Morgunblaðið - 02.12.2013, Side 3

Morgunblaðið - 02.12.2013, Side 3
Hvað gerðist? Aðfaranótt 30. nóvember var brotist inn á heimasíðu Vodafone. Innskráningarupplýsingum á Mínar síður og hluta af VefSMS-skeytum sem send voru þaðan var stolið og þær gerðar aðgengilegar á netinu. Öryggi SMS-skeyta sem send hafa verið úr símtækjum var aldrei í hættu né aðrar upplýsingar vistaðar hjá Vodafone. Hverju var stolið og frá hverjum? Um 79 þúsund VefSMS-skilaboðum var stolið ásamt innskráningar- upplýsingum af Mínum síðum. 75% þessara skilaboða voru almennar þjónustutilkynningar frá tannlæknum, skósmiðum, félagasamtökum o.fl. Alls var fjórum greiðslukortanúmerum stolið. Þrjú þeirra voru prufukort. Eru upplýsingar um þig í gögnunum? Vodafone hefur komið upp gagnaherbergi hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, Húsi verslunarinnar. Þar geturðu gengið úr skugga um hvort upplýsingar um þig er að finna í gögnunum gegn framvísun persónuskilríkja, mánudag og þriðjudag kl. 10-16. Ekki verða veittar upplýsingar rafrænt eða í gegnum síma. Hvers vegna voru gögn geymd lengur en í sex mánuði? Á Mínum síðum var notendum boðið upp á að vista send VefSMS-skilaboð. Það voru einu skilaboðin sem geymd voru. Skýrt er kveðið á um í lögum að ekki skuli geyma skilaboð lengur en sex mánuði – það brást í þessu tilviki. Til hvaða ráðstafana var gripið? Færustu sérfræðingar í gagna- og netöryggismálum hafa uppgötvað með hvaða hætti tölvuþrjóturinn komst inn á heimasíðuna og höfum við gert viðeigandi ráðstafanir til að innbrot endurtaki sig ekki. Viðkvæm gögn í umferð Það er einlæg von okkar að þeir aðilar sem hafa komið höndum yfir gögnin geri ekki illt verra með því að dreifa þeim frekar. Þannig getum við lágmarkað skaðann vegna þeirra. Vodafone biður alla sem málið snertir afsökunar. Frekari upplýsingar um innbrotið á heimasíðu Vodafone má finna á vodafone.is Vodafone Innbrot á heimasíðu Vodafone

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.