Morgunblaðið - 27.01.2014, Síða 26

Morgunblaðið - 27.01.2014, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 ✝ Guðrún Hallfæddist í Reykjavík 16. mars 1935. Hún lést á Landspítalanum 18. janúar sl. Foreldrar henn- ar voru Brynhildur Jónatansdóttir Hall, f. 1910, d. 1973 og Garðar Hall, f. 1907, d. 1997. Systkini Guð- rúnar eru Jónatan, f. 1942, d. 2009, Jónas, f. 1946, maki Ólafía Jónsdóttir og Hjördís Anna, f. 1950, maki Sigurjón Stefánsson, f. 1950. Árið 1958 kvæntist Guð- rún eftirlifandi eiginmanni sín- um G. Agnari Einarssyni, f. 1931. Eignuðust þau þrjú börn, þau 1) Brynhildi, f. 1955, maki Sveinn Þorsteinsson, f. 1953. Alexander Briem, f. 1990, unn- usta hans er Rós, f. 1992. Guð- rún ólst upp í Reykjavík, bjó fyrstu æviárin á Ljósvallagöt- unni og síðan austast í Foss- vogdal á Bústaðabletti 4 þar sem foreldrar hennar höfðu reist sér hús árið 1945. Þar bjuggu Guðrún og Agnar sín fyrstu hjúskaparár þar til þau fluttu í hús sitt í Fögrubrekku í Kópavogi. Guðrún starfaði sem matráðskona í Digranesskóla í 34 ár eða þar til hún lét af störf- um vegna aldurs. Síðustu árin starfaði Guðrún að hluta í fyrirtæki sonar síns, Kryddi og kavíar. Guðrún var einstök hann- yrðakona og liggur eftir hana fágæt handvinna meðal ættingja og vina sem margir munu njóta um ókomna tíð. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 27. jan- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Eiga þau tvo syni, Agnar, f. 1972 og Arnar, f. 1984. Maki Agnars er El- ín Freyja Eggerts- dóttir, f. 1975. Eiga þau saman Svein Brynjar, stjúpsonur Agnars og sonur Elínar er Eggert Sveinn, unnusta hans er Karen, 2) Ernu Guðrúnu, f. 1959, maki Þorlákur Björnsson, f. 1955. Eiga þau þrjú börn, Björn, f. 1995, unnusta hans er Guðrún Fanney, f. 1994, Guð- rúnu og Agnar, f. 1998, 3) Garð- ar, f. 1965, maki Sigríður Pét- ursdóttir, f. 1961. Synir Garðars frá fyrra hjónabandi eru Geir, f. 1993, og Hugi, f. 1997. Stjúpson- ur Garðars og sonur Sigríðar er Í biblíunni er ritað: „Öllu er af- mörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma, að gráta hefur sinn tíma og að hlæja hefur sinn tíma“ Nú kveðjum við með söknuði ástkæra móður. Eftir lifir góð minning um ást hennar og hlýju. Ljós minninganna mun lýsa okk- ur. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Brynhildur, Erna og Garðar. Myndband af hátíðarhöldum 17. júní á sjöunda áratug síðustu aldar. Ung, fallega snyrt kona, í vel sniðinni kápu og með hvíta hanska leiðir ljóshærð börn í sparifötum. Öll í stíl. Á sömu spólu er að finna upptökur af veisluhöldum, jólum, fermingu, fjölskyldu gleðjast saman í fögr- um blómagarði. Sama yfirbragð alls staðar, á þeim tíma hefðu orð- in „lekkert“ og jafnvel „smækó“ verið notuð um fagurlega fram bornar veitingarnar og fólk í sínu fínasta pússi. Allt sem Guðrún Hall kom ná- lægt hafði yfir sér stíl. Fíngerðu jólaskreytingarnar sem hún hekl- aði, blómskrúðið í garðinum, agn- arlitlar og einstaklega gómsætar smákökur. Einhver gæti ímyndað sér að erfitt væri að standa undir vænt- ingum þegar tengdamóðir manns er birtingarmynd hinnar full- komnu húsmóður. En það var öðru nær. Guðrún kunni alveg jafn vel að hæla öðrum fyrir styrkleika þeirra. Hún var einstaklega gjafmild kona og fjölskylda og vinir nutu góðs af myndarskapnum. Guðrún naut þess að færa þeim sem henni þótti vænt um fallegar gjafir jafn- vel þó að ekki væri neitt sérstakt tilefni og fátt vissi hún