Morgunblaðið - 29.11.2013, Síða 40

Morgunblaðið - 29.11.2013, Síða 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 ✝ Jónína Gunn-arsdóttir (Jóna) fæddist í Keflavík 16. september 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. nóv- ember 2013. Jóna var dóttir hjónanna Gunnars Ágústs Sigurfinns- sonar, f. 8. ágúst 1895, d. 12. ágúst 1966, og Sigrúnar Ólafsdóttur, f. 30. júní 1907, d. 16. maí 1986. Systkini hennar eru: Ásgeir S. Gunnarsson, f. 1930, Ásta Óla Gunnarsdóttir, f. 1936, Sólveig G. Gunnarsdóttir, f. 1939, og Sigurbjörg J. Gunnarsdóttir, f. 1946. Samfeðra var Hilmar Gunnarsson, f. 1924, d. 1948. Jóna giftist 14. desember 1958 Kristni Þór Guðmundssyni, 1966. Hann var giftur Lindu Björk Magnúsdóttur, f. 1967. Þau skildu. Dætur þeirra eru Rósa Lillý, f. 3. nóvember 1988 og Tara Rut, f. 5. september 1992. 4) AlmaDís, safnstjóri og doktorsnemi, f. 5. ágúst 1969. AlmaDís var gift Guðmundi Karli Jónssyni, f. 1964. Þau skildu. Börn þeirra eru Sindri Þór, f. 11. maí 1995, og Diljá Nanna, f. 14. nóvember 1999. Jóna ólst upp í Keflavík og bjó þar alla tíð. Hún gekk í Kvenna- skólann á Blönduósi 1956-1957. Á árunum 1962-1965 bjuggu þau hjónin ásamt börnum sínum í Álaborg í Danmörku og í Gauta- borg í Svíþjóð þar sem Kristinn stundaði nám í málaraiðn. Hún rak málningarverslunina Drop- ann í Keflavík ásamt eiginmanni sínum í 34 ár. Jóna var mikil hannyrðakona, stundaði golf til margra ára og var virk í Odd- fellow-reglunni. Síðustu árin eyddu þau hjónin vetrarmán- uðum í Orlando, Flórída. Útför Jónu fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 29. nóvember 2013, kl. 13. f. 24. júní 1939. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Gunnar Rúnar, grafískur hönn- uður, f. 22. apríl 1959, sambýliskona hans er Oddný Guð- mundsdóttir, f. 11. júlí 1959. Hann var giftur Sigríði Rósu Víðisdóttur, f. 1961. Þau skildu. Dóttir þeirra er Sigrún Tinna, f. 19. júlí 1988. 2) Guðmundur Már, bygg- ingatæknifræðingur, f. 3. janúar 1962. Hann var giftur Ástu Völu Guðmundsdóttur, f. 1962. Þau skildu. Börn þeirra eru Nína Kristín, f. 22. júlí 1994 og Jó- hann Vignir, f. 9. apríl 1997. 3) Hilmar guðfræðinemi, f. 3. októ- ber 1963, unnusta hans er Hjör- dís Stefánsdóttir, f. 10. október Elsku mamma mín. Mikið sakna ég þín sárt. „Það er fal- legt en sorglegt að vera mann- eskja,“ stendur á Kærleikskúl- unni í ár. Þessi orð eru skemmtilega mótsagnakennd eins og ég upplifi nú lífshlaup þitt og tíma okkar saman. Þú, þessi fallega, sterka og atorku- mikla kona fékkst það risa- vaxna verkefni að glíma við heilabilun síðustu mánuði æv- innar. Það voru grimm örlög. Reyk- ingar og sykursýki hjálpuðu ekki til. Það var erfitt að horfa upp á lífskraftinn í þér fjara út en ósköp mannlegt um leið. „Þetta er nú ekki eins og við ætluðum,“ sagðir þú við mig þegar veikindin ágerðust og það voru orð að sönnu. Ég upp- lifði eins konar ástarsorg í þessu ferli – sorg yfir því sem ekki varð. Á sama tíma fylltist ég þakklæti yfir öllu því sem við þó áttum. Römm er sú taug er tengdi okkur saman, elsku mútta mín. Ég svaf mína fyrstu nótt sem fyrirburi í súrefnis- kassa þér við hlið á sjúkrahúsi á Siglufirði árið 1969 og ég svaf inni á stofunni þinni á sjúkra- húsi í Keflavík þína síðustu nótt. Við höfum oft skemmt okkur yfir sögum af dramatískri inn- komu minni í heiminn þegar þið pabbi voruð á ferðalagi með eldri bræður mína þrjá. Þeir fengu frelsi og fjör að launum fyrir óvænta fæðingu systur sinnar. Þegar þú varst lítil stelpa var hárið rakað af þér í þeirri trú að það yrði fallegra fyrir vikið. Það tókst, þó að erfitt hljóti atvikið að hafa verið, því sannarlega varstu með þykkt og fallegt hár alla þína ævi- daga. