Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu græðgina ekki ná tökum á þér því oft leiðir hún menn í glötun. Gerðu kröf- urnar fyrst og fremst til þín, þannig heldur þú friðinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekki nóg að fá góðar hugmyndir, ef þeim er hvorki haldið til haga né látið reyna á gildi þeirra. Njóttu kvöldsins í vina- hópi og þú uppskerð margar góðar hug- myndir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Staðfesta þín og einbeitni eru aðdá- unarverð. Nálægt þér er einhver sem elskar þig en getur ekki alltaf sýnt það svo vertu nærgætin/n. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að fá útrás fyrir sköpunarþrá þína svo þú kafnir ekki. Nýjar hugmyndir vekja áhuga þinn og þú nýtur þess að læra eitthvað nýtt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er hætt við einhverjum ruglingi í ástarmálunum í dag. Breyttu viðbrögðum þínum, ekki síst við ástvinum sem endurtaka sig eins og rispaður geisladiskur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það skiptir þig meira málin núna en vanalega hvernig fólk sér þig. Allir þurfa tíma til að sanna sig og sjálfsagt að túlka allan vafa þeim í hag á meðan. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í dag gefst gott tækifæri fyrir þýðing- armiklar samræður við aðra. Hikaðu ekki við að bjóða fram aðstoð þína. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú átt erfitt með að segja nei og situr því uppi með verkefnafjölda sem þú ræður orðið ekkert við. Sýndu samt þol- inmæði og þrautseigju því tíminn vinnur með þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hamingjan felst í því að gera greinarmun á því sem maður vill og því sem maður þarfnast. Hlustaðu og hugleiddu svo hvað er til í því sem sagt er. 22. des. - 19. janúar Steingeit Að finna sinn innri mann snýst frekar um að muna en að skapa. Láttu klukk- una hvetja þig áfram með verkefnin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hugsanlegt er að þú takir að þér fjáröflun eða leit að styrktaraðilum. Talaðu brosandi við ókunnuga og horfðu á þá breyt- ast í vini. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er heillaráð að leggja á ráðin um framtíðina. Maður þarf ekki nema ögn af létt- úð til að breyta einhverju óþægilegu í eitt- hvað framúrskarandi jákvætt. Maður getur vel skilið fegins-andvarp Davíðs Hjálmars Haraldssonar, en sl. þriðjudag, 23. janúar, sá hann í fyrsta skipti til sólar á árinu: Er þú loks úr suðri, sól, sendir geislastrengi, brosi ég sem barn um jól; beið ég þín svo lengi. Sturla Friðriksson sendi mér tölvupóst í síðustu viku, þar sem hann sagði að nú væri mikið rætt og ritað um vísuna „Afi minn fór á honum Rauð“. – „Og vitnað í bók Bjarka Karlssonar. En það er eng- inn sem getur um hvað þetta „sitt af hvoru tagi“ þýðir. Það var kaffi og kaffibætir, er hét einnig export eða rót, sem afi minn fór að sækja. Því mætti yrkja: Afi minn fór á honum Rauð eitthvað suður á bæi að sækja export, sykur og brauð og safn af kaffi fræi. Við má bæta gamalkunnri vísu um exportið: Kaffisopinn indæll er, eykur fjör og skapið kætir. Langbest jafnan líkar mér Lúðvíks Davíðs kaffibætir.