Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 20
M ér finnst mjólkurframleið- endur setja allt of mikið af sykri í mjólkurvörur. Í grunninn eru skyr og mjólk- urvörur hollar vörur og því skil ég ekki af hverju skemma þarf vöruna með þessu mikla sykurmagni,“ segir Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur. Oft er erfitt fyrir venjulegt fólk að átta sig á sykurmagninu sem er til staðar í mjólkurvörum þar sem slíkar upplýs- ingar koma ekki ávallt skýrt fram á um- búðum. „Stundum nota fyrirtæki önnur nöfn á borð við „glúkósasíróp“ eða „sykraðir ávextir í innihaldslýsingun í staðinn fyrir að tala um viðbættan sykur,“ segir Geir. Falinn sykur í mjólkurvörum Hægt að „fela“ sykurinn með margskon- ar hætti fyrir fólki sem hefur litla reynslu í að lesa í töflur um næringa- upplýsingar að hans mati. Geir mælir með að neytendur byrji á að skoða innihaldslýsinguna þegar þeir kaupa sér matvörur. „Gott er að vita að innihaldsefnin birtast í minnkandi röð þ.e. það efni sem er mest af í matvörunni er fremst í upptalningunni og svo koll af kolli. Ef sykur er í fyrstu þremur sæt- unum gefur það neytendum sterka vís- bendingu um að varan innihaldi of mikið magn af viðbættum sykri.“ Næst er gott að skoða næringargildið því þar kemur fram sykurmagnið með beinum eða óbeinum hætti. Geir segir eðlilegt magn af kolvetnum í hreinni jóg- úrt vera um 4 grömm af hverjum 100 grömmum og því eru öll kolvetni umfram það viðbættur sykur. „Ef kolvetnamagnið er komið yfir 10 grömm af 100 í mjólk- urvörum ætti fólk virkilega að endur- skoða sitt val.“ Ljót markaðssetning „Mér finnst mjólkurframleiðendur beita ljótri markaðssetningu. Þeir setja vörur sem innihalda mikið magn af viðbættum sykri í umbúðir sem eru bæði litríkar og æpandi. Þannir er óhollum vörum aug- ljóslega beint að börn- um og vörurnar eru jafnvel skreyttar með litríku nammi á toppn- um,“ segir Geir. „Þetta eru óþolandi vinnubrögð og ég skora hér með á mjólk- urframleiðendur að breyta þessu og snúa við þessari neikvæðu þróun. Þetta á ein- mitt að vera þveröfugt þ.e. við ættum að leggja aðaláherslu á að markaðssetja holl- ar og góðar vörur.“ Eins og lögin eru í dag er það undir framleiðandanum komið hvort hann tekur fram svokallaða „þar af sykur – merk- ingu“ fyrir neðan kolvetnin. Þetta ástand er mjög slæmt að mati Geirs því þeir sem hafa áhuga á að draga úr sykurneyslu standa margir í þeirri trú að allt skyr sé hollustuvara. Hann bendir jafnframt á að gosdrykkir bera vissulega meiri ábyrgð á sykurneyslu Íslendinga heldur en mjólkurvörur en vandamálið liggur í því að margir telja að slíkar vörur séu hollari en gosið. Kallar á róttækar breytingar „Núverandi ástand hjálpar ekki til í bar- áttunni gegn hreyfingarleysi, offitu og tannskemmdum. Þróunin er virkilega slæm því við höfum enga þörf fyrir allan þennan sykur. Það er mun eðlilegra ástand ef fólk myndi sæta vörurnar sínar sjálft heima við ef það hefur löngun í það á annað borð. Þá er t.d. tilvalið að notast við ber og ávexti í staðinn fyrir hvítan sykur.“ Hann kallar eftir róttækum breytingum og telur þróunina hafa versnað síðustu misseri. „Ástandið var ekki svona slæmt er ég var að alast upp. Fyrir 20-30 árum voru markaðsöflin ekki búin að taka yfir framleiðsluna og því var ekki byrjað að dæla öllum þessum sykri í mjólkurvörur. Við verðum að stíga nokkur skref til baka í þessum efnum.“ É g fagna umræðu um hollustu matvæla en því miður er umræðan um syk- urmagn í mjólkurvörum oft byggð á röngum upplýsingum,“ segir Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Mjólk- ursamsölunnar (MS). „Staðreyndin er sú að MS vinnur markvisst í því að finna leiðir til að draga úr sykurneyslu og við erum stöðugt að skoða og betr- umbæta vöruframboð í takt við tíðarandann og kröfur neytenda hverju sinni. Við munum alltaf hlusta á neytandann því það er hann sem á endanum ræður hvað er í framboði hjá okkur,“ segir Jón. Hann nefnir sem dæmi að sykurskert og ávaxtaríkt krakkaskyr var sett á markað árið 2009 en það seldist illa. „Heilt yfir hefur salan á þessu ári hefur verið sérstaklega góð og vonandi segir það eitthvað um að vöruframboð okkar falli neytendum vel í geð.