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel. Aðeins 16 ára gömul gerðist þú kokkur á síldarbát frá Raufarhöfn. Þú eldaðir ævina alla þó að það hafi ekki verið þín ástríða. Snemma stofnaðir þú fyrirtæki með pabba og fyrirmyndar- heimili þar sem allt var í röð og reglu, hreint og fínt. Fjöl- skyldulífið og reksturinn var ekki alltaf auðveldur viðureign- ar en þú tókst á við lífsins þrautir af staðfestu og styrk. Þú varst skapandi og útsjón- arsöm og settir m.a. merki á heimasaumuðu fötin okkar systkinanna þegar við vorum yngri svo að þau litu út fyrir að vera keypt. Síðar hafðir þú næmt auga fyrir gæðum á góðu verði. Glæsileg varstu og gefandi fallega, mamma mín. Þú fórst sérstaklega á námskeið til að læra að sauma möttul við þjóð- búninginn minn og færðir mér þessa óvæntu og flottu gjöf þegar ég varð fertug. Þú hafðir óbilandi trú á því sem ég tók mér fyrir hendur. Sjálf málaðir þú, heklaðir, saumaðir, prjón- aðir og varst hönnuður af guðs náð á meðan ég lærði hönnun í háskóla en nýtti hana minna. Þú varst full af visku og um- burðarlyndi gagnvart lífinu á meðan ég fór í meira nám full af óþreyju og lífsþorsta. Þið pabbi voruð gift í hartnær 55 ár en við systkinin erum öll frá- skilin (og mögulega misskilin). Þú sást það besta í fólki og sinntir okkur öllum frábærlega vel, ekki síst barnabörnunum. Það var alltaf mikil ástríða í kringum þig, ástríða fyrir fólk- inu þínu og áhugamálum. Þú kenndir mér að vera ætíð besta útgáfa af sjálfri mér, ekki eft- irlíking af öðrum. Nú kveð ég þig með sorg og fegurð í hjarta, elsku mamma mín, en það er víst hluti af því að vera mann- eskja. Þín AlmaDís. Hver á núna að baka rasp- tertur? Hver á núna að segja öll ensku orðin vitlaust? Hver ætlar núna að borða suðu- súkkulaði með mér um ellefu- leytið á kvöldin? Það verður allt svo skrítið án þín. Við sökn- um þín öll svo mikið. Þú varst svo yndisleg kona og svo hress og skemmtileg. Þú varst sko aðalpæjan, alltaf svo vel klædd og flott. Ég hef alltaf dáðst að því hversu dugleg og metnaðar- full þú ert í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Þegar ég verð stærri þá langar mig að verða eins og þú. Fyrir mér varstu alltaf besta amma í heimi. Ég man til dæm- is þegar við vorum úti í Or- lando og við vorum oft að synda saman í sundlauginni og þú alltaf með litríku rörin. Þú varst alltaf svo góð við mig og gast alltaf huggað mig þegar ég var leið, þó að það kæmi ekki oft fyrir þegar ég var hjá þér, því hjá þér var bara gaman. Ég reyni nú að gráta sem minnst af því ég veit að þú ert núna á betri stað. Nú getur þú bakað eins mikið og þú vilt, horft á eins mikinn fót- bolta og þú getur, prjónað eins margar peysur og þig langar. Núna líður þér vel hjá Guði, ég bað hann um að taka vel á móti þér. Þín Diljá Nanna. Komið er að kveðjustund, þín verður sárt saknað, kæra systir. Svo ótalmargt fer um hug- ann núna, alltaf var gott að leita til þín með svo margt, því þú varst svo ráðagóð, hlý og sterk kona. Alltaf kynntir þú mig sem litlu systur, sem mér fannst nú alltaf svolítið skondið seinni ár- in. Þú varst svo mikill