Morgunblaðið - 27.01.2014, Page 22

Morgunblaðið - 27.01.2014, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 Á síðastliðnum árum hafa málefni frjálsra fé- lagasamtaka, þá sér- staklega svokallaðra góðgerðarfélaga og al- mannaheillasamtaka, reglulega komið til tals innan þingsins sem og innan ráðuneytanna, en báknið bifast hægt. Ýmsar nefndir hafa verið skipaðar, skýrslur hafa verið skrifaðar, frumvörp hafa verið lögð fram en hingað til hefur ekkert gerst að ráði. Málefni þessara félaga eru brýn, sér- staklega á þeim tímum sem ríkisvaldið hefur hert sultarólina og fjárstyrkir til félaga sem stuðla að almannaheill, mannúðar- og menningarmálum hafa verið skornir niður. Meðal mikilvæg- ari atriða má nefna heildarlöggjöf um frjáls félagasamtök og umfram allt breytingar á skattalöggjöf með inn- leiðingu skattaívilnana vegna gjafa til góðgerðar-, almannaheilla- og menn- ingarmálefna að ógleymdu virð- isaukaskattsumhverfi þeirra félaga sem vinna að þessum málefnum. Ísland er lítið samfélag þar sem flestir eru tilbúnir að rétta náunga sín- um hjálparhönd og fólk er reiðubúið að standa hvort öðru nær til að skapa öruggt og þroskandi nærsamfélag. Við njótum krafta og verka sjálfboðaliða sem standa vaktina á fjölmörgum stöðum, m.a. hjá björgunarsveitunum sem og þeirra fjölmörgu sem standa að fjölbreyttu æskulýðsstarfi, sem hefur sýnt sig að skilar sér í for- vörnum fyrir ungt fólk. Má þar nefna fremst í flokki starf KFUM og K og starf Bandalags íslenskra skáta, en bæði félögin hafa staðið æskulýðs- vaktina í áratugi með frábærum árangri. Þrátt fyrir öflugt sjálf- boðaliðastarf er alltaf þörf á fjármagni. Það er hér sem mikilvægi inn- leiðingar skattaívilnana skiptir máli. Þó að slíkar aðgerðir kunni að hafa einhver áhrif á tekju- öflun ríkissjóðs telur sá sem þetta ritar að sam- félagslegur ávinningur verði meiri þegar á heild- ina er litið. Það er mín skoðun að ríkinu beri, sérstaklega þegar að kreppir, að hvetja til samfélagslegrar þátttöku al- mennings og fyrirtækja í landinu í þeim verkefnum sem ríkið telur sig ekki getað séð um af sama krafti og áður. Skattaívilnun er það verkfæri sem ríkið getur einna helst beitt. Þegar litið er til nágrannaþjóða er Ísland því miður eftirbátur þeirra. Á Íslandi í dag njóta einstaklingar engra skattaívilnana vegna gjafa og fyr- irtæki geta einungis dregið frá skatt- skyldum tekjum sínum að hámarki 0,5% vegna gjafa til tiltekinna við- urkenndra mála. Hins vegar veita flest OECD-ríki og ESB-ríki ein- staklingum sem og fyrirtækjum ein- hverskonar skattfríðindi vegna gjafa til skilgreindra mannúðar- og menn- ingarmálefna. Ef við tökum nærtæk dæmi þá geta einstaklingar í Dan- mörku gefið frádráttarbærar gjafir að fjárhæð 500-5000 danskar krónur og allt að 15% af tekjum sínum, sé gefið samkvæmt langtímasamningi til 10 ára. Frádráttarbærar gjafir danskra fyrirtækja geta svo numið allt að 15% af hagnaði viðkomandi fyrirtækis. Í Bandaríkjunum geta fyrirtæki gefið og dregið frá skatti allt að 10% af hagnaði, en einstaklingar allt að 50% af skattskyldum tekjum sínum. Það að á Íslandi geti fyrirtæki eingöngu dregið frá hálft prósent af tekjum og einstaklingar njóti engra sambæri- legra ívilnana er lítið annað en tíma- skekkja sem verður vonandi leiðrétt á árinu sem nú er gengið í garð, enda nægur tími er til stefnu. Það er gott fyrir sálina að