Morgunblaðið - 02.12.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.12.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013 Páll Vilhjálmsson blaðamaðurskrifar:    RÚV er rjúkandi rúst faglegaog fjárhagslega. Fréttablaðið er auglýsingabækl- ingur með texta- brotum og afgang- urinn af 365 miðlum tapar áskrifendum til net- sjónvarpsstöðva. Morgunblaðið, á hinn bóginn, bygg- ist á lesmáli frétta, mannlífsefnis, greina, fréttaskýringa og síðast en ekki síst traustu sambandi við áskrifendur.    Morgunblaðið varð fljótlegaeftir stofnun, fyrir einni öld, blað kaupmanna í Reykjavík. Blað- ið var hryggjarstykki borg- aralegrar menningar og fylgdi Ís- lendingum, nánast í bókstaflegum skilningi, úr torfkofum í upphitað húsnæði í þéttbýli. Á lýðveldisár- unum varð Morgunblaðið þjóð- arblað. Hundrað árum síðar reyndu aðrir kaupmenn í Reykja- vík að koma Morgunblaðinu fyrir kattarnef. Baugsveldið kippti markaðslögmálunum úr sambandi með því að dreifa Fréttablaðinu ókeypis í hvert hús og láta fá- keppnisverslunina standa undir út- gerðinni. Fjölskyldurnar sem áttu Morgunblaðið til áratuga misstu það í hendur auðmannsins Björg- ólfs Guðmundssonar. Eftir hrun var tvísýnt með Morgunblaðið. Ný- ir eigendur fundu þó furðufljótt gömlu uppskriftina að velgengni blaðsins, traustar fréttir, fjölbreytt lesmál og staðföst leiðaraskrif. Það er við hæfi að endurreist Morg- unblað fari hringferð um landið í tilefni aldarafmælisins. Undirstaða borgaralegrar menningar á Íslandi er landsbyggðin – þótt margir vilji gleyma því.“    Eins og öðrum þykir Morgun-blaðinu hrósið gott, en aðrir ákveða hvort það eigi það skilið. Páll Vilhjálmsson Eins og öðrum … STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.12., kl. 18.00 Reykjavík 5 súld Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 10 skýjað Nuuk -7 skýjað Þórshöfn 7 skúrir Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 6 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 5 skýjað Brussel 6 skýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 6 léttskýjað London 8 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 8 skýjað Hamborg 7 léttskýjað Berlín 7 súld Vín 6 skýjað Moskva 0 snjókoma Algarve 16 heiðskírt Madríd 12 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 17 alskýjað Winnipeg -6 snjókoma Montreal -3 snjókoma New York 7 skýjað Chicago 4 skýjað Orlando 19 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:50 15:46 ÍSAFJÖRÐUR 11:26 15:20 SIGLUFJÖRÐUR 11:10 15:01 DJÚPIVOGUR 10:26 15:08 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is Kæli- og frystiskápar Quality, Design and Innovation 25% afsláttur Í frumvarpi um breytingu á vopna- lögum sem innanríkisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstu- dag og lagt verður fram á Alþingi á næstunni, verður flugrekendum veitt heimild til að geta átt um borð í loftförum sínum hand- og fótajárn til að geta brugðist við því þegar ólátafarþegar fara mikinn um borð í loftförum, eins og það er orðað á heimasíðu innanríkisráðuneytisins. Þá voru einnig kynnt á ríkisstjórn- arfundinum frumvörp með breyt- ingum á lögum um siglingavernd og lögum um loftferðir. Breytingarnar á vopnalögum fela fyrst og fremst í sér heimild til handa flugrekendum að eiga við- unandi búnað til að geta brugðist við ósæmilegri hegðun með örugg- um og fumlausum hætti. Það var að beiðni íslenskra flugfélaga sem ákveðið var að breyta heimild í lög- um um kaup og notkun á hand- járnum, en til þessa hefur aðeins lögreglu verið heimilt að flytja inn og nota slíkan búnað, samkvæmt