“ Jólajógúrt selst vel Sykurríkustu vörurnar á borð við Hrísmjólk og Smámál eru í flokki sem heitir MS eftirlæti. „Þetta er eftirréttaflokkur og ostakökurnar okkar eru líka í þeim flokki. Þessar vörur inni- halda sannarlega sykur og eru ekki hefðbund- inn morgunmatur, breyttar merkingar eiga að undirstrika það.“ Að bera saman hreint skyr og Jólajógúrt er ágætt dæmi að mati Jóns. „Jólajógúrtin sem er á markaði u.þ.b. mánuð fyrir jól er aldrei aug- lýst sérstaklega enda selst hún alltaf upp á mettíma. Þetta er vara sem við lítum á sem sérstakt dálæti fyrir jólin en alls ekki sem hefð- bundinn hversdags morgunmat. Við teljum að hinn almenni neytandi geri það líka og viti að þetta er ekki holl vara líkt og hreint skyr.“ Skólajógúrt í endurskoðun Sem mark um viðleitni fyrirtækisins til að draga úr sykurmagni bendir Jón á að ný syk- urskert kókómjólk kom á markað 2006 og fyr- irtækið dró niður sykurmagnið í óskajógúrt og skyri um 15-20% á sínum tíma. Þá stendur yfir gagnger endurskoðun á Skólajógúrt. „Þetta er vara sem þarf að aðlagast þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt. Skólajógúrt er yfir 20 ára gömul vara sem stenst ekki nútímakröfur. Markmið okkar er að breyta henni þannig að hún taki mið af þeirri gagnrýni neytenda sem hefur komið fram,“ segir Jón. Óhollar vörur ekki í forgang Þeir fjármunir sem MS ráðstafar í sölu og markaðssetningu ná yfir 600 vörunúmer að sögn Jóns. „Þeim fjármunum er ekki ráðstafað þann- ig að óhollar vörur séu settar í forgang og meiri fjármunir settir í sölu og markaðssetningu á þeim. Mjólkursamsalan veltir um 20 milljörðum á ári og 85% af veltunni eru aðrar vörur en bragðbættar. Hlutfall fjármagns í markaðs- setningu fer aðallega eftir umfangi veltunnar en ekki því hvort vara sé holl eða óholl.“ Fyrirtækið framleiðir fjöldann allan af hollum vörum og að þar eru sykraðar mjólkurvörur í mjög litlu magni hlutfallslega að mati Jóns. „Bragðbættar ferskvörur eru eingöngu 9,7% af heildarmagni móttekinnar mjólkur og fyrirtækið notar eingöngu um 3% af öllum þeim sykri sem fluttur er inn til landsins.“ Hann bendir á að 80- 90% af viðbættum sykri landsmanna kemur úr gosdrykkjum, sykurvörum og sætindum. „Bragðbættar mjólkurvörur bera ábyrgð á 6% af heildarsykurneyslunni skv.nýjustu lands- könnun á mataræði Íslendinga.“ Breytingar á merkingum Samkvæmt nýrri reglugerð um merkingar sem tekur gildi árið 2016 þarf að tilgreina magn sykra í matvörum. Jón segir allar umbúðir frá MS vera í samræmi við núgildandi reglugerðir. „Um þessar mundir er unnið að því að setja upplýsingar um nákvæmt magn viðbætts syk- urs inn á heimasíðu MS til að hjálpa neyt- endum að átta sig betur á sykurmagninu. Þessar upplýsingar verða aðgengilegar þar fljótlega.“ MIKIÐ MAGN AF SYKRI Í ÝMSUM MJÓLKURVÖRUM Falið sykurmagn blekkir marga Kolvetni í 100 grömmum 3,6 gr. 3,7 gr. 12,9 gr. 16,6 gr. 26,4 gr. MJÓLKURVÖRUR HAFA VERIÐ Í UMRÆÐUNNI VEGNA OFGNÓTTAR SYKURS Í VÖRUM SEM MARKAÐSSETTAR ERU FYRIR BÖRN. TALSMAÐUR MJÓLKURSAMSÖLUNNAR SEGIR NEYTENDUR RÁÐA FERÐINNI OG HANN TELUR UMRÆÐUNA OFT BYGGJA Á RÖNGUM UPPLÝSINGUM. NÆRINGARFRÆÐINGUR GEFUR NEYTENDUM GÓÐ RÁÐ UM HVERNIG SKILJA MÁ INNIHALDSLÝSINGAR BETUR TIL AÐ FORÐAST SYKURINN. Jón Heiðar Gunnarsson jonheidar@mbl.is Geir Gunnar Markússon Jón Axel Pétursson *Heilsa og hreyfingAlgeng mistök eru að byrja of hratt og gefast upp segir kraftakonan Annie Mist Þórisdóttir »23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.