Morgunblaðið - 29.11.2013, Side 45

Morgunblaðið - 29.11.2013, Side 45
hestamennskuna og það fé- lagsstarf sem henni fylgir bæði í keppni og útreiðum. Það er ekki sjálfgefið að eiga svo stóran hóp af ómetanlegum vinkonum og á það höfum við nú allar verið rækilega minntar þegar stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn við fráfall Evu Maríu og mun hópurinn aldr- ei verða samur. Á stundum sem þessum finnst manni lífið bæði ósanngjarnt og vont. Að vinkona mín í blóma lífsins hafi ekki fengið lengri tíma hér á jörð er með öllu óskiljanlegt og ósanngjarnt. Eva María var ein af þeim sem nutu lífsins til fulls og þess sem það hafði upp á að bjóða. Hún elskaði það sem hún gerði á hverjum ein- asta degi. Hvar sem hún kom lýsti hún upp veröldina, með sínu fal- lega brosi og þeirri gleði sem ávallt umkringdi hana. Það eru forréttindi að hafa fengið að njóta samveru hennar og læra af henni. Minningin um Evu Maríu mun lifa með okkur vinkonunum. Þá sér- staklega allar góðu stundirnar í Víðidalnum, hvort sem það voru reiðtúrar, keppnir, sýningar, skemmtanir eða einfaldlega ró- legheit á kaffistofunni í einhverju hesthúsinu. Mér er sérstaklega minnisstætt kvöld sem við áttum saman tvær fyrir tæpu ári heima hjá mér. Ég bakaði fyrir hana köku og á meðan ég bakaði rædd- um við um lífið og tilveruna. Hún þakkaði mér síðan svo innilega fyrir að það er eins og það hafi gerst í dag. Hversu glöð og þakk- lát hún var fyrir þennan litla greiða sem ég gerði henni lýsir henni fullkomlega sem persónu. Hér var engin uppgerð á ferðinni heldur einlægnin sem einkenndi hana alla tíð. Þessar minningar og svo marg- ar fleiri munu svo sannarlega lifa með mér um ókomna tíð. Læt fylgja þessum fátæku orðum fal- legt og kært ljóð sem frændi minn orti við fráfall ömmu minnar og mér finnst eiga vel við um Evu Maríu. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Aldrei gleymt, ávallt saknað, takk fyrir allt, elsku Eva María. Þín vinkona, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Elsku Eva María, sólargeislinn minn. Þú lýstir upp tilveruna svo sannarlega á degi hverjum með gleði þinni og jákvæðni. Á þinn einstaka hátt hreifst þú fólk með þér og ekki var hægt annað en að brosa með þér og hlæja. Ég minn- ist með söknuði allra góðu stund- anna sem við áttum saman í hest- húsinu og í sumar á Vakurstöðum. Mér þykir svo óendanlega vænt um þig og það er svo sárt að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig aft- ur, hlæja með þér og njóta þess að vera í návist þinni. Ég er svo inni- lega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Með þér var svo auðvelt að gleyma stað og stund og brosa í gegnum lífið. Þú varst gædd svo ótal mörgum hæfileik- um og ég leit upp til þín á svo margan hátt. Ég dáðist að ein- lægni þinni, húmornum þínum, lífsgleði og góðmennsku. Það er svo virkilega leitt að þú fékkst ekki meiri tíma því ég veit að þú hefðir haldið áfram að blómstra. Litla blóm, ég minnist þín með söknuði en jafnframt með gleði í hjarta að hafa fengið að kynnast þér. Ég mun aldrei gleyma þér vinkona mín. Ég þakka Guði löngu liðinn dag sem lét mig eignast þig að ævivin. Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið með ilm og fegurð hresstu og glöddu mig. Og birtan sem þú breiddir yfir allt sló bjarma á lífið allt í kringum þig. Svo líða dagar, ár og ævitíð og ýmsum blikum slær á loftin blá. Í sorg og gleði alltaf varstu eins og enginn skuggi féll á þína brá. Svo brast á élið, langt og kólgukalt og krafan mikla um allt sem gjalda má. Og fljótið niðar enn sem áður fyrr og ennþá flúðin strýkur næman streng. Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl og bjarta kyrrð – í minningu um þig. (Oddný Kristjánsdóttir.) Sif Jónsdóttir. Ég trúi því ekki að elsku fallega vinkona mín sé farin. Hvað lífið getur verið hverfult, þessi lífs- glaða stelpa sem hún Eva var, svo falleg að innan sem utan, hún var alltaf brosandi, hamingjan skein af henni. Hún fékk alltaf alla í kringum sig til þess að brosa og líða vel. Hún var traust og góð vin- kona sem maður gat alltaf treyst á hún var stelpan sem aldrei dæmdi og sýndi öllu skilning. Hún fékk mig alltaf til að líta á björtu hlið- arnar á öllu og lét mér líða vel bara með því að vera til staðar sem hún var ávallt fyrir mig. Það var svo yndislegt að fá Evu í heim- sókn, hún lét fara svo vel um sig hvert sem hún fór og var bara eins og hún væri heima hjá sér, hún var ekki bara að heimsækja mig heldur var hún að heimsækja alla fjölskylduna gaf sér tíma til þess að tala við alla á heimilinu. Það sama má segja þegar við vinirnir komum inn á heimilið hjá henni og fjölskyldu, maður var alltaf svo velkominn og leið svo vel. Gítarinn var ósjaldan tekinn upp og sungið og hlegið og það tóku sko allir þátt, það er gott að geta hugsað til allra fallegu minninganna sem við eigum saman. Eva var einstök vinkona og ein- stök manneskja sem aldrei verður gleymt, hún hefur komið víða við og eins og mamma hennar sagði er hún búin að dreifa sér út um allt líkt og lúpína, við eigum öll smápart af henni elsku Evu Maríu og það er svo svakalega dýrmætt. Ég vil trúa því að hún Eva mín sé komin á betri stað í dag og sé farin að dreifa hamingju sinni og gleði á nýjum og betri stað. Hún verður alltaf með okkur í hjörtum okkar. Maður verður að halda í yndislegu minningarnar um fallegu stelpuna okkar sem fyllti hjörtu okkar af gleði og hamingju. Hvíldu í friði, elsku engillinn minn. Aldrei gleymt, ávallt saknað, takk fyrir allt, elsku Eva María. Þín vinkona að eilífu, Margrét Ríkharðsdóttir. Þegar þau válegu tíðindi bárust að Eva María væri öll fóru margar spurningar í gegnum hugann. Spurningar sem fást víst aldrei svör við, enda skipta svörin heldur engu máli því þau fá engu breytt. Ég man þegar ég sá Evu Maríu fyrst að skottast í kringum pabba sinn í hesthúsinu. Strax þá fannst þessi gleði sem Eva María smitaði út frá sér. Eva María var eins og fiðrildi, falleg, lífsglöð og flögraði um og gladdi alla sem kynntust henni. Hún flögraði inn til okkar þegar hún kom og starfaði við tamning- ar á Vakursstöðum og síðar í bæn- um. Þá var oft fjör í sveitinni hjá ykkur krökkunum. Eva María var Fáksfélagi og tók þátt í öllu æskulýðsstarfi fé- lagsins og var bæði sér og félag- inu til mikils sóma, bæði innan vallar og utan. Hún náði oft eft- irtektarverðum árangri enda einkar hestlagin. Eva María var einnig bóngóð til annarra verka og hjálpaði til á öllum mótum fé- lagsins og síðast nú í haust við undirbúning Herrakvölds Fáks . Lífið mun halda áfram, en verð- ur aldrei eins. Það mun vanta eitt- hvað því Eva María er ekki lengur meðal okkar, en minningin lifir. Undirritaður og Fáksfélagar senda aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur á þessum erfiðu stundum. Hjörtur Bergstað, formaður Fáks. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að skrifa minningargrein um stúlku sem varla hefur byrjað lífið. Það var erfitt að meðtaka fréttirnar um svo ótímabært frá- fall ungrar glæsilegrar stúlku og enn erfiðara að lifa með því, það er einhvern veginn þannig að for- eldrar eiga ekki að þurfa að jarða börnin sín, það er ekki rökréttur gangur lífsins. Með þessum fá- tæklegu orðum langar okkur að minnast Evu Maríu Þorvarðar- dóttur. Við vorum svo lánsöm að kynn- ast Evu Maríu í gegnum dóttur okkar Eddu Hrund og Eva María var heimagangur hjá okkur alla tíð síðan. Kát og skemmtileg, geislandi glöð, það eru orðin sem koma upp í hugann þegar hugsað er til hennar. Edda Hrund sömu- leiðis var heimagangur hjá þeim Þorra og Lilju, ekki síst þegar Edda var í Reykjavík í mennta- skóla og við flutt hingað að Ár- bakka, þá átti Edda athvarf í Frostafoldinni og hafa Þorri og Lilja reynst Eddu sem auka sett af foreldrum. Það er stórt skarð hoggið í vinahópinn. Hestakrakk- arnir eru samheldinn hópur sem þrátt fyrir að vera í ýmsum skól- um og vinna hér og þar halda sam- an, hestamennskan bindur þau saman. Við vottum öllum aðstandend- um okkar dýpstu samúð og vild- um svo gjarnan geta létt ein- hverju af þessari hræðilegu sorg af þeirra herðum, elsku Þorri, Lilja og Birnir, Guð styrki ykkur. Blessuð sé minning Evu Maríu Þorvarðardóttur. Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason. Elsku Eva. Ég minnist allra okkar tíma sem skemmtilegra tíma. Þú varst alltaf hlæjandi og alltaf tilbúin að gera grín til að gleðja aðra. Nær- vera þín var alltaf jákvæð og ég fyllist hamingju og söknuði að minnast þeirra. Við kynntumst um leið og ég flutti heim til Íslands frá Þýska- landi snemma árið 2001 og náðum strax vel saman. Við gátum allt gert saman, talað um allt milli himins og jarðar og skemmtum okkur alltaf konunglega meðan á því stóð. Þú varst alltaf svo traust og alltaf svo hlý, ég gat leitað til þín með hvað sem var og þú áttir alltaf svör. Þess sakna ég. Tím- arnir sem við eyddum í að gera ekki neitt, uppi í sveit eða inni í herbergi voru líka svo skemmti- legir. Ég minnist þess þegar okk- ur var bannað að gista saman í fyrsta skipti og við smygluðum mér heim til þín í skottinu á bíln- um hans pabba þíns. Eftir það var okkur ekki bannað að gista saman aftur. Þess sakna ég. Mér hefur alltaf liðið svo velkominni heima hjá þér. Ég var meira að segja komin með húslykil á tímabili, því þú týndir þínum lyklum frekar en ég. Engin orð geta því lýst hversu mikið fjölskyldan þín og þú hafið gert fyrir mig og hversu þakklát ég er fyrir það. Ég minnist einnar bestu ferðar lífs míns með þér til Benidorm, þegar við fórum þaðan án vitundar foreldra yfir til Dan- merkur á Kanye West-tónleika og aftur til baka og skemmtum okk- ur svo vel. Þú varst alltaf til í alla vitleysu, þess sakna ég. Þú hefur verið árlegur hluti minnar fjöl- skyldu á gamlárskvöld, alltaf mættir þú eftir matinn og heils- aðir upp á stórfjölskylduna mína sem þótti óendanlega vænt um þig. Ég mun alltaf muna þig, þú munt alltaf vera stór hluti af mér og ég mun alltaf minnast þín með gleði í hjarta. Aldrei gleymt, ávallt saknað – takk fyrir allt, elsku Eva María. Þín Edda Hrund Hinriksdóttir. Það er langt frá því að ég sé sátt við að vera nú í þeim sporum að skrifa af veikum mætti nokkur minningarorð um hana Evu Mar- íu mína. Ég kynntist Evu þegar við vor- um bara smástelpur í hestunum. Eva var í hesthúsi fyrir ofan reið- skóla sem ég var að vinna í og þannig kynntumst við. Það var al- veg sama hvað maður var að gera með Evu því hún gerði allt skemmtilegt. Hún var alltaf bros- andi og hlæjandi. Við unnum sam- an mörg sumur, fyrst á Hestheim- um, síðan á Strandarhöfði og svo í Líflandi. Þeir sem þekktu Evu vita að það fór oft á tíðum ekkert lítið fyr- ir henni Evu okkar. Til dæmis um það má nefna að eitt sumarið vor- um við að vinna saman í sveit