Morgunblaðið - 02.12.2013, Page 23

Morgunblaðið - 02.12.2013, Page 23
ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013 Þórhallur Bjarnarson biskupfæddist í Laufási við Eyja-fjörð 2.12. 1855. Hann var sonur Björns Halldórssonar, pró- fasts og skálds í Laufási, og k.h., Sigríðar Einarsdóttur. Bróðir Þórhalls var Vilhjálmur Bjarnarson, trésmiður og stórb. á Rauðará við Reykjavík, faðir Hall- dórs, skólastjóra á Hvanneyri, föður Þórhalls sem var forstjóri Holl- ustuverndar ríkisins. Halldór var einnig faðir Valgerðar, móður Sveins Runólfssonar landgræðslu- stjóra. Dóttir Vilhjálms var Laufey, amma Guðmundar Páls Arnarsonar sem varð heimsmeistari í brids. Eiginkona Þórhalls var Val- gerður, dóttir Jóns Halldórssonar, hreppstjóra á Bjarnastöðum í Bárð- ardal, og Hólmfríðar Hansdóttur húsfreyju, en fósturfaðir Valgerðar var Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri. Börn Þórhalls og Valgerðar voru Tryggvi forsætisráðherra, Svava, húsfreyja á Hvanneyri, Björn, bú- stjóri í Laufási, og Dóra forsetafrú. Þórhallur varð stúdent við Lærða skólann 1877, lauk prófi í hebresku við Prestaskólann sama ár, lauk cand.phil.-prófi við Kaupmanna- hafnarháskóla 1878, prófi í kirkju- feðrafræði 1880 og embættisprófi í guðfræði 1883. Þórhallur var stundakennari við Lærða skólann og Barnaskólann í Reykjavík 1883-84, var prófastur í Reykholti í Borgarfirði 1884, prest- ur á Akureyri frá 1885, var skipaður kennari við Prestaskólann 1886 og flutti þá til Reykjavíkur. Hann var skrifari Péturs Péturssonar biskups og aðstoðarmaður Hallgríms Sveins- sonar biskups en var sjálfur biskup Íslands frá 1908 og til æviloka. Þórhallur var alþm. Borgfirðinga 1894-1900 og 1902-1908 fyrir Heima- stjórnarmenn. Hann rak búskap á býli sínu, Laufási í Reykjavík sem hann kenndi við Laufás í Eyjafirði, en Laufásvegur heitir eftir býli Þór- halls og stendur hús hans enn við Laufásveg. Þá var hann áhugamað- ur um skipulag og fegrun Reykja- víkur og stofnaði Prýðifélag Reykja- víkur. Þórhallur lést 15.12. 1916. Merkir Íslendingar Þórhallur Bjarnarson 85 ára Hólmdís Jóhannesdóttir Stella Guðnadóttir 80 ára Guðbjörg Ágústsdóttir Halldóra Andrésdóttir Sigríður Einarsdóttir 75 ára Bergljót Ólafsdóttir Einar Örn Gunnarsson Gunnsteinn Sigurðsson Reynir Jónsson Sigurjóna M. Lúthersdóttir 70 ára Agnes Gamalíelsdóttir Arnór Guðmundsson Erla Vilhjálmsdóttir Jóhanna Axelsdóttir Pétur Björnsson Sveinborg Daníelsdóttir Þorsteinn Jónsson Þórir Kjartansson 60 ára Guðbjörg Gústafsdóttir Guðný Dóra Ingimundardóttir Halldóra Guðrún Ólafsdóttir Helga Hauksdóttir Jón Kristján Árnason Ólafur H. Óskarsson Ragnheiður Jónsdóttir Þórarinn R. Ásgeirsson 50 ára Anna Rúnarsdóttir Arinbjörn Viggó Clausen Ágústa Þóra Johnson Carmelita Cajag Mayubay Guðberg Þórhallsson Halldóra Emilsdóttir Helga Guðmundsdóttir Hrefna Steinarsdóttir Jón Trausti Guðlaugsson Kristín Pálsdóttir Krzysztof Stefan Midor Sigríður Gunnsteinsdóttir Sigurlaug Egilsdóttir 40 ára Ásgerður Magnúsdóttir Hulda Nanna Lúðvíksdóttir Ian Glenn Munoz Jóhanna Kristín Þorvarðardóttir Jónína Björk Þorvaldsdóttir Natalía Ólafsson Steinar Karl Kristjánsson 30 ára Andri Arnarson Auður Lúðvíksdóttir Derri Paul Harries Stephens Erna Karen Óskarsdóttir Maritza Solange Japke Sepulveda Sindri Arnarson Til hamingju með daginn 30 ára Sveinbjörn ólst upp í Reykjavík, er búsett- ur á Selfossi, lauk sveins- prófi í húsasmíði og starf- ar við smíðar. Maki: Bryndís Erlings- dóttir, f. 1985, hjúkr- unarfræðingur. Dætur: Sóldís Lilja, f. 2010, og Guðrún Birna, f. 2013. Foreldrar: Gunnar Hrafn Sveinbjörnsson, f. 1960, og Þórdís Þórarinsd., f. 1960, bændur á Efri-Hóli. Sveinbjörn Ari Gunnarsson 30 ára Bessý ólst upp á Húsavík en er nú búsett á Reyðarfirði, er að mála þar abstraktmyndir og er heimavinnandi um þessar mundir. Sonur: Alexander Gabrí- elsson, f. 2009. Foreldrar: Sigurhanna Vilhjálmsdóttir, f. 1963, listakona á Akureyri, og Hólmgeir Hermannsson, f. 1957, sem starfrækir ferðaþjónustu á Stað- arhóli í Aðaldal. Bessý