Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.01.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2014 ✝ JóhannKröyer fædd- ist 8. sept. 1949 í Osló í Noregi. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 16. janúar 2013. Foreldrar hans voru Ragnheiður Hallgrímsdóttir frá Hjalteyri við Akureyri, f. 23.10. 1921, d. 5.7. 1959 og Haraldur Kröyer frá Akureyri, f. 9.1.1921, d. 17.10. 1995. Al- systir Jóhanns var Eva Kröyer Mannion, f. 1944, d. 2007. Hún var búsett í Bandaríkjunum. Hálfsystkini Jóhanns, börn Haraldar og Unni Börde Kröyer eru Ari Börde Kröyer, fræði frá KTH í Stokkhólmi 1974. Hann starfaði á vegum sænska verktakafyrirtækisins Skånska í u.þ.b. tíu ár, m.a. í Kenýa og á Sri Lanka og einn- ig við virkjun Hrauneyjafoss. Jóhann og Arnbjörg fluttu til Íslands 1984 og hóf hann störf hjá Ístaki sama ár. Árið 2001 réð hann sig hjá Landsvirkjun og starfaði þar til dauðadags. Meðal verkefna sem Jóhann vann að voru Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Ráðhúsið í Reykjavík, Listasafn Íslands, Smáralindin, Vestfjarðagöng- in, verslunarmiðstöð í Fær- eyjum, Hvalfjarðargöngin og Kárahnjúkavirkjun. Jóhann og Arnbjörg bjuggu í Miðleiti 8 eftir að þau fluttu til Íslands. Útför Jóhanns fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 27. jan- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. f. 1964, búsettur í Noregi og Katrín Kröyer, f. 1965, búsett í Bandaríkj- unum. Eiginkona Jó- hanns er Arnbjörg Jóhannsdóttir, kennari, f. 12.10. 1949. Foreldrar hennar eru Jó- hann Hannesson f. 1930 og Margrét Sigfúsdóttir f. 1929. Fyrstu árin dvaldi Jóhann með foreldrum sínum í Osló og París en frá unglingsárum ólst hann upp hjá afa sínum Jóhanni Kröyer og Margréti konu hans á Akureyri. Hann varð stúdent frá MA 1968 og lauk námi í byggingaverk- Elsku Jói Krau, það er þögn sem liggur yfir allri fjölskyldunni. Andlát þitt er eins erfitt að meðtaka og það er óraunverulegt. Þú varst tekinn frá okkur allt of fljótt og það er svo sárt að hugsa til þess að við fáum ekki að njóta samveru þinnar lengur. Við munum minn- ast þín fyrir þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Fjöldann allan af matarboðum, hápólitískum umræðum og Yat- zee-leikjum. Við munum seint gleyma hversu ákveðinn þú varst, tilbúinn að berjast fyrir því sem þú trúðir á, tilbúinn til að berja í borðið. Þú varst alltaf svo hjálpfús, vinalegur og hlýr. Öll eigum við okkar eigin góðar og glaðlegar minningar sem við munum geyma og varðveita um ókomna tíð. Hér er lítil vísa þér til heiðurs. Á lífsskeiði þínu þú sýndir mikinn dug er þú snerir við blaðinu og vísaðir djöflum á bug. Ekki vissum við þá að einn lá í leyni og varð þér í skyndi að dauðans meini. Ég vildi að við hefðum vitað af honum fyrr þá værir þú kannski hjá okkur kyrr. En við þurfum að kveðja, þú ert farinn á nýja braut. Ég veit þú kannt að leysa hverja næstu þraut. Því þannig varstu gerður, af þrautseigju og þrjósku, sem varð þér í lífinu að mikilli grósku. Þín munum við minnast, öll á eigin hátt og með tímanum komumst við kannski í sátt. Mamma mun hugsa um matarást þína, trygglyndi og hjálpfýsi. Þú gafst alltaf þinn tíma. Fyrir börn sín pabbi þakka þér vildi, góðmennsku, hlýju og þína gjafmildi. Nafni þinn, hann Jóhann, vill minnast bíóferðar, gjafmildi og stuðnings. Þú varst gullinnar gerðar. Af minningum sínum hún Hulda vill rýna í drauma um fiskabúr og kartöflur að tína. Sjálf vil ég minnast þess að þú kenndir mér tafl, kallaðir mig prinsessu og elskaðir „skrabbl“. Við öll höfum eitthvað sem merkjum