Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 25
þá nýtekin við sem dómstjóri við héraðsdóm Austurlands, ég að stíga mín fyrstu skref í málflutn- ingi sem fulltrúi sýslumannsins á Eskifirði. Ég var svo heppin að fá að fóta mig á því sviði hjá dómstóli úti á landi, þar sem aðeins var einn dómstjóri og einn dómari á þeim tíma, og það ein og sama manneskjan. Að þurfa ekki að læra inn á hvern dómarann á fæt- ur öðrum – ærið var verkefnið samt. Enn meiri gæfa var þó að hitta þar á Þorgerði, sem var dómstjóri mestan þann tíma sem ég sinnti starfinu fyrir austan. Hún var vandaður dómari og alfarið laus við bæði hroka og stífni gagnvart ungum málflytjanda, sem gat orð- ið fótaskortur á svellinu, hvort sem var að efni eða forminu til. Ákaflega mikilsvert var að njóta þá velvildar, hvatningar og mildr- ar leiðbeiningar Þorgerðar. Ég áttaði mig betur á því síðar hve dýrmætt það er að mæta slíku við- móti, þegar maður þarf mest á því að halda – og að það er alls ekki sjálfgefið. Verð ég Þorgerði ávallt þakklát fyrir. Ekki þakka ég síður þá per- sónulegu velvild sem hún sýndi mér og okkur Friðbirni, manni mínum, þá og ætíð síðan, og góða viðkynninguna. Þrátt fyrir stutta samfylgd varð Þorgerður mér í reynd heilmikil fyrirmynd – svo klár, glæsileg, hlý og skemmtileg kona sem hún var. Þannig minn- umst við Friðbjörn hennar og kveðjum með eftirsjá. Fjölskyldu hennar og öðrum ástvinum vott- um við okkar dýpstu samúð. Anna Ragnhildur Halldórsdóttir. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BJARNADÓTTIR, Laugateigi 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 17. janúar. Jarðarförin fer fram í dag mánudaginn 27. janúar frá hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu kl. 13.00. Valdís Finnbogadóttir, Ólafur Finnbogason, Rannveig Agnarsdóttir, Sigríður Rósa Finnbogadóttir, Völundur Þorgilsson, Stefán Finnbogason, Guðbjörg Gísladóttir, Trausti Finnbogason, Kristín Sigurðardóttir, Ingólfur Waage, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR, Blönduhlíð 24, lést á Landspítalanum 15. janúar. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 28. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Sigríðar Heiðberg í síma 567 2909. Guðjón Einarsson, Eiríkur Guðjónsson Wulcan, Anna Wulcan, Anna Þ. Guðjónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Steinar Bragi Guðmundsson, Oddbergur Eiríksson, Ingibjörg Eiríksdóttir. ✝ Ástkær sonur okkar og bróðir, JÓHANNES GUNNAR LOGI LOGASON, starfsmaður NSE-fyrirtækisins í Norðursjó, fórst af slysförum 30. desember síðastliðinn. Útförin fór fram í kyrrþey. Fjölskylda Gunnars Loga vill þakka þeim sem stutt hafa fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Sérstakar þakkir fá lögreglan, björgunarsveitarmenn og starfs- menn Landhelgisgæslunnar. Störf þeirra voru okkur ómetanleg. Þeim sem vilja minnast Gunnars Loga er bent á að láta björgun- arsveitir landsins njóta þess. Hægt er að panta minningarkort Landsbjargar í síma 570 5900. Jóhanna Gunnarsdóttir, Logi Patrekur Sæmundsson, Randí Logadóttir, Rakel Logadóttir, ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EVA BENEDIKTSDÓTTIR, frá Þverá, Öxarfirði, Aflagranda 40, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 19. janúar. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28. janúar kl. 13.00. Rósa Valtýsdóttir, Bára Valtýsdóttir, Ragnar Jónsson, Björg Valtýsdóttir, Kristinn Pálsson, Óskar Valtýsson, Guðbjörg Rannveig Jónsdóttir, Valdís Axfjörð, Már Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hulda Bjarna-dóttir fæddist á Barðsnesi í Norð- firði 5. október 1918. Hún lést í faðmi fjölskyld- unnar á Landspít- alanum 17. janúar 2014. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Halldórsdóttir hús- freyja frá Hlíð á Eyrarbakka og Bjarni Vilhelms- son, sjómaður frá Nesi í Norð- firði. Hulda var elst fimmtán al- systkina, þau eru; Stefán, f. 1920, látinn. Sigríður, f. 1921. Guðfinna, f. 1922, látin. Fjóla, f. 1924, látin. Bjarni, f. 1925, lát- inn. Þuríður, f. 1926. Lilja, f. 1927, látin. Lilja, f. 1928. Ingvar, f. 1929, látinn. Olga, f. 1930. Guðrún V., f. 1932. Kolbeinn, f. 1933. Halldór, f. 1935, látinn. Þórður, f. 1937. Hálfsystkini Huldu sammæðra voru Guð- finna og Baldvin, bæði látin. Hálfsystkini samfeðra voru Ind- íana, f. 1904, látin. Einar Hans, f. 1912, látinn. Fanney, f. 1913, látin. Gísli, f. 1917, látinn. Unn- ur, f. 1920, látin. Hulda ólst upp á Norðfirði í húsi foreldra sinna, Miðhúsi. Á Norðfirði kynntist hún fyrri eig- inmanni sínum, Valdimar S. Runólfssyni sjómanni frá Höfn, f. 5.12. 1916, en þau giftust 22.10. 1940 og hófu búskap á Finnbogi Már, látinn, Ollý Björk og Eydís Björk. 5) Stefán, f. 7.8. 1957, maki Guðbjörg Gísladótt- ir, f. 2.12. 1957, börn þeirra eru Gísli Eiríkur, Ingólfur, Bjarni Vilhelm, látinn, Hulda og Bog- ey. Sonur Stefáns er Gísli. 6) Trausti, f. 10.8. 1964, maki Kristín Sigurðardóttir, f. 24.1. 1963, synir þeirra eru Eysteinn, Sigurður og Úlfur. Hulda og Finnbogi hófu bú- skap í Mávahlíðinni og bjuggu lengst af í Reykjavík, en einnig í Kópavogi þar sem þau byggðu fallegt hús utan um fjölskylduna við Vogatungu. Hulda starfaði lengst af sem húsmóðir en við andlát Finnboga hóf hún störf hjá brauðgerðinni Safa og síðar í mötuneyti Borgarspítalans þar sem hún starfaði uns hún fór á eftirlaun. Eftir andlát Finnboga gerði hún jafnframt út leigubíl þeirra í nokkur ár. Hulda var mikil hannyrða- og prjónakona, lopapeysurnar sem hún prjón- aði, gaf og seldi skipta mörg hundruðum. Það var ávallt glæsileiki yfir Huldu sem eftir var tekið. Hún trúði á mátt Guðs og var virk í starfi Fíladelfíu. Síðustu árin bjó Hulda, ásamt Trausta syni sínum og fjöl- skyldu, við Laugateig í Reykja- vík þar sem hún naut góðrar umönnunar og hlýju. Afkomuendur Huldu eru fjöl- margir, barnabörnin eru 20 og barnabarnabörnin eru 28. Útför Huldu fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, 27. janúar 2014, og hefst at- höfnin kl. 13. Höfn. Hulda og Valdimar eignuðust soninn Friðþjóf Trausta, f. 29.8. 1939, d. 15.9. 1961. Valdimar og Bjarni, faðir Huldu, fórust báðir í sjó- slysi 1.10. 1942. Eft- ir andlát Valdimars flutti Hulda til Norðfjarðar og svo fljótlega til Reykja- víkur þar sem hún gerðist ráðs- kona hjá heiðurshjónunum Önnu og Jóni í Garði. Fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur kynnist hún seinni manni sínum Finnboga Ólafssyni, leigubíl- stjóra frá Árbæ í Ölfusi, f. 31.3. 