upplýsingum Gísla Freys Valdórs- sonar, aðstoðarmanns innanríkis- ráðherra. Alþjóðleg flugfélög munu hafa heimildir til notkun slíks bún- aðar til að stemma stigu við ógn gegn flugöryggi. Á heimasíðu ráðuneytisins var fyrr í haust fjallað um markmið breytinga á lögum um siglinga- vernd og loftferðir. Er með frum- varpinu lagt til að kveðið verði skýrt á um það að óheimilt sé að fara inn á lokað hafnar- eða flug- vallarsvæði, um borð í loftfar eða skip nema með tilskildum heimild- um að viðlagðri refsingu, geri menn slíkt án heimildar. Endurteknar tilraunir Á heimasíðunni segir að fyrst og fremst sé um að ræða breytingar sem „eru til komnar vegna end- urtekinna tilrauna einstaklinga til að brjótast inn á afmörkuð hafn- arsvæði og haftasvæði flugverndar með það að markmiði að gerast laumufarþegar. Þeir einstaklingar sem hér um ræðir hafa í mörgum tilvikum verið handteknir af lögreglu, færðir til yf- irheyrslu en sleppt að henni lokinni til þess eins að gera aðra tilraun til að komast inn á lokað hafnar- eða flugvallarsvæði. Þá hafa þeir í sum- um tilvikum verið kærðir en svo virðist sem þeir fremji engu að síð- ur endurtekin innbrot á svæðin.“ aij@mbl.is Handjárn á ólátafarþega  Breyta á vopnalögum, lögum um siglingavernd og loftferðir  Skýrt bann við að fara inn á lokað hafnar- eða flugvallarsvæði Járn Verði til taks í flugvélum. Í fyrsta skipti hafa greinst í hestum á Íslandi mótefni gegn bornaveiru. Mótefnin greindust í hrossum á tveimur stöðum hérlendis árið 2011. Mótefni gegn veirunni hafa greinst í fjölda dýrategunda víða um heim, m.a. í hestum, sauðfé, naut- gripum, hundum, köttum, nagdýr- um, mönnum auk fugla. Veiran er þekkt að því að valda bornaveiki í hrossum þar sem einkenni frá mið- taugakerfinu eru áberandi. „Við vissum ekki til að þessi veiru- sýking fyndist hér á landi. Þetta þýðir að einhverjar gerðir af borna- veirum hafa borist í hross hérlendis. En ekki er vitað með hvaða hætti,“ segir Vilhjálmur Svansson, dýra- læknir á Tilraunastöðinni á Keldum. Ekki virðist hætta á að hestar smiti hver annan eða önnur dýr. Niðurstöðurnar eru taldar geta varpað einhverju ljósi á faraldsfræði bornaveirunnar, en enn er margt á huldu um smitleiðir veirunnar. Er- lendar rannsóknir benda til þess að bornaveirur eigi sér höfuðhýsil í villtri náttúru og hafa fuglar og nag- dýr verið nefnd í því sambandi. Hrossunum sem veiktust 2011 batnaði flestum en einn fullorðinn hestur var aflífaður. Frá þessum niðurstöðum var greint nýverið í tímariti dýrlækna á Norðurlöndum. Greinina skrifaði Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST, ásamt meðhöfundum. thorunn@mbl.is Fundu mótefni gegn bornaveiru í hrossum  Flestum batnaði en einn aflífaður „Kostnaður við breytingar á Hofsvallagötu er 2,5 milljónir króna. Þetta er heildarkostnaður við undirbúning, framkvæmdina og eftirlit með henni,“ segir Jón Halldór Jón- asson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Jón Halldór vísar þar til kostn- aðar vegna þeirrar ákvörðunar að færa Hofsvallagötu í fyrra horf. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. laugardag verður bíla- stæðum á Hofsvallagötu fjölgað að vestanverðu, fuglahús og flögg tek- in niður, eyja að austanverðu tekin burt og miðlína löguð að norðan- verðu. Verkið verður unnið í des- ember. Framkvæmdirnar kostuðu 17,7 milljónir og fuglahús þar af 155 þúsund og hjólamerkingar 7,14 milljónir. Heildarkostnaður er því kominn í 20,2 millj. baldura@mbl.is Breytingar á Hofs- vallagötu kosta alls yfir 20 milljónir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.