gefa, breytingar á skattaumhverfi eru því ekki eingöngu mikilvægar fyrir þau almannaheilla- og góðgerðarfélög sem starfa í landinu, heldur og fyrir einstaklingana í landinu sem margir myndu vilja gefa meira en þeir hafa hingað til getað. Enda leynist mikill sannleikur í orðunum „Sælla er að gefa en þiggja“, flestir sem reynt hafa vita að þessi orð eru dagsönn og kjörin fyrirmynd að breyttu skatta- umhverfi á Íslandi. Á nýju ári er því tilvalið að núver- andi þing og ráðamenn taki skrefið til fulls á næstu misserum og gangi frá þessum atriðum sem hljóta að vera á lokametrunum, miðað við umræður, nefndaskipanir og skýrslur síðastlið- inna ára. Þannig yrði einstaklingum og fyrirtækjum gefinn ríkari mögu- leiki á að styðja við bakið á nágrönn- um sínum á eigin forsendum, ekki eingöngu í gegnum ríkiskassann. Skattaívilnanir vegna gjafa til mannúðar- og menningarmála Eftir Davíð Örn Sveinbjörnsson » Á nýju ári er kjörið tækifæri fyrir þing og ríkisstjórn að skapa skattalegt umhverfi sem hvetur almenning og fyrirtæki til að styðja við góðgerðarsamtök. Davíð Örn Sveinbjörnsson Höfundur er lögmaður. Mannréttinda- skrifstofa Íslands hefur verið í auglýsinga- herferð til þess að fá al- menning til að fagna fjölbreytileikanum. Ein auglýsingin hvetur til að hvers kyns trúfrelsi sé virt og „vera ekkert að efast um vinnumór- alinn“ þó „að fólk geti bara lagst niður í tíma og ótíma og farið að biðja …“ eins og það er orðað. Hvaða nauður rekur MÍ til að eyða almannafé í yfirlætislegar auglýs- ingar með ég-er-betri-en-þú-viðmóti? Er ástæða til þess að fagna fjölbreyti- leikanum vegna aukinna umsvifa ísl- ams? Auglýsingin á augljóslega við einmitt það. Ekkert annað þekkt hug- mynda- eða trúarkerfi ástundar til- beiðslu með því að leggjast niður í tíma og ótíma og taka umhverfi sitt í gíslingu. Ein af helstu grunnstoðum MÍ er mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna árið 1948 sem Ísland á aðild að eins og vel flest lönd innan SÞ. Undanskilin eru 56 ríki innan OIC, Samvinnustofnunar íslamskra ríkja. Þau hafa neitað að skrifa undir mann- réttindayfirlýsinguna en undirrituðu í þess stað árið 1990 „Kaíróyfirlýs- inguna um mannréttindi innan ísl- ams“. Með þessu undirstrikuðu músl- ímsku ríkin óánægju sína með mann- réttindayfirlýsingu SÞ og að þau gætu ekki átt aðild að henni. Þau mótmæla inngangsorðum hennar sem segja m.a.: „… viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsal- anlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, …“ Og þeir mótmæltu fyrstu grein: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.“ Ofangreindar stað- hæfingar eru í algjörri mótsögn við grundvall- arreglur íslams, sem fellst ekki á, að almennt séu menn bornir til virð- ingar, hvað þá að mann- kyni öllu sé ætlað að njóta óafsalanlegra rétt- inda. Þeir sem ekki eru múslímar hafi ekki slík réttindi, hvað þá að þau geti verið undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum! Í íslam er Allah grundvöllur allra mannréttinda. Þau eru öll háð skilyrð- islausri hlýðni á lögum Allah eins og þau koma fram í sharía-lögum, Kór- aninum og hadíðum. Þessi skilningur fór ekkert framhjá leiðtogum múslíma hjá SÞ 1948, en þá gátu þeir ekki látið til sín taka. Þeir töldu mannréttinda- sáttmála SÞ byggjast á kristnum og gyðinglegum gildum sem múslímar myndu aldrei fallast á. Fræðimenn