við þér og þannig muntu blífa í hjörtum okkar hér. Elsku Jói, ég vona svo inni- lega að þú hafir fundið ró. Þín verður sárt saknað. Fyrir hönd Jóhönnu, Birgis, Jóhanns og Huldu, þín prinsessa Margrét Hanna Birgisdóttir. Ég kynntist Jóhanni Kröyer þegar við hófum báðir störf við Kárahnjúkaverkefnið. Þar kom í hlut Jóhanns að sjá um tvo stærstu verksamningana; gerð Kárahnjúkastíflu og aðrennslis- ganga virkjunarinnar. Jóhann dró hvergi af sér við stjórnun þessara verkefna og kraftur hans og áhugi hreif aðra með. Það gustaði af Jóhanni og enginn gekk þess dulinn að hann lagði sig allan í verkið. Hann lifði sig inní það og var hamhleypa til verka. Ef eitthvað fór úrskeiðis varð hann reiður og sár, en inni- lega glaður ef vel gekk. Þar sem herbergi okkar voru hlið við hlið og okkur lá báðum hátt rómur vissum við nokkuð vel hvað var í gangi hvor hjá öðrum. Því var fljótlegt að fá hjá honum ráð og ábendingar. Stundum kom hann, ef hann heyrði að eitthvað gekk illa og gaf ráð eða ákúrur, ef ástæða var til. Við Nanna Huld áttum þess kost að fara tvær ferðir með Jó- hanni og Öddu til útlanda. Í þess- um ferðum var Jóhann skemmti- legur og notalegur ferðafélagi. Það var einnig tilhlökkunarefni að fara í kvöldboð til þeirra hjóna. Þau voru höfðingjar heim að sækja, heimsborgarar sem höfðu búið erlendis og víða farið. Góður og hreinskiptinn maður er nú kvaddur. Við hjónin send- um Öddu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Pétur Ingólfsson. Það var okkur hjá Landsvirkj- un mikið sorgarefni að frétta af andláti Jóhanns Kröyer eftir skammvinn veikindi. Jóhann Kröyer hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2001 á fram- kvæmda- og verkfræðisviði fyr- irtækisins. Hann vann við und- irbúning framkvæmda vegna Búðarhálsvirkjunar og síðar við byggingu Kárahnúkavirkjunar um árabil. Við það verkefni hag- nýtti hann viðamikla reynslu sína úr fyrri störfum hjá Ístak og SKANSKA við erlendar og inn- lendar stórframkvæmdir. Var hann óþreytandi meðan á vinnu stóð við þessa stærstu framkvæmd í sögu Íslands. Þrautseigja hans og eljusemi var þar í sérflokki. Við stofnun Landsvirkjunar Power árið 2008 færðist Jóhann til í starfi og reynsla hans og þekking nýttist við erlend ráðgjafastörf m.a. á Nýfundnalandi og Kanada, auk þess sem innlend verkefni nutu góðs af innsýn hans og fyrri störfum. Jóhann var hreinskiptinn og áhugasamur í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur og lagði ætíð hönd á plóg í stefnu- mótunarvinnu og framþróun inn- an Landsvirkjunar og Lands- virkjunar Power. Hann var mikilvægur í samfélagi starfs- fólks Landsvirkjunar og verður sjónarsviptir við fráfall hans. Jó- hann var fastur fyrir, reynslu- mikill en jafnframt tilbúinn í breytingar. Ætíð mátti finna í aðkomu hans metnað fyrir hönd fyrirtækisins og samferðamanna. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og annarra um leið og hann miðlaði af reynslu sinni til félaga sinna innan fyrirtækisins. Jóhann var sterkur og litríkur persónuleiki sem hafði áhuga á samferðafólki sínu á vinnustað. Hann var sannkallaður fram- kvæmdamaður og traustur í allri sinni framgöngu. Við þökkum fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Jóhanni Kröyer og kveðjum góðan félaga með sökn- uði. Hörður Arnarson. Síðla árs 2000 barst mér til eyrna að Jóhann Kröyer hefði leitað eftir vinnu hjá Landsvirkj- un en þá var ég nýlega kominn þangað til starfa. Ég mælti með að hann yrði ráðinn strax enda taldi ég hann vera afburða starfsmann með annars konar reynslu en margir aðrir sem