluverður á síðustu árum en á föstu gengi hefur vöxturinn numið samtals 30% frá 2009 til 2012. Á gengi ársins 2012 hefur útflutning- urinn aukist um 87 milljarða króna. Nær allan þann vöxt eða 98% má skýra með vexti í ferðaþjónustu. Al- mennur vöruútflutningur frá landinu hefur enn ekki tekið við sér að neinu ráði þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá hruni og gengisfalli krónu. „Fyr- ir utan einstaka vöruflokka, ál, sjáv- arafurðir og ferðaþjónustu, er ekki að sjá að bætt samkeppnisstaða hafi haft nein teljandi áhrif á almennan útflutning frá landinu,“ segir í Þjóð- arhag. Þar segir að smæð fyrirtækja setji uppganginum töluverðar skorður og kann það að skýra hvers vegna ann- ar útflutningur frá landinu en ál- framleiðsla, sjávarafurðir og ferða- þjónusta hafi vaxið jafn lítið og raun ber vitni. „Smæðin hefur þau áhrif að erfiðara er að stofna til langtíma viðskiptasambanda við stóra aðila þar sem slíkir aðilar þurfa oft meira magn en smá fyrirtæki geta fram- leitt. Eins dregur smæðin úr slag- krafti í sókn á erlenda markaði og erfiðara og hlutfallslega dýrar er fyrir smærri fyrirtæki en stærri að koma sér á framfæri erlendis,“ segir í Þjóðarhag. Morgunblaðið/Kristinn Þjóðhagsspá Landsbankans Hagfræðideild Landsbankans kynnti í gær þjóðhagsspá sína fyrir árin 2013-2016 í Hilton Nordica. Hægara yfir 2014 og 2015  Mat hagfræðideildar Landsbankans Ekki er víst að rýmri fjárfesting- arheimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta á First North-hliðarmark- aðnum einar og sér muni laða að fyrirtæki á markaðinn, segir í Þjóðarhag, ársriti Hagfræðideildar Landsbankans. Forstjóri Kauphallarinnar hefur kallað eftir því, t.d. fyrir ári í Morgunblaðinu, að heimildir líf- eyrissjóða verði lítillega rýmkaðar sem myndi hafa í för með sér að um 100 milljarðar yrðu tiltækir til að fjárfesta í minni og með- alstórum fyrirtækjum sem skráð eru á hliðarmarkað Kauphall- arinnar, First North. En sá mark- aður hefur ekki náð fótfestu. Fjárfesting í fyrirtækjum á First North telst óskráð eign. Nú mega sjóðirnir fjárfesta að hámarki 20% eigna sinna óskráðum eign- um og það sem eftir stendur í skráðum. „Það er vissulega rétt að sú breyting yrði líklega til þess að fjölga fjárfestingum á fjár- málamarkaðnum í ljósi þess hversu mikilvægur eigendahópur lífeyrissjóðir eru á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Aftur á móti skipta fleiri þættir máli fyrir fyr- irtæki sem eru að leita sér að fjármagni og ekki víst að rýmri fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða einar og sér laði fyrirtæki á mark- að. First North er fyrst og fremst ætlað litlum og meðalstórum fyr- irtækjum í örum vexti í leit að fjármagni. Fyrir slík fyrirtæki er aukin þekking og aðgangur að mörkuðum sem fylgir nýjum fjár- festum jafn mikilvægt og fjár- magnið sjálft. Því má segja að einsleitur hópur fjárfesta á Ís- landi komi að einhverju leyti í veg fyrir að markaðurinn blómstri,“ segir í ársritinu. Óvíst að rýmri heimildir nægi EKKI TÖFRALAUSN FYRIR FIRST NORTH-HLIÐARMARKAÐINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.