Morgunblaðið - 27.01.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.01.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 Svarið við spurningu dagsins Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Austurlensk fiskisúpa Mánudaga - föstudaga 10.30 - 18.30 Laugardaga frá 11.00-16.00 OPNUNARTILBOÐ Á NÝBÝLAVEGI 1.500 kr/ltr Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is Tilboðið gildir einnig á Suðurlandsbraut 10 Vegrið á milli akreina þar sem ek-ið er í gagnstæðar áttir dregur úr hættu á slysum. Um þetta ættu allir að geta verið sammála. Og slys sem verða vegna þess að vegrið skortir á milli tvöfaldra gatna eða breiðari þar sem ekið er í gagnstæðar áttir geta verið mjög alvarleg, eins og dæmin sanna.    Þess vegna var til-laga sjálfstæðis- manna í borgarstjórn um að skora á Al- þingi og Vegagerðina að ljúka við að setja upp slík vegrið á höfuðborgarsvæðinu vel til fundin.    Um leið var sú afstaða meirihlut-ans að fella tillöguna óskiljan- leg. Og ekki varð hún skiljanlegri þegar Dagur B. Eggertsson rök- studdi hana.    Dagur heldur að útúrsnúningurog sniðugheit hjálpi í þessu og sagði um afstöðu meirihlutans að vegrið ættu heima á hraðbrautum en hraðbrautir ættu ekki heima í íbúðahverfum.    Auðvitað er enginn að tala umhraðbrautir, en göturnar sem tillagan snýst um eru meðal annarra Sæbraut, Miklabraut, hluti Hring- brautar, Höfðabakki og Gullinbrú.    Kjartan Magnússon furðar sig áafstöðu meirihlutans en bendir þó á að hún sé í samræmi við þá stefnu meirihlutans, „að hverfa frá verkefnum í vegagerð í borginni en leggja þess í stað áherslu á gælu- verkefni við Hofsvallagötu og Borg- artún. Þær framkvæmdir auka ekki öryggi heldur tefja fyrir umferð og fækka bílastæðum.“ Dagur B. Eggertsson Engin vegrið í Reykjavík STAKSTEINAR Kjartan Magnússon Veður víða um heim 26.1., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri -4 léttskýjað Nuuk -8 alskýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló -7 snjóél Kaupmannahöfn -5 snjókoma Stokkhólmur -3 léttskýjað Helsinki -8 snjóél Lúxemborg 2 skýjað Brussel 5 skúrir Dublin 5 skúrir Glasgow 5 skýjað London 10 léttskýjað París 7 skúrir Amsterdam 3 léttskýjað Hamborg -10 alskýjað Berlín -10 léttskýjað Vín -5 snjókoma Moskva -12 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 17 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 15 heiðskírt Róm 7 léttskýjað Aþena 10 skýjað Winnipeg -20 skafrenningur Montreal -20 léttskýjað New York -6 heiðskírt Chicago -7 skýjað Orlando 16 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:23 16:59 ÍSAFJÖRÐUR 10:47 16:45 SIGLUFJÖRÐUR 10:31 16:27 DJÚPIVOGUR 9:57 16:24 Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Ég hef nú ekki rekist á geitur í Kol- beinsdal áður, svo ég muni eftir,“ segir Sigurður Sigurðsson við mbl.is en í vélsleðaferð um Kolbeinsdal í Skagafirði nýverið rakst hann á tvær geitur, ásamt þremur lömbum. „Mér sýndist þær vera nokkuð illa farnar og skinnið alveg farið af löppunum á þeim,“ bætir Sigurður við. Hann telur að mögulega hafi rjúpnaskyttur fælt geiturnar burt af heimaslóðum. Bar kiðið á bakinu Geiturnar tvær eru í eigu Guð- rúnar Þórunnar Ágústsdóttur á Há- leggsstöðum í Deildardal í Skaga- firði. Guðrún segir að upprunalega hafi hún saknað fimm geita, en þrjár þeirra hafi nú skilað sér. „Geiturnar hafa oftast bara verið hérna neðst í dalnum. Þessar geitur hafa lagt á sig ótrúlegt ferðalag til að komast í Kol- beinsdal. Eitt kiðið skilaði sér heim, þegar í október. Það birtist ofarlega í fjallinu og sonur minn sem er 12 ára stökk og náði í það. Hann þurfti að bera það á bakinu hluta leiðar- innar því það var komin mikil hálka og ís,“ segir Guðrún. Hún segir að hafurinn hafi verið svolítið illa far- inn. „Það er eins og hann hafi rekið sig á eitthvað því hann var með bólgu umhverfis augað. Geitur fundust á afrétti með lömbum  Höfðu farið frá bæ í Deildardal í Skagafirði og fundust í Kolbeinsdal Ljósmynd/Guðrún Ágústsdóttir Fjallageitur Ein geitanna á Há- leggsstöðum í Deildardal. Hörð keppni verður um efstu sæti á lista Pírata fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Nú þegar hafa fjögur framboð borist í tvö efstu sæti listans. Halldór Auðar Svansson, tölv- unarfræðingur hjá Hagstofu Ís- lands og kafteinn Pírata í Reykja- vík, hefur boðið sig fram í fyrsta sætið. Þórgnýr Thoroddsen, tóm- stundafræðingur og meðlimur í framkvæmdaráði Pírata á Íslandi, gefur einnig kost á sér í fyrsta sæt- ið. Þá hafa þau Þórlaug Ágústs- dóttir og Arnaldur Sigurðarson bæði gefið kost á sér í annað sæti listans. Kosið verður rafrænt í próf- kjörinu og hafa þeir kjörrétt sem skráðir hafa verið í flokkinn 30 daga fyrir prófkjör. Barist um efstu sæti á lista Pírata í Reykjavík Sævar ekki í framboði Framboðstilkynning sem birt var í Morgunblaðinu sl. laugardag, um að Sævar Sævarsson ætlaði að gefa kost á sér fyrir VG í Reykjavík, var hrekkur félaga Sævars, samkvæmt yfirlýsingu sem blaðinu barst: „Undirritaður biðst velvirðingar á að hafa sent framboðstilkynningu undir nafni vinar míns, Sævars Sæv- arssonar, sem er ekki að fara í fram- boð fyrir Vinstri græna. Virðingar- fyllst, Helgi Þór Gunnarsson.“ LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.