reyndar kom fljótlega á daginn. Við Jóhann höfðum kynnst lít- illega í menntaskóla en síðan haldið hvor í sína áttina til náms og starfa. Hann starfaði um langa hríð erlendis en síðan hjá Ístaki hf. Það átti nú fyrir okkur að liggja að starfa náið saman hjá Landsvirkjun og síðar Landsvirkjun Power næstu 13 árin. Vart er hægt að finna dug- legri og samviskusamari starfs- mann enda var hann vakinn og sofinn yfir hverju því verki sem honum var falið, hvort sem það var smátt eða stórt. Enda fór það svo að honum var falin umsjón með stærstu verksamningum sem Landsvirkjun hafði nokkurn tíma gert. Tók það mikið á, enda var unnið við framkvæmdirnar nánast alla daga ársins, dag og nótt, í um 5 ár. Reyndi verulega á Jóhann að standa vörð um hagsmuni Landsvirkjunar í þess- um stóru verkum. Jafnframt þurfti að tryggja að framkvæmd- um miðaði samkvæmt áætlunum. Allt gekk það eftir fyrir tilstilli margra einstaklinga en fáir lögðu jafn hart að sér og Jóhann. Jóhann var með afbrigðum skipulegur og framsýnn við störf sín. Hann hugði alltaf að því sem framundan var og sá þess vegna oft fyrir erfiðleika sem aðrir höfðu ekki komið auga á. Með því móti var auðveldara að yf- irstíga ýmsar hindranir eða jafn- vel koma í veg fyrir þær. Hann lagði ávallt mikinn metnað í að gera vel. En Jóhann hafði líka aðrar hliðar. Hann hafði unun af tón- list, leiklist, góðum mat og mörg- um öðrum lystisemdum lífsins. Hann og þau Adda áttu marga vini sem eru dreifðir um allan heim. Þau bæði tóku á móti þess- um vinum á heimili sínu og heim- sóttu þá um langan veg. Jóhann kunni að rækta vinskapinn. Við sem með Jóhanni höfum starfað höfum misst góðan vin og vinnufélaga. En missir Öddu er meiri og sendum við henni og fjölskyldu hennar innilegar sam- úðarkveðjur. Björn Stefánsson. Já, lífið er hverfult, enginn veit ævi sína fyrr en öll er. Við áttum ekki von á því þegar Jói fór upp á spítala að við sæj- um hann ekki aftur. Við fjölskyldan og Jói og Adda höfum verið nágrannar í 30 ár. Það var hamingjuspor fyrir okk- ur að fá svona frábæra ná- granna. Alla tíð hafa þau fylgst með börnunum okkar af einlægni og í þá tíð þegar Níels eldri son- ur okkar var í fótbolta og Bjarni var að vinna vaktavinnu þá stóð oft í dagbókinni að Jói og Adda höfðu opið á milli og fylgdust með krílunum meðan Níels var sóttur. Þegar Níels byrjaði að syngja í Drengjakórnum komu þau hjónin á alla tónleika sem þau gátu og héldu því áfram eftir að hann byrjaði með Karlakór Reykjavíkur. Sömu sögu má segja þegar hann byrjaði í söng- skóla þá héldu þau áfram að fylgjast með. Ólöf okkar var þeim líka kær- komin og heimsóttu þau hana þegar hún fór óvenju snemma að heiman og var þeim ætíð ofar- lega í huga. Óskar minnist þeirra gleði- stunda þegar hann fór yfir í bókasafnið hjá Jóa og Öddu sem í hans minningu var stórt og æv- intýralegt og með mjög svo spennandi bókum, skemmtilegri en þeim sem voru heima fyrir. Níels minnist þess líka hvað það var alltaf spennandi að fara í heimsókn til Jóa og Öddu og hvað þau voru alltaf hlý og ynd- isleg. Meira að segja hundurinn okkar hún Tara tók alltaf fagn- andi á móti Jóa og var ekki lengi að smeygja sér inn til hans. Harpa tengdadóttir okkar hafði strax orð á því þegar hún fór að venja komur sínar hingað hvað fólkið á móti væri indælt. Þegar svo barnabarnið okkar hann Villi Bjarni kom þá fékk hann sömu meðferð og aðrir, alltaf velkominn að kíkja yfir. Jói var hjartahlýr maður, glaður og einstaklega vinalegur. Hans verður sárt saknað en við minnumst hans með gleði og þakklæti fyrir vinarþel