skemmti- legra en að vera umkringd fólk- inu sínu og gera því gott. Á bolludag var stórfjölskyldan boðin í fiskibollur og bestu rjóma- bollur sem hægt er að hugsa sér. Á sumrin dásamlegar veislur í garðinum þar sem Aggi spilaði á harmonikku og sólin skein. Við munum sakna Guðrúnar en eftir lifa minningar um skemmtilegar stundir og hlýja og umhyggju- sama tengdamóður og stjú- pömmu. Minningar sem verma. Elsku Aggi, börn, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning góðrar konu. Sigríður Pétursdóttir og Alexander Briem. Minning um Guðrúnu Hall, hana ömmu gömlu. Góðu minningarnar okkar um ömmu voru hinir ótrúlegu hæfi- leikar hennar við bakstur. Þegar við áttum afmæli spurð- um við hana alltaf hvort hún gæti bakað þessa æðislegu pipar- mintuköku sem var alveg gjör- samlega ómissandi fyrir hverja afmælisveislu. Hún hafði alltaf bakað hana með glöðu geði. Einnig bakaði hún stundum þessar litlu frönsku vöfflur sem voru eins og lítið kremkex. Að bragða á þeim var eins og að fljúga á einhyrningi yfir falleg- ustu regnbogafossa heimsins. Fyrir einum eða tveimur árum var hún að vinna hjá fyrirtæki sonar síns, föður okkar. Hún bak- aði þar kökur, sætabrauð og alls- konar gómsætis bakkelsi. En þegar hún var greind með krabbamein þurfti hún að taka smá pásu frá vinnunni. Hún bak- aði seinna fyrir fyrirtækið en ekki alveg eins mikið og áður. Hún dundaði sér mikið við baksturinn á þessu erfiða tímabili. Tveimur dögum áður en hún lést dreymdi Huga að hún var að suða í pabba mínum og systrum hans að hana langaði svakalega mikið í hlaupaskó. Öll þrjú reyndu þau að sannfæra hana um að hún þyrfti ekkert á hlaupas- kóm að halda fyrst að hún þyrfti að styðjast við göngugrind. Mér fannst þessi draumur bara skondinn. Síðan amma var greind með krabbamein þurfti hún að fara í gegnum margar læknismeðferð- ir. Hún barðist lengi á móti veik- indunum með stuðningi frá hverj- um einasta fjölskyldumeðlimi og vinum. Minning hennar verður ávallt með okkur öllum. Með eigin- manni, börnum, barnabörnum, barnabarnabörnum og öllum nánum ættingjum og vinum. Megi amma okkar hvíla í friði. Hugi og Geir. Elsku besta og yndislega amma okkar. Það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við heyrum þetta orð, „amma“, er hlýjan. Dásamlega hlýjan og gleðin sem geislaði ætíð af þér. Þótt þú sért farin munum við aldrei nokkurn tímann gleyma ógrynni minninganna sem við eigum saman. Dýrmætu og fallegu minninganna sem lifa áfram í hjörtum okkar allra. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Björn, Agnar og Guðrún. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Guðrún Hall, Gunna mágkona, er látin. Það var fyrir um 60 árum sem Aggi bróðir kom með hana í fjölskylduna og síðan höfum við átt samleið í gleði og sorg og verið góðar vinkonur. Gunna og Aggi byrjuðu bú- skap sinn á Bústaðablettinum og þegar það hús þurfti að víkja fyrir skipulaginu þá fluttu þau í Brekk- una fögru í Kópavogi, þar sem þau byggðu sér yndislegt heimili. Hvers konar handavinna og föndur voru henni hugleikin og liggja eftir hana margir fallegir munir sem unnir voru af miklu næmi og hlýleika sem einkenndi Gunnu. Í nokkurn tíma hefur hún nú barist við veikindi sín af fádæma æðruleysi. Alltaf hélt hún reisn sinni og glæsileika. Hlý og gef- andi til hinstu stundar. Eftir sitj- um við með sorg og söknuð í hjarta. En við eigum góðar minningar um Gunnu, sem enginn getur tek- ið frá okkur. Fyrir