Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 36
G eimvísindastofnun Bandaríkjanna, betur þekkt sem NASA, er flestum kunn fyrir afrek sín á sviði geimferða. Það er hins vegar ekki hrist fram úr erminni að senda mann til tunglsins, eins og gefur að skilja. Því hefur NASA frá upphafi rekið umfangsmikla rannsóknar- og þróunardeild sem er ábyrg fyrir því að finna upp eitt og annað sem gæti leyst ýmis möguleg vandamál sem komið geta upp í geim- ferðalögum. NASA eyðir líka talsverðu fé í að styrkja sjálfstætt starfandi uppfinningamenn jafnt sem stórfyrirtæki til að þróa gagnlegar uppfinningar ef því er að skipta. Þessi mikla áhersla á nýsköpun og þróun hefur þó gert gagn víðar en í geimnum, því mörg tæki og tól sem við notum dags daglega má rekja til þróunarstarfsemi NASA. Í daglegu tali er talað um afleidda notkun (spinoff) innan geimvísindastofnunarinnar, en þar er því gjarnan fagnað þegar geimtækni nýtist almenningi og fjallað um það í sérstöku tímariti sem NASA gefur út. Hér eru nokkur dæmi um hluti til daglegra nota sem hófu líf sitt sem þróunarverkefni fyrir geimferðir. Geimdýnan Heilsukoddar og rúmdýnur úr svokölluðum minn- issvampi hafa hjálpað mörgum að sofa á nóttunni. Minnissvampur var þróaður af NASA á áttunda ára- tugnum til notkunar í flugvélasætum og öryggis- hjálmum, en er nú notaður jafnt í rúmdýnur, hnakka, bíla og gervilimi svo eitthvað sé nefnt. Eyrnamælar Þeir sem eru eldri en tvæ- vetur muna þá tíð þegar hita- mælir var eitthvað sem maður vildi gjarnan forðast í veikindum sínum. Í stað þess að stinga kvikasilfursmæli upp í meltingarveginn er hitastig nú iðulega mælt með litlu tæki sem stungið er í eyrað og lýsir innrauðu ljósi sem nemur hitageislun frá hljóð- himnunni. Eyrnamælar byggjast á tækni sem var upp- haflega þróuð í samvinnu við NASA til þess að mæla hitastig á fjarlægum hnöttum. Vatnssíur Íslendingar eru svo heppnir að hér er nóg af hreinu vatni. Það á ekki við um alla. Til að draga úr vatnsmagni sem þurfti til geimferða þróaði NASA jón- aðar kolasíur sem hreinsa vatn og drepa bakteríur. Slíkar síur eru enn í þróun hjá NASA og eru nú meðal annars notaðar í Alþjóðlegu geimstöðinni, þar sem allt vatn er síað og end- urnýtt. Þær eru líka notaðar víða um heim til þess að sía og hreinsa vatn fyrir almenning þar sem aðgangur að hreinu vatni er takmarkaður. Öruggari vegir Til þess að bæta öryggi lendingarbrauta prófaði NASA að búa til grunnar vatnsrásir í yfirborð tilraunaflugbrautar í Virginíu til að varna því að dekk töp- uðu gripi í vatni. Slíkar rásir eru nú notaðar bæði á flugbrautum og þjóð- vegum um allan heim með undraverð- um árangri. Samkvæmt tölum frá Bandaríkjunum dregur þessi tækni úr tíðni slysa þar sem bílar skauta á blaut- um vegum um allt að 85% þar sem hún er notuð. Rispufrítt gler NASA þróaði sérstakt gler til notkunar í geimhjálma sem er 10 sinnum sterkara en venjulegt gler og þolir illa meðferð án þess að rispast. Þessi tækni hefur nýst vel hluti eins og snert- iskjái, gleraugu og linsur. Gegnsæjar spangir Kvikmyndastjörnur jafnt og unglingar hafa notið góðs af rann- sóknum NASA á því hvernig best væri að vernda innrauðan loftnetsbúnað, þegar þeir duttu niður á efnablöndu sem var bæði sterk og gegnsæ. Fyrirtækið Unitek í Bandaríkjunum not- aði efnablönduna til þess að framleiða nýja gerð af tannrétt- ingaspöngum sem voru léttar og gegnsæjar og hafa notið tals- verðra vinsælda. Skósólar í hlaupaskó Við gerð tunglskónna sem Neil Arms- trong