Morgunblaðið - 18.12.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 18.12.2013, Síða 18
FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Tilboð sjóðsstýringarfyrirtækisins Landsbréfa í svonefnt Magma- skuldabréf, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hefur fallið úr gildi. Fyrirtækinu tókst ekki að fjár- magna kaupin fyrir 30. ágúst síðast- liðinn, eins og vonir stóðu til. Orku- veitan er þó enn opin fyrir tilboðum í bréfið en að sögn Eiríks Hjálmars- sonar, upplýsingafulltrúa OR, hafa bæði erlendir og innlendir fjárfestar sýnt því áhuga. OR eignaðist bréfið þegar kanad- íska orkufyrirtækið Magma Energy keypti hlut þess í HS Orku árið 2009. Lokagjalddagi bréfsins er í desember árið 2016 en það var bókfært á 8,1 milljarð króna í árshlutareikningi OR í lok septembermánaðar. Er bréfið tryggt með veði í hinum seldu hluta- bréfum Magma í HS Orku. Í sumar samþykkti stjórn Orku- veitunnar 8,6 milljarða króna tilboð Landsbréfa í bréfið og ætlaði sjóðs- stýringarfyrirtækið að inna 5,2 millj- arða króna greiðslu af hendi hinn 30. ágúst. „Þeir ætluðu sér tiltekinn tíma til að ljúka þessari fjármögnun en náðu því síðan ekki,“ segir Eiríkur í samtali við Morgunblaðið. Verðmötin lægri en tilboðið Framkvæmdastjóri Landsbréfa, Sigþór Jónsson, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fram kom í tilkynningu frá fyrir- tækinu í sumar að það myndi bjóða helstu viðskiptavinum sínum, einkum íslenskum stofnanafjárfestum og fag- fjárfestum, að taka þátt í fjármögn- uninni í gegnum fagfjárfestasjóð á vegum Landsbréfa. Haft var eftir Sigþóri að fyrirtækið teldi skulda- bréfið vera spennandi fjárfestingar- kost. Eiríkur segir að Orkuveitan hafi fengið nokkur fyrirtæki til að verð- meta skuldabréfið sem og tilboð Landsbréfa. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins áætlaði Íslandsbanki að núvirði bréfsins gæti legið á bilinu 6,7 til 7,6 milljarðar króna en mat HF Verðbréfa og Summu ehf. hljóðaði upp á 6,1 til 7,6 milljarða króna. Það er mun lægri upphæð en Landsbréf hugðust greiða fyrir bréfið. Eins og áður sagði var bréfið bók- fært á 8,1 milljarð króna í lok sept- ember í ársreikningi Orkuveitunnar. Um síðustu áramót var það hins veg- ar bókfært á 9,7 milljarða króna. Ei- ríkur segir skýringuna vera þá að bréfið sé tengt álverði, það er að höf- uðstóll þess sé vísitölutengdur ál- verðsvísitölu. „Lágt álverð hefur því bein áhrif á virði bréfsins,“ útskýrir hann. Síðustu ár hefur verð á áli einmitt verið undir miklum þrýstingi vegna umframframleiðslu og mikilla upp- safnaðara birgða af áli í kjölfar efna- hagskreppunnar 2008. Undanfarin fjögur ár hefur álverð lækkað um meira en 30% og hefur það ekki verið lægra frá því á árinu 2009. Þá gætu breyttar viðskiptareglur á málm- Ekki tókst að fjárm  Tilboð Landsbréfa í Magma-skulda- bréf Orkuveitunnar hefur fallið úr gildi Magma-skuldabréfið » Tilboð Landsbréfa í Magma- skuldabréfið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, hefur fallið úr gildi. » Fyrirtækinu tókst ekki að fjármagna kaupin fyrir 30. ágúst. » Tilboð Landsbréfa hljóðaði upp á 8,6 milljarða króna. » Nokkur fjármálafyrirtæki höfðu áætlað að núvirði bréfs- ins gæti legið á bilinu 6,1 til 7,6 milljarðar króna. » Bókfært virði bréfsins hefur lækkað á árinu vegna lækkandi álverðs. » Það var 9,7 milljarðar í árs- lok 2012 en 8,1 milljarður í lok septembermánaðar. » Nokkrir fjárfestar hafa sýnt bréfinu áhuga. 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kunna tillögur stjórnvalda um skulda- niðurfellingar verðtryggðra íbúðalána að leiða til þess að auka þurfi framlög ríkissjóðs til Íbúðalánasjóðs um 10 milljarða króna á næstu fjórum árum, eigi að viðhalda núverandi eiginfjárhlut- falli sjóðsins í 2,5%. Bloomberg-fréttaveitan sagði frá málinu síðasta fimmtudag og var þá haft eftir Dariu Zhakarovu, sem fer fyrir sendinefnd AGS, að ríkisstjórnin gæti þurft að leggja sjóðnum til 40 milljarða króna til að viðhalda núverandi hlutfalli. Rangt var haft eftir henni og hefur frétt Bloomberg nú verið leiðrétt. Lögbundið eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs er 5%. 10 milljarðar en ekki 40                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-/. +21-1 3+-4/ +0-13 +/-,/5 +.+-+, +-+31/ +/1-3. +,2-3 ++,-,5 +12-+1 ++2-33 3+-5.. +0-1/, +/-/3/ +.+-5. +-+.. +/1-/, +,2-,5 3+3-.034 ++,-1. +12-,5 ++2-54 3+-51, +1-2.3 +/-//1 +.+-1 +-+.,. +02-31 +,+-+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur ákveðið að hætta að greiða læknum fyrir að kynna lyf sem fyr- irtækið framleiðir auk þess að hætta að greiða sölufólki fyrir fjölda lyfja- ávísana sem gerðar eru á lyf fyrirtæk- isins. Þetta kom fram hjá forstjóra fé- lagsins í fyrradag. Með þessu mun fyrirtækið hætta að nota umdeildar aðferðir í lyfjageiranum sem hafa ver- ið þekktar síðustu áratugina. Fyrirtækið hefur lengi greitt lækn- um og heilbrigðisstarfsfólki fyrir að mæta á ráðstefnur og greitt allan kostnað vegna ferðalagsins. Nýleg skýrsla komst að því að fyrirtækið hefði á síðasta ári eytt 40 milljónum punda, jafnvirði 7,6 milljarða króna, í slík útgjöld í Bretlandi. Breytingarnar munu að fullu ganga í gegn árið 2016. Þær koma í kjölfar ásakana um að GlaxoSmithKline hefði notað 320 milljón punda sjóð til að múta læknum og heilbrigðisstarfsfólki í Kína með beinum mútugreiðslum eða þjónustu vændiskvenna gegn því að vísa á lyf fyrirtækisins. Í kjölfar ásakananna hefur sala fyrirtækisins í Kína minnkað mikið. Hætta að greiða læknum Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Tilboðsverð kr. 106.900 Jólagjöfin í ár! fy heita sú kriftarbó VD diskur lgja með Lífstíðareig ð fylgir Vitamix sle jarmál og sv k og ar ig ps D Me p r n! ávexti, gr nánast hvað y klaka og alla noð d Bý

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.