Hólmgeirsdóttir 30 ára Kristín ólst upp í Borgarnesi, er nú búsett í Reykjavík, er stúdent og förðunarfræðingur og er sölumaður hjá Hár ehf. Maki: Brynjar Berg Guð- mundsson, f. 1987, hljóð- maður í Hörpu. Börn: Heiðar Berg, f. 2011, og Sara Björg, f. 2012. Foreldrar: Björgvin Óskar Bjarnason, f. 1945, og Inga Lára Bragadóttir, f. 1951. Kristín Sif Björgvinsdóttir Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is var rannsóknarprófessor þar 1998- 2000. Hann var auk þess aðjúnkt við Háskólann í Bergen í Noregi 1997-2000, var forstöðumaður upp- lýsingatæknisviðs Urðar -Verðandi - Skuldar 2000-2001 og í hlutastarfi þar til 2004, var prófessor í tölv- unarfræði við HÍ 2001-2007 og hef- ur verið prófessor í tölvunarfræði við HR frá 2007. Magnús var formaður Rannsókn- arráðs HR 2011-13 og er staðgeng- ill deildarforseta tölvunar- fræðideildar HR. Hann er gjaldkeri Vísindafélags Íslendinga, hefur skipulagt ráðstefnur hér á landi og erlendis, hefur setið í fagráðum rannsóknarsjóða og í stjórn Ís- lensk-japanska félagsins. Magnús fékk Hvatningaverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2001, fékk fyrstu Rannsóknarverðlaun HR fyrir nokkrum árum og hefur nú nýverið fengið Öndvegisstyrk Rannsóknarsjóðs Vísinda- og tækniráðs vegna rannsókna á sviði þráðlausra neta. Stundar hlaup, jóga og karate Þegar spurt er um áhugamál eru rannsóknir Magnúsar hans ær og kýr. Hann færist hins vegar undan því að lýsa þeim í almennum, fáein- um orðum: „Það er nú svolítið erfitt vegna allrar stærðfræðinnar sem þar kemur við sögu. En auk þess að vera með hugann við fjölskylduna og rannsókn- arverkefni mín hef ég alltaf haft áhuga á því að hreyfa mig mikið. Ég hjólaði mikið erlendis og eftir að ég kom heim hjólaði ég til og frá vinnu í 12 ár eða svo, allan ársins hring. Ég hef hins vegar dregið töluvert úr hjólreiðunum nú í seinni tíð, hvað sem verður í framtíðinni. Nú læt ég mér yfirleitt nægja að hjóla til vinnu á vorin þegar snjóa leysir. Eftir að ég dró úr hjólreiðunum fór ég að hlaupa í staðinn og það geri ég reglulega. Auk þess stunda ég jóga, fyrst og fremst sem lík- amsrækt, en ég hef líka prófað jóga sem hugleiðslutækni. Loks æfi ég karate af og til. Á kvöldin er svo gott að þjálfa puttana með því að spila á píanóið sér til gamans.“ Fjölskylda Eiginkona Magnúsar er Yayoi Shimomura, f. 22.5. 1959, tölv- unarfræðingur. Foreldrar hennar eru Ikuo Shimomura, f. 5.9. 1927, eigandi að fiskvinnslufyrirtæki í Nagoya í Japan, og Setsuko Shi- momura, f. 15.6. 1934, d. 30.4. 2012, húsfreyja í Nagoya í Japan. Börn Magnúsar og Yayoi Shi- momura eru Halldóra Miyoko Magnúsdóttir, f. 12.3. 1988, ljós- myndari í París; Tómas Ken Magn- ússon, f. 2.6. 1992, nemi í tölv- unarfræði; Þóra Sayaka Magnús- dóttir, f. 15.12. 1993, nemi. Systkini Magnúsar eru Valgerður Halldórsdóttir, f. 7.1. 1969, þýðandi í Reykjavík, og Bjarni Vilhjálmur Halldórsson, f. 28.11. 1973, stærð- fræðingur hjá deCODE, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar eru Halldór S. Magnússon, f. 30.4. 1942, fyrrv. framkvæmdastjóri og síðar for- stöðumaður hjá Íslandsbanka, og Kristín Bjarnadóttir, f. 20.9. 1943, prófessor emeritus við mennta- vísindasvið HÍ. Úr frændgarði Magnúsar M. Halldórssonar Magnús M. Halldórsson Elísabet Halldórsdóttir húsfr. á Hesteyri Eiríkur Benjamínsson útvegsb. á Hesteyri Kristín Eiríksdóttir húsfr. í Rvík Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður í Rvík Kristín Bjarnadóttir prófessor emeritus í Garðabæ Kristín Árnadóttir húsfr. í Hátúni Vilhjálmur Stefánsson útvegsb. í Hátúni á Norðfirði Hávarðína Hávarðsdóttir húsfr. í Bolungarvík Valdemar Samúelsson útvegsb. á Ósi í Bolungarvík Halldóra Valdemarsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Magnús Bergsson bakari og útgerðarm. í Vestmannaeyjum Halldór S. Magnússon viðskiptafræðingur í Garðabæ Þóra Magnúsdóttir frá Miðseli í Rvík Bergur Jónsson skipstj. á Kútter Surprise Afmælisbarnið Magnús Már Hall- dórsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.