Morgunblaðið - 29.11.2013, Side 34

Morgunblaðið - 29.11.2013, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ég á það, égmá það,“var ein- hvern tímann haft eftir eignamanni, sem vildi fara sínu fram. Strangt til tekið hafði hann rétt fyrir sér, en annað mál er hvort þetta viðhorf sé farsælt leiðarljós. Fyrirtæki verða ekki til í tómarúmi. Til að geta stundað rekstur þarf rétt umhverfi þar sem lög og reglur eru forsenda öruggs rekstrargrundvallar, samgöngur gera kleift að koma vörum á markað og mennta- kerfi tryggir hæft vinnuafl. Hagur fyrirtækja liggur í því að svo sé búið um hnútana að samfélagið dafni því að þannig batna rekstrarskilyrðin. Festa nefnist miðstöð um samfélagsábyrgð, sem nú hefur gefið út leiðarvísi um það hvernig eigi að „glíma við siða- klemmur“, eins og Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Festu og umsjónarmaður Siðvísis-verkefnisins orðar það í viðtali í viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær. Siðvísirinn er eins og spila- stokkur með lykilspurningum sem hægt er styðja sig við þeg- ar teknar eru erfiðar ákvarð- anir. Í fyrsta lagi þarf að spyrja hvort þær gangi á svig við lög og reglur. Þá eru spurn- ingar á borð við hvaða áhrif ákvörðun hafi á aðra en fyr- irtækið og hvað myndi gerast ef allir færu eins að. Því er einnig velt upp hvort þeir, sem taka þurfa ákvörð- unina, myndu vilja að hún birtist á netinu eða treystu sér til að segja fjöl- skyldunni frá henni. Þorsteinn bendir á að sam- félagsleg ábyrgð felist ekki í því að styðja góðgerðarstarf eða uppáhaldsfótboltalið for- stjórans. „Samfélagsleg ábyrgð snýst um að taka tillit til allra áhrifa starfseminnar á samfélagið og umhverfið,“ segir hann. „Markmiðið er að það samfélag sem fyrirtæki eða stofnun þrífst í og stólar á verði ekki fyrir tjóni og rýri þannig sjálf- bærni rekstrarins.“ Allt virðast þetta sjálfsagðir hlutir og til lengri tíma litið skila slík vinnubrögð betri og ábatasamari rekstri. Það gefur auga leið að fyrirtæki, sem vinnur í óþökk við umhverfi sitt stefnir viðskiptum sínum í hættu. Meira að segja al- þjóðleg fyrirtæki, sem vinna óskunda á einum stað, en selja vöru sína á öðrum, eru nú sótt til ábyrgðar. Fjárfesting- arsjóðir horfa í auknum mæli til siðferðisþáttarins í stefnu fyrirtækja. Ekkert af þessu er ný sann- indi og snýst þegar öllu er á botninn hvolft einfaldlega um heilbrigða skynsemi, en for- dæmin sýna hversu mikilvægt er að boðskapurinn um sam- félagslega ábyrgð komist til skila. Hvernig á að bregðast við í siðaklemmu?} Heilbrigð skynsemi Skotar hafamargoft reynt að brjótast undan valdi Englendinga en ávallt mistekist. Á seinni hluta tutt- ugustu aldar náðu þeir þó að fá til sín meiri völd um eigin málefni innan Bret- lands, með eigin þjóðþingi, auk þess sem þeir eiga enn fulltrúa á breska þinginu í London. En þrátt fyrir að komið hafi verið til móts við vilja Skota um aukin völd heima í héraði er enn nokkuð stór og hávær hóp- ur sem krefst þess að skrefið verði stigið alla leið til sjálf- stæðis frá Englendingum. Stefnt er að þjóðaratkvæða- greiðslu í september á næsta ári þar sem Skotar munu greiða atkvæði um framtíð sína. Helsti veikleikinn í málflutn- ingi skoskra þjóðernissinna hefur verið sá að ekki hefur verið til nein lýsing eða áætlun á því hver framtíðarstefna sjálfstæðs Skotlands yrði. Krafan um að sýnt yrði á spilin var því orðin býsna hávær þegar hvít- bók um sjálfstætt Skotland kom út í vikunni. Þar kenn- ir ýmissa grasa, en því miður fyrir þá sem dást að sögu Skotlands er þar fátt sem bendir til að þjóð- ernissinnar hafi hugsað í þaula hvað sjálfstætt Skotland þýðir. Þar kemur til dæmis fram að sjálfstætt Skotland muni halda Englandsdrottningu sem þjóð- höfðingja og að sterlingspund yrði áfram gjaldmiðill Skot- lands. Hefur hvoru tveggja verið mótmælt sunnan landa- mæranna, ekki