Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 ✝ JóhannesGunnar Logi Logason fæddist 19. desember 1984 í Noregi. Hann fórst af slysförum 30. desember 2013. Foreldrar Gunnars Loga eru Jóhanna Gunn- arsdóttir, f. 1953, og Logi Patrekur Sæmundsson, f. 1949. Systur Gunnars Loga eru Randí, f. 1974, og Rakel, f. 1975. Börn Randíar eru Pat- rek André, f. 1996, Elísabet, f. 2001, og Jóhanna Rósa, f. 2013. Sonur Rakelar er Alex- ander, f. 2010. Að loknu grunn- skólanámi stund- aði Gunnar Logi nám við Time framhaldsskólann og Finnöy-sjávar- útvegsskólann. Gunnar Logi starf- aði meðal annars hjá slökkviliðinu á Keflavíkur- flugvelli, stundaði sjómennsku og vann við akstur þungaflutn- ingabifreiða. Síðastliðin tvö ár vann hann við olíuvinnslu í Norðursjó og hlaut fastráðn- ingu á síðasta ári. Útför Gunnars Loga hefur farið fram. Engin orð fá lýst þeim tilfinn- ingum sem bærast í hjörtum for- eldra sem verða að takast á við þá óbærilegu lífsreynslu að fylgja barninu sínu til grafar. Við sem þekkjum þessa tilfinn- ingu af eigin reynslu getum að- eins vonað að Guð og góðir vætt- ir styrki Loga, Jóhönnu, Randí, Rakel og aðra sem næst Gunnari Loga standa í þessari miklu sorg. Tíminn læknar ekki sárin en með tímanum lærum við að lifa með staðreyndum sem ekk- ert fær breytt. Gunnar Logi, bróðursonur minn, var mikill sólargeisli í lífi fjölskyldu sinnar. Hann var hæglátur og prúður ungur maður sem fór sinna eigin ferða án þess að mikið færi fyrir honum. Hann hafði gaman af að synda og ganga úti í náttúrunni og naut þess að vera einn með sjálfum sér. Gunnar Logi vann við olíuvinnslu í Norðursjó og notaði frí sem gáfust frá vinnu til að vera á Íslandi. Hann hafði ný- lega keypt sína eigin íbúð í Kópavogi og var smátt og smátt að koma sér vel fyrir á framtíð- arheimili sínu. En slysin gera ekki boð á undan sér og á ör- skotsstundu er allt breytt. Ung- ur og glæsilegur maður í blóma lífsins er fallinn frá í hörmulegu slysi og veröld þeirra sem næst honum standa verður aldrei söm. Framtíðardraumar og vonir Gunnari Loga til handa munu ekki rætast hér á jörðu en eftir standa óteljandi myndir og minningar um ungan mann sem vildi öllum vel. Meðan við varðveitum þær mun minning Gunnars Loga lifa í hjörtum okkar. Blessuð sé minning Gunnars Loga frænda míns. Gullveig T. Sæmundsdóttir. Jóhannes Gunnar Logi frændi minn, sem lést af slysförum 30. desember 2013, var góður drengur og vinsæll meðal allra sem honum kynntust. Hann var uppáhaldsfrændi systkinabarna sinna, góður bróðir og sonur for- eldra sinna. Gunnar Logi, eins og hann var oftast kallaður, var fæddur í Noregi og að mestu leyti alinn upp þar, en rætur hans voru á Íslandi og þar vildi hann búa. Gunnar Logi var ljúf- lingur og vildi gera öllum til geðs. Þegar hann kom í mat til mín tók hann alltaf óbeðinn af borðum eftir matinn raðaði í uppþvottavélina, þvoði potta og þurrkaði af eldhúsborðum. Á meðan á þessu stóð spjölluðum við saman og hann sagði mér frá hugmyndum sínum um hvernig hann ætlaði að breyta íbúðinni sinni og hvað hann langaði að gera í framtíðinni. Hann hafði unnið sem sumarmaður hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli og það fannst honum draumastarfið um tíma. Hann hafði líka áhuga á tölvum og var að hugleiða að læra eitthvað meira á því sviði. Undanfarið ár hafði hann unnið á olíuborpöllum í Norðursjó og líkaði það ágæt- lega, sérstaklega launin sem gerðu honum auðvelt að borga niður íbúðina sína. Ef einhver þurfti á aðstoð að halda var hann alltaf tilbúinn, hvort sem það var að hjálpa ættingjum að flytja eða byggja hús. Hann var ágætis ljósmyndari sem ég fékk að reyna þegar hann tók myndir fyrir mig í fjölmennri veislu. Gunnar Logi var glæsilegur ungur maður, stæltur eftir ára- langar æfingar í líkamsræktar- stöðvum og stakur reglumaður. Hann var syndur sem selur og hafði mikið yndi af sundi í sund- laugum og í sjónum. En sjósund við Íslandsstrendur getur verið varasamt sérstaklega ef þú ert einn á ferð. Daginn sem hann dó fór hann einn í sjósund í góðu veðri en eitthvað fór úrskeiðis í hans hinstu sundferð. Leitin að Gunnari Loga stóð yfir í marga daga. Þá skynjaði maður hvað Íslendingar eru lán- samir að eiga jafn frábært björg- unarteymi og raun ber vitni. Lögreglan, landhelgisgæslan og sjálfboðaliðar björgunarsveita Landsbjargar leituðu dögum saman þar til þeir fundu hann. Þeir eiga miklar þakkir skildar fyrir sitt óeigingjarna starf. Foreldrum Gunnars Loga, Jó- hönnu og Loga, systrum hans, Rakel og Randi, og börnum þeirra sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Margrét Hrefna Sæmundsdóttir. Jóhannes Gunnar Logi Loga- son lét lítið fyrir sér fara í þessu lífi. Honum leið vel í einrúmi og engum vildi hann illt. Fjörugur gat hann þó verið eins og for- eldrar hans og systur þekktu best. Kappsamur var Gunnar Logi líka á sinn hátt. Hann vildi styrkja sig og herða, ná settu markmiði, synda lengra. Þannig mætti hann örlögum sínum. Minningar lifa frá dvöl á heimili fjölskyldunnar í Noregi fyrir mörgum árum, þegar bros- mildur strákur á barnsaldri vildi leika við eldri frænda sinn. Síðan urðu kynnin stopul. Sárt er að þurfa að viðurkenna það í eft- irmælum allt of fljótt. Gunnar Logi féll frá í blóma lífsins. Hann var í góðu starfi og átti sér drauma um bjarta framtíð sem hefðu hæglega getað ræst. En vegir guðs eru órannsakanlegir. Samúðarkveðjur sendi ég Loga föðurbróður mínum, Jóhönnu og systrunum Randí og Rakel. Blessuð sé minning Gunnars Loga Logasonar. Guðni Th. Jóhannesson. Það var bjart yfir lífi frænda míns, Gunnars Loga Jóhannesar Logasonar, sem nú hefur kvatt okkur svo ótímabært og allt of fljótt. Hann var góður drengur og glæsilegur að vallarsýn, sem kappkostaði að fara vel með þær gjafir sem honum voru gefnar. Fyrirmyndarmaður sem lifði reglusömu lífi og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Hann stælti líkama sinn við íþróttir, einkum sund, sem var honum ástríða. Gunnar Logi var sonur tveggja landa, fæddur og að miklu leyti alinn upp í Noregi, en Íslendingur í hjarta, bjó hér í bernsku og átti hér nokkur fyrstu skólaárin. Þegar fram í sótti kaus hann því að búa á Ís- landi og hafði nýlega fest kaup á íbúð. Hér vildi hann una ævi sinnar daga og dvaldi hér þegar hann gat komið