Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 27
mikill en minningin lifir um aldur og ævi. Elín Freyja. Við getum ekki ráðið öllum að- stæðum í lífi okkar, en við ein get- um stjórnað hvernig við bregð- umst við öllum lífsins verkefnum. Á lífsgöngunni eru tilviljanir stór hluti af lífi hverrar manneskju. Hverjir veljast sem samferða- menn er oft háð búsetu, vinnu- stað, áhugamálum og fleiru. Má vera að þetta sé rétt, en vinátta sem nær yfir hálfa ævina er engin tilviljun. Kærleikur og ræktarsemi, hjálpsemi og góðvild voru aðals- merki Guðrúnar Hall. Leiðir okk- ar lágu fyrst saman fyrir um 40 árum í gamla Digranesskólanum þar sem hún starfaði sem matráð- ur starfsfólks áratugum saman. Guðrún var listakokkur og þeir eru margir sem minnast matar- gerðar hennar. Hún var einnig mikil hannyrðakona og eftir hana liggja mörg listaverkin. Guðrúnu var umhugað um að rækta garð- inn sinn sem hún lagði mikla alúð við með dyggri hjálp Agga. Hin síðari árin þegar kraftarn- ir voru minni en áður var, fann maður hvað henni þótti ekki gott að geta ekki annast um garðinn. Er hún nú heldur til hæða himna- föðurins og hittir e.t.v. áður gengna félaga úr gamla Digra- nesskóla trúi ég að slegið verði upp í góðan „plokkara“ og eitt- hvað sætt í eftirrétt ásamt góðum gamansögum og áreiðanlega mun pípu- og vindlaangan bærast með kaffiilminum. Ég færi Agga, Billý, Ernu, Garðari og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur og þakka góðri vinkonu samfylgd- ina. Elín Richards. Langt er nú orðið síðan ég kom fyrst inn á heimili Guðrúnar og Agga. Ég var þá nýgengin í saumaklúbb, sem myndaðist í tengslum við gamlan vinahóp. Einkasonurinn Garðar lá þar í vöggu sinni, nýfæddur. Drifhvítt línið, handverkið og umbúnaður- inn um barnið var með þeim hætti að ekki hefur horfið mér úr minni og átti ég þó eftir að kynnast bet- ur handavinnu Guðrúnar er fram liðu stundir. Þetta voru fyrstu kynni okkar. Upphaf vináttu með stöðugum og eftirminnilegum samskiptum langa tíð. Þessi hóp- ur kvenna hefur haldið saman all- an þann tíma, sem síðan er liðinn og gerir það enn. Nú er þó höggvið skarð í þenn- an hóp en áður hafa tvær úr hon- um horfið okkur yfir móðuna miklu. Það gefur að skilja að frá svo langri vegferð er margs að minnast. Þær minningar eru verðmæt eign, sem ekki verður frá mér tekin þrátt fyrir þau um- skipti, sem nú eru orðin. Ég minnist Guðrúnar fyrir svo margt. Það mun ég gera þegar ég sé fagurt handbragð eða smekk- legt heimili. Ég mun minnast hennar fyrir hæverskuna, hlýjuna og þá virðu- legu framkomu, sem einkenndi allt hennar líf. Fyrir æðruleysið, sem hún sýndi nú síðast í baráttunni við ill- vígan sjúkdóm en umfram allt þó fyrir tryggðina og vináttuna, sem svo lengi hefur staðið. Á liðnum jólum skreytti ég heimili okkar meðal annars með jólastjörnu og englum, sem Guðrún færði mér eitt sinn að gjöf. Það mun ég gera á jólum með- an kostur er. Þá eins og alla tíð verður þessi gamla vinkona mín mér nærlæg og hugstæð. Við, sem eftir lifum í þessum aldna saumaklúbbi sendum Agga, börnum þeirraog fjölskyld- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um góða konu vera þeim styrkur í sorg- inni. Erla Hjartardóttir. Fallin er frá mikil sómakona, Guðrún Hall. Ég starfaði með Guðrúnu stóran hluta starfsferils míns í Digranesskóla en hún var matráður þar. Það er einkum tvennt í mínum huga sem minn- ingin um hana kallar fram. Bros hennar og framkoma skapaði þægilegt andrúmsloft. Þrátt fyrir að vinna við þröngar aðstæður sem varla voru alltaf boðlegar og í upphafi fráleitar, einungis krók- ur í kennslustofu sem við notuð- um sem kaffistofu og gott ef ekki