Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kjarasamn-ingar á al-mennum vinnumarkaði voru upplífgandi. Ekki vegna þess að launþegar stæðu eftir þá með alla vasa úttroðna af aurum. Þeir bentu á hinn bóginn til að menn væru að ná áttum. Samningarnir virtust við það miðaðir að þá mætti efna eftir orða þeirra hljóðan, án þess að lenda í alkunnum ógöngum. Fyrirtækin í landinu eru að feta sig hægt og hikandi út úr kreppuumhverfi. Þau eiga enn nokkurn spöl eftir, en eru flest á réttri leið. Aðilar vinnumark- aðarins hafa eina hagsmuni hvað þennan þátt varðar óháð því hvernig þeir raðast við samningaborðið. Fyrirtæki sem rekin eru vitlausum megin við strikið geta ekki aukið launakostnaðinn. Það er ekki flóknara. Sé ekki til þess horft og knúið á um að launakostn- aður verði meiri en allur þorri fyrirtækjanna rís undir eru næstu skrefin í þeirri vegferð alkunn. Kostir fyrirtækjanna eru þá einkum tveir. „Hagræðing,“ sem gjarnan felur í sér tilraun til að fækka fólki á launaskrá er fyrri kosturinn. Hinn er að velta launabreytingunum að öllu leyti út í vöruverðið. Það er akki eins auðvelt og það hljómar og mun við núverandi aðstæður leiða til samdráttar í sölu nema um sé að ræða vörur sem fólk geti alls ekki án verið. Samdrátturinn á öðrum svið- um verður því hlutfallslega enn þá meiri. Í þessum samn- ingum var leitast við að hækka lægstu launin örlítið meira en önnur laun og styðja við þau með öðrum aðgerðum. Sumir hrópa nú að sú viðleitni hafi ekki verið metnaðarfull. Og það er töluvert til í því. En hvers vegna var þessi leið þá valin nú? Sjálfsagt vegna þess, að tilraunin til að hækka lægri launin meira en hin hefur svo oft verið gerð. Sagan hefur sýnt, og kannski að einhverju leyti kennt að sé áfanginn í slíkri tilraun er of stór (þótt lítill sé) fer breyt- ingin undraskjótt upp allan launastigann, hvað sem öllum áformum á undirskriftardegi samninga líður. Hlutfallsleg launabreyting verður þá þegar orðin meiri en fyrirtækin ráða við og verðbólgan knýr dyra. Það er ekki umdeilt að þeir sem lægst hafa launin verða þá verst úti. Þessir þættir eru enginn áróður eða galdur. Launastig- inn er þekktasti stigi þjóðar- innar og hvergi eru þrepin eins hál og í honum. Laun- þegar sækjast ekki aðeins eftir því að færast upp þann stiga. Þeir eru mjög meðvitaðir um hvar þeir eru staddir í honum. Og þótt allir séu sammála um það göf- uga markmið að hækka beri lægstu laun og þau laun þyki á öllum tímum skammarlega lág, þá þolir launþeginn illa að sá hópur sem var einu þrepi eða nokkrum fyrir neðan hann sé kominn upp að hans þrepi eða að bilið á milli þrepanna hafi minnkað verulega. Það er alls ekki þannig, að andstaða sé við að sá sem var í lægra þrepinu fái að hækka. Það var sann- gjarnt að mati allra í launa- stiganum. En öðru máli gegnir um að munurinn minnki, sem er á milli hópanna í hverju þrepi. Munurinn á milli þrepa átti sér skýringar. Það lá t.d. fyrir mat á mikilvægi ein- stakra starfa sem leiddi til þess að þessi munur var ákveð- inn, hugsanlega eftir langa baráttu og mikil átök. Um leið og allir hljóta að hafa samúð með því sjónarmiði að hinir lægst launuðu skulu hækka meira en hinir, þá er óhjákvæmilegt að viðurkenna að snúin staða er komin upp ef hinir lægstlaunuðu eru komnir með betri kjör en þeir sem áð- ur voru næstlægstlaunaðir og svo koll af kolli. Forysta ASÍ og aðrir for- ystumenn á almenna mark- aðnum reyndu að ná samn- ingum sem væru innan þolmarka fyrirtækjanna og þar sem horft var sérstaklega til þeirra sem hafa lægstu launin. Vonin var sú að friður gæti tekist um þessa stefnu, svo takast mætti að bæta kaupmátt, eða standa vörð um núverandi kaupmátt. Samn- ingar um pappírskaupmátt, vaxandi verðbólgu og í fram- haldinu almenna óánægju í þjóðfélaginu eru spor sem hræða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu um samningana var dræm, sem kann að benda til að al- mennt hafi verið skilningur á stefnumótun