því við, enda þótt fjölskylda hans, sem honum var mjög náin og kær, byggi áfram í Noregi og að starf hans að undanförnu væri erlendis. Gunnar Logi byrjaði ungur að synda í sjónum við strendur Noregs í sumarleyfum með for- eldrum sínum. Hann varð snemma djarfur og synti þá gjarnan svo langt út frá landi að foreldrum hans þótti nóg um. Hann heillaðist af hafinu og kröftum þess og naut þess að takast á við það. Hafinu kynntist hann betur síðar sem sjómaður á litlum og stórum fiskiskipum við Íslandsstrendur og nú síðast sem starfsmaður á olíuborpöllum í Norðursjó. Gunnar Logi frændi minn var ekki alltaf margmáll um eigin hagi, en þegar hann kom til mín í haust að sækja hluti sem hann fékk að geyma, en höfðu nú fengið stað í nýju íbúðinni, áttum við saman góða dagsstund og ræddum þá margt. Hann sagði mér þá frá ýmsum hugðarefnum sínum og framtíð- aráformum og ljóst var að þar fór hugsandi ungur maður sem mikils var af að vænta. Hann sagði mér þá einnig frá áhuga sínum á að takast á við krafta náttúrunnar með nýjum hætti. Með bliki í auga lýsti hann fyrir mér djarfhuga fyrirætlun- um um að hefja með vorinu sjó- brettasiglingar með flugdreka sem drifkraft og takast þannig samtímis á við öfl hafs og vinda. Ósjálfrátt hlaut gamall frændi að hrífast með. Í hugann koma hendingar Arnar Arnarsonar: Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himininn. Innilegar samúðarkveðjur til foreldra, fjölskyldu og vina. Það er bjart yfir minningu Gunnars Loga . Valur Þorvaldsson. Það er allt einum hundi að þakka að kunningsskapur mynd- aðist milli tveggja fjölskyldna í Hafnarfirði. Það var um vor, ein- hvern tíma í lok níunda áratugar síðustu aldar, að tíkin Kleó sem átti heima í Mýrarhúsum, tók upp á því að stelast að heiman, yfir að húsinu Hellu. Það leiddi af sér að fara þurfti með hana heim, banka upp á og afhenda strokufangann. Einnig oft, þegar tíkin var horfin af heimaslóðum, var einhver sendur yfir til okkar að sækja hana. Á þennan hátt hófust fyrstu kynni Gests sonar míns og Gunnars Loga. Vináttan hélst meira en tvo áratugi. Þeir sáust síðast að kvöldi 29. desem- ber síðastliðinn. Snemma kom í ljós hversu kjarkaður Gunnar Logi var. Einn sólbjartan sumardag fór ég í skógarferð með fullan bílinn af krökkum. Við stoppuðum á stað í útjaðri Hafnarfjarðarhrauns, þar sem há tré vaxa. Strákarnir sem voru þrír í hópnum, tóku strax upp á því að klifra upp í trén til að sýna hversu kaldir þeir væru. Þótt Gunnar Logi væri yngstur var hann samt hugrakkastur og hætti sér lang- hæst. Þegar heimafólkið í Mýrar- húsum flutti til Noregs saknaði Gestur vinar síns mikið. Eitt vetrarkvöld sat hann og horfði út um gluggann og sagði: „Kannski er Gunnar Logi núna að horfa á sömu stjörnuna og ég“. Vináttuböndin héldust þótt langt væri á milli, enda kom fjöl- skylda Gunnars oft í heimsókn til landsins. Yfirleitt alltaf þegar Gunnar Logi kom til okkar, leit hann yfir höfnina, sem blasir við frá útidyratröppunum, og hafði orð á því hversu mikið flóð væri eða mikil fjara. Einnig fór ég með mín börn nokkrum sinnum til Noregs í boði fjölskyldu Gunnars. Eitt skiptið þegar