Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Hafðu samband og fáðu tilboð ÚTSALA allt að 70% afsláttur vefnaðarvara frá 299 kr. meterinn Metravara Rúmföt Rúmteppi Handklæð i Dúkar Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is Opnunartími: virka daga kl. 10-18 og laugardaga 11-15 hagsþróunarráðherra Yukon- svæðisins. Svæðisstjórnin telji sig hafa um- boð til að víkja frá samkomulaginu í ljósi þess að flokkurinn fékk hreinan meirihluta í síðustu kosningum. Barátta fyrir dómstólum Náttúruverndarsinnar og samtök frumbyggja ætla hins vegar að fara með málið fyrir dómstóla. „Hvernig geta þeir eiginlega kall- að þetta verndarsvæði þegar þeir ætla að leyfa námur og heilsársvegi fyrir iðnaðaruppbyggingu beint við hliðina á ám sem eru mikið aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn?“ spyr Karen Baltgailis frá Yukon-verndarsam- tökunum. Hún bendir á að svæðið sé bú- svæði dýralífs, þar á meðal úlfa, bjarna og arna, sem hafi gildi fyrir allan heiminn. Jimmy Johnny, öldungur Na-cho Nyak Dun-fólksins, telur að hver einasti vatnsdropi sem rennur á Peel-vatnasvæðinu eigi að vera verndaður. „Það eru hefðbundin gildi að annast þetta svæði. Það er uppspretta matar okkar, ávaxta, hefðbundinna meðala okkar. Það er mjög mikilvægt, ekki bara fyrir framtíðarkynslóðir okkar, heldur fyrir alla,“ segir Johnny. Óbyggðir Frá Yukon í Kanada. Þar eru einhverjar víðáttumestu óbyggðir sem eftir eru í Norður-Ameríku. Þar búa aðeins rúmlega 30.000 manns. Kínverski lögfræðingurinn og and- ófsmaðurinn Xu Zhiyong hefur verið dæmdur í fjögurra ára fang- elsi fyrir að mótmæla spillingu. Verjandi hans segir dóminn ólög- legan og ósanngjarnan. Xu hefur um árabil verið fram- arlega í baráttunni fyrir borgara- réttindum í Kína. Hann var hand- tekinn ásamt félögum sínum í Nýju borgarahreyfingunni vegna fámennra og friðsamlegra götu- mótmæla. Xu var í kjölfarið ákærður fyrir að spilla allsherjar- reglu. Mál hans var tekið fyrir í lokuðum réttarhöldum á miðviku- dag. Neitaði Xu að svara spurn- ingum saksóknara eftir að verj- anda hans var meinað að kalla vitni fyrir dóminn. Mannréttindasamtök hafa kraf- ist þess að dómnum verði snúið við og segja fulltrúar Amnesty International að hann hafi verið „skammarlegur en sorglega fyrir- sjáanlegur“. Andófsmaður dæmdur í fjögurra ára fangelsi AFP Gæsla Verðir gæta dómshússins í Beijing þar sem Xu var dæmdur. Einn leiðtogi stjórnarandstæðinga í Taílandi var skotinn til bana á mót- mælafundi fyrir utan kjörstað í aust- urhluta Bangkok í gær. Mótmælend- ur umkringdu kjörstaði þar sem kosið verður í þingkosningum sem fara fram í næstu viku sem leiddi til þess að utankjörfundaratkvæða- greiðslu var aflýst á fjölda kjörstaða í höfuðborginni og víðar. Suthin Taratin var að ávarpa hóp mótmælenda þegar hann var skotinn að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Hann lést síðar á sjúkra- húsi af sárum sínum. Að minnsta kosti níu manns hafa látist frá því að mótmælaalda hófst í landinu í fyrra. Yfirkjörstjórn landsins hefur ósk- að eftir því að þingkosningum sem eiga að fara fram 2. febrúar verði frestað vegna hættu á truflunum og ofbeldi. Ríkisstjórnin hefur hins veg- ar haldið fast í að kosningarnar fari fram á réttum tíma. Mótmælendurnir læstu dyrum kjörstaða með keðjum þrátt fyrir að leiðtogar þeirra hafi heitið því að trufla ekki framkvæmd kosning- anna. Fyrir vikið var utankjörfundarat- kvæðagreiðsla sem átti að fara fram í Bangkok annaðhvort alveg stöðvuð eða takmörkuð að einhverju leyti á 49 af 50 kjörstöðum. Mótmælend- urnir segjast ekki vera að trufla kosningarnar heldur aðeins að mót- mæla fyrir framan kjörstaði þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram. kjartan@mbl.is AFP Morð Lögreglumenn rannsaka staðinn þar sem mótmælandi var skotinn. Lokuðu kjörstöð- um í Taílandi  Leiðtogi mótmælenda drepinn í gær Kosningarnar » Fulltrúar stjórnvalda og yfir- kjörstjórnar ætla að funda á þriðjudag til að ræða tímasetn- ingu kosninganna. » Stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar grunar kjörstjórnina um að ganga erinda mótmæl- enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.