skrifstofu líka, tók hún því með jafnaðargeði og gerði það besta úr öllu. Hún var skapgóð og bros- mild og hafði ákaflega þægilega viðveru. En umfram allt var hún því- líkur gæðakokkur að menn fóru sveitarfélaga á milli til að komast í mat hjá Guðrúnu. Í fyrstu, þeg- ar ég var nýgræðingur á staðn- um, áttaði ég mig ekki á því af hverju Ólafur Þórðarson heitinn, hljómlistarmaður, sem fyrir löngu var hættur kennslu við skólann mætti oft í mat hjá okkur þegar plokkfiskur var í boði. Hann kom langar leiðir og dvaldi góða stund í góðu komp- aníi. Seinna komst ég að því að hann hafði beðið Guðrúnu að láta sig vita ef plokkfiskur og þeir veisluréttir, sem með honum fylgdu, væru á matarborðinu. Og eftir að hafa látið kræsingarnar leika um bragðlaukana skildi ég þessa matarást betur. Þetta var hlaðborð sem hefði sómt sér vel í Gestaboði Babettu. Þeir voru fleiri en Ólafur, fyrrverandi kennararnir, sem laumuðu sér í veisluna. Dóttir Guðrúnar, Brynhildur Agnarsdóttir, starfar með okkur í Álfhólsskóla, frábær samstarfs- maður með svipaða lund og Guð- rún. Henni, Agnari, manni Guð- rúnar og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Skafti Þ. Halldórsson, deildarstjóri Álfhólsskóla. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 maður, enda samviskusamur og laginn. Athafnasamur í meira lagi var þessi frændi, og leit til ýmissa átta. Í áraraðir stundaði hann ferðir á eigin áætlunarbíl milli Seyðisfjarð- ar og Egilsstaða, auk þess að reka leigu- og vörubíla. Sjaldan þurfti hann að leita til annarra ef bilanir urðu, hvort sem um vél, rafmagn eða annað var að ræða. Allt kláraði Villi sjálfur. Eitt sinn hafði faðir hans sagt: Ef aðrir geta það, þá getum við það líka. Þetta varð lífs- mottó Villa. Greiðasölu rak hann í mörg ár með konu sinni Bjarnheiði Rafnsdóttur, auk verslunar í húsi þeirra, Norðurgötu 8. Hér er ekki hægt að geta nema brots af ævi Vilbergs Sveinbjörnssonar, svo margbrotinn var hans ferill. Ljósmyndasafn hans er stórt, því í áratugi tók hann myndir á sjó og landi. Alla tíð hændust börn að honum, ekki síst við systrabörn hans. Marga morgna lögðu dreng- irnir okkar á sig að vakna snemma til að ná plássi hjá frænda í vöru- bílnum. Villi átti marga litla frænd- ur sem allir kepptust um plássið. Í september árið 1930, þegar hann var tíu ára, varð fjölskyldan fyrir þungu áfalli. Þrír eldri bræð- ur hans drukknuðu við heyflutn- inga á báti sem þeir voru á og hvolfdi við landsteina. Þar missti Villi alla bræður sína, Svein Jó- hann, Yngva Hrafn og Ingimund. Sjálfur átti hann að fá að fara með í þessa ferð, var kominn um borð þegar faðir hans sendi hann gang- andi inn í kaupstað, með bréf. Á meðan hann var í þeirri ferð varð slysið. Sagt er að kettir eigi sér níu líf. Kannski átti Villi fleiri. Frændi lenti nefnilega oft í háska um æv- ina, sem forlögin höfðu þó ákveðið að ekki yrðu hans skapadægur. Eitt dæmi af mörgum: Kringum árið 1970 var hann um haust á síld- veiðum í Norðursjó. Bræla var og skip hans í vari í Leirvík á Hjalt- landi. Eitt kvöld var hann á leið um borð í skip sitt frá knæpurölti. Mörg skip voru bundin hvert utan á öðru og var hans skip utarlega, svo klifra þurfti yfir marga borð- stokka. Villi sagði svo frá: „Ég vaknaði úr roti í sjónum milli tveggja færeyskra báta, synti stuttan spöl frá þeim og kallaði á hjálp. Hvasst var svo enginn heyrði til mín. Ég synti því út fyr- ir röðina, út á miðja höfnina, tróð marvaðann og söng hástöfum „Gott áttu hrísla á grænum bala.