við komum og norsk blíða var í lofti sagði Gunnar: „Ooo, þið eigið svo gott á Íslandi, því þar er svo oft vont veður“. Gestgjafarnir lánuðu okkur sumarbústað sem stóð niðri við sjó. Þar var lítill foss nálægt fjörukambinum. Fullt af norsk- um krökkum léku sér í vatns- straumnum. Alltaf var það Gunnar Logi sem var frakkastur í baráttunni við að klifra upp klettinn á móti falli fossins. Einnig þorði hann lengst allra út í kaldan sjóinn. Gunnar Logi dáði íslenska náttúru. Hann var hugdjarfur og lét oft „bara vaða“. Lygn sjór á björtum degi, í friðsamlegri og fagurri vík er freistandi fyrir frakkan sundg- arpa. En íslensk náttúra er ekki aðeins falleg. Hún getur líka ver- ið ísköld og hættuleg. Minningar um Gunnar Loga gleymast aldrei. En hver veit nema að tekið hafi verið fagnandi á móti honum á „nýja staðnum“ þ.e. af Kleó. Margrét Linda Gunnlaugs- dóttir og fjölskyldan Hellu við Strandgötu, Hf. Jóhannes Gunnar Logi Logason Ég kynntist Þor- gerði þegar við hóf- um báðar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, önnur úr sveitinni sem þá var á Álftanesi en hin úr Vesturbænum. Við urðum vinkon- ur og tókum löngum þátt í lífi hvor annarrar þótt samskiptin væru mismikil. Fjölskylda Þorgerðar og heimili varð eins og sjálfsagður hluti af okkar vinskap og minn- ingarnar um heimsóknir í Akra- kot skýrar og lifandi jafnt frá menntaskólaárunum sem og síðar þegar báðar voru komnar með fjölskyldu. Á háskólaárunum lágu leiðir okkar saman á stúdenta- görðunum þar sem yngri sonur minn átti eiginlega sitt annað heimili hjá Þorgerði og Kristjáni. Ljúfar eru líka minningarnar um árin þegar drengirnir hennar, Er- lendur og Friðrik, voru að vaxa úr grasi en í samskiptum við börn fannst mér alltaf birtast sá góði kostur Þorgerðar að tala við þau sem einstaklinga og eiginlega allt- af eins og fullorðið fólk. Þorgerður var margslunginn Þorgerður Erlendsdóttir ✝ Þorgerður Er-lendsdóttir fæddist 16. nóv- ember 1954. Hún lést 10. janúar 2014. Útför Þorgerðar fór fram 17. janúar 2014. persónuleiki, í senn alvörugefin og djúp- hugul, raunsæ og glettin. Hún var hreinskiptin og hisp- urslaus, úrræðagóð, örlát og trygglynd. Ég og fjölskylda mín eigum Þorgerði mik- ið að þakka og hún var vinur í raun þeg- ar mikið reyndi á í lífinu. Ég fylgdist af áhuga með störf- um Þorgerðar og fagmennsku en starfið var snar hluti af hennar lífi og persónu. Af sjónarhóli leik- mannsins virtist mér sem þar nýttust margir hennar mann- kosta svo vel, ósérhlífni, glögg- skyggni og réttsýni, kjarkur og siðferðisþrek. Óbilandi kjarkur, lífsvilji og æðruleysi Þorgerðar síðustu ár í alvarlegum veikindum var ein- stakur. Það er ekki mörgum gefið að halda reisn sinni, vera sínu fólki stoð og stytta og taka þátt í lífinu frá degi til dags við þau skil- yrði sem ólæknandi sjúkdómur skapar. Við, fjölskyldan á Vesturgötu, vottum fjölskyldu Þorgerðar okk- ar dýpstu samúð. Elna Katrín Jónsdóttir. Það var í ársbyrjun 2003 sem við Þorgerður hittumst fyrst, hún Það getur reynst vandi að mæla eftir fólk sem manni þykir vænt um og sem hverfur af sviði þessa lífs yf- ir á hið ókunna, svo að minningu