1920, en hann lést úr veikindum 27.11. 1968. Þau giftust 23.11. 1946 og hófu búskap í Reykja- vík. Börn Huldu og Finnboga urðu sex, þau eru; 1) Ingibjörg, f. 29.8. 1947, d. 24.2. 2009, maki Ingólfur Waage, f. 16.7. 1946, dætur þeirra eru Herdís, Hulda og Hrefna. 2) Valdís, f. 4.2. 1949, maki Hilmar Kristjánsson, f. 16.5. 1948, d. 1.1. 2008, börn þeirra eru Finnbogi, Hilmar Þór og Valgerður. 3) Ólafur, f. 11.6. 1951, maki Rannveig Agnars- dóttir, f. 31.12. 1955, sonur Ólafs er Arnar, börn Rannveigar eru Lena og Valgeir. 4) Sigríður Rósa, f. 2.1. 1954, maki Völ- undur Þorgilsson, f. 24.11. 1945, börn Sigríðar eru Sigvaldi Búi, Elsku mamma mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég kveð þig með söknuði, hafðu þökk fyrir allt. Þín dóttir, Valdís. Hulda tengdamóðir mín hefur kvatt þessa jarðvist. Ég vil trúa því að nú fari Hulda á fund hans sem hún trúði á og var henni mikill styrkur og stoð. Hulda og Trausti voru alltaf mjög náin. Frá okkar fyrstu kynnum fannst mér það heillandi hvað Trausti var góður við móður sína og lét sér annt um velferð hennar. Hulda hefur örugglega haft áhyggjur af því hvaða stúlka væri að vingast við yngsta soninn. Samfylgd okkar Huldu hefur varað í mörg ár og fyrir þau þakka ég af alhug en hún hafði íbúð í kjallaranum hjá okkur. Þrátt fyrir nána sambúð kom það varla fyrir að okkur sinnaðist en við bárum ávallt gæfu til þess að sýna hvor annarri virðingu og væntum- þykju. Þegar drengirnir okkar, Ey- steinn, Sigurður og Úlfur, voru litlir og komu heim eftir skóla var gott að fara niður til ömmu Huldu. Þar beið oft heitur matur og hlýr faðmur ömmu. Drengirnir uxu úr grasi en þörfin fyrir félagsskap ömmu var ávallt til staðar. Hulda var ekki vön dýrum en hún var mjög hrifin af hundinum okkar, Dimmu, en Huldu fannst að hún ætti að heita Svarta perlan. Dimma lá oft við fætur Huldu og hlýjaði henni. Hulda fylgdist vel með þjóð- og stjórnmálum og hafði sterkar skoðanir á þeim. Hún fylgdist vel með íþróttum og þá sérstaklega landsliðinu í handbolta og svo má ekki gleyma að minnast á golfið. Iðjagrænir vellirnir og snyrtilega klæddir golfarar í sjónvarpinu glöddu hana svo maður nú tali nú ekki um Tiger Woods sem hún hafði mikið dálæti á. Það var aldrei lognmolla í kringum Huldu, hún var með sterkar skoðanir og hikaði ekki við að láta þær í ljós. Hún hafði gott skopskyn og það var sérstaklega gaman að heyra hlátrasköllin og sögurnar þegar systkinahópur Huldu kom saman. Það var alltaf mikil reisn yfir Huldu tengdamóður minni, hún var tignarleg, bar sig vel og var létt á fæti svo eftir var tekið. Hún var stór í öllu sem hún gerði, mjög rausnarleg og raungóð. Lífið fór ekki alltaf ljúfum höndum um Huldu, en sorg sína bar hún í hljóði. Hulda var hætt að vinna úti þegar við kynnumst og hafði þá meiri tíma til að prjóna peysur sem hún bæði gaf og seldi. Þess- ari handavinnu sinnti Hulda af mikilli natni og dugnaði alveg fram á síðasta dag. Í dag kveð ég ekki aðeins tengdamóður mína heldur góða vinkonu. Þrátt fyrir mikinn ald- ursmun og kynslóðabil náðum við vel saman