Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 31
karla í handbolta hjá Val 1999-2003, var þjálfari m.a. hjá Gróttu 2010 og þjálfaði íslenska U-20 landslið karla til 2012, hefur verið þjálfari austur- íska handboltaliðsins Bregenz frá 2012 og mun taka við sem þjálfari þýska liðsins Magdeburg á komandi sumri. Þar með verður hann fimmti íslenski þjálfarinn sem stýrir hand- boltaliðum í þýsku 1. deildinni. Hinir eru Alfreð Gíslason sem stýrir Kiel; Guðmundur Guðmundsson sem þjálf- ar Rhein-Neckar Löwen; Dagur Sig- urðsson sem þjálfar Füchse Berlin, og Aðalsteinn Eyjólfsson sem þjálfar Eisenach. Fjölskylda Kona Geirs er Jóhanna Vilhjálms- dóttir, f. 7.12. 1970, fyrrv. dagskrár- gerðarmaður hjá Sjónvarpinu og ÍNN. Foreldrar hennar eru Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, f. 26.4. 1946, lögfræðingur og fyrrv. borgarstjóri, og f.k.h., Anna J. Johnsen, f. 13.1. 1946, kennari. Börnin eru Arnar Sveinn Geirsson, f. 30.8. 1991, (stjúpsonur Jóhönnu) leikmaður með meistaraflokki Vals í knattspyrnu og nemi í hagfræði við HÍ; Anna Björk Hilmarsdóttir, f. 18.5. 1993, stúdent (faðir: Hilmar G. Hjaltason); Ragnheiður Katrín Rós Geirsdóttir, f. 9.7. 2002; Vilhjálmur Geir Geirsson, f. 25.5. 2007; Sveinn Geirsson, f. 8.12. 2008. Fyrri kona Geirs var Guðrún Helga Arnarsdóttir, f. 15.7. 1964, d. 16.5. 2003, flugfreyja. Foreldrar hennar eru Arnar Jónsson, f. 21.1. 1943, leikari, og Þórhildur Þorleifs- dóttir, f. 25.3. 1945, leikstjóri og fyrrv. leikhússtjóri og alþm. Sonur Geirs og Guðrúnar Helgu: Arnar Sveinn Geirsson, f. 30.8. 1991. Albróðir Geirs er Sveinn Sveins- son, f. 16.3. 1968, sjúkraþjálfari með eigin stofu, búsettur í Reykjavík. Hálfsystkini Geirs, samfeðra, eru Björn Ingi Sveinsson, f. 26.11. 1951, jarðskjálftaverkfræðingur, búsettur í Kópavogi, og Margrét Jóna Sveins- dóttir, f. 12.10. 1953, húsfreyja í Bandaríkjunum. Foreldrar Geirs voru Sveinn Björnsson, f. 10.10. 1928, d. 16.9. 1991, forseti ÍSÍ og kaupmaður í Reykjavík, og s.k.h., Ragnheiður Guðrún Thorsteinsson, f. 24.1. 1932, d. 28.6. 2002, verslunarmaður og aðalbókari. Úr frændgarði Geirs Sveinssonar Geir Sveinsson Ragnheiður Stefánsdóttir Hafstein húsfr. í Rvík Hannes Hafstein skáld og ráðherra í Rvík Sigríður Thorsteinsson f. Hafstein húsfr. í Rvík Geir Thorsteinsson útgerðarm. í Rvík Ragnheiður Guðrún Geirsdóttir verslunarm. og ritari í Rvík Kristjana Geirsdóttir f. Zoëga húsfr. í Rvík Guðný Anna Eggertsdóttir húsfr. að Hálsi Sveinn Sveinsson b. og kennari að Hálsi í Eyrarsveit Ingibjörg Sveinsdóttir húsfr. í Rvík Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ og kaupm. í Rvík Björn G. Jónsson kaupm. í Rvík Ingibjörg Sigurðardóttir frá Múlakoti Jón Björnsson skipasmiður í Rvík, bróðursonur Valgerðar ömmuVals Gíslasonar leikara Guðmundur Ingi Björnsson forstj. í Rvík Hallgrímur