íslams segja yfirlýsing- arnar alls ólíkar en þeir segja frið að- eins geta ríkt meðal múslíma en ekki við þá sem ekki eru múslímar. „Hinir trúlausu“ geta aðeins öðlast frið í sam- skiptum við múslíma með því að taka íslamstrú eða með uppgjöf og hlýðni (fá stöðu dhimma, þriðja flokks borg- araréttindi í samfélagi undir stjórn múslíma). Múslímar sem streða á vegum Allah við að koma heiminum undir íslam eru að sinna helgri, trúarlegri skyldu (ji- had). Þar af leiðandi eru það ekki þeir sem eru árásaraðilarnir heldur hinir trúlausu sem hindra þá í jihad. Sá sem vill halda í sið sinn eða trú er sekur um glæp með því að meðtaka ekki hina sönnu trú, íslam, og er réttlaus. Þarft er að rifja upp fáein atriði í sharía-lögum sem Kaíróyfirlýsingin byggist á: Konur hafa ekki sömu rétt- indi eins og karlar. Múslímar hafa meiri réttindi en aðrir. Dauðasök er að ganga af trúnni. Vitnisburður manns, sem ekki er múslími, er ógild- ur fyrir sharía-dómstóli. Höggva skal hendur af þjófum, grýta ótrúar konur og aflífa samkynhneigða. Kona, sem er nauðgað, er sek nema hún geti leitt fram fjóra múslímska menn sem vitna um verknaðinn. Öll lög verða að byggjast á Kóraninum, hadíðum og sirah (opinberri ævisögu Múhameðs). Allar efasemdir um íslam eru dauða- sök. Múhameð er hin fullkomna fyr- irmynd sem öllum múslímum ber að fylgja. Saga hans er vægast sagt ófögur. Auglýsing MÍ býður tvo kosti. Annaðhvort vill MÍ vinna gegn mann- réttindasáttmála SÞ með því að stuðla að framgangi íslams hér á landi eða hitt, sem er miklu líklegra, að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera og vita nær ekkert um íslam. Einu má gilda hvor skýringin á við. Afleiðingin er sú sama, og boðið er upp á vanda- mál til framtíðar á kostnað þess al- mennings sem mun líða fyrir dellu- verkið. Er Mannréttindaskrifstofa Ís- lands andvíg mannréttindum? Eftir Valdimar H. Jóhannesson » Afleiðingin er sú sama, og boðið er upp á vandamál til fram- tíðar á kostnað þess al- mennings sem mun líða fyrir delluverkið. Valdimar H Jóhannesson Höfundur er á eftirlaunaaldri. Ísland stendur frammi fyrir þeim vanda að erlendir að- ilar eiga umtalsvert magn lausafjár í ís- lenskum krónum sem líkur eru á að þeir myndu breyta í er- lendan gjaldeyri við fyrsta tækifæri ef ekki væru fjármagns- höft. Nauðsynlegt er að leysa þann vanda áður en höftin eru leyst. Árið 2011 mótaði Seðla- bankinn áætlun, sem hlaut sam- þykki stjórnvalda, um að vinna markvisst að því að koma þessari lausafjáreign í hendur langtíma- fjárfesta og búa þannig í haginn fyrir losun fjármagnshafta. Stefn- an er framkvæmd með gjaldeyr- isútboðum sem hafa að aðalmark- miði að lækka stöðustærð kvikra krónueigna sem námu 605 millj- örðum kr. eftir fall bankanna í árs- lok 2008 en eru taldar hafa numið 327 milljörðum kr. um síðustu ára- mót. Gjaldeyrisútboð ríkisskuldabréfa hófust sumarið 2011, en fyrsta út- boðið samkvæmt fjárfestingaleið- inni var haldið í febrúar 2012. Alls hafa verið haldin sautján útboð ríkisskuldabréfa og fimmtán útboð hafa verið haldin í tengslum við fjárfestingarleiðina. Á grundvelli útboðsverðsins í hverju tilfelli og skráðs meðalgengis Seðlabankans á sama degi hafa fjárfestar fært alls um 51,3 milljarða kr. inn í landið með útboðum samkvæmt ríkisskuldabréfaleiðinni og 147,4 milljarða samkvæmt fjárfesting- arleiðinni. Tæplega þriðjungur af