Morgunblaðið - 27.01.2014, Síða 4

Morgunblaðið - 27.01.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is Á SKÍÐI Skelltu þér til Austurríkis Frá kr. 119.900 – með hálfu fæði B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Kr. 119.900 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn á Skihotel Speiereck*** í 7 nætur með hálfu fæði í viku. Kr. 139.900 Netverð á mann m.v. 2 fullorðna á Skihotel Speiereck*** í 7 nætur með hálfu fæði í viku. Bjóðum sértilboð á Skihotel Speiereck*** í Lungau. 1. og 8. febrúar í 7 nætur með hálfu fæði. Innifalið er flug, gisting, flugvallaskattar, taska og flutningur á skíðasetti. Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is Alls eru 1.149 starfsmenn ríkisins skipaðir ótímabundið án gagnkvæms uppsagnarfrests, þ.e. æviráðnir. Þessir starfsmenn voru allir skipaðir fyrir 1. júlí 1996, en eftir þann tíma er enginn lengur skipaður ótíma- bundið heldur aðeins til fimm ára, að undanskildum hæstaréttar- og hér- aðsdómurum. Síðan þá hafa 37 starfsmenn verið ráðnir til starfa ótímabundið án gagnkvæms upp- sagnarfrests, en alls starfa 21.102 manns hjá íslenska ríkinu. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um rík- isstarfsmenn, en upplýsingarnar eru fengnar úr launavinnslukerfi ríkis- ins. „Ég tel afskaplega mikilvægt að við vinnum skipulega að því að bæði bæta reksturinn og að fá meira fyrir minni fjármuni. Það er nauðsynlegt fyrir okkur ef við viljum halda uppi þessu þjónustustigi, sem ég held að sé sátt um. Við verðum að gera það með minni fjármunum heldur en áð- ur,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að athygli veki hversu margir eru enn að störfum sem ráðnir voru með þessum hætti. Hámarkstími skynsamlegur Guðlaugur segir að tölurnar sýni meiri fjölda æviráðinna starfsmanna en hann hafi átt von á. „Við breytum ekki því sem liðið er. Hins vegar er það mín skoðun að það megi laga ýmislegt í starfsmannamálum og þá er ég að vísa til þess að ég tel það skynsamlegt að setja hámarkstíma á það hvað hver geti verið lengi í hverju starfi. Ekki bara hjá æðstu embættunum heldur einnig hjá milli- stjórnendum, en ég tek dómara hér út fyrir sviga. Ég held að það myndi auka starfsánægju og sömuleiðis stuðla að betri stjórnsýslu ef fólk er ekki lengur en átta ár á sama stað. Þetta met ég út frá reynslu minni sem ráðherra og þingmaður,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við að hann líti ekki á slíkar breytingar sem ógn við ríkisstarfsmenn heldur þvert á móti tækifæri. Flestir æviráðinna starfsmanna ríkisins starfa hjá Há- skóla Íslands, eða 181 talsins. Rúmlega þús- und æviráðnir  Enginn skipaður ævilangt síðan 1996 en 37 starfsmenn ráðnir ótímabundið Skynsamlegt að setja aldursþak á starfsaldur ríkis- starfsmanna. Guðlaugur Þór Þórðarson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Raungengi krónu hefur styrkst tölu- vert og er á mælikvarða hlutfallslegs verðlags nú svipað og í september 2008. Vísitala raungengis var 81,2 stig í desember. Til samanburðar var meðaltalið 1990 til 2013 91,6 stig, að bóluárunum meðtöldum, þegar raun- gengið náði sögulegum hæðum. Raungengi er annað en skráð nafn- gengi. Styrkist raungengið eykst kaupmáttur í erlendum vörum. Raun- gengið hrundi eftir efnahagshrunið en hefur síðan styrkst. Jón Bjarki Bentsson, sér- fræðingur hjá Greiningu Ís- landsbanka, segir að í sögulegu ljósi fari halli að mynd- ast af viðskiptum við útlönd ef áður- nefnd vísitala fer mikið yfir 90 stig. Vegna mikillar gjaldeyrisþarfar þjóð- arbúsins, og fyrir afgang af viðskipt- um við útlönd, sé ekki æskilegt að raungengi styrkist mikið meira. „Þau fáu tímabil sem við fengum jöfnuð á utanríkisviðskiptum árin fyr- ir hrun voru þegar raungengið var í kringum 90. Það má með rökum horfa á það gengi sem efri mörkin á heppi- legu raungengi um þessar mundir. Frá 1980 hefur vísitalan sjaldan farið undir 90 og hún fór oft yfir 100. Því fylgdi gjarnan aukning í viðskipta- hallanum.