Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.2013, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það stefnir í átakalítinn dag hjá þér en það þýðir ekki að þú getir slegið slöku við. Eitthvað sem sagt er í óeiginlegri merkingu er skilið bókstaflega. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur með ákveðni og þolinmæði náð þeim áfanga sem þú hefur lengi stefnt að. Haltu áfram á sömu braut og þú uppskerð ríkulega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu ekki að beita brögðum til að stjórna öðrum. Vilji er allt sem þarf til vinnings. Meiri tími út af fyrir þig, er forsenda hamingju í sambandi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki gott að láta tilfinning- arnar hlaupa með sig í gönur. Lífið kemur til þín þegar þú reynir ekki of mikið til þess og bíður ekki í úthugsuðum stellingum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Kannski áttar þú þig á því hversu mikill kærleikur umvefur þig dagsdaglega. Vertu því óhrædd/ur að taka að þér erfið verkefni sem aðrir leggja ekki í. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinur kemur þér hugsanlega stórkost- lega á óvart í dag. Hlustaðu eftir þeim góðu hugmyndum sem eru á sveimi allt í kringum þig. Láttu það eftir þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að byrja nýtt samband er að sumu leyti ekki ólíkt því að kveikja eld. En þótt gaman sé að rifja upp fortíðina þá er það samt fram- tíðin sem þú þarft að hafa efst í huga. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Kappsemi þín í vinnunni kemur í veg fyrir að þú sjáir heildarmyndina. Settu þér takmörk á útgjöldin og haltu þig við þau. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er töluvert álag á þér núna bæði í einkalífi og starfi. Þú ert þessi trausti og öruggi starfskraftur sem óhætt er að fela hvaða verkefni sem er. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur áhrif á fólk og lætur því líða á vissan hátt. Nú verðurðu að gera upp við þig hver staðan er heima fyrir og hverju þú vilt bindast. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Almenn upprifjun á sambandi eða aðstæðum leiðir þig að ákveðinni niðurstöðu – þú þarft að grípa til uppbyggilegra aðgerða án tafar. Það er kjarninn sem máli skiptir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú áttar þig á leiðum til þess að njóta góðs af stórum stofnunum eða hinu op- inbera. Mundu að uppörvun er vænlegri til ár- angurs en skammir. Kynntu þér aðstæður og vertu við öllu búin/n. ÁAlþingi hefur verið mikið ortaf ýmsum tilefnum. Ingvar Gíslason fyrrverandi mennta- málaráðherra lætur fjúka í kvið- lingum og er gott limruskáld. Guðni Ágústsson þótti löngum gott yrkisefni. Ingvar orti: Kát er hryssa, kýr og ær, kímir gylta og huðna þegar varaformann fær Framsókn á við Guðna. Bók Guðna „Léttur í lund“ er skemmtileg aflestrar og prýðir það bókina og bætir að þar eru margar stökur um og eftir stjórnmálamenn. „Glaðnar yfir presti, býst við jarð- arför“ er fyrirsögn á smellinni frá- sögn af Gunnlaugi Stefánssyni í Heydölum, sem kjörinn var á þing 1978 fyrir Alþýðuflokkinn, en hann er bæði hestamaður og æðarbóndi. Sá gamansami hagyrðingur Páll Pétursson orti: Ríður hrossum, reytir dún, rífst á þingi, hvass á brún. Svo er hann að syngja messu sá er ekki lengi að þessu. Guðni rifjar upp, að Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku tók þá ákvörðun, þegar hann varð menntamálaráðherra, að vín yrði ekki veitt í veislum hans enda bind- indismaður. Andrés Eyjólfsson í Síðumúla, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn 1951-1956, orti: Valdaferill verði þinn