síst því síð- arnefnda, þar sem evru- kreppan sýnir að sameiginleg mynt kallar á sameiginlega efnahagsstjórn. Fróðlegt verður fyrir ná- granna Skota í norðri að fylgj- ast með þróun umræðunnar þar á næstu mánuðum. Fyrir Ísland gæti skipt máli ef Skot- land brýst til sjálfstæðis, hvort sem það væri gæfuskref fyrir Skotana sjálfa eða ekki. Hvítbók þjóðernis- sinna lofar meiru en hægt er að standa við} Baráttan um Skotland U ndanfarna 99 daga hefur und- irrituð, ásamt blaðamönnum og ljósmyndurum Morgunblaðsins, farið um landið, heimsótt fólk og fyrirtæki, heyrt sögur og frá- sagnir og gert því skil á síðum Morgunblaðsins. Ferðin hófst í ágúst og var farin í tilefni af 100 ára afmæli blaðsins, sem kom fyrst út 2. nóv- ember 1913. Henni lýkur á morgun þegar fjallað verður um Reykjavík. Markmið ferðarinnar var meðal annars að varpa ljósi á það fjölbreytta mannlíf sem þrífst hjá um 325.000 manna þjóð á 103.000 km² eyju norður í hafi. Og af nógu er að taka. Á vestanverðu landinu tínir kona jurtir, þurrk- ar þær og býr til smyrsl samkvæmt aldagömlum uppskriftum forfeðra sinna. Ung hjón gera upp niðurnítt stórhýsi og glæða það fegurð og reisn fyrri tíma og hinum megin á landinu reimar bóndi á sig hlaupaskóna og kvartar yfir því að sauðféð nú til dags sé fótlatt. Hvað ætli þau séu mörg, fyrrverandi kaupfélagshúsin á landinu, sem nú hýsa menningarstarfsemi af einhverjum toga eða spennandi nýbreytni í fyrirtækjarekstri? Og hvað með öll frystihúsin í þeim sjávarplássum, þar sem vinnsla hefur lagst af? Þau gegna nú hlutverki sem engan hefði líklega órað fyrir. Í einu er verið að framleiða mjólk, í öðru hefur ungt fólk innréttað menningarmiðstöð af stór- hug og í því þriðja verða til háþróaðar lækningavörur úr fiskiroði. Á hverjum stað, hvar sem komið er við, kvikna hugmyndir sem fólk er óhrætt við að láta reyna á. Líklega einna helst þar sem þeirra er mest þörf. Menningarlíf er fjölbreytilegt og síður en svo einskorðað við höfuðborgarsvæðið. Víða fær það sáralítinn stuðning, nema frá nærsam- félaginu. Ágætis dæmi um það er t.d. heimild- armyndahátíðin Skjaldborg sem haldin er í gömlu kvikmyndahúsi á Patreksfirði. Á Íslandi býr þýska konan sem ræktar ís- lensku fjárhundana í Víðidal, unga fólkið sem stofnaði Djammfélagið á Fáskrúðsfirði til að létta stemninguna í bænum, rúmlega tvítugi at- hafnamaðurinn sem keypti kvikmyndahús á Selfossi, pólski búfræðingurinn sem rekur súkkulaðigerð á Reykholti í Biskupstungum og á Húsavík hefur arkitekt hreiðrað um sig í gamalli verbúð. Alls staðar þar sem fólk kemur saman verða til sögur. Hótelgistirými á Breiðdalsvík eru fleiri en íbúarnir í bænum, áhöfnin á Guðmundi VE 29 fer með strigaskó for- sætisráðherra út á sjó, á safni á Suðurnesjum er mussa sem mamma Rúnars Júlíussonar saumaði á hann, eldri borgarar í Kópavogi hafa unnið verðlaun á alþjóðlegri fim- leikasýningu og á Sólheimum í Grímsnesi blómstrar sam- félag engu líkt. Um þetta allt og ótalmargt annað höfum við fjallað und- anfarna 99 daga. Alls staðar er eitthvað að gerast. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Á 100 daga hringferð STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ákveðið var að freista þessað smala síld út úr Kol-grafafirði í gær með smá-sprengjum til að reyna að koma í veg fyrir umhverfisslys vegna skorts á súrefni. Þekkt er úr mæl- ingum að síldin flakkar fram og til baka undir brúna og er því alls óvíst um árangur þessarar tilraunar. Eins og kemur fram á forsíðu blaðsins ætla þeir að sprengja aftur og mun Land- helgisgæslan hafa athugað með að út- vega meira af efni til sprenginga. