Morgunblaðið - 02.12.2013, Page 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013
Afmælisgjöfina fékk ég fyrir helgina þegar dóttir okkar, Ing-unn, ól dreng sem er þriðja barnabarnið. Það er kraftaverkþegar barn fæðist og betri gjöf er varla hægt að fá,“ segir
Bjarni Gíslason, upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, sem er
52 ára í dag.
Sem endranær á aðventu stendur kirkjan fyrir jólasöfnun og því
sem aflast er varið til verkefna í Afríkulöndum. Menntun og gerð
vatnsbrunna í Eþíópíu hefur lengi verið áherslumál í þessu þjón-
ustustarfi kirkjunnar og hvað því viðvíkur er Bjarni á heimavelli.
Foreldar hans, Gísli Arneklsson og Katrín Guðlaugsdóttur sinntu
hjálparstarfi og kristniboði ytra í ellefu ár, það er frá 1961 til 1972,
og þar í landi ólst Bjarni upp.
„Æskan í Eþóípíu mótaði lífssýn mína. Þar hafa margir úr litu að
spila, aðstæður fólks eru erfiðar en eigi að síður er það æðrulaust. Á
þeim sextíu árum sem Íslendingar hafa starfað í þessu landi hafa
hins vegar góðir hlutir gerst og það sýnir vel hverju fámenn þjóð
getur áorkað. Í pólitíkinni hefur heyrst að við Íslendingar ættum að
einbeita okkur að hjáparstarfi hér heima í stað Afríku. Mér finnst
þetta hins vegar ekki vera spurning um annaðhvort. Skyldur okkar
ná yfir öll landamæri,“ segir Bjarni sem er kennari að mennt en hef-
ur einnig numið fleira. Kona hans er Elísabet Jónsdóttir hjúkr-
unarfræðingur og eiga þau fimm börn. sbs@mbl.is
Bjarni Gíslason er 52 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Veröldin „Það er kraftaverk þegar barn fæðist og betri gjöf er varla
hægt að fá.“ Bjarni Gíslason, glaður með þriðja afabarnið.
Æskan í Eþíópíu
mótaði lífssýn mína
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hafnarfjörður Árni Reynir fæddist
29. mars kl 23.40. Hann vó 3.310 g og
var 49 cm langur. Foreldreldrar hans
eru Guðleif Ósk Árnadóttir og Guð-
mundur Snorri Sigurðsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Fríða Lára fæddist 21. júní
kl. 16.16. Hún vó 13 merkur og var 48
cm löng. Foreldrar hennar eru Sigríður
Elísa Eggertsdóttir og Gunnar Steinn
Aðalsteinsson.
M
agnús fæddist í
Reykjavík 2.12.
1963 og ólst þar
upp í Hlíðunum og
síðan í Hvassaleit-
inu til 10 ára aldurs. Hann bjó í
Garðabæ í tvö ár og síðan í Stykk-
ishólmi fram að menntaskóla-
árunum í MH. Hann lauk þaðan
stúdentsprófi 1982, lauk B.Sc.-prófi
í tölvunarfræði og stærðfræði 1985,
starfaði á tölvudeild Kristjáns Ó.
Skagfjörð í eitt ár, stundaði fram-
haldsnám við Rutgers University í
New Jersey í Bandaríkjunum og
lauk þaðan doktorsprófi í tölv-
unarfræði 1991.
Magnús var aðstoðargistiprófess-
or við Tokyo Institute of Techno-
logy 1991-92 og við Japan Advanced
Institute of Science and Technology
1992-95. Hann starfaði við Raunvís-
indastofnun Háskólans frá 1995 og
Magnús Már Halldórsson, prófessor í tölvunarfr. við HR – 50 ára
Eiginkona og börn Frá vinstri: Tómas Ken, Halldóra Miyoko, Yayoi Shimomura og Þóra Sayaka.
Á kafi í rannsóknum á
sviði þráðlausra neta
Í Japan Magnús ásamt eiginkonu og dætrum í þeirra fínasta pússi.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Tilboð á
rúðuþurrkum
Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is
Með h
verju
m tve
imur
trico
rúðuþ
urrku
m
fylgja
5 lítra
r af
Vaski
rúðuv
ökva