Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er í lagi að láta sig dreyma ef þú bara heldur þig á jörðinni í raunveruleikanum. Mundu að leyfa vinum og vandamönnum að njóta sólskinsins með þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert skapandi og skemmtileg/ur og átt auðvelt með að kenna öðrum eitt og ann- að. Hættu að hugsa um hið ómögulega og einbeittu þér þess í stað að því sem er fram- kvæmanlegt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er kominn tími til að hlusta á sína innri rödd og hræðast ekki að fylgja henni eftir. Dekraðu svolítið við sjálfa/n þig. Samstarfsvilji er af skornum skammti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ræktaðu það sem vekur áhuga þinn. Farðu þó varlega og mundu að saklaust dað- ur getur alltaf þróast upp í eitthvað alvar- legra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú gætir þess að hafa allt á hreinu, máttu vænta þess að þér verði umbunað fyrir vel unnin verk. Reyndu að yfirstíga hömlur sem eðlislæg varkárni og óöryggi setja. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhverjar breytingar eru að brjótast um í þér. Ræddu málin við þína nánustu og sameiginlega getið þið fundið lausnina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur reynst nauðsynlegt að halda fast utan um hlutina til þess að maður missi ekki frá sér ýmislegt sem manni er kært en leyfðu hlutunum samt af hafa sinn gang. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að ganga úr skugga um að ekki sé verið að ganga á rétt þinn. Ef eitt- hvað vex þér í augum skaltu ýta því frá þér og koma að því síðar. Þá hefurðu öðlast nýja sýn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er alltaf hollt að hlusta á sinn innri mann og oft má hafa af draumum gam- an. En mundu að sérhver er sinnar gæfu smiður og þú átt ekki að stjórna öðrum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Losaðu þig við það sem ekki skipt- ir máli. Vertu því þolinmóð/ur og gefðu öðr- um tíma til þess að skilja um hvað málið snýst. Sýndu öðrum þolinmæði og tillitssemi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hafðu í huga að á þessum tíma ævi þinnar hentar þér best að sinna fjöl- skyldu þinni og nánasta umhverfi. Bjartsýnin er enn til staðar og hún hjálpar yfir hindranir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eldri og reyndari vinur gefur þér góð ráð í dag og þér er hollast að leggja eyrun við. Ræddu deilumálin við þína nánustu og leit- aðu leiða til að sætta ólík sjónarmið. Samkvæmt nýjustu fregnumdunda Bretar sér frekar við spjaldtölvu í rúminu en kynlíf. Ólaf- ur Stefánsson rifjar upp að ekki vildi Jón Hreggviðsson býtta á bók og kvenmanni og yrkir: Við sjafnaryndi segja stopp, sýnist horfið kappið. Fyrir mjúkan kvenmannskropp komið er nú appið. Hallmundur Kristinsson bregður á leik í limru: Ég man hvað við Magnús í Skógum máttlausa okkur hlógum að þeirri sjón er umhverfðist Jón, en ýmsum þótti víst nóg um. „Hálfber ofan á lögreglubíl“ var fyrirsögnin á Mbl.is sem varð kveikjan að vísu Davíðs Hjálmars Haraldssonar: Oft það hendir ítran dreng upp á snót að príla en menn sem eru í miklum spreng maka sig við bíla. Sigrúnu Haraldsdóttur varð að orði að það væri margt sem lög- reglan þyrfti að vasast í: Vissast þótti að stöðva strax stimpingar og drengsins príl sem að morgni mánudags misnotaði löggubíl. Vísnahorninu barst limra frá al- þýðumanninum sem ku vera eftir Óskar Jónsson: Til rjúpna frá Rútsstöðum fóru og röskir til gangs þeir vóru. Þeir Þorsteinn og Halldór og Óðinn sem er stór og Óskar og Bergur son Þóru. Pétur Stefánsson yrkir „einfalt viðsnúnings sléttuband“, en í því felst að vísan breytir um merkingu sé hún flutt aftur á bak: Lækka skuldir. Ekki er aumur stjórnar vilji. Hækka bætur. Sjaldan sér Simmi mótgangs bylji. Pétur blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af lögreglubíl, Simma og kvenmannskroppi Í klípu „GET ÉG EKKI FENGIÐ NOTAÐA PARTA Á LÆGRA VERÐI?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG ÆTLIST ÞIÐ TIL AÐ ÉG FINNI VESKIÐ MITT Í MYRKRINU, FYRST ÞIÐ LOKUÐUÐ FYRIR RAFMAGNIÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að huga að fjölgun. LÝTA- LÆKNINGA- STOFA HITI OG ORKA HF. HÉR KEMUR ÍSSALINN. AKKÚRAT TÍMANLEGA. MAGGA MÚRSTEIN LANGAR NEFNILEGA Í FROSTPINNA. PABBI, AF HVERJU RÍKIR EKKI FRIÐUR OG SAM- HLJÓMUR MEÐAL ALLRA MANNA? FRIÐUR GÆTI VERIÐ MÖGULEIKI, HAMLET MINN ... EN EKKI SAMHLJÓMUR. TIL ÞESS ERU OF MARGIR LAGLAUSIR! Víkverji er ánægður með að rút-urnar, sem fara frá Leifsstöð til Reykjavíkur, bíða nú eftir komu- farþegum mun nær byggingunni en fyrr á árinu. Það hefur greinilega verið hlustað á aðfinnslur farþega, en enn vantar einhvers konar þak yfir gangbrautina að rútunum og helst líka yfir rúturnar. Dúkur eins og er til dæmis strengdur yfir gang- braut fyrir utan flugvöllinn í Glas- gow kæmi að miklu gagni. x x x Annars skilur Víkverji ekki hversvegna rúturnar mega ekki bíða eftir farþegum við Leifsstöð eins og áður var og viðgengst á flugvöllum víða um heim, jafnvel í löndum Evr- ópusambandsins, þó heyrst hafi að ástæðan fyrir fjarlægð rútustæð- anna á Keflavíkurflugvelli sé einmitt tilskipun frá Evrópusambandinu. x x x Þjónusta í Leifsstöð er til fyrir-myndar. Víkverji hefur farið um marga flugvelli og hefur alls staðar þurft að bíða svo og svo lengi eftir farangri nema í Leifsstöð. Þar bregst ekki að þegar Víkverji kemur að færibandinu eftir skamma við- dvöl í fríhöfninni er farangurinn kominn. x x x Flestir komufarþegar úr flugi erumeð eina ferðatösku og eina handtösku. Í Ameríkufluginu eru flestir með tvær innritaðar töskur og handfarangur að auki. Við þetta bætast gjarnan pokar með sælgæti, sígarettum og áfengi, sem keypt er í fríhöfninni. Það getur verið erfitt að halda á þessu eða draga langa leið, að ekki sé talað um í roki og rign- ingu en þá koma sérstakar kerrur í góðar þarfir. x x x Þegar rútunum var ekið frá Leifs-stöð að Flugleiðahótelinu voru kerrur þar til taks fyrir farþega. Á BSÍ eru engar kerrur og er það mið- ur, sérstaklega fyrir farþega sem eru að koma úr Ameríkuflugi og eru líklegri til þess að vera með meiri farangur en þeir ráða almennilega við. Þetta væri ekki mál ef leigubílar mættu bíða í grennd við rúturnar en því er ekki að heilsa. víkverji@mbl.is Víkverji Eins og hindin þráir vatnslindir þráir sál mín þig, ó Guð. (Sálmarnir 42:2) - með morgunkaffinu Still rafmagns og dísellyftarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.