samninganna, þótt hvergi væri hrópað húrra. En hin dræma þátttaka gaf þeim sem halda vildu á fornar slóðir, á braut verðbólgu og uppnáms, nægjanleg færi. Því miður. Það verður ekki auðvelt að vinna úr þessari stöðu með hagsmuni launþega fyrir aug- um, og þá ekki síst varanlega hagsmuni þeirra sem lakast standa. Tilraun til að ná samningum sem halda í raun má ekki mistakast} Uppnám eða umhugsunarfrestur? U mræðan um kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja, sem hefur verið áberandi að undanförnu, er á villigötum. Nokkur fjöldi virðist telja að það sé réttlætis- mál að hluthafar hafi ekki fullt vald yfir því hverja þeir ráða til að gæta hagsmuna sinna í stjórnum. Það er með ólíkindum. Rétt er að vekja athygli á því að þessi sami hópur – og það án þess að blikna – er í raun að kalla eftir óréttlæti. Það er nefnilega óréttlátt að binda hendur hluthafa með þessum hætti. Það er mergur málsins, en það sjónarmið virðist ekki vera ráðandi. Rétt er að rifja upp að samkvæmt nýlegum lögum eiga konur að vera 40% stjórnarmanna í fyrirtækjum, að því gefnu að stjórnarmenn séu fleiri en þrír. Mikilvægt er að hafa í huga, að það er enginn munur á því að ráða starfsmann eða mann í stjórn. Stjórn er í grunninn lítið teymi sem vinn- ur fyrir hluthafa og þiggur laun, eins og aðrir starfs- menn – nema stjórnarmönnum er oft boðið upp á betri veitingar. Lögin þýða það að hluthafar fyrirtækisins, segjum að þetta sé fjölskyldufyrirtæki, ráða ekki alfarið hvaða stjórnarmenn fjölskyldan velur til starfans. Það er mikil frelsisskerðing. Sú staða getur einnig komið upp, að þrjár stríðandi fylkingar eigi í fyrirtæki, en vegna lag- anna geta þær ekki tilnefnt hver sinn fulltrúa í stjórn án þess að hafa samráð við hina til þess að tryggja að farið sé eftir lögum um kynjakvóta. (Ætli einhverjir myndu ekki fagna því með vísan í „samræðustjórnmál“!) Það liggur í augum uppi að hér er ein- staklingsfrelsið, sem njóta þarf meiri virð- ingar, fótum troðið og því er rétt að afnema þessi lög. Ég átta mig ekki á því hvort lögin eru birtingarmynd þess hve margir eru fjandsamlegir fyrirtækjum og hluthöfum þeirra um þessar mundir. Þess vegna megi beita óréttlæti – svona til þess að „bæta“ samfélagið? Sé það svo, eigum við við nokk- urn vanda að etja, því öflugt atvinnulíf er for- senda góðra lífskjara. Það má vitaskuld gagn- rýna atvinnulífið; en það skal gert með heilbrigða skynsemi að vopni. Málsvarar kynjakvótans segja að hann sé mikilvægur til að koma á hugarfarsbreytingu til að gefa konum betri tækifæri í viðskiptalíf- inu. Það er að mörgu leyti falleg hugsun, alla- vega á yfirborðinu, en þegar hún er brotin til mergjar, líkt og hér að ofan, skín óréttlætið í gegn. En fyrst þessi hópur vill ná fram hugarfarsbreytingu, hvers vegna talar hann ekki fyrir því að kynjakvóti sé settur á ritstjórnir fjölmiðla? Fjölmiðlar geta jú haft mikil áhrif á samfélagið. Þeir ráða um hvað er rætt, hvaða skoðanir birtast og birtast ekki og við hverja er talað. Raunar væri það ugglaust réttlátt, í þeirra huga að minnsta kosti, að ritstjórar stærri fjölmiðla væru ávallt tveir; karl og kona, til að tryggja réttlæti. Það er enginn grundvall- armunur að setja kynjakvóta á stjórnir fyrirtækja og rit- stjórnir fjölmiðla. Þessar hugmyndir sem ég kasta fram um kynjakvóta á fjölmiðla eru arfaslakar, en setja von- andi málið í annað samhengi. helgivifill@mbl.is Helgi Vífill Júlíusson Pistill Kynjakvóti á ritstjórnir fjölmiðla? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þó að íbúum á Vesturlandihafi fjölgað hefur ungufólki hlutfallslega fækkaðum leið og eldra fólki fjölgar. Þá hefur útlendingum fjölg- að á Vesturlandi og uppruni þeirra orðinn stöðugt fjölbreyttari. Þetta er meðal þess sem kem- ur fram í nýjum hagvísi sem Vífill Karlsson, ráðgjafi SSV og dósent við Háskólann á Akureyri, hefur tekið saman fyrir Samtök sveitarfé- laga á Vesturlandi (SSV). Í hinum nýja hagvísi var þró- un lýðfræðilegra þátta skoðuð yfir nokkur undanfarin ár og fjallað um mannfjöldaþróun, meðalaldur, kynjahlutfall, útlendinga, ungt fólk og aldurstré á Vesturlandi. Vífill segir við Morgunblaðið að skýrslan leiði margt forvitnilegt í ljós. Þannig sé áhugavert að skoða tölur um fjölda barn- eignafólks, eða ungs fólks, á Vest- urlandi og kynjahlutföllin. Þetta séu stærðir sem fylgjast þurfi mjög vel með. „Athygli vekur að Snæfellsnes nær landsmeðaltali 2012 og er þar með komið með hæsta hlutfall ungs fólks á Vesturlandi aftur. Athyglis- vert er að sjá að til lengri tíma litið hefur dregið saman með svæðunum öllum nema Dölum,“ segir Vífill. Mest fjölgað á Akranesi Í umfjöllun sinni skiptir hann landshlutanum upp í fjögur svæði: Akranessvæði, Borgarfjarðarsvæði, Snæfellsnes og Dali. Á síðustu ár- um hefur fólksfjölgunin verið mest á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit, á meðan mannfjöldi hefur að mestu staðið í stað á öðrum svæðum, að undanskildum Dölunum, þar sem nokkur fækkun hefur orðið. Sé litið lengra aftur í tímann þá fjölgaði íbúum Vesturlands um ríflega 2.000 á árunum 1971-2012. Á það einkum við sunnanvert Vest- urland; Akranes- og Borgarfjarð- arsvæði, en á þessu tímabili fækk- aði fólki á Snæfellsnesi og í Dölum um 600 manns. Eftir 1981 dró nokkuð úr fjölguninni en Vífill seg- ir að það megi rekja til neikvæðrar þróunar á landsbyggðinni allri á 9. og 10. áratug síðustu aldar í kjölfar umfangsmikilla umskipta í rekstr- arumhverfi sjávarútvegs og land- búnaðar. Í skýrslunni vekur Vífill at- hygli á því að meðalaldur íbúa hef- ur hækkað hlutfallslega mun meira á Snæfellsnesi, í Dölum og í dreif- býli Borgarfjarðar heldur en á landinu öllu. Þannig hefur meðal- aldur í Dölum hækkað um nærri 20% frá árinu 1990, eða úr 35 árum í nærri 42 ár árið 2012. Á sama tíma hækkaði meðalaldur lands- manna um tæp 12%, var 36,4 ár ár- ið 2012. Konur viljugri að flytja Í hagvísinum er kynjahlutfallið skoðað sérstaklega, en að sögn Víf- ils hefur verið litið svo á að sam- félög séu á undanhaldi ef konur eru miklu færri en karlar. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að konur séu viljugri til að flytja brott en karlar. Kynjahlutfallið er fjöldi kvenna deilt með fjölda karla. Sem dæmi þá var hlutfallið 0,95 á Akranes- og Borgarfjarðarsvæðinu árið 2012, líkt og á landsbyggðinni allri, á meðan það var 0,91 í Dölum. Þetta þýðir að konur voru 5% færri en karlar á landsbyggðinni en 9% færri í Dölum. Ungu fólki fækkaði á öllum svæðum Vesturlands á árunum 1990-2012. Í skýrslunni segir að eftir bankahrun hafi þróunin í Döl- um skilið sig verulega frá öðrum svæðum Vesturlands. Þar var hlut- fall ungs fólks komið í 20% árið 2012 á meðan það var 26% í Borg- arfirði, 27% á Akranesi og ná- grenni og 28% á Snæfellsnesi. Fjölgun á Vestur- landi en íbúar eldast Heimildir: Hagvísir Vesturlands, byggt á tölum frá Hagstofu Íslands. 35% 30% 25% 20% 15% 1990 2000 2010 28% 27% 26% 20% Akranessvæðið Borgarfjarðarsvæði Snæfellsnes Dalabyggð Landið allt Hlutfall ungs fólks af heildarmannfjölda Vesturland 1990-2012, m.v. 1. desember ár hvert „Efnið er mikilvægt því lýð- fræðilegir þættir eru góðar vís- bendingar fyrir vexti og viðgangi byggða. Það er aug- ljóst þegar horft er til mannfjöldaþróunar þar sem mikil fækkun íbúa grefur undan rekstri á ýmissi félagslegri þjónustu og fá- breytni getur gætt. Meðal- aldur gefur hins vegar til kynna hvort vægi ungs fólks sé mikið eða lítið í tilteknum samfélögum, en unga fólkið er vinnusamasti og frjósam- asti þjóðfélagshópur hvers samfélags,“ segir Vífill Karls- son m.a. í skýrslu sinni. Í hagvísum undanfarinna ára hefur verið fjallað um eitt viðfangsefni hverju sinni. Nú tekur hann nokkra þætti fyrir til að gefa heildstæðari sýn yfir þróunina á Vesturlandi á undanförnum árum. Efnið er mikilvægt BYGGÐAÞRÓUNIN Vífill Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.