Morgunblaðið - 27.01.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.01.2014, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 lensk stjórnvöld að hefjast strax handa við þá vinnu að gera Alexand- ersflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflug,“ sagði m.a. í ályktun- inni. Stefán Vagn Stefánsson, formaður Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Byggðarráð Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar samþykkti nýverið ályktun þar sem tekið var undir framkomnar hugmyndir um að gera Alexand- ersflugvöll á Sauðárkróki að vara- flugvelli fyrir millilandaflug. Fagað- ilar hafi bent á mikilvægi þess að fjölga varaflug- völlum á Íslandi í stað flugvallarins í Glasgow í Skot- landi, slíkt myndi spara flugrekstr- araðilum veru- lega fjármuni á hverju ári og auka öryggi flug- farþega. Þarna var byggðarráðið að vísa m.a. til ummæla formanns Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA), Hafsteins Pálssonar, í fréttum RÚV þar sem hann taldi nauðsynlegt að byggja upp fimmta alþjóðlega flug- völlinn hér á landi. Sagði hann Alex- andersflugvöll helst koma til greina í því sambandi. Alþjóðlegir flugvellir og varaflugvellir eru fjórir hérlendis; Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Egilsstaðir. Flogið til Glasgow Flugvöllurinn í Glasgow hefur verið notaður þegar ekki er hægt að lenda á Íslandi vegna veðurs. Í þeim tilvikum hefur þurft að setja meira eldsneyti á vélarnar og þá jafnvel þurft að skilja farangur eftir til að uppfylla kröfur um þyngd flugvéla. Hafsteinn segir við Morgunblaðið að þetta mál sé reyndar ekki á for- gangslista FÍA. Flugmenn hafi hins vegar oft bent á Alexandersflugvöll sem valkost fyrir varavöll, þar sé að- flug að mörgu leyti betra en á Ak- ureyri. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem um- ræða um varaflugvöll á Sauðárkróki kemur upp. Heimamenn hafa barist fyrir þessu lengi og á síðasta þingi lögðu þingmenn Norðvesturkjör- dæmis fram þingsályktunartillögu um að fela þáverandi innanríkisráð- herra að láta kanna kosti þess að gera Alexandersflugvöll að varavelli fyrir Keflavík, Reykjavík og Akur- eyri. Þingsályktunin hlaut ekki af- greiðslu en engar upplýsingar feng- ust úr innanríkisráðuneytinu um hvort málið væri þar til einhverrar skoðunar. Samkvæmt upplýsingum blaðsins áforma núverandi þing- menn kjördæmisins að endurflytja þingsályktunartillöguna. Góð lendingarskilyrði Í ályktun byggðarráðs Skaga- fjarðar er bent á að þegar millilanda- flug lá niðri vegna gossins í Eyja- fjallajökli hafi Alexandersflugvöllur verið opinn. „Lendingarskilyrði á Alexanders- flugvelli eru ein þau bestu á landinu og tryggja að völlurinn er opinn nær alla daga ársins sem myndi auka ör- yggi farþega og flugrekstraraðila verulega. Byggðarráð Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar skorar á ís- byggðarráðs, segir næstu skref í málinu að skoða hvað gera þurfi fyrir flugvöllinn til að gera hann að vara- velli. Líklega þurfi að setja á hann nýtt slitlag og stækka og bæta flug- stöðina. Fulltrúar sveitarfélagsins munu eiga fund með ráðherrum rík- isstjórnarinnar á næstu dögum vegna málsins. Miklir möguleikar „Við sjáum þarna möguleika fyrir Norðurland. Það er eðlilegt að dreifa komufarþegum, þannig að þeir lendi ekki allir í Keflavík. Við höfum stutt Akureyringa í þessari umræðu og erum aðilar að flugklasaverkefni á Norðurlandi. Með öðrum varavelli á Norðurlandi yrði tryggt að flugsam- göngur væru enn greiðari og alltaf hægt að lenda á Norðurlandi,“ segir Stefán Vagn. Hann sér fyrir sér