Morgunblaðið - 27.01.2014, Síða 40

Morgunblaðið - 27.01.2014, Síða 40
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 27. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Hélt framhjá stóru ástinni 2. Gaddfreðinn refur fastur í ísnum 3. Réðst á stúlku á bar 4. Opnaði dyr á ferð og rotaðist »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Lani Yamamoto hlaut Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunin 2013 fyrir bókina Stína stórasæng. Kristín Dagmar talaði fyrir hönd dómnefndar og sagði m.a. í rökstuðn- ingi sínum: Sá metnaður sem Lani Yamamoto hefur lagt í útgáfu barna- bókarinnar Stína stórasæng er aðdá- unarverður. Myndskreytingin er hér órjúfanlegur hluti sögunnar og bráð- skemmtileg framlenging textans. Heildarhönnun og uppsetning er afar vönduð þar sem hver opna er út- hugsuð og er myndrænt sterk. Mynd- irnar gefa sögunni aukna vídd. Á sýningunni Þetta vilja börnin sjá! í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi má sjá þær bækur sem kepptu til verðlaunanna að þessu sinni. Lani Yamamoto hlaut Dimmalimm  Trompetleikarinn og hlauparinn Ari Bragi Kárason var um helgina til- nefndur bæjarlistamaður Seltjarnar- ness 2014. Ari er einungis 24 ára en hefur um árabil verið áberandi í tón- listarlífi Seltjarnarness og víðar. Árið 2008 útskrifaðist Ari Bragi af djass- og rokkbraut auk klassískrar brautar Tónlistarskóla FÍH árið 2008. Hann útskrifaðist með láði úr New School for Jazz and Contemporary Music í New York ár- ið 2012, en fyrstu skrefin í tónlistar- náminu steig hann í heima- bænum, Seltjarnar- nesi. Bragi Kárason er Bæjarlistamaður Á þriðjudag Norðaustan 5-13 m/s og dálítil él norðan- og austan- lands, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Frost 0 til 7 stig. Á miðvikudag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Smáél við norður- og austurströndina en léttskýjað syðra. Frost 1 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 3-10 og snjókoma eða slydda með köflum en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. VEÐUR Frakkar urðu Evrópumeistar- ar í handknattleik karla í þriðja sinn þegar þeir niður- lægðu Dani í úrslitaleik í Herning í Danmörku í gær. Frakkar, sem eru ríkjandi ól- ympíumeistarar, settu upp sýningu í Boxen-höllinni og áttu Danir enga möguleika gegn frábæru frönsku liði. Guðjón Valur Sigurðsson var valinn í úrvalslið mótsins en hann varð annar markahæsti maður mótsins. »2 Frakkar léku sér að Dönunum Stjarnan heldur sínu striki í Olís-deild kvenna í handknattleik en liðið lagði Fram, 27:21, og er enn taplaust eftir 14 umferðir í deildinni. Stjörnukonur tróna á toppi deildarinnar og eru þremur stigum á undan Valskonum en heil umferð var spiluð um helgina. »8 Stjörnukonur áfram taplausar Hlaupadrottningin Aníta Hinriks- dóttir byrjar nýtt ár af krafti en hún setti sitt annað Íslandsmet á árinu um helgina þegar hún kom í mark 4:19.31 mínútum í 1.500 metra hlaupi kvenna á stórmóti ÍR sem fram fór í Laugardalshöll. Mörg góð afrek voru unnin á mótinu og ljóst er mikill efni- viður er frjálsum íþróttum hér á landi. »7 Aníta með sitt annað Ís- landsmet á árinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í mínum villtustu draumum sé ég fyrir mér að skólinn og húsnæði hans fái veigamikið hlutverk hér í hverf- inu sem alhliða þjónustu-, mennta- og menningarmiðstöð,“ segir Sif Víg- þórsdóttir, skólastjóri Norðlinga- skóla í Reykjavík. Um þessar mund- ir er borgin að breyta og auka þjónustu sína í Norðlingaholtinu, sem er eitt nýjasta hverfið, með