snillingur í höndunum, sama hvort um var að ræða sauma, að ég tali nú ekki um prjónana sem áttu hug þinn allan síðustu árin, allt lék þetta svo létt í höndum þín- um. Kanasta-spilakvöldin okkar með mönnunum okkar voru oft lífleg. Við skemmtum okkur vel í skíðaferðum í Austurríki í gamla daga. Svo var það Or- lando, þar sem golfið heillaði, ófáar ferðir buðuð þið Kiddi okkur hjónum í heimsókn á Ventura þar sem þið voruð búin að kaupa íbúð og þá var spilað mikið golf. Við hjónin eigum margar góðar minningar frá þeim tíma. Far þú í friði og megi englar Guðs þig geyma. Við hjónin þökkum langa og farsæla samfylgd og kveðjum þig með ljóði eftir Pétur Geir Helgason. Margt er það sem minningarnar geyma margt sem veldur söknuði og þrá. Margt sem erfitt er að gleyma. Mörg gleðistund er vekur tár á brá. Sigurbjörg og Jón Ólafur. Ég hitti Jónu í fyrsta sinn fyrir hartnær 30 árum og hafði þá gert mér mynd af henni í gegnum lýsingar Guðmundar sonar hennar og fyrrverandi eiginmanns míns. Það fór ekki á milli mála, ef marka mátti orð hans, að þar fór engin með- almanneskja. Öll stóð lýsingin heima því þrátt fyrir að vera fínleg og grönn kona var hún dugnaðarforkur og allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún vel. Hún hannaði föt og saumaði á börnin sín fjögur, málaði á postulín, yfirdekkti húsgögn og bakaði fram á nætur. Hún flísa- lagði, veggfóðraði, gerði upp heimili og vann til fjölda verð- launa í golfi á meðan hún stundaði það, svo fátt eitt sé nefnt. Síðustu árin var Jóna orðin þekkt af hönnun sinni á lopapeysum og þar komu list- rænir hæfileikar hennar ber- lega í ljós. Jóna og Kiddi voru samhent hjón sem stunduðu bæði vinnu og áhugamál sín saman. Þau áttu heimili bæði í Keflavík og á Flórída, þar sem þeim leið vel. Ég á dýrmætar minningar um samverustundir á heimilum þeirra, þangað var alltaf gott að koma með ömmu- og afa- börnin, Nínu Kristínu og Jó- hann Vigni. Ég votta Kidda, Gunna, Gumma, Himma, Ölmu Dís og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Ásta V. Guðmundsdóttir. Í dag kveðjum við elskulega frænku mína, Jónínu Gunnars- dóttur. Er ég skrifa nokkur minningarorð hlusta ég á Ellen Kristjánsdóttur syngja Vöggu- vísu Jóns Thoroddsen en það ljóð orti hann um Sigrúnu lang- ömmu okkar Jónu og tárin byrgja mér sýn um stund. Á fyrri hluta síðustu aldar fluttu til Keflavíkur frá Flat- eyri við Önundarfjörð systkin ásamt móður sinni sem var þá orðin ekkja. Ástæðan fyrir flutningi þeirra til Keflavíkur var að systir þeirra, Sigrún móðir Jónu, hafði gifst Gunnari Sig- urfinnssyni sem hér bjó. Krist- jana móðir mín og Sölvi bróðir þeirra hófu búskap og áttu hér heima alla tíð en Kristín bjó í Reykjavík. Að alast upp í Keflavík á fyrri hluta síðustu aldar hefur eflaust verið eins og hjá öðrum sem lifðu sína bernsku í sjáv- arplássum úti á landi. En æskuminningar mínar eru sterklega tengdar dætrum móðursystur minnar Sigrúnar. Jóna var ári yngri en ég og Sonný tveimur árum yngri, en Ásta var ári eldri. Nær dag- legur samgangur var á milli okkar systkinabarnanna og oft líf og fjör þegar allur krakka- skarinn var saman kominn. Seinna komu í hópinn Bagga og Þura dóttir Sölva. Á hátíðar- stundum bættust síðan í hópinn Kristín móðursystir mín og hennar fjölskylda. Seinna kom Kristinn Guð- mundsson inn í líf Jónu og börnin fjögur fæddust á 10 ára tímabili. Þau stofnuðu síðan fyrirtækið Dropann sem