þessu hefur farið gegnum inn- lendan gjaldeyrismarkað, þar sem 50% af þeirri fjárhæð sem fjárfest er fyrir samkvæmt fjárfesting- arleiðinni verður að breyta í ís- lenskar krónur á innlendum gjald- eyrismarkaði. Í byrjun desember 2013 höfðu gjaldeyrisútboðin veitt til Íslands erlendar fjárfestingar sem jafngiltu um það bil 11,6% af vergri landsframleiðslu ársins 2012. Um 45,5% af fjármagns- innstreyminu af völdum fjárfest- ingarleiðarinnar hafa verið fest í skuldabréfum, um 41,5% í hluta- bréfum, 12% í fasteignum og um 1% í verðbréfasjóðum. Fjármunir sem koma til landsins samkvæmt fjárfestingarleið eru að öllu leyti bundnir kvöðum um fimm ára ráð- stöfunarbann. Þegar greint er á milli innlendra og erlendra aðila sem tóku þátt í útboðunum kemur í ljós að 37% heildarfjárhæð- arinnar koma frá innlendum og 63% frá erlendum fjárfestum. Við þessa greiningu eru erlend fyr- irtæki í eigu íslenskra aðila flokk- uð sem innlendir fjárfestar. Erlendum gjaldeyri, sem Seðla- bankinn aflar í fyrrgreindum út- boðum samkvæmt ríkisverð- bréfaleið og fjárfest- ingarleið, er varið til að kaupa krónur (stundum kallaðar aflandskrónur) í út- boðum af fjárfestum sem vilja losa um krónufjárfestingu sína á Íslandi með þeim hætti. Haldin hafa ver- ið sextán útboð þar sem leitað er tilboða frá aðilum sem vilja selja krónueignir sínar í skiptum fyrir erlend- an gjaldeyri sem er undanþeginn skilaskyldu. Árið 2011 voru haldin tvö slík útboð á genginu 210 krón- ur á evru. Verðið hélst nokkuð stöðugt árið 2012, eða 240 krónur á evru, en það hefur lækkað á árinu 2013. Í síðasta útboðinu, sem var haldið í desember 2013, var út- boðsverðið 216 krónur á evru. Í út- boðunum sextán hafa alls 342,8 milljarðar kr. verið boðnir til sölu, en þar af hefur Seðlabankinn keypt 117,8 milljarða kr. Útboðsverð er ákveðið að af- loknum útboðunum þremur á út- boðsdegi. Magn þeirra króna sem Seðlabankinn kaupir fyrir erlendan gjaldeyri ræðst af magni þess er- lenda gjaldeyris sem boðinn er til sölu til kaupa á löngum rík- isskuldabréfum og til fjárfestinga í gegnum fjárfestingaleiðina. Þannig er áhrifum útboðanna á gjaldeyr- isforðann haldið í lágmarki. Út- boðsdagsetningar eru tilkynntar með fyrirvara og verða næstu út- boð 4. febrúar og 18. mars 2014. Þess misskilnings gætir á stund- um að Seðlabankinn hafi heimildir til að takmarka hverjir taki þátt í fjárfestingarleiðinni á þeim for- sendum að viðkomandi eða aðilar nákomnir þeim sæti rannsókn hjá sérstökum saksóknara. Seðlabank- inn hefur ekki tök á því að vita hverjir sæta rannsókn hjá sér- stökum saksóknara, frekar en aðr- ir utan þess embættis. Hins vegar er þátttaka fjárfesta í útboðum fjárfestingarleiðar háð því skilyrði að þeir liggi ekki undir rök- studdum grun hjá gjaldeyriseft- irliti Seðlabankans um meint brot, hafi ekki verið ákærðir af hand- hafa ákæruvalds eða kærðir til lög- reglu af Seðlabankanum vegna meintra brota á lögum um gjald- eyrismál, nr. 87/1992, og reglum settum á grundvelli þeirra. Af gjaldeyrisútboð- um Seðlabankans Eftir Þorgeir Eyj- ólfsson Þorgeir Eyjólfsson »Magn þeirra króna sem bankinn kaupir ræðst af magni þess gjaldeyris sem boðinn er til sölu. Áhrifum út- boða á gjaldeyrisforð- ann er haldið í lág- marki. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Seðlabanka Íslands. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.