Sveinsson b. á Hálsi í Eyrarsveit Jón Sveinsson sjóm. í Rvík Sveinn Hallgrímsson skólastj. Bænda- skólans á Hvanneyri Kristmundur Jónsson kaupm. í Rvík Sigríður Dúna Kristmunsdóttir prófessor og fyrrv. alþm. og sendiherra Kristján Eggertsson b. í Dalsmynni Eggert Kristjánsson stórkaupmaður Þorsteinn Thorsteinsson útgerðarm. og kaupm. í Rvík Pétur Jens Thorsteinsson útgerðarm. á BíldudalMuggur Kristjana Milla Thorsteinsson framkvæmdastjóri Ragnar Thorsteinsson framkvæmdast. Hallgrímur Thorsteinsson fjölmiðlamaður Sofía Lára Hafstein húsfr. í Rvík Ragnheiður Hafstein forsætisráðherrafrú Pétur Hafstein fyrrv. hæsta- réttardómari Afmælisbarnið Landsliðsfyrirliði og íþróttamaður ársins 1997. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 Handverksbakarí fyrir sælkera LLSBAKARÍ Aldagamlar aðferðir í bland við nýjar til að gefa hverju brauði sinn karakter. Úrval af hollum og góðum brauðum unnum úr gæða hráefnum. Við bökum 100% speltbrauð, heilkornabrauð, gerlaus brauð, ítölsk brauð, hvítlauksbrauð, kúmenbrauð, sigtibrauð o.fl. o.fl. Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is MOSFE Sigurður Sigurðsson íþrótta-fréttamaður fæddist í Hafn-arfirði 27.1. 1920. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson, bif- reiðarstjóri og síðar kaupmaður og Elísabet Böðvarsdóttir kaupmaður. Fósturforeldrar Sigurðar voru Þórður Gunnlaugsson, kaupmaður í Reykjavík, og Ólafía Í. Þorláksdóttir húsfreyja. Eiginkona Sigurðar var Sigríður Sigurðardóttir verslunarstjóri og eignuðust þau þrjú börn, Ingibjörgu, Hrafnhildi og Sigurð Örn. Sigurður lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1938 og var við fiðlunám í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1940-44. Hann stundaði skrifstofustörf hjá heildversluninni I. Brynjólfsson & Kvaran frá 1938, hóf störf við Ríkisútvarpið árið 1942 og starfaði þar í 37 ár, fyrst sem fulltrúi á innheimtudeild, var síðan innheimtustjóri, var fréttamaður frá 1964 og aðstoðarfréttastjóri frá 1974. Hann var íþróttafréttamaður 1948-71 og gegndi íþróttafrétta- mennsku sem aðalstarfi á útvarpi og sjónvarpi á árunum 1966-71. Það var fyrst og fremst í því starfi sem Sigurður varð vinsæll og þjóð- þekktur og jafnframt um árabil eitt helsta viðfangsefni Ómars Ragnars- sonar sem eftirhermu. Sigurður var vanur að hefja lýsingar og íþrótta- fréttir á kveðjunni. „Komið þið sæl!“, en þá kveðju áttu Íslendingar líka eftir að heyra af vörum skemmtikraftsins Ómars á óteljandi árhshátíðum um langt árabil. Skömmu síðar varð Ómar sjálfur íþróttafréttamaður. En Jóhannes Kristjánsson hefur þó aldrei orðið ráðherra eins og Guðni Ágústsson. Sigurður var formaður Samtaka íþróttafréttamanna og Starfsmanna- félags Ríkisútvarpsins og sat í vara- stjórn BSRB. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálka- orðu fyrir brautryðjandastörf á sviði íþróttafréttamennsku, var sæmdur Gullmerki Alþjóðasambands íþrótta- fréttamanna og Sambands íþrótta- fréttamanna í Finnlandi og á Íslandi, sæmdur gullmerki Vals og heiðurs- merki FRÍ og KSÍ. Sigurður lést 3.4. 1997. Merkir Íslendingar Sigurður Sigurðsson 95 ára Jóhanna Björnsdóttir 90 ára Jónas Þorsteinsson 85 ára Pálína Gísladóttir Þorgerður E. Friðriksdóttir 80 ára Auðbjörg Ingimundardóttir Bára Magnúsdóttir Guðrún V. Hallgrímsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Sjöfn Helgadóttir 75 ára Guðrún Lóa Kristinsdóttir Hörður Hólm Garðarsson Jónas Páll Guðlaugsson 70 ára Auðbjörg Guðmundsdóttir Hafdís Guðmundsdóttir Hallvarður Sigurjónsson Kristín Jóhannsdóttir Sigþór Ingólfsson Þórir Jóhann Ólafsson 60 ára Árdís Ívarsdóttir Birgir Skjóldal Einar Jónatansson Guðlaug Guðjónsdóttir Guðrún Erla Gunnarsdóttir Jón Eggert Bragason Linda María Fredriksen Nicolai Jónasson Ragnhildur Bjarnadóttir Sigurbjörg Einarsdóttir Svala Sigurðardóttir 50 ára Fjalar Sigurðarson Guðrún Margrét Salómonsdóttir Ingigerður Guðmundsdóttir Mikael Bjarki Eggertsson Sóley Einarsdóttir Steindór Tómasson Steven Grounsell 40 ára Berglind Heiða Sigurbergsdóttir Dorota Helena Kowalewska Gísli Guðmundsson Guðmundur Freyr Magnús Helgi Þór Hreiðarsson Marcin Andrzej Zmuda Matthías Páll Imsland Steindór Ingi Erlingsson Svava M. B. Ásgeirsdóttir Wioleta Maria Mieszaniec Þórhalla Pálsdóttir Snædal Þórir Sigfússon Þór Steinarsson 30 ára Andri Stefan Guðrúnarson Anna Berglind Jónsdóttir Halldór Örn Halldórsson Heather Ann Foster Ragnheiður B. Guðnadóttir Þóra Ólafsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Helga Lára fædd- ist í Reykjavík, ólst þar upp og er þar búsett. Hún lauk MS-prófi í sálfræði frá HÍ og starfar nú við markaðsrannsóknir hjá Maskínu. Maki: Vignir Örn Hafþórs- son, f. 1983, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Dóttir: Inga Jóna Haarde Vignisdóttir, f. 2012. Foreldrar: Inga Jóna Þórðardóttir, f. 1951, og Geir H. Haarde, f. 1951. Helga Lára Haarde 30 ára Baldur ólst upp á Akureyri, er búsettur í Reykjavík, lauk meistara- prófi í lögfræði frá HÍ og starfar á lögmannsstofu í Reykjavík. Maki: Erla Arnardóttir, f. 1986, lögmaður hjá Arion banka. Dóttir: Ása Karitas Bald- ursdóttir, f. 2013. Foreldrar: Arnbjörg Vign- isdóttir, f. 1950, og Sig- mundur Brynjar Sigur- geirsson, f. 1958. Baldur Arnar Sigmundsson 30 ára Guðjón ólst upp í Reykjavík, er þar búsett- ur, lauk atvinnuflug- mannsprófi frá Flugskóla Íslands og starfar nú hjá bílafyrirtækinu Bernhard ehf. Maki: Sandra Guðmunds- dóttir, f. 1984, geislafræð- ingur við LSH. Foreldrar: Geir Gunn- arsson, f. 1952, forstjóri Bernhard, og Ingibjörg Snorradóttir, f. 1951, skrif- stofumaður hjá Bernhard. Guðjón Geir Guðmundsson Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.