Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 2
„Erlendir lána- markaðir virðast vera opnir.“ Yngvi Harðarson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aðgengi íslenskra fyrirtækja að er- lendu lánsfé hefur aukist með vaxandi áhuga erlendra aðila á að lána fé til Ís- lands. Hagvöxtur í fyrra umfram vænt- ingar, bætt afkoma af rekstri ríkis- sjóðs og batamerki í atvinnulífinu, einkum ferðaþjónustu, eiga þátt í þessum umskiptum. Þetta segir Yngvi Harðarson, hag- fræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, sem byggir þetta á sam- tölum við erlenda bankamenn. „Lánsféð er hins vegar ekki ódýrt en það ræðst af lánshæfi ríkisins. Það markar enda vaxtakjörin. Lánshæfi ríkisins er nú BBB- en var þegar best lét AAA. Nýlegar skuldabréfaútgáfur Íslandsbanka og Arion banka sýna að það er talsvert vaxtaálag hjá þessum bönkum,“ segir Yngvi sem telur út- gáfurnar batamerki. „Pöntuð af kröfuhöfum“ Um miðjan mánuðinn sagði í frétt Reuters að lánamarkaðir væru að opnast fyrir evrulöndunum Írlandi, Portúgal og Grikklandi, en þau hafa öll glímt við skuldakreppu. „Ísland er enn í frosti á alþjóðamörkuðum,“ sagði í fréttinni. Yngvi telur þessa greiningu ranga. Hún sé eins og „pöntuð af kröfuhöfum bankanna“. „Erlendir lánamarkaðir virðast vera opnir, að minnsta kosti fyrir val- in íslensk fyrirtæki. Ég byggi það bæði á samtölum við erlenda banka- menn og íslensk fyrirtæki. Ákveðinn hópur er viljugur til þess að skoða Ís- land. Það er ekki endilega sami hópur og áður. Erlendir banka eru hins vegar ekki mikið á þeim buxunum að lána fé til Íslands. Það er frekar að þeir hafi milligöngu um fjármagn. Það hefur þrengt að erlendum bönkum, bæði í regluverki og eftirliti. Þeir hafa ekki sama svigrúm til þess að lána út á eig- in efnahagsreikning og áður. Reglu- verkið hefur verið hert. Þeir hafa tap- að fé á lánveitingum, eins og til Grikklands. Efnahagsreikningur bankanna hefur orðið fyrir áfalli. Út- lánagetan er því ekki sú sama og áð- ur. Erlendir bankar hafa því meira farið í þann farveg en áður að miðla fé frá fjárfestum til lántaka. Það á við um Ísland.“ Vilja aftur lána fé til Íslands  Erlendir bankar miðla fé frá erlendum fjárfestum til valinna íslenskra fyrirtækja  Hagfræðingur segir þetta batamerki  Hafnar umræðu um einangrun Íslands Lánshæfið metið » Lánshæfi erlendu matsfyrir- tækjanna Fitch og Standard & Poor’s er í þessari röð aftur að BBB-: AAA, AA+, AA, AA-, A+, A, A-, BBB+, BBB og loks BBB-. » Lánshæfismatið vitnar um hversu traustur lántakinn þykir hjá fyrirtækjunum. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Inniheldurplöntustanólester sem lækkar kólesteról MEÐ PLÖNTUSTANÓLESTER Í NÆRINGU EIN AF 10 STÆ RSTU UPPGÖTVUNUM Kólesteról er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma 2 fylgja fríttmeð ms.is/benecol Vel viðraði til útivistar á höfuðborgarsvæðinu í gær og fjölmargir fóru út að ganga, skokka, hlaupa og á skíði í Bláfjöllum. Á Seltjarnarnesi rakst ljósmyndari blaðsins á þessa hressu fjöl- skyldu sem var saman á skokkinu og hundurinn fékk að fljóta með, enda hreyfingin holl. Hreyfingin holl fyrir menn og dýr Morgunblaðið/Ómar Fjölskylda saman úti