“ Davíð Hjálmar Haraldsson skrif- aði á Leirinn 20. janúar og valdi að yfirskrift „Formaður efnahags- og viðskiptanefndar“: Fræðileg eru Frosta störf, frjór er hann ern og sprækur. Skattleysismörkin skráir þörf í skjöl sín og minnisbækur. Í kjölfarið spurði Ágúst Mar- inósson, hvort ekki könnuðust allir við þessa vísu, hún hefði orðið sér til bjargar – er hún kannski stað- bundinn húsgangur? Klóra ég mér á hægri hupp en hef þó engan grun um hvort það var Frosti sem fattaði upp á 50 milljörðunum. Björn Ingólfsson rifjaði upp af þessu tilefni gamla sögn af sálma- skáldinu séra Birni Halldórssyni í Laufási og vísaði í Bolla Gústavsson vígslubiskup og bók hans „Ýmsar verða ævirnar“. Séra Björn leit fram í baðstofuna og sá hvar mág- kona hans, Kristbjörg Einarsdóttir, sem hann kallaði ráðskonu sína, reis úr rekkju og sat á rúm- stokknum á prjónaklukkunni einni fata og geispaði: Ráðskonan þar rís nú upp rétt sem tungl í fylling, nýr á sér þann hægri hupp með hátíðlegri stilling. Halldór Blöndal Vísnahorn Afa gamla, Frosta og fleiri persónur ber á góma Í klípu „ÞAÐ ER SVO EINS GOTT AÐ ÞÚ BIRTIR ÞETTA EKKI Á NETINU!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG GETUR MAÐUR FENGIÐ FJÓRA ÁSA, SEX SINNUM Í RÖÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að undirbúa þig fyrir stefnumót. ÉG FÓR TIL LÆKNIS Í DAG. HANN SAGÐI MÉR AÐ LÉTT- AST UM NOKKUR KÍLÓ. HVERNIG VÆRI AÐ SÝNA SMÁSAMÚÐ?! ÉG GRÆT INNRA MEÐ MÉR. ÞAÐ ER SAGT AÐ BAK VIÐ HVERN FARSÆLAN MANN SÉ KONA ... ... SEM VINNUR AÐ ÞVÍ HÖRÐUM HÖNDUM ALLAN SÓLARHRINGINN AÐ AUKA FARSÆLD HANS! Dagblöð eru við það að deyja út.Eða, það halda að minnsta kosti sumir. Helstu rökin fyrir þeim spá- dómum eru að með aukinni notkun rafrænnar fjölmiðlunar og sam- skipta sé of flókið og kostnaðarsamt að prenta á pappír og dreifa honum. Það hljómar að einhverju marki rökrétt, og með aukinni netútgáfu hafa mörg dagblöð þurft að draga saman seglin, jafnvel hætta rekstri, jafnt hér heima sem erlendis. x x x Það sama hefur reyndar verið sagtum bækur. Bókaútgáfa er þó í miklum blóma, ef marka má fjölda útgefinna titla, og hluti rafbóka er enn hverfandi, að minnsta kosti hér heima. Það er nefnilega með bækurnar eins og dagblöðin, það er öðruvísi að halda á prentgripnum og fletta hon- um, en að skoða hann á skjá. Þegar kemur að upplifun við það að lesa eru líklega flestir sammála Víkverja í því að pappírinn hefur vinninginn. Það er öðruvísi að horfa á hann, halda á honum og jafnvel að lykta af honum. Og á meðan til er fólk sem kýs þá upplifun, fram fyrir þá rafrænu, verða enn gefin út dag- blöð og bækur á pappír. Að minnsta kosti í einhverjum mæli. x x x Víkverji hefur reynda líka áhyggj-ur af sjónvarps- og útvarps- stöðvum, sem þó reiða sig í engu á pappír. Internetið getur nú séð öll- um fyrir tónlist, töluðu máli og myndefni, eftir smekk hvers og eins, og upplifunin er mjög áþekk þeirri að horfa á útvarp eða hlusta á sjón- varp. Víkverji gæti jafnvel trúað því að netið taki fyrr yfir ljósvakamiðla en prentmiðla. En netið er ekki algild lausn í sjálfu sér, og miðlar eru ekki eilífir þar frekar en í „kjötheimum“. Bandarískir vísindamenn hafa til dæmis spáð hruni í notendafjölda fa- cebook samskiptamiðilsins innan þriggja ára. Hvort sem það eru raunhæfar spár eða ekki er ljóst að notendur; lesendur, áhorfendur og hlustendur, eru þeir sem ráða fram- tíð þeirra miðla sem þeir hafa að- gang að. Og á meðan þeir vilja halda áfram að nota þá, eru spár um annað marklausar. víkverji@mbl.is Víkverji En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. (Matteusarguðspjall 6:33) Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.