vorri þjóð til nytja. En veislur þínar, Villi minn, vil ég ekki sitja. Faðir Guðna, Ágúst Þorvaldsson, sat á þingi fyrir Framsóknarflokk- inn 1956-1974. Þegar hann lét af þingmennsku kvaddi Friðjón Þórð- arson hann með þessari stöku, sem lýsir þeim báðum vel: Seint verða lúnir sómamenn, sjást úti á túni og hlöðum. Fáni við hún er uppi enn, Ágúst á Brúnastöðum. Helgi Seljan, lengi þingmaður Austfirðinga, orti eftir að Guðni hafði flutt jómfrúrræðu sína á Al- þingi: Mér að skapi mjög svo er málflutningur slíkur, festulegur, fylginn sér, föður sínum líkur. Skemmtilegur kafli er um Jó- hannes Kristjánsson eftirhermu, en þeim Guðna þykir svipa saman og fyrir hefur komið að ruglast hefur verið á þeim. „Skáldin ortu um okk- ur eins og bræður eða tvífara, m.a. Hjálmar Jónsson,“ segir Guðni: Ræðuna mína ljúfur les, leiddur á nýjan stig. Ég er að leika Jóhannes og Jóhannes leikur mig. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stökur og stjórnmálamenn Í klípu „NEI, ÞÚ MÁTT EKKI FARA! OG EKKI FLEIRI SPURNINGAR! ERU ÞETTA ÞAKK- IRNAR SEM ÉG FÆ FYRIR AÐ LEYFA ÞÉR AÐ HVÍLA SÆRÐU HÖNDINA?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að bíða eftir að sjá bílljósin hans. NÝGIFT NÝ- SKILINN LÍSA ER Í HEIMSÓKN! HÚN ER AÐ SKIPULEGGJA FATASKÁPINN MINN. FINNNUR ÞÚ REYKJALYKT? JÁ, LOKSINS FRJÁLS! EFTIR MARGRA MÁNAÐA UNDIRBÚNING ERUM VIÐ TILBÚNIR TIL AÐ LEGGJAST Í RÁNFERÐ TIL ALLRA RÍKUSTU KASTALA EVRÓPU! VIÐ LEGGJUM AF STAÐ UM LEIÐ OG SENDIBOÐINN MINN KEMUR AFTUR! HRÓLFUR GLEYMDI NESTINU SÍNU. Þá er desember runninn upp, enneina ferðina. Með sínar vetrar- sólstöður og tilheyrandi myrkur. Og jólin. Víkverji er líklega í meðallagi mikið jólabarn – hefur gaman af ljósunum, samverustundunum og góða matnum, en leiðist stressið og aukna álagið sem fylgir alla jafna aðdraganda jóla. x x x Jólahefðir eru skemmtilegt fyrir-bæri, og finnast svo að segja í hverri fjölskyldu sem heldur á annað borð jól. Þær geta snúist um hvað er á borðum, í hvaða röð pakkarnir eru teknir upp, hvar fjölskyldan kemur saman, hver býður heim á jóladag eða jafnvel í hvaða röð jólakortin eru lesin upp. Ein af jólahefðum Víkverja er að klára jólagjafainnkaupin á Þorláks- messu. Það er reyndar ekki sérlega góð hefð. Víkverji telur það hins vegar alveg nauðsynlegt að leyfa jólaand- anum að hreiðra um sig í sálu sér áður en hann hugleiðir hvað vinir og ætt- ingjar fá í pakka undir sitt tré. Sem er auðvitað argasta bull. Víkverji ætlar því að lofa bót og betrun og fara að skrifa jólagjafalista eigi síðar en í dag. Og svo fer hann í innkaupaleiðangur um helgina. Eða næstu helgi. Alveg í síðasta lagi helgina eftir það. x x x Annars gleður það Víkverja af-skaplega mikið hversu mörg jóla- ljós eru þegar komin upp. Það veitir ekkert af því, hér á hjara veraldar, að bæta smá birtu í skammdegið. Fyrir nokkrum árum tóku Íslend- ingar sig saman og höfðu kveikt á jóla- ljósum frameftir janúarmánuði, sumir jafnvel lengur. Það er góður siður, en þó hljóta að vera takmörk á hversu lengi jólaljós eiga við. Fyrir mörgum árum leigði Víkverji íbúð í fjölbýlishúsi. Hann flutti inn í febrúar og í apríl bankaði kona úr stjórn húsfélagsins uppá. Hún spurði Víkverja hvort hann ætlaði ekki að fara að taka seríuna niður af svöl- unum. Svölunum sem Víkverji hafði ekki einu sinni komið út á, og vissi því ekki að þar væri sería. „Sko, þetta truflar mig ekkert,“ sagði konan, „en gamla fólkið í blokkinni er farið að tala um þetta.“ víkverji@mbl.is Víkverji Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu en leiða mæðurnar. (Jesaja 40:11) ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.