hönd fjöl- skyldna okkar þökkum við ynd- islegar samverustundir með henni og biðjum Guð að styrkja Agga, Billie, Ernu, Garðar og fjölskyldur þeirra. Minningarnar um Guðrúnu Hall eru perlur sem við geymum í hjörtum okkar. Sigurborg, María og Þórey. Fallin er frá hún elsku amma Gunna sem ég var svo heppin að kynnast fyrir 18 árum þegar við Aggi, elsta barnabarnið hennar, fórum að vera saman. Margar gleðistundir eins og spilakvöld og veislur áttum við saman sem við eigum eftir að minnast með drengjunum okkar og fjölskyld- unni. Við vorum heppin að fá ykkur Agga afa til okkar til Danmerkur þegar Aggi var 75 ára. Þá var nú ýmislegt brallað og mun það aldr- ei gleymast hversu yndislegur tími það var að hafa ykkur hjá okkur. Handavinna var leikur í þínum höndum og eru ófáir munir á heimilinu okkar sem eru eftir þig, við erum þakklát fyrir að eiga þessar minningar. Þú fengið hefur hvíldina góðu við munum sakna þín. Minningar verma hjörtun við ætíð minnumst þín. Elsku Aggi afi, Billie, Erna, Garðar, tengdabörn og barna- barnabörn, söknuður og missir er Guðrún Hall ✝ Otti VilbergurSveinbjörnsson fæddist á Vestdals- eyri við Seyðisfjörð hinn 20. júlí 1920. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði hinn 16. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Árni Ingimundar- son, f. 26. desember 1879, d. 4. ágúst 1956, og Odd- fríður Ottadóttir, f. 27. júlí 1882, d. 30. september 1961. Vilbergur var yngstur 10 systkina. Systkini hans voru: 1) Hallfríður Jóna, f. 8. desember 1905, d. fyrir 1991, 2) Svava, f. 25. október 1908, d. 15. desember 1983, 3) Sveinn Jó- hann, f. 22. september 1910, d. 23. september 1930, 4) Guðrún Ásta, f. 31. október 1911, d. 9. júní 2002, 5) Ingi Vilberg, f. 29. apríl 1913, d. 12. júlí 1913, 6) Daníel, f. 15. júlí 1914, d. 5. októ- ber 1914, 7) Yngvi Hrafn, f. 1. júlí 1915, d. 23. september 1930, 8) Ingimundur, f. 4. nóvember 1916, d. 23. september 1930, 9) Ingi- björg, f. 10. nóvember 1917, d. 7. maí 2004. þeirra: a) Guðrún Fönn, f. 1982, eiginmaður Trausti Hannesson, synir þeirra eru Tómas Jökull Aron Frosti. b) Páll Fannar, f. 1990. c) Vilborg Fönn, f. 1993. Vilbergur ólst upp í foreldra- húsum á Seyðisfirði, fyrstu árin á Vestdalseyri og síðar inni í bæ og bjó þar allt til dauðadags. Vilbergur vann ýmis störf bæði til sjós og lands, hann stund- aði lengi sjómennsku og útgerð. Hann fór einnig víða um land á vertíðir. Um árabil starfaði hann sem atvinnubílstjóri og var lengi með eigin bíla, bæði fólksflutn- inga- og vörubíla. Árið 1970 keypti hann húseign Kaupfélags Austfjarða á Öldunni. Þar inn- réttaði hann íbúð uppi og hóf hann ásamt eiginkonu sinni rekstur kaffiteríu og matsölu- staðar á neðri hæðinni, smátt og smátt breyttist reksturinn yfir í Verslunina Ölduna sem þau ráku allt til ársins 2000. Lionshreyfingin átti stóran þátt í lífi Vilbergs, hann var um áratuga skeið virkur félagi í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar og hlaut ýmsar viðurkenningar fyr- ir störf sín þar. Í apríl 2010 var hann gerður að Melvin Jones- félaga sem er æðsta viður- kenning sem Lionsklúbbar geta veitt félögum sínum. Vilbergur verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 27. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Eiginkona Vil- bergs var Bjarn- heiður Rafnsdóttir, f. 5. janúar 1924, d. 10. júní 2004, dóttir þeirra er Guðrún Hrefna, f. 5. apríl 1952, gift Jóhanni Pétri Hanssyni, börn þeirra: a) Eygló Björg, f. 1974, eiginmaður Dánjal Salberg Adlersson, börn þeirra eru Guðrún Adela og Jóhann Eli, b) Eydís Bára, f. 1976, í sambandi með Þorleifi Karli Eggertssyni, c) Örvar, f. 1984, unnusta Sandra Guðmundsdóttir, dóttir hennar, Katrín Embla Jó- hannsdóttir. Synir Vilbergs og Ingibjargar Símonardóttur: 1) Símon Hrafn, f. 7. maí 1957, fyrr- verandi eiginkona Anna Kristín Sverrisdóttir, börn þeirra eru a) Eva, f. 1979, eiginmaður Þór- arinn Torfi Finnbogason, börn þeirra eru Alma Hlín og Símon Bogi, b) Ingibjörg María, f. 1990, c) Sindri Otti, f. 1996. Sambýlis- kona Símonar er Inga Arna Heimisdóttir. 2) Tómas Lárus, f. 26. maí. 1958, eiginkona Hafdís Ármann Þorvaldsdóttir, börn Elsku Villi afi. Nú er hún komin. Stundin sem ég hef nokkuð lengi gert mér grein fyrir að muni einhvern tím- an koma, en hef líka óttast að muni koma of fljótt, að minnsta kosti að mínu mati, en nú er þess- um bíltúr þínum á lífsins vegi lokið og þú eflaust hvíldinni feginn eftir langan akstur. Því hraðahindran- irnar og holurnar hafa verið marg- ar og miserfiðar á þeirri leið. Hvað á ég að skrifa þegar ég kveð mann eins og þig, elsku afi? Mann sem auk þess að vera afi minn hefur verið bæði minn besti vinur og helsta fyrirmynd í lífinu. Það er svo margt sem flæðir í gegnum hugann á svona stundu. Ferðirnar í héraðið, sögurnar af rútuferðunum, síldarárunum, sjó- mennskunni og allar hinar sög- urnar en ekki síst sögurnar af Vestdalseyrinni, sem var þér svo kær. Já, þær voru sko margar sögurnar sem þú sagðir mér, og margar þeirra sagðir þú mér aftur og aftur og alltaf þótti mér þær jafn skemmtilegar, en merkileg- ast þótti mér samt að alveg sama hversu margar sögur þú sagðir mér og hversu oft þá fylgdu nán- ast alltaf einhverjar nýjar með sem ég hafði ekki heyrt áður. Það var býsna margt sem þú tókst þér fyrir hendur á þinni löngu ævi og er ýmislegt af því sem ég setti mér snemma að markmiði að feta í þín spor. Ég var ekki gamall þegar ég setti mér það markmið að verða Lionsmað- ur eins og afi, það varð úr fyrir nokkrum árum og ég var stoltur af því að fá að starfa í klúbbnum með þér um tíma, og þakklátur fyrir að hafa fengið, sem stjórnarmaður í klúbbnum, að afhenda þér þakk- arskjöldinn, sem þú fékkst síðasta sumar fyrir störf í þágu klúbbsins. Ég ætlaði líka að verða rútubíl- stjóri eins og þú, mér leiddist þess vegna ekki þegar ég skrapp yfir fjallið á rútunni einn góðan sum- ardag og renndi í hlað hjá þér. Þú hefur alltaf reynst mér svo vel og hjálpaðir mér í gegnum erf- iðustu tíma sem ég hef upplifað til þessa. Stundirnar okkar í kjallar- anum þar sem við brösuðum við hvað sem okkur datt í hug eru mér ómetanlegar og ég verð ævinlega þakklátur fyrir þær og allar hinar stundirnar sem við áttum saman. Elsku afi, „Kallið er komið,“ þú hefur lokið þínu starfi hér á jörð, kominn til systkina þinna og henn- ar Böddu ömmu sem eflaust bíður eftir þér með heitt á könnunni svo þú getir fengið þér „tíu dropa“, mundu bara að flauta þegar það er komið nóg í bollann. Ég læt hér fylgja þennan texta sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum Gott átt þú hrísla á grænum bala glöðum að hlýða lækjarnið. Það megið saman aldur ala unnast og sjást og talast við. Það slítur aldrei ykkar fundi, indæl þig svæfa ljóðin hans. Vekja þig æ af blíðum blundi brennandi kossar unnustans. Svo þegar hnígur sól til fjalla sveigir þú niður limarnar og lætur á kvöldin