“ Meiri verðbólga hér en erlendis Jón Bjarki bendir á að meiri verð- bólga hér en í viðskiptalöndum eigi þátt í styrkingu raungengis, miðað við sömu vísitölu. Áhrif verðbólgu í þessa veru komi t.d. fram í mikilli styrkingu raungengis í upphafi 10. áratugarins, fyrir þjóðarsáttina. Nafngengi evru er nú tæpar 157 krónur og er meðalmaðurinn nú skemur að vinna fyrir einni evru en niðursveifluárið 2009, svo dæmi sé tekið, vegna meiri launahækkana hér en á evrusvæðinu. Raungengið hefur styrkst. Á það þátt í að vísitala kaup- máttar launa hefur styrkst og verð á innfluttum vörum lækkað. Jón Bjarki bendir á að ef raun- gengið styrkist mikið meira muni það koma fram í aukinni einkaneyslu. Við það gangi á vöruskiptajöfnuðinn, sem þrýsti genginu niður. Raungengi krónunnar að styrkjast  Er nú svipað og í desember 2008  Hærra raungengi þýðir aukinn kaupmátt í innfluttum vörum  Sérfræðingur telur ekki æskilegt að raungengið styrkist mikið meira m.t.t. gjaldeyrisþarfar landsins Jón Bjarki Bentsson Jafnan sýnt sem vísitala » Raungengi má skilgreina sem hlutfallslega þróun verð- lags í heimalandi annars vegar og viðskipalöndunum hins veg- ar frá tilteknu grunnári (hér er árið 2000 = 100). » Raungengi er jafnan sýnt sem vísitala og táknar hækkun vísitölunnar styrkingu raun- gengis íslensku krónunnar. Reykjavíkurleikunum lauk í gær, en þeir höfðu staðið yfir frá 17. janúar. Meðal keppnisgreina um helgina var listhlaup á skautum í Laugardal. Með- al keppenda sem sýndu glæsileg tilþrif var Nadía Margrét Jamchi. Morgunblaðið/Ómar Tilþrif á skautasvellinu Reykjavíkurleikunum lauk í gær Verðlagseftirlit ASÍ heldur utan um breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæði hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Frá 1. janúar 2013 til 1. jan- úar 2014 hafa sex af fimmtán sveit- arfélögum hækkað hjá sér gjald- skrána en það eru Hafnarfjörður, Akureyri, Akranes, Vestmannaeyj- ar, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. Hækkanirnar áttu sér stað þrátt fyr- ir samstillt átak gegn hækkunum. Mest hækkun á almennri gjald- skrá fyrir átta tíma vistun ásamt fæði er í Vestmannaeyjum, eða um fimmtán prósent. Þar á eftir kemur Fjarðabyggð með þriggja prósenta hækkun og Akranes með um tveggja prósenta hækkun. Þau sveitarfélög sem ekki hafa hækkað hjá sér gjald- skrá milli ára eru Garðabær, Sel- tjarnarnes, Kópavogur, Mosfells- bær, Árborg, Skagafjörður, Reykjavík, Reykjanesbær og Ísa- fjörður. Töluverður verðmunur er á hæstu og lægstu gjaldskrá sveitarfélaga fyrir átta tíma vistun. Hæsta gjaldið fyrir þjónustuna er að finna í Mos- fellsbæ þar sem hún kostar 35.354 krónur á mánuði en lægsta gjaldið er að finna í Reykjavík þar sem það er 25.880 krónur, eða um 37 prósenta verðmunur. Sex hækka hjá leikskólum Gjald Verð hækkar þrátt fyrir átak. Leigubílstjóri kom með ungan karlmann á lög- reglustöð í Reykjavík í fyrri- nótt þar sem ekki náðist að vekja hann. Þegar maðurinn vakn- aði varð hann mjög viðskotaillur en hann var í mjög annarlegu ástandi, segir í til- kynningu lögreglunnar. Þá var ungur karlmaður hand- tekinn í verslun í miðborginni sömu nótt. Hann var ölvaður og hafði kastað vörum úr hillum verslunar- innar. Voru báðir þessir menn vist- aðir í fangageymslu yfir nóttina. Vaknaði viðskota- illur á lögreglustöð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á laugardagskvöld um karlmann sem væri að skemma bifreiðar á bifreiðastæði í austur- borginni. Er lögreglumenn komu á vettvang fór maðurinn ekki að fyr- irmælum og sparkaði einnig í lög- reglukonu, segir í tilkynningu lög- reglunnar. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fanga- geymslu þar til ástand hans lagað- ist og hægt var að ræða við hann. Um svipað leyti var tilkynnt um ölvaðan karlmann með hávaða og læti við Snorrabraut, þar sem hann sparkaði upp útihurð á húsi. Sparkaði ölvaður í lögreglukonu Lögreglan á Suðurnesjum var ný- verið kvödd á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem fyrir var ein- staklingur er hafði gefið upp kenni- tölu annars manns, þegar hann ósk- aði eftir að hitta lækni. Erindi hans var að fá róandi lyf hjá lækninum, sem gerði lögreglu viðvart. Einstaklingurinn framvís- aði þá greiðslukorti með mynd og viðurkenndi að hafa gefið upp rangt nafn og kennitölu við komu og í viðtali við lækninn. Reyndi að svíkja út róandi lyf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.