umsvif og upp- byggingu á Alexandersflugvelli sem kæmi bæði Skagfirðingum og öðrum Norðlendingum til góða. „Við erum hér með stór útflutningsfyrirtæki sem myndu vilja nýta sér flugvöllinn. Það er fullt af möguleikum kringum þennan flugvöll,“ segir Stefán Vagn en hann telur koma til greina að samnýta flota slökkviliðsins á Sauð- árkróki með flugvellinum með stað- setningu slökkvistöðvar þar. Stefán segir lítinn mun á viðbragðstíma slökkviliðsins að hafa stöðina á flug- vellinum. Sem kunnugt er hefur áætlunar- flug til Sauðárkróks legið niðri um nokkurn tíma. Spurður hvort um- ræða um varaflugvöll geti komið áætlunarflugi til góða segir Stefán að það mál sé í raun önnur orrusta í sama stríðinu. Heimamenn í Skaga- firði séu ekki búnir að gefa upp von- ina um að áætlunarflug hefjist þang- að að nýju. Ræða við stjórnvöld um varaflugvöll  Sveitarstjórnarmenn í Skagafirði ganga á fund ráðherra í vikunni  Vilja að Alexandersflugvöllur verði varaflugvöllur  Flugmenn segja aðflugsskilyrði á Sauðárkróki mun betri en á Akureyri Ljósmynd/www.mats.is Alexandersflugvöllur Ríkur vilji er til þess meðal heimamanna í Skagafirði að gera flugvöllinn við Sauðárkrók að varaflugvelli fyrir millilandaflug. Stefán Vagn Stefánsson Kiwanisklúbburinn Hekla hélt ný- verið upp á 50 ára afmæli sitt, en stofnun klúbbsins markar upphaf Kiwanishreyfingarinnar hér á landi. Af þessu tilefni voru afhentir tveir styrkir á afmælishófinu, sem fram fór á Grand hóteli. Fengu Hrafnista og Grensásdeild Landspítalans eina milljón króna hvor. Við afhending- una kom fram að Grensásdeild hyggst nota styrkinn góða til kaupa á styrktarþjálfunartæki og Hrafn- ista mun kaupa standlyftu og þrjár loftdýnur. Styrkir Frá afhendingu styrkjanna, f.v. Þorsteinn Sigurðsson veislustjóri, Ingólfur Friðgeirsson, forseti Heklu, Sigrún Knútsdóttir og Ída B. Ómars- dóttir, Grensásdeild, og Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu. Kiwanismenn gáfu tvær milljónir V M - F É L A G V É L S T J Ó R A O G M Á L M T Æ K N I M A N N A STÓRHÖFÐA 25 - 110 REYKJAVÍK - 575 9800 - WWW.VM.IS Nánari upplýsingar á heimasíðu VM, www.vm.is. Dagskrá: Staðan í kjaramálum REYKJAVÍK Miðvikudaginn 29. janúar kl. 20:00 að Stórhöfða 25, 3. hæð Fundurinn verður sendur út gegnum fjarfundarbúnað. Þeir sem vilja fylgjast með fundinum sendi beiðni þar um ásamt símanúmeri á gudnig@vm.is. Hægt verður að senda inn fyrirspurnir á gudnig@vm.is á meðan fundi stendur. AKUREYRI Fimmtudaginn 30. janúar kl. 20:00 að Skipagötu 14, 5. hæð FÉLAGSFUNDIR VM 202 kandídatar brautskráðust frá Háskólanum í Reykja- vík um helgina. Útskriftarnemendur sem luku grunn- prófi voru 141 talsins. Flestir luku námi frá tækni- og verkfræðideild að þessu sinni eða 76. Tölvunar- fræðideild kom næst með 32 útskrifaða nemendur í grunnnámi. 61 nemandi lauk meistara- eða doktorsnámi. 20 nemar voru í meistaranámi frá lagadeild og 20 sömu- leiðis frá tækni- og verkfræðideild. Þrír doktorsnemar voru brautskráðir, þau Georgiana Caltais og Eugen Ioan Goriac frá tölvunarfræðideild og Silja Rán Sigurðar- dóttir frá tækni- og verkfræðideild. Tæplega helmingur allra þeirra kandídata sem útskrifuðust voru brautskráðir frá tækni- og verkfræðideild HR eða 48%. Meðal þess sem Dr. Ari Kristinn Jónsson, rekt- or HR. fjallaði um í ávarpi sínu var efling menntunar í landinu til að skapa þjóðinni verðmæti og bæta lífskjör til framtíðar. Sagði hann einu sjálfbæru leiðina fram á við að byggja á hugviti og þekkingu. 202 kandídatar brautskráðust frá HR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.