“ Færeyingur átti leið upp á dekk á skipi sínu og heyrði til mín. Ég synti að skipunum og var hífður um borð. Þar var mér vel tekið, og varð ekki meint af. Kæri frændi. Á kveðjustund eru þér þakkir færðar, og ættingj- um vottuð samúð. Hvar sem þú hefur nú landi náð, fylgir þér blessun okkar. Kveðju færðu frá Fróða Ell- erup. Jóhann B. Sveinbjörnsson. Nú þegar Villi frændi hefur kvatt þessa jarðvist þá stöldrum við frændsystkinin við og rifjum upp margt það sem dreif á daga þegar við vorum krakkar að alast upp í faðmi fjallanna fögru sem umfaðma Seyðisfjörð. Þegar við vorum að slíta barns- skónum heima á Seyðisfirði var Villi frændi eins sjálfsagður hlut- ur af lífinu eins og Bjólfurinn var ofan við Ölduna og þó má segja að meira hafi gustað af honum held- ur en fjallinu háa og eftir því var tekið. Villi fæddist á Vestdalseyr- inni snemma á síðustu öld í stóran hóp systkina og upplifði þegar í æsku að sjá Seyðisfjörð dafna úr þorpi í stóra byggð sem flaggaði öllu því bezta sem í boði var. Villi var alltaf að og alltaf á fullu, stórhuga og uppátektar- samur og lét einskins ófreistað til að koma ár sinni fyrir borð, stund- um með góðum árangri og stund- um ekki og í dag myndi hann telj- ast til athafnaskálda samtímans með stórum staf. Á sinni löngu ævi var varla það til sem hann ekki hafði tekið sér fyrir hendur. Starfsævi hans skartar ferliskrá sem margur maðurinn í dag væri fullsæmdur af. Hann stundaði sjó- inn, vann í fiski, vann í bræðslu, gerðist útgerðarmaður, gerði út langferðabíla, gerði út vörubíl, rak grill og kaffiteríu, rak verzlun og svo mætti lengi telja. Og alltaf var hann fram í háa elli með eitthvað á prjónunum þannig að stundum þótti manni nóg um og spurði sig hvaðan hann hefði alla þessa orku og allt þetta hugmyndaflug. Á sinni löngu ævi þá upplifði Villi tíma tveggja alda og ekki var það alltaf dans á rósum, þegar hann var 10-11 ára þá missti hann þrjá bræður sína í sjóslysi nánast í fjöruborðinu við Vestdalseyri og erum við á því að það hafi alla tíð fylgt honum eins og systkinum hans öllum. Minningar okkar snúast þó fyrst og fremst um skemmtilegan og góðan frænda og hversu oft var gaman að þvælast með honum í langferðabílunum, í Bedfordinum og ekki síst að koma við í Öldukaffi og fá sér borgara með öllu og frönskum því það var eins og að koma á toppveitingastað úti í heimi eða í Reykjavík og Villi á bak við borðið, oft með vindil í munnvikinu og stundum aðeins búinn að fá sér í tána. Minning hans mun lengi lifa í hug okkar allra og þá ekki síst þegar hann kom við í Oddagötunni og Norðurgötunni og átti við okk- ur skemmtilegt spjall sem oftar en ekki endaði með því að hann gauk- aði að okkur nokkrum krónum til nammikaupa. Um leið og við kveðjum flottan frænda og þökk- um skemmtilega samfylgd og vin- áttu vottum við öllum hans börn- um og öðrum afkomendum samúð og virðingu, megi minningin um góðan dreng og frænda lifa með okkur öllum. Óttarr Magni, Ástrún Lilja, Árdís Björg, Ásta Sif, Svein- björn Orri, Heiðbjört Dröfn og Helena Mjöll. ✝ Jón RagnarKjartansson fæddist í Austvaðs- holti í Rangár- vallasýslu 24. októ- ber 1919. Hann lést á Grund í Reykja- vík 13. janúar 2014. Foreldrar hans voru Kristrún Guðjónsdóttir, f. 10.6. 1894, d. 14.6. 1976, og Kjartan Jónsson, f. 21.9. 1899, d. 24.3. 1989. Alsystkini Jóns eru Hjálmar, f. 14.3. 1922, d. 7.10. 2007, Ing- unn, f. 24.5. 1923, d. 4.9. 2000, Ragnheiður, f. 7.5. 1925, og Kjartan Ármann, f. 30.12. 1930. Bróðir Jóns sammæðra er Er- lingur Dagsson, f. 7.11. 1914, d. 26.10. 2012. Eiginkona Jóns var Una Kjartansdóttir, f. 24.7. 1921, d. 4.9. 2004. Þau skildu. Börn 2.9. 1971. Barnabörn Guðnýjar eru sjö; Tómas Snær, Eva Sól- rún, Stefán Snorri, Sunneva Lukka, Henrik Nói, Ari Akil og Una Guðný. d) Þrúður, f. 9.10. 