að temja hesta. Á bænum var rekin ferðaþjónusta og bændagisting en við vorum í herbergi tengdu gisti- aðstöðunni. Fyrirferðin í Evu (og mér) var slík að ferðamennirnir kvörtuðu undan hávaða frá her- berginu okkar, sem varð til þess að þeir gátu ekki sofið. Þetta end- aði með því að við Eva vorum beðnar um að sofa í tjaldi úti á túni. Við vorum mjög sáttar við það og sváfum þarna saman í tjaldinu allt sumarið og vildum ekki gista inni þó svo að það stæði okkur til boða seinna, slík var hamingjan með þessa ráðstöfun. Ég mun aldrei gleyma kósí ferðunum okkar Evu upp í bústað. Við vorum einu sinni uppi í bústað hjá foreldrum Evu yfir verslunar- mannahelgi. Þar var búið að koma upp hoppkastala fyrir börnin í hverfinu. Evu fannst auðvitað ekkert nema sjálfsagt að við fær- um líka í hoppkastalann. Tvær rétt um tvítugt í hoppkastalanum með krökkunum. Þau máttu þakka fyrir að komast að. Minningarnar um Evu eru margar og tengjast alltaf gleði í mínum huga. Ég fékk að verða samferða henni og hennar yndis- legu foreldrum sem hafa ávallt verið tilbúin að aðstoða mig og styðja ef ég hef þurft á að halda. Fyrir það ber að þakka. Aldrei gleymd, ávallt saknað. Takk fyrir allt, elsku Eva María. Stella Sólveig Pálmarsdóttir. Um eftirmiðdag hinn 16. nóv- ember fengum við þau sorgartíð- indi að Eva okkar hefði látist, að- eins örfáum tímum áður en fyrirhugað starfsmannapartí Júník átti að hefjast. Þetta var mikið áfall fyrir okkur eigendur sem og samstarfsfólkið hennar Evu. Dagur sem við ætluðum að gleðjast og skemmta okkur var núna orðinn að sorgardegi. Partí- ið var blásið af en við hittumst öll nánasta samstarfsfólkið hennar og minntumst Evu okkar, þetta var eitthvað svo ótrúlegt, óraun- verulegt og ósanngjarnt. Þetta kvöld féllu mörg tár. Eva hafði unnið hjá okkur í um fjóra mánuði, hún smellpassaði inn í starfsmannahópinn, hún var ósérhlífin og þrælgóð sölukona, enda mjög opin og mannblendin. Við minnumst Evu sem gleði- gjafa, duglegrar ungrar konu og sem góðs vinar. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Elsku Eva, takk fyrir allt, þín verður sárt saknað. Sara, Kjartan og Sif, Bjarni og Lára. MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Elsku mamma mín. Ég er að reyna að ná áttum yfir því að þú sért farin frá okkur. Þú varst svo stór partur af mínu lífi. Nánari mæðgur held ég að séu vand- fundnar þó ég segi sjálf frá. Við sáumst flesta daga og heyrðumst oft á dag. Söknuðurinn er mikill en sátt er ég yfir því að þú fékkst hvíldina. Það var ekki þinn stíll að liggja veik og geta ekki orðið bjargað þér. Að þú skyldir kveðja okkur 17. nóvember er ótrúlega merkilegt því að þetta er sami dánardagur og hjá pabba, hann kvaddi okkur 2004. Ykkur var geinilega ætlað að hittast aftur þennan dag. Minningarnar eru margar og held ég þeim fyrir mig. Söknuðurinn er mikill hjá Ingu Rún og Hjörleifi, þau hafa verið svo mikið í kringum þig. Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni, og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar, og minningin í sálu fegurst ómar. Þú móðir kær, þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgi mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í Drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson) Þín dóttir, Björg. Elsku amma mín, nú þegar þú ert farin frá okkur getur maður ekki annað en hugsað um allar góðu og yndislegu stundirnar sem ég átti með þér. Þú varst alltaf mikið í kringum okkur og sótti ég mikið í að vera hjá þér og afa. Ég á margar góðar minning- ar frá Þúfubarðinu, það var alltaf svo gaman að