og gátum stutt við bakið hvor á annarri þegar erf- iðleikar steðjuðu að. Það er aðdá- unarvert hversu mikinn styrk trúin veitti henni á hennar löngu lífsleið og trúi ég því að það verði tekið vel á móti Huldu. Kristín. Elsku amma mín. Mér er efst í huga þakklæti en þú stóðst með mér alla tíð. Þú lagðir til visku þína þegar þér fannst að þess þyrfti með. Ég man sérstaklega eftir að hafa verið minntur reglu- lega á 4. boðorðið, „Heiðra skaltu föður þinn og móður þína“, á mín- um yngri árum. Ég man vel eftir mörgum góð- um stundum hjá þér þegar ég kom til að gista, sem ég gerði langt fram á unglingsár þar sem ég kunni vel við rólegheitin, um- hyggju þína og ömmudekrið. Þú komst til dæmis að því þegar ég var barn að ég hafði gaman af því að lita í litabækur og oftar en ekki biðu mín nýir litir og bók þegar ég kom til þín. Allir þessir litlu hlutir sem minna á um- hyggju þína og væntumþykju í gegnum árin og eru huggun harmi gegn á þessari kveðju- stund. Þú varst svo flott, amma mín, og lagðir mikið upp úr því að vera vel til höfð og í fínum fötum. Mér fannst stundum þegar ég virti þig fyrir mér þegar þú varst í þínu fínasta pússi að ég væri að horfa á sjálfa Englandsdrottingu. Elsku amma, þú varst stórglæsi- leg kjarnakona sem tekið var eft- ir fyrir glæsilegt útlit og klæða- burð. Þetta fyllti mig oft stolti þegar amma mætti í veislu flott- ust af öllum. Elsku amma mín. Ég sakna þín meira en orð fá lýst en trúi því að þú sért nú á betri stað hjá skapara þínum sem þú trúðir svo heitt á alla tíð. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Takk fyrir allt. Sigvaldi Búi Þórarinsson. Elsku amma, það eru svo margar yndislegar minningar sem reika um hugann á þessum erfiða tíma. Ég man á mínum yngri árum hvað mér þótti alltaf gaman að koma að heimsækja þig í vinnuna þegar þú varst að vinna í eldhúsinu á Borgarspítalanum. Alltaf brostir þú á móti mér og gafst mér ís. Eftir að ég varð eldri og móðir sjálf komum við mæðgur reglulega í heimsókn til þín og það var alltaf jafnljúft að koma, dregnar voru fram kræsingar svo aldrei fór maður svangur heim. Þér fannst alltaf jafnskrítið að ég skyldi ekki drekka kaffi og varst í vandræðum með hvað í ósköpun- um þú áttir þá að bjóða mér að drekka. Fyrir nokkrum árum var ég að skoða fermingarmyndir af okkur systkinabörnum hjá þér og sé mynd af mér við hliðina á Völu frænku. Þú horfir á myndina með mér og segir: Þetta er voða falleg fermingarmynd af þér. Ég fór að hlæja því þarna var ég svona sex ára, tannlaus með brodda og sítt að aftan klippingu. Það sem við hlógum að þessu þegar þú skoð- aðir myndina betur. Þú varst allt- af mikil fyrirmynd fyrir mig, því sterkari og flottari konu er ekki hægt að finna. Þín verður sárt saknað, elsku amma. Takk fyrir allt, Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín, Ollý Björk. Við bræðurnir kveðjum ömmu Huldu með miklu þakklæti og söknuði. Það er margs að minnast frá langri samleið. Amma Hulda var alltaf til staðar fyrir okkur allt frá byrjun. Við vorum svo heppnir að amma bjó í kjallaranum á Laugateignum í sautján ár með okkur. Oft beið hún eftir okkur með allskyns mat og góðgæti þeg- ar við vorum yngri