Morgunblaðið - 02.12.2013, Síða 18
18 UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013
- örugg bifreiðaskoðun um allt land
Þú gætir eignast
nýjan Spark ef þú drífur
bílinn í skoðun!
Þeir sem koma með bílinn í skoðun fyrir lok dags þ. 22. des.
eiga möguleika að eignast stórglæsilegan Chevrolet Spark
sem verður dreginn út þ. 23. des. 2013.
Aðalvinningur er splunkunýr Chevrolet Spark árg. 2014
HAPPDRÆTTI
GÓÐÞJÓNUSTAOG HAGSTÆÐKJÖR ÁSKOÐUNUM
Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is
MERINO +
NÝTT OG SPENNANDI
GARN FRÁ LANGYARNS
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
VERIÐ VELKOMIN
Minnum á
prjónakaffið
í kvöld
Fagleg almanna-
tengsl grundvallast á
staðreyndum og byggj-
ast á vandaðri upplýs-
ingagjöf sem miða fyrst
og fremst að því að upp-
lýsa á hlutlausan hátt,
eyða ranghugmyndum
og hafa áhrif á jákvæða
umræðu og rétta fjöl-
miðlun. Yfirklór, hálf-
sannleikur eða hrein
ósannindi komast ávallt upp og gera
slæma stöðu verri en hún var í upp-
hafi. Sú vísa verður aldrei of oft kveð-
in að fyrirtæki, stofnanir, sveitar-
stjórnir og félagasamtök þurfa að
vanda vel þær upplýsingar sem frá
þeim fara í veigamiklum málum til
þess að forðast deilur, vonda umræðu
og átök ólíkra hagsmunahópa.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi í
þessum efnum sem öðrum. Það var
t.d. fróðlegt að fylgjast með frammi-
stöðu og málflutningi fulltrúa Garða-
bæjar og Vegagerðarinnar í átök-
unum um nýja veginn sem nú er búið
að marka í gegnum Garðahraun. Það
var líka athyglisvert að fylgjast með
því hvernig KSÍ klúðraði miðasölunni
á umspilsleikinn á dögunum og varð í
einu vetfangi að höfuðóvini
knattspyrnuáhugafólks og veikti trú-
verðugleika sinn meðal almennings.
Þótt fótbolti og vegagerð eigi ekki
mikið sameiginlegt er margt líkt með
þessum tveimur vondu málum. Þau
voru bæði fyrirsjáanleg og í báðum
tilvikum gafst nægur tími til þess að
undirbúa í þaula aðgerða- og kynn-
ingaráætlun. Það virðist ekki hafa
verið gert og flest grundvallarlögmál
almannatengsla voru þverbrotin hjá
báðum aðilum. Það er alveg ljóst að
báðir þessir aðilar standa eftir með
laskaða ímynd og skertan trúverð-
ugleika.
Um árabil var vitað að nýr Álfta-
nesvegur í gegnum Gálgahraun/
Garðahraun í Garðabæ yrði afar um-
deildur. Skoðanakönnun MMR leiddi
í ljós að 25,1% landamanna var hlynnt
veglagningunni en 42,2% voru
andsnúin framkvæmdinni. Þetta mik-
il andstaða við framkvæmdina undir-
strikar mikilvægi vandaðra vinnu-
bragða. Að knýja mál áfram í krafti
stærðar og valds er sjaldan til góðs.
Það fer öfugt ofan í almenning. Oft er
því bæði gott og rétt að fórna minni
hagsmunum fyrir meiri.
Án þess að ræða við helstu and-
stæðinga framkvæmdanna og reyna
að ná sátt í málinu áður en vinnuvél-
arnar tóku til starfa var ljóst að fram-
undan væru átök við Hraunavini eins
og raunin varð. Viðbrögð Garða-
bæjar, Vegagerðarinnar og innanrík-
isráðuneytisins bera vitni um að eng-
in aðgerðaáætlun virðist hafa verið
gerð til þess að mæta málflutningi og
sjónarmiðum Hraunavina og samúð
almennings með þeim endurspegl-
aðist bæði í samfélagsmiðlum og
hefðbundnum fjölmiðlum.
Sannleikurinn er grundvallarregla
í allri upplýsingagjöf. Það var því
slæmt fyrir Garðabæ þegar í ljós kom
að staðreyndir voru ekki réttar í
fréttatilkynningu sem bærinn sendi
frá sér um að Bjarni Benediktsson,
þáverandi bæjarfulltrúi í Garðabæ og
hagsmunaaðili í málinu, hefði „ávallt
vikið sæti þegar málefni jarðarinnar
Selskarðs voru á dagskrá skipulags-
nefndar Garðabæjar“. Garðabær
þurfti því að leiðrétta mál sitt eftir að
tilkynningin hafði verið birt í fjöl-
miðlum. Ávallt skal sannreyna það
sem sagt er, fjölmiðlar gera það eins
og þetta dæmi sannar.
