Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 Verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu voru afhent sl. föstudag á ráðstefnunni Skapandi opinber þjónusta. Land- spítalinn hlaut nýsköpunarverð- launin fyrir verkefnið Rauntíma ár- angursvísar á bráðadeild. Fjögur önnur verkefni fengu sér- staka viðurkenningu. Dalvíkur- byggð fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Söguskjóður, Lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum fyrir verk- efnið Að halda glugganum opnum, framtíðarsýn Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis í mennta- málum var verðlaunuð, sem og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyr- ir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra, af- henti verðlaunin en að ráðstefnunni stóðu fjármálaráðuneytið, Sam- band íslenskra sveitarfélaga, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ. Fimm fengu verðlaun fyrir nýsköpun sína Nýsköpun Aðstandendur verkefnanna fimm sem fengu verðlaun, með iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Mannvirkja- stofnun vinnur nú að tillögum til ráðherra um ein- földun, lækkun lágmarkskrafna og meiri sveigj- anleika í bygging- arreglugerð. Að sögn Björns Karlssonar, for- stjóra Mannvirkjastofnunar, hefur mikið starf verið unnið til þess að sjá til þess að byggingarkostnaður hækki alls ekki vegna lágmarks- krafna í reglugerðinni. Á vefsíðu Samtaka atvinnulífsins (SA) á föstudag kom fram að auknar kröfur í byggingarreglugerð sem tók gildi í febrúar í fyrra hefðu hækkað byggingarkostnað um allt að 7,5%. Björn segist ekki hafa séð forsendur talna SA en könnun sem verkfræðistofan Mannvit hafi gert fyrir stofnunina hafi leitt í ljós allt að 2% kostnaðarauka við byggingu fjöl- býlishúss. Hár byggingarkostnaður skýrist frekar af lóðaverði, fjár- magns- og efniskostnaði. Bakkað með kröfur Hann segir að frá því að reglu- gerðin tók gildi hafi farið fram um- fangsmikil endurskoðun í ljósi reynslu af framkvæmd hennar. Til dæmis hafi algerlega verið bakkað með kröfur um orkunýtingu bygg- inga. Þá hafi verið slakað á kröfum um lágmarksstærð íbúða um 18% frá fyrri byggingarreglugerð. End- urskoðunin hafi verið gerð í samráði við Samtök iðnaðarins, Arkitekta- félag Íslands, Öryrkjabandalagið og fleiri hagsmunaaðila. „Sem stendur er jafnframt í gangi vinna við að koma með tillögur til ráðherra sem eiga að minnka lág- markskröfur enn frekar og auka sveigjanleika,“ segir Björn sem á von á að tillögunar verði til snemma í næsta mánuði. kjartan@mbl.is Auka sveigjan- leikann Björn Karlsson  Endurskoða reglugerðina Vinstri grænir í Reykjavík velja frambjóðendur sína fyrir borgar- stjórnarkosningar á valfundi 15. febrúar nk. Kosið verður í fimm efstu sæti en kjörstjórn barst framboð frá ellefu einstaklingum. Þetta eru Birna Magnúsdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Elín Vigdís Ólafsdóttir, Eyrún Eyþórsdóttir, Gísli Garðarsson, Grímur Atlason, Hermann Valsson, Líf Magneu- dóttir, Ragnar Auðun Árnason, Ragnar Karl Jóhannsson og Sóley Tómasdóttir. Ellefu gefa kost á sér hjá VG í borginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.