Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Hver á að hafa frumkvæði að lagasetn-ingu? Löggjafinn skyldi maður ætla.Samt ná fæst lagafrumvörp þingmanna fram að ganga. Það eru lagafrumvörp ráðherra sem verða að lögum. Þó eru það ekki endilega ráðherrarnir sjálfir sem hafa haft frumkvæðið að samningu laganna. Á því er allur gangur. Emb- ættismenn og starfsmenn í ráðuneytum, rík- isstofnunum og embættum skynja oft í störfum sínum betur þörfina fyrir lagasetningu heldur en ráðherrar og þingmenn. Það þarf því ekki að vera óeðlilegt að frumkvæði að lagasetningu komi frá starfsmönnum stjórnsýslunnar, að þeirra frum- kvæði eða annarra. Mat þeirra getur hins vegar verið rétt eða rangt eftir atvikum og ekki má gleyma því að ríkisstofnanir hafa sjálfstæða hags- muni. Dæmi eru einnig um að einkafyrirtæki, ekki bara þrýsti á um tiltekna lagasetningu, heldur hafi beint frumkvæði að henni með samningu frumvarps sem svo er lagt fyrir ráðherra að flytja. Dæmi er um a.m.k. eitt slíkt tilvik á síðasta kjörtímabili sem leiddi til lagasetningar sem nú er til endurskoðunar á Alþingi. Komið hefur í ljós að frumvarpið sem fyrirtæki lagði drög að og lagði fyrir þáverandi atvinnuvega- og nýsköp- unarráðherra gekk í meginatriðum út frá hags- munum fyrirtækisins en engin rannsókn eða mat á áhrifum þess á samfélagið fór fram. Í fréttum í vikunni af málinu reyndi þingmaður að réttlæta þetta með vísan til þess að oft væri nauðsynlegt að leita til þeirra sem best til þekktu, en við- urkenndi um leið að einhugur hefði verið um frumvarpið á síðasta kjörtímabili vegna hags- muna fyrirtækisins sem hafði haft frumkvæði að frumvarpinu. Frumvarpið var þannig samþykkt umræðulaust en nú er komið í ljós að hagsmunir samfélagsins og fyrirtækisins kunna að stangast á. Vissu þingmennirnir 37 sem samþykktu frum- varpið að það hafði verið samið af einkafyrirtæki með mikla fjárhagslega hagsmuni af málinu? Það kemur ekki fram í athugasemdum með frumvarp- inu. Nokkrir þingmenn, undir forystu Péturs Blön- dal, hafa með þingsályktunartillögu lagt til ný vinnubrögð við lagasetningu. Þeir skora á ráð- herra að fela nefndum Alþingis að semja og rit- stýra stefnumarkandi frumvörpum sem ráð- herrar hyggjast flytja á Alþingi. Ekki er víst að það breyti nokkru um það hverjir raunverulegir höfundar lagasetningar eru þótt nefndum Alþings sé falið að semja lagafrumvörpin. Þá er heldur ekki víst að þessi leið sé raunhæf í ljósi þess að löggjöf er orðin mjög tæknileg, sem er kannski afleiðing af því að sérfræðingum hefur í auknum mæli verið falið að semja lögin. Hugmyndin er þó vel umræðunnar virði enda umræðan þörf. Lagahöfundar * Á þingmönnum hvílirsérstök rannsóknar-skylda þegar þeir fá í hendurnar lagafrumvarp sem samið er „úti í bæ“. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Knattspyrnuáhugafólk og aðrir brugðust við úrslitum landsleiksins við Króata. Presturinn Guðni Már Harðarson setti hlutina í samhengi á fés- bókinni: „Ragnar Reykás er víða. Við byrjuðum þessa reisu í 6. og neðsta styrkleika- flokki. Í flokki með Liechtenstein, San Marínó, Andorra og Lúxem- borg. Meira að segja Færeyjar voru í styrkleikaflokki fyrir ofan okkur! Við skildum fjórar þjóðir fyrir aftan okkur í riðlinum, enduðum í öðru sæti og komust í umspil, lengra en þjóðir eins og Danmörk, Serbía, Skotland, Tékk- land, Búlgaría, Austurríki, Írland, Tyrkland, Ung- verjaland, Pólland og Noregur svo nokkur dæmi séu nefnd. Við upplifðum stemningu á Laug- ardalsvellinum sem aldrei hefur náðst áður, afsönnuðum að þjóð- söngurinn sé illa söngbær, þrífyllt- um Laugardalsvöllinn og vorum einu 1-1-jafntefli og 90 mínútum frá því að vera langminnsta þjóð ver- aldarinnar til að komast á stærsta íþróttaviðburð heimsbyggð- arinnar … Í næstu undankeppni EM verðum við mjög líklega í 2.-3. styrkleikaflokki. Hversu rækilega súr þarf maður að vera til að sjá ekkert hafa orðið nema nokkrar feilsendingar í kvöld? Hjá sumum er glasið aldrei hálffullt en alltaf galtómt! Lengi lifi Lagerbäck, Eið- ur og íslensk knattspyrna og þakkir fyrir mig!“ Fréttakonan Lára Ómarsdóttir var líka í hópi þakklátra netverja og sagði einfald- lega: „Flottur ferill, flottur fótbolta- maður, takk fyrir mig Eiður Smári Guðjohnsen!“ Í kjölfar yfirlýsingar Eiðs Smára um brotthvarf úr lands- liðinu spruttu upp síður eins og „Takk fyrir okkur Eiður Smári“ og „Við viljum kveðjuleik fyrir Eið Smára“. AF NETINU Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var einn af mörgum sem keyptu miða til Króatíu til að fylgja íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir. Skúli keypti miða í gegnum Úrval Útsýn en ferðaskrifstofan leigði svo flugvél af WOW í ferðina. Skúli vippaði sér í flugþjónsgírinn og hjálpaði starfsfólki sínu á álagsstundum. Var gerður góður rómur að hæfileikum hans sem flugþjóns. Því miður fór það svo að Ísland tapaði leikn- um, eins og kunnugt er, 2:0 en þrátt fyrir tapið fóru ferðalangarnir glaðir heim eftir ógleym- anlega ferð jafnt á jörðu niðri sem og í þrjátíu þúsund fetunum. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, kom starfsfólki sínu til hjálpar og þjónustaði ferðalanga. Skúli flugþjónn Svo virðist sem jólapeysur séu málið fyrir jólin. Á Fésbókinni hefur verið stofnaður hópur sem ber nafnið Jóla- peysumarkaður og hafa margir skráð sig í þann hóp. Þar getur fólk auglýst eftir jólapeysum eða selt slíkar. Auk þess er þar að finna aðra síðu sem nefnist Ljótar jólapeysur og ber nafn með rentu. Á síðunni er hægt að kaupa ekta vintage-jólapeysur frá Ameríku þar sem aðeins er til ein af hverri sort. Hluti af andvirði hverrar seldrar peysu þar rennur til Barna- heilla. Þetta er skemmtileg hefð sem hefur lengi viðgengist víða um heim. Hver man ekki eftir kvikmyndinni um hina óheppnu Bridget Jones, þegar hún mætti framtíðareiginmanni sínum í jólaboði ljótri jólapeysu. Þau urðu ást- fangin og þannig var sagan sú. Ljótar jólapeysur virðast vel til þess fallnar að leiða fólk saman. Hallærislegar jólapeysur eru töff Draumaprinsinn hennar Bridget klæddist kjánalegri jólapeysu, en hún féll þó fyrir honum. Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.