laufblöð falla í lækinn honum til ununar. Hvíslar þá lækjar bláa buna og blossandi kyssir laufið þitt. Þig skal ég ætíð, ætíð muna ástríka, blíða hjartað mitt. (Páll Ólafsson) Elsku mamma, Símon og Lalli, Guð veri með ykkur og okkur öll- um í sorginni. Örvar. Þá hefur þú kvatt okkur hinni hinstu kveðju, elsku afi. Við vitum að þú varst tilbúinn að fara í þessa för en samt erum við sem eftir sitj- um einhvern veginn aldrei tilbúin. Allar yndislegu minningarnar sem maður geymir um þig koma til manns á færibandi á stundum sem þessum. Þú hafðir endalausa þolinmæði gagnvart okkur systkinunum og hafðir alltaf tíma til að leika við okkur og fíflast með okkur. Þegar barnabarnabörnin svo komu var tíminn og þolinmæðin fyrir þau líka endalaus. Það sem þú nenntir að stússast með þeim í kjallaran- um og leika við þau var hreint ótrúlegt. Stundum þurfti nú að minna þig á að þú værir enginn unglingur lengur en þú hlóst nú bara að því. Ferðir okkar systra með þér í Héraðið eru ofarlega í minninga- bankanum. Þegar farið var í þær ferðir var alltaf sungið á leiðinni yfir fjallið og skipar m.a. lagið „Blátt lítið blóm eitt er“ þar stóran sess. Iðulega fórstu með okkur í söluskálann í þessum ferðum og keyptir handa okkur pylsu og kók, það var einhvern veginn partur af þessu öllu saman. Spilastokkurinn var aldrei langt undan og þú gast setið endalaust, lagt kapal nú eða spilað við okkur þegar við kíktum inn og var þá oftar en ekki olsen olsen eða kasína fyrir valinu. Verslunin Aldan, sem þið amma rákuð, skipar líka stóran sess í hjörtum okkar. Þar eyddum við ófáum stundum í að aðstoða ykkur í vörutalningu, verðmerk- ingum, afgreiðslu, fara í sendiferð- ir og fleira. Dugnaðurinn í ykkur í þessum rekstri var hreint ótrúleg- ur og er varla hægt að segja að þið hafið tekið ykkur frí fyrr en þið hættuð í þeim rekstri. Eftir að amma kvaddi okkur til- kynntir þú að þú vildir fá a.m.k. 10 ár í viðbót við svona góða heilsu. Þú varst nú ekki langt frá því að ná því markmiði þó að síðustu tvö árin hafi verið frekar erfið. Dugn- aðurinn og sjálfstæðið sem ein- kenndi þig var aðdáunarvert. Allt- af vildirðu bara sjá um allt sjálfur og vildir helst litla sem enga að- stoð. Eitt af því sem stendur upp úr eru pönnsurnar þínar sem þú varst einstaklega laginn við að baka. Sjúkdómurinn sem þú hafðir greinst með reyndist þér erfiður. Þú varst líkamlega hraustur fram eftir öllu en mátturinn í talfærun- um fór minnkandi og erfitt var orðið að skilja þig. Við vitum að þér þótti það erfitt líka því það var alltaf af nógu að taka hjá þér þegar kom að sögum og spjalli. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku afi, missir okkar er mikill en við vitum að þú kveður lífið sátt- ur og glaður yfir því að vera kom- inn til ömmu og systkina þinna. Minningin um yndislegan afa mun lifa í hjörtum okkar að eilífu. Eygló og Eydís. Nú hefur Otti Vilbergur Svein- björnsson, Villi frændi, leyst land- festar og siglt út á haf eilífðarinn- ar. Vafalaust er hann kominn til hafnar, eins og þegar hann sigldi sjói bláa hnattarins. Mestur hluti starfsævi hans tengdist sjó- mennsku, enda afburða sjómaður, sem vann öll verk, hvort sem á dekki, við kabyssuna eða annars staðar á skipinu. Framan af stund- aði hann sjóinn á fiskibátum og togurum, bæði við eigin útgerð og annarra. Á vetrarvertíðum var hann ýmist sjómaður eða landfor- Vilbergur Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.