og komum heim úr skólanum. Aldrei þurft- um við að hafa áhyggjur af því að gleyma húslyklunum þar sem hún var alltaf til staðar til að opna fyr- ir okkur. Þegar við bræður áttum afmæli þá báðum við ömmu að búa til pönnukökur fyrir afmælið, þar sem amma bjó til bestu pönnukökur í heimi. Hún bar allt- af mikla umhyggju fyrir okkur, og hafði oft orð á því hvort við vær- um nógu vel klæddir eftir veðri þar sem hún fylgdist alltaf með okkur úr glugganum sínum. Við fengum tækifæri til að endur- gjalda þá umhyggju sem hún ávallt sýndi okkur með því að að- stoða hana á hennar síðustu árum. Amma var alltaf sérstaklega glæsilega til fara og vildi hafa fal- legt í kringum sig. Minnisstætt er þegar amma keypti fyrir örfáum árum nýtt sófasett í stofuna sína og nýjan hægindastól. Amma var mikil handavinnu- kona og það var sjaldan sem mað- ur kom til hennar þar sem hún var ekki í stólnum sínum að hekla eða prjóna. Hún prjónaði fallegar lopapeysur á okkur og seinustu jól var hún búin að hekla þrjú fal- leg teppi handa okkur bræðrum sem okkur þykir einstaklega vænt um. Amma var mjög reglusöm, hreinskilin, rausnarleg og gjaf- mild. Hún var alltaf hraust miðað við aldur, allt þangað til hún fór upp á spítala gekk hún upp stig- ann hjá sér til að koma í kvöldmat til okkar. Það verður mikill missir að hafa ömmu ekki við kvöldverð- arborðið, þar sem hún hafði alltaf miklar skoðanir á því sem var í fréttatímanum. Við minnumst ömmu okkar fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir okkur. Bless- uð sé minning hennar. Eysteinn, Sigurður og Úlfur. Það er með mikilli virðingu sem við kveðjum Huldu ömmu sem hefur verið hluti af lífi okkar svo lengi. Fyrst í fjarlægð hér í Reykjavík, en svo kynntumst við henni svo vel þegar við vorum ná- grannar á Laugateignum í nokk- ur ár. Þá voru samverustundirnar nokkuð margar enda datt hún oft inn til okkar í kaffi og spjall. Amma hefur heilt yfir átt góða lífdaga, þó vissulega hafi áföllin verið mörg í gegnum árin. Það er erfitt að skilja þann mikla styrk sem hún hafði alltaf þrátt fyrir mikinn missi. Við dáumst að henni og virðum fyrir það. Það hefur ekki verið auðvelt að fara út á vinnumarkaðinn í fyrsta skipti fimmtug, og þá með barnmargt heimili, en það gerði hún af mikl- um dugnaði og krafti sem eftir var tekið. Amma var lúmskur húmoristi og gaman var að rifja upp með henni gamla tíma, sérstaklega var gaman að hlusta á hana síðustu árin segja frá því hvernig bæjar- bragurinn hefur breyst, svo ekki sé minnst á útlit og hegðun fólks, á því hafði hún alltaf sterkar skoð- anir. Það verður söknuður að þessu skemmtilega spjalli. Okkur er þakklæti í huga fyrir að hafa fengið að vera í fylgd ömmu í rúm 45 ár. Þakklæti fyrir þær góðu stundir sem við áttum og þá umhyggju sem hún sýndi okkur, það eru forréttindi að hafa getað átt ömmu bæði sem barn og ekki síður sem fullorðin. Við kveðjum þig amma með ást, kær- leika og söknuði. Hvíl þú í friði, elsku amma okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer, sitji guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson). Finnbogi, Jakobína og börn. Hulda Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.