klæddist á tunglgöngu sinni þróaði NASA nýja pólýúretan- efnablöndu sem dreifir álagi og dregur verulega úr áhrifum höggs. Þessi efnablanda er mikið notuð við fram- leiðslu á hlaupaskóm í dag. Hvað fann NASA ekki upp? Margar uppfinningar hafa verið eignaðar NASA að tilefnislausu. Þær eiga það þó margar sameiginlegt að hafa fyrst vakið athygli í tengslum við geimferðaáætlunina. Hér eru nokkrar slíkar sem mega gjarnan fljóta með. Rafhlöðuknúin verkfæri Við undirbúning fyrstu tunglfararinnar varð fljótlega ljóst að geimfararnir þurftu að halda á verkfærum sem væru fyrirferðarlítil og meðfærileg til notkunar við sýnatöku. Black & Decker hafði þá þegar hafið þróun á rafhlöðu drifnum verkfærum. Í samvinnu við NASA var sú tækni þróuð frekar og geimfararnir tóku rafhlöðu knúna borvél frá Black og Decker með sér til tunglsins. Tíu árum síðar var sama tækni notuð til að búa til litla rafhlöðu knúna ryksugu fyrir almenning. Upp frá því hafa rafhlöðuknúin verkfæri verið helsta stöðutákn alvöru iðnaðarmanna. Franskur rennilás Franski rennilásinn var reyndar alls ekki fundinn upp í Frakklandi, eins og nafnið gefur til kynna, heldur í Sviss. Þarlendur verkfræðingur fékk einkaleyfi á velcro-efni árið 1955. Það náði þó fyrst vinsældum þegar NASA hóf að nota það við gerð geimbún- inga, og til þess að halda niðri ýmsum hlutum í þyngdarleysi geimsins. Segulómun Það er algengur misskilningur að NASA hafi uppgötvað segulómun, sem er mikið notuð við lækningar í dag. NASA hefur hins vegar átt mikinn þátt í að þróa segulómun í gegnum tíðina, sérstaklega við þróun hugbúnaðar sem skapar og greinir stafrænar myndir úr segulómun. NASA og gerð geimpennans Margir hafa líklega heyrt söguna af því hvernig NASA eyddi rúmlega milljón dollurum í að þróa penna sem gat skrifað í þyngdarleysi, á meðan Rússar notuðu blýant til að leysa sama vandamál. Sagan er ágæt, en ekki alveg sannleikanum samkvæm. Í upphafi geim- ferðaáætlunarinnar notuðu Bandaríkjamenn einnig blýant til að skrifa í geimnum. Það þótti hins vegar ekki heppileg lausn þar sem brotnir blýantsoddar og blýryk getur skapað vandamál í þyngdarleysi, sér- staklega fyrir viðkvæmt loftræstikerfi. Á sama tíma hóf fyrirtæki sem kallast Fisher Pen Company að þróa penna sem hægt var að nota við krefjandi kring- umstæður, svo sem miklum kulda eða miklum hita, á hvolfi (sem myndi jafngilda því að skrifa í þyngd- arleysi), og jafnvel í kafi. Þróun pennans mun hafa kostað um milljón dollara, og verið fjármögnuð af Fis- her Pen Company, en ekkert af fénu kom frá NASA. Þegar penninn var tilbúinn keypti Geimvísindastofnunin hins vegar 400 slíka penna, sem kostuðu í kringum þús- und dollara. Árið eftir hættu Rússar að nota blýanta og fóru einnig að nota penna í geimnum. Geimpenninn er ennþá fáanlegur frá Fisher Pen Company. ÚR SMIÐJU NASA Á gervihnattaöld MARGIR HVERSDAGSLEGIR HLUTIR HÓFU LÍF SITT SEM UPPFINNINGAR FYRIR NASASveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Frostþurrkuð matvæli Geimfarar þurfa líka að borða. Til þess að draga úr magni matar sem taka þarf með í geimferðir hóf NASA að skoða aðferðir til að frost- þurrka matvæli. Maturinn er eldaður og svo snöggfrystur, og seinna hitaður upp aftur. Kosturinn við þessa geymslu- aðferð er að maturinn heldur 98% af næringargildi sínu, en vegur einungis um 20% af upp- runalegri þyngd. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2013 Græjur og tækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.