í okkar garð síðustu þrjátíu árin. Elsku Adda okkar, mikill er missir þinn, við vottum þér dýpstu samúð okkar. Bjarni, Gyða, Harpa, Níels, Ólöf, Óskar og Vilhjálmur Bjarni. Jóhann Kröyer vann hluta starfsævi sinnar við að stjórna jarðgangagerð, oft í gegnum fjöll en sjálfur var hann fjall: Stór og myndarlegur og haggaðist ekki á hverju sem gekk. Þó er mér til efa að það finnist nokkurt það fjall sem getur brosað jafnbreitt og Jóhann þegar sá gállinn var á honum. Ég kynntist Jóhanni fyrst þegar hann kom til starfa hjá Landsvirkjun við undirbúning og síðar verkefnastjórnun Kára- hnjúkavirkjunar. Það er að mínu mati ekki á nokkurn hallað þó ég segi að Jóhann Kröyer hafi verið fremstur meðal jafningja í þeim vaska hóp starfsfólks Lands- virkjunar sem vann að byggingu virkjunarinnar. Það var ekkert smáræðis verkefni að vera verk- efnastjóri fyrir bæði göngin og stífluna við virkjunina. Þessu verkefni skilaði Jóhann með samstarfsfólki sínu á þann hátt að vakið hefur verðskuldaða at- hygli á erlendri grund sem verk- fræðilegt afrek. Það var stundum þungt yfir Jóhanni meðan á framkvæmdun- um stóð og ljóst að verkefnið tók á. Eitt sinn þegar annar borinn við aðalgöngin hafði verið fastur um nokkurra vikna skeið rakst ég á Jóhann á göngum Lands- virkjunar. Það var bjartara yfir honum en hafði verið um tíma og ég spurði hann hvort borinn væri laus. „Hann snerist kvarthring í morgun,“ sagði Jóhann og brosti hringinn. Vissi sem var að þrot- laus margra vikna vinna var að skila árangri. En Jóhann átti sér aðra hlið sem er ekki öllum kunn. Það var listunnandinn Jóhann Kröyer. Ef farið var á tónleika, leikhús eða myndlistasýningu voru Jó- hann og Adda í hópi þeirra sem líklegast var að finna þar fyrir og hann var fjölfróður hvar sem borið var niður á listasviðinu. Ég kynntist Jóhanni mun bet- ur en búast má við um stjórn- armann og starfsmann í einu fyr- irtæki. Fyrir því eru ýmsar ástæður: Jóhann kom oft á stjórnarfundi Landsvirkjunar þegar rætt var um framgang framkvæmda við Kárahnjúka og vissulega deildum við þeim vilja að þær mættu ganga fram á sem farsælastan hátt og einhver tímalaus taug tengir okkur sam- an sem stóðum í fronti þessa mikla verkefnis. Hvort á sínu sviði. Þessi kunningsskapur hef- ur haldist síðan og Jóhann og Adda komu í heimsókn til okkar Ragnheiðar á Öngulsstaði þegar þau voru fyrir norðan og hann fylgdist af áhuga með því sem við vorum að gera og stappaði í okk- ur stálinu. Nú síðast kom hann til Ragnheiðar með uppskriftir að guðaveigum og öðrum mat- vælum úr fíflum eftir að hafa frétt í heimsókn í sumar sem leið að næsta sumar stæði til að halda fíflahátíð í Eyjafjarðar- sveit. Góður verkefnastjóri fylgir öllum verkefnum eftir, stórum sem smáum. En heimsóknirnar verða ekki fleiri. Jóhann féll frá eftir stutt veikindi en skilur okkur eftir með minningar um góðan dreng. Við Ragnheiður sendum Öddu okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðum Guð að styrkja hana við fráfall ástvinar síns og eig- inmanns. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Jóhann Kröyer ✝ HrafnhildurHilmarsdóttir var fædd 5. október 1948 í Reykjavík. Hún lést 31. desem- ber 2013 á deild 13-E á Landspítal- anum við Hring- braut. Foreldrar hennar voru Svein- ey Þormóðsdóttir, húsfreyja, fædd 23. janúar 1920, dáin 3. desember 1995 og Hilmar Lud- vigsson, bakarameistari, fædd- ur 5. október 1920, dáinn 24. nóvember 1987. Systkin hennar eru Ragnheiður, f. 1940, d. 2012, Theodóra, f. 1943, Þórunn, f. 1944, Ásthildur, f. 1950, Bryn- dís, f. 1952, Hugrún, f. 