1947. Börn hennar með Þorleifi G. Jóhannessyni eru Una Berg- lind, f. 8.1. 1966, og Arnar Þór f. 3.4. 1967, börn hennar með núverandi eiginmanni, Þor- steini Guðmundssyni, eru Guð- mundur Ingi, f. 21.10. 1981, og Björgvin Freyr, f. 9.6. 1984. Barnabörn Þrúðar eru níu, Lilja Rut, Berglind Helga, Bergþór, Sveinn Valur, Ellen, Andrea Lind, Elísa Margrét, Elma Rún og Hafsteinn Þór. Barnabarnabarn Þrúðar er Freyja Mjöll. Seinni hjónabönd Jóns (barn- laus): Emelía Húnfjörð, f . 16.1. 1922. Þau skildu. Þorbjörg Bi- ering, f. 21.8. 1935, d. 29.5. 1978, Valdís Kristjónsdóttir, f. 21.8. 1932, d. 22.11. 1997. Þau skildu. Útför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 27. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. þeirra eru: a) Sig- rún Ragna, f. 26.3. 1942. Börn hennar með Einari Loga Einarssyni eru Ás- gerður, f. 19.10. 1965, María, f. 12.12. 1969. Barn Sigrúnar með nú- verandi eiginmanni sínum, Ólafi Emils- syni, er Hildur, f. 12.5. 1982. Barna- börn Sigrúnar eru þrjú, Snædís Eir, Díana Lilja og Mikael Darri. b) Kjartan, f. 25.1. 1946. Börn hans með Fanneyju Helgadóttur eru Helga Sjöfn, f. 10.2. 1981, og Margrét Una, f. 6.7. 1983. Stjúpsonur Kjartans er Helgi Birgisson og barna- börn hans eru tvö, Fanney og Agnar. c) Guðný, f. 9.10. 1947. Börn hennar með Gylfa Snorra- syni eru Dagný, f. 3.12. 1966, Snorri, f. 10.12. 1968, Sigrún, f. Eins og mörgu öðru safnaði faðir minn minningargreinum úr Mogganum um vini og ættingja í áratugi, það er þykkur stafli. Þykir mér við hæfi að skrifa nokkur minningabrot um helstu þætti ævi hans og leggja efst í bunkann. Eftir barnaskóla, bæði Mið- bæjar- og Austurbæjarskóla, gekk hann í Verzlunarskólann og lauk þaðan verzlunarprófi. Hann lærði bókband og vann hjá Ísa- fold í nokkur ár og rak bókaútgáf- una Arnarfell með öðrum. Hann stofnsetti Bókaverslun á Lauga- veginum, þýddi og gaf út bækur. Fór seinna út á land með bóka- markaði. Hann var með tónlist- arþætti í Útvarpinu. Safnaði í bók lista yfir allar hljómplötur gefnar út á Íslandi frá upphafi 1907 til 1956. Var sú bók lengi biblía þeirra á tónlistardeild Ríkisút- varpsins og kölluð Jónsbók. Það var eina bókin í heiminum með lista yfir alla (Komplett) hljóm- plötuútgáfu eins lands frá upp- hafi. Hann vann á Keflavíkurflug- velli í bókhaldi í nokkur ár, svo hjá Loftleiðum og á Orlofi, fyrstu ferðaskrifstofu landsins 1957. Hann var auglýsingastjóri Al- þýðublaðsins og starfaði á auglýs- ingastofu. Er þó ekki allt talið. Hann varð snemma mikill áhugamaður um tónlist. Hann settist sem unglingur inn á Hótel Ísland, þar sem evrópskir tónlist- arsnillingar léku klassíska tónlist í kaffitímanum. Þeim þótti und- arlegt að sjá þennan unga blað- söludreng sitja yfir límonaði- flösku og hlusta í hrifningu á flutninginn og buðu honum að kjósa sér lög. Ekki þótti þeim síð- ur eftirtektarvert að hann bað um Eine Kleine Nachtmusik eftir Mozart, það hafði hann þá heyrt í nýstofnuðu Ríkisútvarpinu. Danskir óperusöngvarar, sem komu hér og höfðu heyrt hann syngja, buðu honum seinna að koma honum að hjá Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn til náms. Þá var hann kominn með fjögur ung börn og fannst það óframkvæmanlegt. Áratugum saman söng hann í Dómkórnum ásamt Hjálmari bróður sínum. Hann söng við út- farir í áratugi, og setti þá skilti á frímerkja- og fornbókaverslun sína: Lokað vegna jarðarfarar. Jafnvel voru tvær á dag! Þótti sumum ekki einleikið hvað kaup- maður þessi kveddi marga hinstu kveðju, þar til fastakúnnar fréttu orsökina – hann hafði alltaf gam- an að slíku spaugi. Eitt mesta yndi pabba var þó kórsöngurinn. Hann söng í fjölda kóra. Allan tíma Þjóðleikhúskórs- ins í öllum