Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 9
24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 H andboltakappinn og rithöfundurinn Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir rithöfundur gáfu nýlega út bókina Strákar. Bókin er hugsuð sem leiðarvísir og uppfletti- rit fyrir stráka um allt mögulegt. „Fyrir rúmu ári hafði Kristín sam- band við mig og sagði mér frá þess- ari hugmynd. Hún spurði hvort ég væri til í samstarf með henni því hún var að leita að einhverjum til að skrifa strákabók. Þetta kom alveg flatt upp á mig þar sem ég er ekki þekktur fyrir skrif en ákvað að kýla á þetta. Ég sagði nú samt við hana að ef ég væri hræðilegur í þessu mætti hún bara finna einhvern ann- an,“ segir Bjarni og hlær. „Þetta er hagnýt strákabók með upplýsingum sem snertir stráka um mjög margt. Þetta er líka hvatningarbók og ein- blíndum við á að hafa hana létta og skemmtilega en á sama tíma fræð- andi og áhugaverða. Það eru til að mynda svör við spurningum þarna sem strákar eru ekki vanir að spjalla um en skipta engu að síður miklu máli. Bókin er ætluð til að leita að lausnum og leiðum varðandi ýmislegt sem strákum finnst óþægi- legt að spyrja foreldra sína að eða sem er óþægilegt að ræða um í vinahópnum.“ Fáir sem spjalla við strákana Í bókinni koma fyrir ýmsir þjóð- þekktir einstaklingar og afreksmenn sem gefa góð ráð eða innsýn í hvernig hlutirnir hafi verið þegar þeir voru unglingar sjálfir og fleira. Má þar nefna Ólaf Stefánsson hand- boltastjörnu, Alfreð Finnbogason landsliðsfótboltamann, Loga Berg- mann fréttamann, Jón Gnarr borg- arstjóra, Pál Óskar söngvara og Guðmund Jörundsson fatahönnuð. „Við eigum svo mikið af flottum karlkyns fyrirmyndum á fjöl- breyttum sviðum sem ungir strákar geta litið upp til.“ Bjarni segir að það hafi verið þörf á bók sem þessari. Mikið sé rætt við stelpur um alls kyns mál sem tengj- ast þessu mikilvæga tímabili en strákarnir hafi aðeins verið settir til hliðar. „Það vantar algjörlega að vinna með strákum og leggja meiri áherslu á það sem þeir þurfi að læra og gera. Mér finnst þessi þjóð- félagshópur hafa verið skilinn eftir. Það er mikið talað um stráka og oft um hvað þeim gangi illa í skóla og hvað þeir séu nú ofvirkir og slíkt en svo eru hrikalega fáir sem tala eitt- hvað við þá. Það þarf að vinna með þeim að einhverjum lausnum og leiðbeina þeim,“ segir Bjarni en hugmyndin að bókinni snerti hann persónulega. Hann hefur lengi haft áhuga á stöðu stráka bæði í sam- félaginu og í skólum. „Ég ætlaði að skrifa lokaverkefnið í sálfræði um stráka í skólum, þannig að þetta var mjög skemmtileg tilviljun þar sem ég hafði svo mikinn áhuga á þessu persónulega. Þetta hitti því vel á,“ segir Bjarni en hann er með BSc gráðu í sálfræði og lýkur meistara- gráðu í félags- og vinnusálfræði í sumar. Mæta í skóla og spjalla við krakka Bjarni og Kristín hafa tekið upp á því að mæta í skóla og spjalla við krakkana, Kristín við stelpurnar og Bjarni við strákana. Viðbrögðin hafa verið mjög góð. „Síðastliðna tvo mánuði höfum við verið að fara í skóla til að halda fyrirlestra og spjalla við krakkana. Kennararnir koma og tala um það að það vanti einhvern til að tala um stráka og hefur því verið tekið vel í þetta. Það er meira framboð á því að spjalla við stelpur en mikilvægt að opna umræðuna fyrir strákum.“ Bjarni Fritzson býr á Akureyri þar sem hann þjálfar unga handboltakappa. Hér er hann með strákunum sínum tveimur, Baldri Fritz 6 ára og Bjarti Fritz 3 ára. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson MARGAR FLOTTAR KARLKYNS FYRIRMYNDIR Strákar sitja oft á hakanum MIKIÐ ER TALAÐ UM STRÁKA SEM ERU AÐ VAXA ÚR GRASI OG KOMAST Á UNGLINGSÁR EN OF LÍTIÐ ER TALAÐ VIÐ ÞÁ. BJARNI FRITZSSON VILL LEGGJA FRAM LEIÐBEININGAR OG LAUSNIR TIL STRÁKA SVO ÞEIR VERÐI EKKI ÚTUNDAN Í SAMFÉLAGINU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Kristín Tómasdóttir rithöfundur hefur áður skrifað bækur fyrir stelpur. Morgunblaðið/Eggert Haustfundur Jarðhitafélags Íslands í samstarfi við Íslenska orkuháskólann í Háskólanum í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 26. nóvember kl. 14. EINFÖLDUN REGLUVERKS JARÐHITANÝTINGAR DAGSKRÁ 14:00 Setning fundarins Bjarni Pálsson, formaður Jarðhitafélags Íslands, deildarstjóri virkjanadeildar Landsvirkjunar 14:10 Ávarp Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra 14:30 Inngangsorð fundarstjóra Halla Hrund Logadóttir, framkvæmdastjóri Íslenska orkuháskólans 14:40 Regluverk jarðhitanýtingar Kristín Haraldsdóttir, forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar HR 15:00 Kynning á starfi starfsskilyrðahóps Jarðvarmaklasans Auður Andrésdóttir, sviðsstjóri, umhverfi og öryggi, Mannviti 15:30 Lokaorð fundarstjóra og fundarslit 15:40 Kaffiveitingar Staður: Háskólinn í Reykjavík, Menntavegi 1, stofa M101. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.