því að sameina útibú Borgarbókasafns Reykjavíkur og Norðlingaskóla. Hugmyndir um þessa nálgun í starf- semi bókasafna borgarinnar hafa lengi verið í skoðun. Nú hefur málið verið raungert og bókasafn almenn- ings og skólanema verður í skól- anum. Þetta er tilraunaverkefni til næstu þriggja ára. Safnið verður op- ið alla virka daga og skipta skóla- og frístundasvið og menningar- og ferðamálasvið borgarinnar með sér kostnaði við bókakaup og rekstur. Höfum þrengt að okkur Starfsemi Norðlingaskóla hófst haustið 2005, en þá voru 16 krakkar innritaðir til náms í 1. til 6. bekk. Um vorið voru þeir orðnir 44 og hverfis- búarnir 271. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðan og nú, þegar þeir eru rúmlega 2.300, eru börnin í skól- anum 480. Áætlað er að þeim fjölgi jafnt og þétt næstu árin og verði um 600 þegar toppnum er náð. Helgast þetta af því að ungt fjölskyldufólk á barneignaraldri er kjarni íbúa hverf- isins. Fyrstu starfsárin var frumbýlis- bragur á mörgu í Norðlingaskóla. Starfsemin fór fram í lausum húsum á stórri lóð sem urðu 32 þegar mest var. Í byrjun skólaársins 2011 var skólahúsið, sem er um 7.000 fermetr- ar að flatarmáli, tekið í notkun. Það er byggt fyrir 450 nemendur og er það því nú þegar orðið of lítið. „Við höfum þrengt að okkur og notum op- in rými, matsal og fleiri staði fyrir kennslu sem hefur alveg gengið. Þó komumst við ekki hjá því að þurfa á næstu árum að finna einhverja lausn sem dugar,“ segir Sif. Náttúra og nærsamfélag Áður en Sif Vígþórsdóttir kom í bæinn var hún skólastjóri austur á Hallormsstað og þar tíðkast að kenna árgöngum saman. Þar var og er lögð áhersla á náttúrufræðigrein- ar, útikennslu í skógarlundum svo og tengsl við nærsamfélagið. Þessari stefnu hefur Sif fylgt í Norðlinga- holtinu. „Þetta litla hverfi er vel af- markað af umferðaræðum og náttúr- unni og verður því að sumu leyti eins og sveitaþorp í borginni. Slíkt skapar möguleika,“ segir Sif sem lengi talaði fyrir því að fá útibú frá Borgar- bókasafninu í skólann. Og nú er það að ganga eftir og væntir skólastjór- inn mikils af því. Skólinn verði miðstöð hverfis  Bækur og börn í Norðlingaholti og þar fjölgar fólki Morgunblaðið/Árni Sæberg Norðhyltingar „Þetta litla hverfi er vel afmarkað af umferðaræðum og náttúrunni og verður því að sumu leyti eins og sveitaþorp í borginni,“ segir Sif Vígþórsdóttir sem hér er með þremur ungum stúlkum úr stórum hópi nemenda. „Starf skóla er alltaf í þróun. Sam- félagið breytir starfi skólanna og þeir hafa aftur áhrif til hins sama meðal nemenda, foreldra og ann- ara,“ segir Sif Vígþórsdóttir. Hún og fleiri skólastjórnendur í Reykja- vík heimsóttu menntastofnanir í Boston í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum til að kynnast stefnum og straumum þar í landi. Hún segir þennan leiðangur hafa verið mjög lærdómsríkan fyrir alla. Í einu af úthverfum Boston, þar sem fátækt er meðal íbúa, var nokkuð áberandi að hafa skóla, heilsugæslu, félagsþjónustu, íþróttaaðstöðu, kirkju, bókasafn og aðra sambærilega starfsemi og þjónustu opinberra aðila undir sama þaki. Reynslan af því fyrir- komulagi er mjög góð, segir Sif, sem telur þetta geta verið fyrir- mynd hér á landi – enda séu skól- arnir til dæmis í Reykjavík staðir sem mikill meirihluti íbúa hvers einasta hverfis heimsækir dag- lega. Með því að gera skólana að alhliða hverfismiðstöðvum megi mikið spara, bæði tíma og pen- inga. Þar er allt undir sama þaki FYRIRMYND FRÁ BOSTON Í BANDARÍKJUNUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.