Jóna vann við á meðan það var starf- rækt. Jóna frænka mín var mikill fagurkeri og hafði einstakt lag á að hafa fallegt í kringum sig og gera mikið úr litlu þar sem hún bjó, í Keflavík og á Flór- ída. Allt lék í höndunum á henni, sama hvort um var að ræða flísalögn, málningu, garð- yrkju, saum eða prjón. Jóna var mikill „nagli“ og hamhleypa til allra verka og enga mann- eskju þekki ég sem stenst sam- anburð við hana. Hún var ætíð grönn og létt á fæti, vinnusöm með afbrigðum og vann allt hratt og fumlaust og kunni ekki að hlífa sér. Það var gaman að koma í heimsókn í byrjun desember hin síðustu ár og hitta Jónu sól- brúna og sæla og sjá afrakstur vinnuseminnar eftir dvölina á Flórída. Peysur, húfur og fleira í stórum stöflum og barnabörn- in fengu sinn skerf af þessum fallega hönnuðu flíkum. Á síðustu Ljósanótt stóð svo Jóna mín á sínum stað í sölubás með prjónavörunum sínum. Við sem stóðum henni nær vissum að hún var orðin mjög veik og þrotin að kröftum þótt við viss- um ekki um alvarleika veikind- anna. Við kveðjum þig, elsku Jóna, en dýrmætar minningar um þig munu lifa áfram. Minningin um einstaka eiginkonu og móður sem öllu hefði fórnað fyrir börnin sín; minningin um frænkuna sem endalaust var hægt að læra eitthvað af og minningin um listakonuna sem gat unnið handverk af öllu tagi og ætíð var tilbúin að miðla öðrum. Ég veit að þegar við hittumst á ný kennir þú mér prjónaúrtökuna sem ég ætlaði alltaf að læra hjá þér. Elsku Kiddi, Gunnar, Guð- mundur, Hilmar og Alma Dís og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Jónínu Gunnarsdóttur. Bergþóra G. Bergsteinsdóttir. Til minningar um kæra vin- konu Sálina engin binda bönd, guð henni vængi létta léði að lyfta sér á í hryggð og gleði, dýrðlega bjó þá drottins hönd. Þeir vængir engan þekkja lúa. Það er sálunni hvíld að fljúga innan um þennan undra geim, endurminninga og vona heim. Hún getur flogið öld frá öld herrans að skoða handaverkin, himnesk vísdóms og gæsku merkin, hennar ævi á ekkert kvöld. Henni er unun og endurnæring eilíf starfsemi, sífelld hræring. Ó guð! hvað er þá öndin mín? Eilífðar stjarna dóttir þín. (Páll Ólafsson.) Ragnar Sigurðsson og Bryndís Arnardóttir. Jónína Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig þegar ég hef þurft á því að halda. Takk fyrir allar raspterturnar, pönnu- kökurnar, lambalærin og ég veit ekki hvað og hvað. Takk fyrir að vera alltaf tilbúin að hjálpa hverjum sem á þurfti að halda og takk fyrir að vera alltaf með bros á vör. Takk fyrir að hafa verið amma mín, hvíldu í friði. Þinn Sindri Þór. Allt handverk um lófa þér lék, lunkin að sauma og prjóna. Aldrei brosið af vörum þér vék, verklagin, amma mín Jóna. Húsmóðir, afreks og kjarnakona, kúnstin’um hjónaband mér ól. Að líkjast þér set ég mér stefnu og vona þú munir mig, stúlku í pífukjól. Ég hugsa með hlýju til þín, hjarta mitt kveður með trega. Á móti þér tekur nú sólarsýn, loks búin þín sjúkrahúslega. (STG) Sigrún Tinna Gunnarsdóttir. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór að venja komur mínar að Reynimel til Jónu móðursystur minnar sem þar bjó ásamt Árna manni sínum og börnunum tveimur, þeim Benedikt og Þór- dísi. Það var svo sem ekki langt úr Sörlaskjólinu upp á Reynimel, en fyrir lítinn mann var þetta drjúgt ferðalag sem ég vissi að olli móður minni sífelldum áhyggjum þótt umferð í þá daga væri lítil og börn almennt frjáls- ari en nú er. Það voru ekki bara súkkulaðiterturnar hennar Jónu frænku minnar sem seiddu, ekki síður systkinin Benni og Dísa, Þórdís Jóhanna Árnadóttir ✝ Þórdís Jó-hanna Árna- dóttir fæddist í Reykjavík 19. sept- ember 1933. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold í Garðabæ 6. nóvember 2013. Útför Þórdísar var gerð frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 19. nóvember 2013. sem mér fannst ein- staklega skemmti- legt og spennandi fólk. Þótt þau væru meira en áratug eldri en ég voru þau mér einstaklega góð og ég upplifði mig oftast eins og litla bróður þeirra. Ég fékk að fara upp á Melavöll með Benna sem æfði þar spjótkast og Dísa tók mig með í alls kyns ævintýri. En leiðir skildi. Þau urðu fullorðin, en ég unglingur sem hafði öðrum hnöppum að hneppa, en sam- bandið milli okkar var þó alltaf gott. Þórdís Jóhanna eins og hún hét fullu nafni var ákaflega lag- leg kona. Svipmikil, alla tíð, tággrönn og mikil íþróttakona á yngri árum. Hún keppti m.a. fyr- ir Íslands hönd í sundi á Ólymp- íuleikunum í London árið 1948, þá aðeins 14 ára gömul. Hún var glaðlynd og öllum leið vel í návist hennar. Hún var skapmikil eins og hún átti kyn til og gat verið nokkuð dómhörð og lá ekki á skoðunum sínum ef svo bar und- ir. En fyrst og fremst var Dísa þó góð manneskja. Þótt skyld- leikinn við Dísu væri mikill lá það í augum uppi að aldursmun- ur olli því að samgangur milli okkar minnkaði smátt og smátt. Dísa gifti sig líka ung og flutti til Bandaríkjanna með manni sínum þar sem hún dvaldi í allmörg ár. Hún og móðir mín voru hins veg- ar ávallt í miklu og góðu sam- bandi, skrifuðust oft á og Dísa heimsótti foreldra mína þegar hún var hér heima. Svo fór að hjónabandi Dísu lauk og hún fluttist aftur heim til Íslands með drengina sína þrjá. Nokkrum ár- um síðar hitti hún seinni mann sinn, Einar Elíasson fram- kvæmdastjóra, og saman áttu þau eina dóttur. Þau Dísa og Einar stunduðu viðskipti um árabil. Áttu m.a. og ráku Byggingavöruverslun Jes Zimsen auk annarra fyrirtækja sem þau komu að. Þau reistu sér fallegt heimili á Stekkjarflöt 22 í Garðabæ og bjuggu þar allt þangað til Einar lést árið 2006. Einar og Dísa voru mikið útivist- ar- og ræktunarfólk og garður- inn þeirra í Garðabænum var rómaður fyrir fegurð. Eftir lát Einars flutti Dísa í fallega íbúð á Strikinu 12 í Garðabæ og bjó þar þangað til heilsan gaf sig og hún fluttist inn á hjúkrunarheimili. Dísa var alla tíð í miklu uppá- haldi hjá mér og minni fjöl- skyldu. Hún var einstaklega góð og ræktarsöm við móður mína og heimsótti hana iðulega. Hún fylgdist einnig mjög vel með okk- ur systkinunum, mökum og börnum og umhyggja hennar fyrir Margréti móðursystur okk- ar verður seint þökkuð. Kæra frænka. Nú er stríðinu lokið. Okkar kynslóð týnir hægt tölunni, við hin komum seinna. Hvíldu í friði. Við Anna og börnin okkar sendum börnum Dísu og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jóhannes Helgason. HINSTA KVEÐJA Þórdís Jóhanna Árna- dóttir var stofnfélagi Sam- taka íslenskra ólympíufara og ræktaði vel samband sitt við samtökin. Hún var glæsilegur keppandi í sundi á Ólympíuleikunum í Lond- on 1948, aðeins 14 ára og 315 daga gömul; hún er enn yngsti keppandi Íslands á Ólympíuleikum. Við minnumst hennar og sendum öllum ættingjum samúðarkveðjur. F.h. Samtaka íslenskra ólympíufara. Guðmundur Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.