óperum þar. Á yngri árum söng hann á skemmtunum með vini sínum Agli Bjarnasyni „Gluntana“ eftir Wennerberg. Mér er minnisstætt eitt sinn er við ókum framhjá Tjörninni að hann sagði: „Þegar ég var strák- ur var enginn fugl á Tjörninni. Við drengirnir stofnuðum félag að frumkvæði kennara okkar til að hæna þá að. Það hét fuglavina- félagið Fönix. Við vorum 7 og fékk hver sinn dag að gefa þeim brauð, sem fékkst hjá bökurum bæjarins. Vikulega voru fundir þar sem skrifað var niður hvað hver taldi marga fugla. Fjölgaði þeim smátt og smátt“. Svona var þá upphafið af því að „gefa bra bra brauð“ eins og það heitir nú. Þótt á ýmsu gengi í lífi hans eins og okkar flestra, var það honum gjöfult og hann dó sáttur við Guð og menn í sinni háu elli á Grund. Hann var listamannssál, lífskúnstner og jafnvel „bóhem“. Sagðist þakklátur fyrir að hafa fengið að lifa þetta mikla breyt- ingarskeið Íslandssögunnar í næstum heila öld. Blessuð sé minning föður míns! Kjartan Jónsson. Ótal góðar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til afa Jóns þó svo við höfum ekki eytt löngum stundum saman. Hann var þó yfirleitt hjá okkur um jól í Háagerðinu og á sumrin kom hann stundum í heimsókn á hjóli úr miðbænum. Okkur fannst það mjög skemmtileg sjón að sjá afa, svona hávaxinn, á hjóli. Minningar okkar um afa tengjast óneitanlega miðbænum en afi var mikill miðbæjarmaður og þar undi hann sér best. Allt fyrir utan Snorrabraut og Hringbraut fannst honum vera úthverfi, enda var það sveit á hans yngri árum. Afi fór nær daglega niður í bæ og fékk sér kaffi á Hressingarskál- anum, það var sama hvort hann héti orðið McDonalds, Hressó eða eitthvað annað, hann fékk sér kaffi á Skálanum. Þær eru góðar minningar okkar frá því þegar við heilsuðum upp á afa, með hatt og stafinn sinn, í Austurstræti á sumrin. Afi var glæsilegur maður, með einstaka og djúpa rödd. Þrátt fyr- ir að vera verslunarmaður og mikill safnari var ekki að sjá að hann væri mikið fyrir efnislega hluti. Hann var mikill spekúlant og aldrei var langt í heimspeki- legar pælingar. Hann las mikið og voru sannsögulegar glæpasög- ur í miklu uppáhaldi seinni árin. Einnig var hann öflugur í að leysa krossgátur og sudoku og leysti þær nánast fram á seinustu stundu. Þegar við vorum litlar fórum við oft í Kolaportið þar sem afi seldi frímerki og mynt ásamt öðru. Það var alltaf gaman að vera í kringum afa enda var hann alltaf kátur og góður við okkur. Síðustu ár bjó önnur okkar rétt hjá afa í Vesturbænum. Leið okk- ar lá því oft framhjá glugganum hans á Grund og í hvert skipti hugsuðum við hlýtt til hans. Við systurnar erum mjög þakklátar fyrir að hafa heimsótt afa með pabba síðustu dagana áður en hann lést. Þetta ljóð eftir Jóhann Sigur- jónsson er úr ljóðabók sem afi átti og er okkur mjög kær. Hljóðnað er, borg, á breiðum strætum þínum, bláhvítur snjór við vota steina sefur, draumsilki rakið dimma nóttin hefur deginum fegra upp úr silfurskrínum. Vökunnar logi er enn í augum mínum, órói dagsins bleika spurning grefur djúpt í mitt hjarta, er kemur seinna og krefur kyrrðina um svar, um lausn á gátum sínum. Vinur, þú sefur einn við opinn glugga, æskunnar brunn í svefnsins gylltu festi sígur þú í og safnar fullum höndum. Hugur minn man þinn háa pálma- skugga, hafi ég komið líkur þreyttum gesti utan frá lífsins eyðihvítu söndum. Helga Sjöfn Kjartansdóttir og Margrét Una Kjartansdóttir. Jón R. Kjartansson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Neðst á for- síðu mbl.is má finna upplýsingar um innsending- armáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargrein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.