1955 og bónda, g. Höllu S. Steinólfs- dóttur, bónda, f. 11. maí 1964. Þau eiga samtals 3 börn og 1 barnabarn. Og Kolbrúnu Gísla- dóttur, f. 26. febrúar 1970, leik- skólaliða, g. Reyni H. Jónssyni, f. 14. febrúar 1967, pípulagn- ingamanni. Þau eiga samtals 6 börn og 1 barnabarn. Hrafnhild- ur bjó í Reykjavík fyrstu 3 árin sín en flutti þá í Kópavoginn og bjó þar til 12 ára aldurs er hún flutti aftur til Reykjavíkur. Hún hóf skólagöngu sína í Kópavogs- skóla en fór síðan í Breiðagerð- isskóla og svo Réttarholtsskóla. Árið 1965-1966 stndaði hún nám við Húsmæðraskólann á Staðar- felli í Dölum. Hrafnhildur og Gísli keyptu sér hús í Kópavog- inum og bjuggu þar alla tíð. Hrafnhildur stundaði ýmis störf í gegnum tíðina en mestmegnis vann hún heima við að sinna börnum og heimili. Útför Hrafnhildar fór fram frá Kópavogskirkju þann 9. jan- úar 2014. Ludvig, f. 1957. Tvö önnur systkin dóu í frumbernsku. Árið 1965 kynntist Hrafnhildur eft- irlifandi eigin- manni sínum, Gísla Rúnari Guðmunds- syni, f. 9. janúar 1945, bifvélavirkja. Hann er sonur hjónanna Jóhönnu Guðmundsdóttur, húsfreyju, f. 16. ágúst 1911, d. 27. október, 2006 og Guð- mundar K. Gíslasonar, f. 25. febrúar 1910, d. 23. september 2006, bónda að Höfða í Dýra- firði. Hrafnhildur og Gísli eign- uðust 2 börn, þau Guðmund K. Gíslason, f. 7. september 1967, Elsku mamma, hvað ég sakna þín mikið og veit ekkert hvernig ég á að vera en stríð þitt við sjúkdómana sem voru að hrella þig er búið og þú laus við þján- ingarnar og það er það sem skiptir öllu máli. Ekki nóg með að vera með nýrnabilun sem greindist hjá þér 2010 heldur fékkst þú líka krabbamein sem fannst í höfðinu á þér í byrjun árs 2013 og þú barðist hetjulega og af þinni alkunnu bjartsýni og jákvæðni ætlaðir þú að vinna og þú varst svo glöð þegar hárið fór aftur að vaxa og þú fékkst svo mikið af dökka hárinu þínu aft- ur, allt virtist á réttri leið þegar nýrun tóku alveg að gefa sig. Þú skilur eftir svo mikið tómarúm hjá okkur öllum sem eftir erum en líka fullt af góðum minning- um sem hlýja okkur. Og að koma heim á Víghólastíg, alls staðar þar sem maður lítur er handverk þitt allur útsaumurinn, grænlenski perlusaumurinn, heklið, prjónið, englarnir þínir og ljóðin sem þú samdir og varst ekki að hafa hátt um og allt nostrið við heimilið ber þess merki hvað þú annst heimilinu og handverkinu mikið. Þú áttir endalausa þolinmæði og kær- leika. Ég á svo góðar minningar frá allri minni æsku en ein af mínum fyrstu minningum eru þegar við vorum í Dýrafirði í leitum og við vorum að bíða rétt fyrir ofan bæinn og ég orðin eitthvað leið á að sitja bara og bíða þá kenndir þú mér þuluna um fingurna og alltaf þegar ég fer með þessa þulu kemur þessi mynd í huga minn. Þegar ég svo veiktist í byrjun 2012 varst þú alltaf tilbúin að vera hjá mér og hjálpa og styðja mig á hverjum einasta degi þó að þú værir veik sjálf eins og þegar þú fórst í búðir með mér að versla og ég mátti ekki bera neitt þungt eftir mína aðgerð þá vildir þú bera það en máttir í raun ekki bera neitt þungt sjálf svo við urðum næstum því að slást um hvor tæki þyngri pokana og gerðum oft grín að þessu, við værum eins og haltur leiðir blindan. Í dag er ég eiginlega þakklát ef hægt er að vera þakklátur fyrir veikindi, fyrir að hafa lent í mín- um veikindum því annars hefð- um við ekki getað eytt síðustu tveimur árum svona mikið sam- an í að styðja hvor aðra. Takk, elsku mamma, fyrir allt sem þú gafst mér og Guð geymi þig. Þín Kolbrún. Hrafnhildur Hilmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.