fá að koma og vera hjá ykkur. Allar óvissuferðirnar sem við fórum í og allt sem þið gerðuð fyrir okkur. Það var líka svo gaman að fá að koma til þín og fá að sauma, alltaf varst þú tilbúin að hjálpa mér og er áhugi minn á handavinnu að miklu kominn frá þér. Ég á eftir að sakna þess að koma í heimsókn og setjast niður með þér og spjalla við þig um allt milli himins og jarðar. Þú varst svo stór hluti af mínu lífi og þín verður sárt saknað. Þín ömmustelpa, Ingibjörg Rún. Elsku Inga frænka. Það varst þú alltaf kölluð af okkur krökkunum í allri fjöl- skyldunni. Nú ert þú búin að kveðja þennan heim, komin til Hjörleifs og ömmu Sigríðar og allra hinna systkina þinna sem eru líka búin að kveðja þennan heim. Ef ég þekki þig rétt þá eru það nú örugglega miklir fagnað- arfundir og gaman hjá ykkur að vera komin saman. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki meira frá þér, við vorum duglegar að halda sambandi. Alveg frá því að ég man eftir mér, og ekki hætti samband okkar þrátt fyrir að ég hafi flutt til Los Angeles síðustu Ingibjörg Ástvaldsdóttir ✝ Ingibjörg Ást-valdsdóttir fæddist í Reykjavík 5. maí 1927. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 17. nóvember 2013. Útför Ingibjarg- ar fór fram frá Hafnarfjarð- arkirkju 25. nóv- ember 2013. 33 ár og þú alltaf í heimabænum okkar Hafnarfirði. Aldrei skal ég gleyma hvað það var gaman að koma til þín og þinnar fjölskyldu og ömmu upp á Selvogsgötu 16 frá því ég man eftir mér, og allir hinir ættingjarnir á Selvogsgötu 13. Man eins og það hafi gerst í gær að mamma mín sagði við mig hvort ég væri ekki til að fara með heimabakaða kanilsnúða og vín- arbrauð upp á Selvogsgötu til Ingu frænku og ömmu. Við átt- um heima á Vesturgötu 6 og ég var svona um 5-6 ára þegar ég fékk að fara þessa löngu leið alein, og svo gaman að geta gert þetta. Þú varst svo stolt af mér að komast til ykkar. Og allt mitt líf hefur þú alltaf stappað í mig sálinu ef eitthvað hefur gengið á í mínu lífi. Mér er líka alltaf svo minnisstætt að þú og maðurinn þinn Hjörleifur Gunnarsson byggðuð á Þúfubarði 11 í Hafn- arfirði, þá varst þú komin með þitt þriðja barn, tvo stráka Guð- mund og Sigga og dótturina Björgu. Alltaf hugsaðir þú um ömmu, hún bjó hjá ykkur fram að sínu síðasta hér á þessari jörð. Þú fórst með mig á upp á Þúfu- barð, þú vildir sýna mér hvað þetta væri flott hjá ykkur og ég var heldur betur ánægð þegar þú baðst mig um álit á hvaða flísar væru flottar á baðið, og ég var heldur betur ánægð að þú skyldir hafa spurt mig og leyft mér að sjá þetta allt hjá ykkur, sem varð auðvitað að glæsilegu heimili, þar sem alltaf var svo gott og gaman að koma við. En þar var alltaf bú- ið að dekka upp borð með kræs- ingum, svona var Inga frænka mín alla tíð. Ég sá þig síðast í september sem leið og varst svo glöð að sjá mig og ég að sjá þig. Þú varst svo ánægð að vera komin í dagvistun og æfingarnar á Hrafnistu. Og þér leið svo vel, alltaf hlæjandi, og svo gaman að spjalla saman. Svona mun ég muna Ingu frænku og sendi börnum hennar og fjölskyldum þeirra mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Kæri Eiríkur frændi og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að styrkja ykkur öll í ykkar sorg. Einnig sendi ég móður minni innilegar samúðarkveðjur að vera búin að missa sína elstu og bestu mágkonu, þær töluðu sam- an á hverjum degi. Mamma á eft- ir að sakna hennar mikið eins og við öll hin. Samúðarkveðjur. Katrín Gunnarsdóttir Fabbiano og fjölskylda, Los Angeles, Bandaríkjunum. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.