Upplýsingamiðlun á að vera hnit-
miðuð og hreinskiptin, t.d. til þess að
snúa vörn í sókn og hefja ímynd-
arlega uppbyggingu eftir að áfall
dynur yfir. Upplýsingar sem við lát-
um frá okkur fara þurfa að vera sann-
ar og framsetningin skýr þannig að
ekki sé unnt að misskilja orð eða
draga af þeim rangar ályktanir. Þetta
tókst ekki hjá framkvæmdastjóra
KSÍ í miðasölumálinu. Hann var
langt í frá trúverðugur í fjölmiðlavið-
tölum. Hann bæði tók á sig fulla
ábyrgð á ákvörðuninni og um leið
kenndi hann ráðgjöf miðasölufyr-
irtækisins um tímasetningu miðasöl-
unnar. Miðasalinn sendi strax frá sér
yfirlýsingu þar sem þessum ásök-
unum var hafnað.
Framkvæmdastjóri KSÍ fór illa
undirbúinn í viðtöl sem hleypti illu
blóði í almenning. Að verða margsaga
dregur úr trúverðugleika og skilyrt
afsökunarbeiðni virkar illa á fólk. „Ég
biðst afsökunar, en…“ sagði fram-
kvæmdastjórinn margoft í viðtölum. Í
almannatengslum tryggir maður ekki
eftirá. Gegnheilt orðspor og ásjóna er
dýrmæt eign sem tekur langan tíma
að byggja upp en örskamma stund að
eyðileggja ef menn fara öfugt að í við-
kvæmum og umdeilanlegum málum.
Almannatengsl eru viðvarandi for-
gangsmál stjórnenda, því eins og seg-
ir í orðatiltækinu: Í upphafi skal end-
irinn skoða.
Löskuð ímynd og
skertur trúverðugleiki
Eftir Jón Hákon
Magnússon og Þor-
stein G. Gunnarsson
» Sannleikurinn er
grundvallarregla í
allri upplýsingagjöf.
Jón Hákon
Magnússon
Höfundar eru ráðgjafar hjá KOM al-
mannatengslum.
Þorsteinn G.
Gunnarsson
Útvarp Saga er auðvitað fyrst og
fremst stöðin hennar Arnþrúðar
Karlsdóttur útvarpsstjóra, þótt
fleiri málsmet-
andi menn hafi
komið að upp-
haflegri stofnun
hennar og merki-
leg er ugglaust
sú saga á bak við
það að BBC
World Service er
nú send út á upp-
runalegri bylgju-
lengd Útvarps
Sögu. Allt í boði
Jóns Ólafssonar ímynda ég mér,
enda var hann aðalmaðurinn á út-
varpsmarkaðnum í þá daga. Að-
alstöðin horfin um það leyti að mig
minnir, allt að breytast enn eina
ferðina – Arnþrúður og fleira gott
fólk samt komið með sína stöð á
nýrri rás (99,4) sem þróaðist í þessa
prýðilegu útvarpsstöð, þótt útsend-
ingargæðin þyrftu langan þróun-
artíma, fyrir fullkomnun, fyrirfinn-
ist hún.
Pétur Gunnlaugsson lögmaður er
vafalaust sá maður sem staðið hefur
Arnþrúði næst við uppbyggingu
þessa merka menningarfyrirbrigðis
sem stöðin er og því væri afar leitt
til þess að vita, ef það yrði hann sem
skemmdi stöðina með ýktum und-
irtektum við daglega (sic) innhringj-
endur sem auðheyrilega eru margir
hverjir í vondum málum – beiskir,
reiðir og vonsviknir, fordómafullir
jafnvel og þröngsýnir líka, heyrist
manni. Þeir svæsnustu segja gjarn-
an „ha“ í sama tón og tuddar bölva
í, bundnir á bás í fjósi.
Umræðan á Útvarpi Sögu nýlega
(25. 11.) um kvótasetningu á makríl
og Kolgrafafjarðaratburðina varð
hálfgerður farsi og einna hæst lét í
Pétri – hann ætlar sko að standa sig
sem stjórnarandstæðingur, eins og
hann lofaði strax eftir kosningarnar
í vor. En ætti hann nú samt ekki að
varast að láta óþolinmóða, skamm-
sýna og bitra viðmælendur æsa sig
upp í beinni útsendingu? Þetta er í
þokkabót allt endurflutt samvisku-
samlega í sólarhring með reglulegu
millibili. Ég heyrði þessi ósköp í
endurflutningi – en hefði hvort eð er
ekki nennt að blanda mér í þau um-
ræðustjórnmál. Gaman er hins veg-
ar að hlusta á góð viðtöl Péturs við
hið ólíkasta fólk, ekki síst alþing-
ismenn og ráðherra.
Varfærin og skynsamleg skref
fjölmálaráðherrans í téðum málum,
þykja mér sýna að þar fer greindur
og góður dýralæknir með vald sem
honum er vel trúandi fyrir; æs-
ingalaus við ígrundun mikilsverðra
mála sem varða framtíðarheill ís-
lensku þjóðarinnar. Ekki kannski
svo ólíkur Arnþrúði sjálfri sem er
snillingur í að róa niður kexruglaða
innhringjendur er ættu að láta sér
nægja að hringja inn svona einu
sinni í mánuði.
PÁLL PÁLMAR
DANÍELSSON,
leigubílstjóri.
Útvarp Saga í hættu?
Frá Páli Pálmari Daníelssyni
Páll Pálmar
Daníelsson
Aukablað
alla þriðjudaga