að skokka á Seltjarnarnesi „Það er ánægjulegt hversu margir öflugir og hæfileika- ríkir einstaklingar sóttu um stöðu útvarpsstjóra. Það ríkti eindrægni um niðurstöðuna í stjórninni enda var það álit stjórnar að Magnús Geir uppfyllti best, af mörg- um hæfum umsækjendum, þær hæfniskröfur sem settar voru fram,“ segir Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar RÚV, í tilkynningu sem send var fjölmiðlum á tólfta tímanum í gærkvöldi um ráðningu Magnúsar Geirs Þórðarsonar sem nýs útvarpsstjóra. Magnús var talinn hæfastur 39 umsækjenda, en hann var áður leikhússtjóri Borgarleikhússins. Að fenginni til- lögu ráðgjafa Capacent voru 11 umsækjendur boðaðir í viðtal, sem þóttu best uppfylla kröfur um reynslu af stjórnun, rekstri og stefnumótunarvinnu. Í framhaldinu þótti ljóst að sex þóttu best uppfylla hæfniskröfur. Í kjöl- far viðtala við þá var hópurinn þrengdur niður í fjóra, sem stjórn RÚV ohf. ræddi við í gær. Eftir þau viðtöl var ákveðið samhljóða á stjórnarfundi í gærkvöldi að ráða Magnús Geir. agf@mbl.is „Það ríkti eindrægni um niðurstöðuna í stjórninni“ Morgunblaðið/Golli Útvarpsstjóri Magnús Geir Þórðarson var talinn hæf- astur af 39 umsækjendum um stöðu útvarpsstjóra.  Stjórn RÚV ohf. réði Magnús Geir Þórðarson Kristján Þór Júl- íusson heilbrigð- isráðherra harm- ar ákvörðun stjórnar Slökkvi- liðs höfuðborgar- svæðisins, SHS, um að slíta sam- starfi um sjúkra- flutninga sem hann telur að hafi verið farsælt og hagstætt fyrir alla aðila. „Ég hef alltaf sagst vera tilbúinn að semja við slökkviliðið um raunkostnað sjúkraflutninga á höfuðborgar- svæðinu en samkvæmt mínum upp- lýsingum eru fjárhæðir í samnings- grundvelli slökkviliðsins hærri en nemur raunverulegum kostnaði,“ segir Kristján og bendir á að þá sé ríkið farið að greiða niður rekstur slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu. Kristján segist ítrekað hafa óskað eftir viðræðum við SHS um nýjan samning og nú síðast í bréfi sem hann sendi stjórn slökkviliðsins en þeir hafi aldrei léð máls á því. Slökkviliðið lítur á samkomulags- grundvöll frá því í fyrra sem gildan samning. „Samkomulagsgrundvöll- urinn sem gerður var í fyrra var aldrei samþykktur sem samningur af fyrrverandi ríkisstjórn enda eitt af mínum fyrstu verkum sem ráð- herra að óska eftir viðræðum við SHS um gerð nýs samnings,“ segir Kristján sem nú bíður svara frá slökkviliðinu. Rætt á Alþingi í dag Staða sjúkraflutninga á höfuð- borgarsvæðinu verður rædd á Al- þingi í dag í sérstökum umræðum. Málshefjandi er Árni Þór Sigurðs- son, VG, og Kristján Þór verður til andsvara. vilhjalmur@mbl.is Tilbúinn að greiða raun- kostnað Kristján Þór Júlíusson  Ráðherra harmar ákvörðun SHS Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um miðjan dag í gær um ölvaðan mann á hóteli í borginni. Hafði hann vaðið þar inn, náð sér í lykla að herbergi og læst að sér. Lögreglumenn handtóku manninn og vistuðu í fangaklefa á meðan mál hans var skoðað. Gærdagurinn var annasamur hjá lögreglu, m.a. tilkynnt um innbrot, eignaspjöll og rúðubrot í tveimur skólum og innbrot í eina bifreið. Tekinn á hóteli eftir að hafa læst að sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.