þess séu gerð rétt skil og sönn. Þó er vandinn mestur, ef hinn látni hefur litla stund lagt á að tylla sér hátt, til að láta yfirburði sína og ágæti öðrum kunn til Ásta Þórgerður Jakobsdóttir ✝ Ásta Þórgerð-ur Jakobsdóttir fæddist 20. sept- ember 1930. Hún lést 2. janúar 2014. Útför Ástu fór fram 11. janúar 2014. þess að vinna sér vegtyllur. Þá er svo hætt við, að ókunnir meti til oflofs, ef satt er frá sagt. Í þessu felst vandi minn þegar ég nú minnist minnar ást- sælu frænku Ástu Þorgerðar Jakobs- dóttir sem lést 2. jan. sl. Þegar mað- ur eldist breytist að ýmsu leyti afstaðan til lífsins og fyrirbrigða þess, ef til vill eykst manni skilningur, að minnsta kosti verður maður færari um að beygja sig og laga sig eftir því, sem óhjákvæmilegt virðist vera. Eitt af því, sem mér finnst þó erfiðast að sætta mig við, og vek- ur hjá mér sama sársaukann, þó árin færist yfir, er að horfa á eft- ir þeim sem mér hefur þótt vænt um. Jafnvel þó brottförin hafi verið líkn fyrir viðkomandi. Þeg- ar vinur deyr er lítið að gera annað en drúpa höfði í hljóðri bæn, minnast og þakka.. Þegar ég var tveggja ára var mér kom- ið í fóstur hjá Jakobi Gíslasyni og Guðbjörgu Hansdóttir sem þá bjuggu í Hraunprýði á Ísafirði. En Guðbjörg og móðir mín voru hálfsystur. Fyrir í Hraunprýði voru börn þeirra hjóna Konráð, Ásta Þorgerður, sem er í dag kvödd, Steinþór Bjarni og Jak- obína Valdís. Hjá þessu góða fólki dvaldist ég þar til að ég flutti til föður míns 1945 Þegar ég nú hugsa um æsku mína og sumt sem þar kom fyrir, og hafði sín áhrif á mig eftir mismunandi skapgerð þessa fólks sem ég um- gekkst þá var ekki allt sem skildi. Þá slitnaði þráðurinn við Hraunprýðisfólkið. Svo liðu árin. Svo var það fyrir hreina tilviljun að ég náði upp þræðinum á ný. Aðstæður mínar þá voru ekki glæsilegar. Ég ungur maður inni á drykkjumannahæli Þá birtust þau hjón Ásta frænka og maður hennar Stefán Haukur Ólafsson- .Og auðvitað tók Ásta frænka málið í sínar hendur Ég, eig- inlega í þeirra gjörgæslu í tvo vetur, þrælaðist í gegn um Stýri- mannaskólann. Og valdi þar með mitt ævistarf. Fyrir þetta er ég og verð ævinlega þakklátur þeim hjónum. Ásta Þorgerður var kona sem hlýtur að verða hug- stæð öllum, er kynntust henni náið. Gáfurnar voru skarpar, hún var afburða fróð og tilsvör hennar oft mörg svo snjöll. Hún var fróðleiksfús og bókhneigð. Hún var glöggur mannþekkjari og fór fátt fram hjá henni, sem gerðist í kring um hana. Og þeg- ar gleðskapur frændans fór úr hófi fram hér i den þá gat Ásta frænka jafnvel læst dyrum á meðreiðarsveina hans. Og hún lá oft ekki á skoðunum sínum yfir líferni frændans ef svo bar und- ir. Alltaf fylgdist hún með hon- um þó stundum væri vík milli vina og sambandið hefði gliðnað. En aldrei slitnaði það aftur sem betur fer. Og alltaf var jafn ánægjulegt að heyra í henni segja frá barnabörnunum og síð- ar barnabarnabörnunum. Ég þakka þeim sem öllu ræður fyrir að hafa átt Ástu og þau systkini fyrir frændsystkini og vini. Haukur minn og Gósý, megi sá sami styrkja ykkur og styðja nú á erfiðum tíma. Ólafur Ragnarsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.