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins er það þekkt úr síldveiðum hér við land að hvellhettum eða smá- sprengjum sé hent í sjóinn til að varna því að síld gangi út úr nótinni. Síðustu ár mun hafa dregið úr þessu og í frétt frá ráðuneytum atvinnu- og umhverfismála í fyrradag kom fram að smölun síldar með sprengjum sé þekkt aðferð sem áður hafi verið not- uð með góðum árangri við nótaveiðar en sé nú víðast hvar bönnuð sem veiðiaðferð. Í tengslum við smölunina í Kol- grafafirði hefur verið talað um djúp- sprengjur, en þeir sem til þekkja segja nær að tala um öflugar hurða- sprengjur eða „kínverja“ sem ekki ættu að skaða síldina. Í gær var reynt að fæla síldina út úr innsta hluta fjarðarins og út fyrir brú með slíkum smásprengjum og tundurþræði. Auk báta frá varðskipinu Þór voru létt- bátar stóru síldveiðiskipanna og heimabátar til taks. 70 þúsund tonn í firðinum Í gærmorgun var byrjað á því að mæla magn síldar í firðinum og sam- kvæmt niðurstöðum Hafrannsókna- stofnunar er talið að um 70 þúsund tonn hafi verið innan brúar í gær. Í tveimur umhverfisslysum í fyrravet- ur er talið að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í firðinum. Til að setja þessar stærðir í samhengi má nefna að leyfilegur heildarafli úr stofni íslenskrar sumargotssíldar í ár er 87 þúsund tonn. Útflutnings- verðmæti hverra tíu þúsund tonna af íslenskri sumargotssíld má áætla um 1.250 milljónir króna. Enn er mögulegt að sett verði upp girðing nokkuð fyrir utan brú til að varna því að síld leiti aftur inn. Sömuleiðis er búnaður sem sendir frá sér hljóð háhyrnings tilbúinn, en hugsanlegt er að hljóðin fæli síldina. Litlar líkur eru hins vegar á að farið verði í vetur í umfangsmiklar framkvæmdir við að loka firðinum með stálþili eða á annan hátt eða að rjúfa vegfyllingu til að auka hring- streymi í firðinum. Slíkar fram- kvæmdir eru mjög kostnaðarsamar, tækju talsverðan tíma og auk þess er ekki talið að gamli vegurinn og brýrn- ar í Kolgrafafirði þyldu mikla umferð. Síld var ekki á svæðinu þegar fjörðurinn var þveraður Áður en nýi vegurinn var lagður og Kolgrafafjörður þveraður gerði Hafrannsóknastofnun ekki athuga- semdir við framkvæmdina, en veg- urinn var formlega tekinn í notkun í lok árs 2005. Það var hins vegar áður en síldin breytti um vetursetu, en frá 2006 hefur hún flakkað um í Breiða- firði; eitt árið verið á sundum og vog- um við Stykkishólm, annan í Grunda- firði og þann þriðja í Kolgrafafirði. Hún hefur og breytt um aðsetur og flakkað á milli svæða og á tímabili var veturseta hennar á dýpra vatni, m.a. í Kolluál. Í frétt frá atvinnuvegaráðuneyt- inu kemur fram að stofninn skili að líkindum um 12 milljörðum í útflutn- ingstekjur í ár. Breiðafjörður sé lang- mikilvægastur fyrir vetursetu síldar- innar en vonir standi til að stofninn sé einnig að taka sér vetursetu við Suðausturland. Þekkt aðferð að fæla síld með sprengjum Íslenska sumargotssíldin Veturseta á grunnsævi frá október til apríl (misjafnt milli svæða og ára) Heimild: Hafrannsóknastofnun Breiðafjörður (2006-2013) Hvalfjörður (1947-1948) Fjörur sunnanlands (1981-1983) Fjörur suðaustanlands (1972-1979) Austfirðir (1980-1989) Ólíku er saman að jafna, sprengjunum sem notaðar voru í Kolgrafafirði í gær og þeim sem Varnarliðið notaði í bar- áttu við háhyrninga á síldar- miðum við Reykjanes og í Faxaflóa á sjötta áratug síð- ustu aldar. Að beiðni íslenskra stjórnvalda var raunverulegum djúpsprengjum, sem gerðar voru til að granda kafbátum, varpað úr Neptune-flugvélum bandaríska hersins á vöður há- hyrninga nokkur ár í röð. Talið er að hundruð háhyrninga hafi verið drepin á þennan hátt, en þeir höfðu gerst aðgangsharðir á miðunum, eyðilagt net og ét- ið úr þeim. Ein bandaríska flugsveitin fékk til að mynda sérstök verðlaun hersins fyrir framlag sitt í baráttunni gegn hvala- ógninni og veiðum á háhyrn- ingum sem miðuðu að því að hjálpa sjávarútveginum á Ís- landi, eins og það var orðað í upprifjun í Morgunblaðinu fyrir 10 árum. Sprengjur og háhyrningar AÐSTOÐ VARNARLIÐSINS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.